Vísir - 30.06.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 30.06.1976, Blaðsíða 8
8) VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson Ritstjórar: Dorsteinn Pálsson, ábm. Ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson Fréttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson Blaöamenn: Anders Hansen, Anna Heiður Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, ólafur Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriður Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Þrúður G. Haraldsdóttir. íþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurðsson. Dreifingarstjóri: Sigurðúr R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ilitstjórn: Siðumúla 14. Simi86611.7 linur Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Óplægður akur Á margan hátt má segja að um þessar mundir séu eins konar þáttaskil i atvinnumálum okkar. Minnk- andi þorskveiði hlýtur óhjákvæmilega að hafa í för með sér, að við förum inn á nýjar brautir. Hér eru óþrjótandi verkefni, sem ráðast má i. Við slikar aðstæður er eðlilegt að athygli manna beinist fyrst og fremst að áður ónýttum fiskstofnum og nýjungum við vinnslu ýmiss konar sjávarafurða. Engum vafa er undirorpið, að við höfum byggt upp háþróaðar fiskveiðar. En eigi að siður er ljóst, að i ýmsum efnum fiskvinnslu erum við verulega frum- stæðir. í þvi sambandi má t.a.m. benda á, að við höfum fram til þessa lagt höfuðáherslu á að veiða sem mest, en i miklu minni mæli haft vöruvöndun i huga. Magnið hefur skipt öllu máli. Verðlagning fiskafurða hefur ráðið miklu um, hvernig þessi mál hafa skipast. Engum blöðum er um það að fletta, að á þessu sviði er höfuðnauðsyn að taka upp ný vinnubrögð. Verðlagning sjávarafurða er vissulega það tæki, sem helst getur haft áhrif til aukinnar vöruvöndunar. Fyrir þær sakir er rétt að auka enn frá þvi sem nú er verðmun á góðu hráefni og löku. 1 annan stað hljótum við að huga meir en gert hef- ur verið að fiskstofnum, sem ekki hafa verið nýttir. Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi i þeim efnum. Þannig benda t.a.m. athuganir til að unnt sé að nýta kolmunna i einhverjum mæli. Ljóst er að talsvert miklu fé verður að kosta til rannsókna hér að lút- andi. Þá er á það að lita að við nýtum hvergi nærri nógu vel það sem dregið er úr sjó. Mikil verðmæti fara í súginn sakir þess að við höfum ekki hugað að þvi að nýta úrgang. Fjölmargir möguleikar eru fyrir hendi á þessu sviði. í grein, sem Björn Dagbjartsson forstöðumaður Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, hefur skrifað og birtist hér i blaðinu i gær, kemur fram, að notkun fiskúrgangs til lifefnavinnslu er að mestu óplægður akur. Við svo búið má að sjálfsögðu ekki standa. Björn Dagbjartsson bendir á ýmsa möguleika i þessum efnum. Hann segir að árlega falli til um 5000 lestir af rækju- og humarúrgangi hjá vinnslu- stöðvunum auk þess sem fleygt er i sjóinn. Þá skýr- ir Björn frá þvi, að kúffiskur hafi á siðari árum komið fram i dagsljósið sem sjávarafurð, og ýmsir kostir séu fyrir hendi við nýtingu á slógi. Allt eru þetta athugunarefni, sem mikilvæg geta orðið. Við verðum að mæta breyttum aðstæðum og brjótast út úr erfiðleikunum. Það gerum við ekki með bónbjargastefnu, heldur með þvi að leita fanga á nýjum sviðum. Enginn vafi leikur á, að i þessum efnum duga engin vettlingatök. Við þurfum að leggja allt kapp á að þróa vinnslu sjávarafurða á sama hátt og veið- arnar um leið og við aukum fjölbreytni þeirra. Þetta er eitt af brýnustu úrlausnarefnunum, sem vrir liggja. Við höfum alla möguleika til úrbóta i eiðum og vinnslu og treysta þar með undirstöðu atvinnulifsins i landinu. Ef akurinn er óplægður, þá er að plægja hann. Neytendafrömuður- inn, Ralph Nader, hef- ur allt frá þeim degi, að hann komst i þjóð- hetjutölu i Bandarikj- unum fyrir tiu árum, legið undir gagnrýni framleiðenda og kaup- héðna. Þeir hafa sagt, að einkaframtakinu staf- aði hætta af honum, hann væri valdfikinn lýðskrumari, eða ein- faldlega einsýnn of- vekja athygli á Nader fyrir tlu árum og baráttu hans. En I bók, sem kemur Ut nUna I vikunni og ber titilinn „Ég og Ralph”, les Sanford Nader lesturinn. Hann ber upp á neyt- endapostulann ýmsar syndir. í fréttaritinu „Newsweek” er sagt, aö þeir, sem biðu Utkomu bókarinnar með hvað mestri eftirvæntingu, séu helst vinir hans og nánustu samstarfs- menn. Því er þar haldið fram, að þótt þeir dáist mjög að þeim árangri, sem Nader hafi náð í neytendabaráttu sinni, hafi þeim fundist um langa hrið, að endurskipuleggja þyrfti allt hans starf. „Newsweek” skrif- ar, að menn hafi vonast til þess, að bókin mundi leysa þá undan setja sér og samtökum slnum ný mörk að stefna að. — Einn fyrr- verandi samstarfsmanna hans lét eftir sér hafa, að Nader hafi átt um tvo kosti að velja til að halda áfram. Annar var að vekja upp hreyfingu almennra borgara, formleg samtök, en hinn var að bjóða sig fram til opinbers embættis og heyja sina hildi innan „kerfisins”. —Bent er á I þvi sambandi, að neyt- endahreyfing hans þiggi árlega um 1 milljón dollara I frjálsum framlögum, en þeir, sem gefi, láti málið ekki frekar til sin taka og koma hvergi nærri. Nader hefur hvorugt gert. Þegar George McGovern vann að forsetaframboði slnu, þreif- aði hann fyrir sér um möguleika m Miðvikudagur 30. júni 1976 VTSIR Umsjón: Guðmundur Pétursson Neytendapostulinn, Ralph Nader Aðalgagnrýnandinn sjálfur gagnrýndur Ralph Nader, krossfari I neytendamálum I Bandarlkjunum, og bók in, sem einn fyrrverandi stuðningsmanna hans hefur skrifað til gagnrýni á starfsaðferðum hans. stækismaður, sem gæti ekki skilið, hví venju- legum bandarikja- manni þætti góðar pylsur með tómat og sinnepi. Þetta hefur fallið af brynju krossfarans, eins og vatn af gæs. Menn hafa tekið hóflega mark á þessu tali. Enda fæstum úr minni, hvernig reynt var að spilla áliti Naders út á við, þeg- ar hann sagði bllframleiðendum strið á hendur fyrir tiu árum, þegar hann þóttist verða var við, að bllar þeirra væru ekki nógu öruggir. Einkaspæjarar voru sendir honum til höfuðs til að reyna að grafa upp eitthvað ámælisvert I fari hans, þokka- dísir látnar leggja fyrir hann snörur og fleiri refjabrögö reynd. Enn hefur verið mögnuð yfir hann gagnrýnisþoka, en að þessu stendur að henni aðili, sem menn höfðu talið vera úr herbúðum Naders sjálfs. Sá heitir David Sanford og skrifaði fyrrum mikið um neyt- endamál I Bandaríkjunum, og var þá tryggur fylgismaður Naders. Sanford þessi er nú framkvæmdastjóri „The New Republic”. Það var einmitt það blað, sem fyrst varð til þess að þvl leiðinlega verki. Nefnilega aö bera upp spurningar um, hvort leiðtogi þeirra fari rétt að. „Þvi miður er bók Sanfords hvorki almennilegt skitkast, né góð endurskoðun eða úttekt á starfi Naders,” skrifar blaðið. Þar ku vera dvalið við endur- tekningar og ýmislegt slúður og lifnaðarhætti Naders, og þyngsta ákæra Sanfords á hend- ur krossfaranum er sú, að hann hafi blásið upp skýrslu sína um hæfni Volkswagenbifreiða hér um árið. Samt mun bókin hafa orðið til þess að vekja umræður um Nader, baráttuaðferðir hans og samtaka hans. Vinir hans hafa loks fengist til að tala um þetta átrúnaðargoð sitt öðruvlsi, en hefja hann upp til skýjanna. Þeir finna honum það helst til foráttu, að hann sé nokkuö ein- sýnn og tillitslitill. „Honum er nær ómögulegt að skilja, að meðal samstarfsmanna séu kannski einstaklingar, sem ætl- ast til meira af llfinu en bara aö vinna,” hefur Newsweek eftir Lowell Dodge, sem áður var mjög handgenginn Nader, en er nú ráðgjafi bandarlkjaþings I neytendamálum. Nú kviöa þeir þvl, að sá eldur, sem Nader tendraði á altari neytendamála, muni kulna út, þvi að hann hafi látið undir höfuð leggjast siðustu ár, að á þvl, að fá Nader sem varafor- setaefni til meðreiðar. Nader hafnaði. — „Hann þolir illa að fjölmiðlar og almenningur rýni hann niður I kjölinn. Honum gremst ósegjanlega öll gagn- rýni,” hefur einn lögfræðinga hans sagt. Þetta segja vinir Naders að hafa dregið úr eldmóði hans. Þeir segja, að áhugaleysi og sofandaháttur almennings sé farið að verka letjandi á hann. Nader, sem nú er 42 ára orð- inn og farinn að grána i vöng- um, þvertekur fyrir það, að hann sé neitt farinn að missa móðinn, eða hægja á sér. Afrek hans siöustu vikur benda heldur ekki til þess. Það var mikið til fyrir hans áhrif, sem ein af nefndum öldungadeildarinnar fékkst til að mæla með frum- varpi um að sundra fyrirtækja- samsteypum oliufélaganna og fleira. Meðal annars hafa starfshópar Naders unnið tvö mál fyrir hæstarétti á undan- förnum vikum. Eitt laut að því að staðfesta, að farþegar flugfé- laganna gætu sótt flugfélög til skaðabóta fyrir að vera gerðir afturreka, vegna þess að flugfé- lag þeirra hafði „yfirbókað” flugvél þeirra. Annaö snerti réttmæti þess, að banna að minnast á lyfjaverð I lyfjaaug- lýsingum, eins og verið hafði I einstökum rlkjum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.