Vísir - 30.06.1976, Blaðsíða 11
VISIR Miðvikudagur 30. júni 1976
-----------------------------------
ÞAR
MEÐ
ERU BÁTARNIR
SLÁTTUVÉLAR
við hjá
Þörunga-
vinnslunni
ára fresti, en þrátt fyrir það
hafa sumir bændur bannað
þaraslátt á firðinum i nánd
landa sinna af ótta við að æðar-
varpið biði hnekki af.
Þurrkaður, malaður og
sekkjaður.
Þegar þarinn er fenginn, er
hann fluttur i verksmiðjuna og
taka þar við honum nær sjálf-
virkar vélar, sem þurrka hann
og mala. Þarinn fer fram og i
stóran kassa og kemur finmal-
aður út, fer I sekki, sem siðan
eru fluttir burt með skipi fyrir-
tækisins, Karlsey.
Jafnvægi i byggðum.
Tilkoma Þörungavinnslunnar
h.f. er byggð á grundvelli laga
um jafnvægi i byggðum lands-
ins. I tengslum við hana hafa
verið byggð nokkur hús við
Reykhóla fyrir fjármagn Hús-
næðismálastjórnar og er ætlun-
in að húsnæði þetta verði leigt
starfsmönnum vinnslunnar eða
öðru fólki er að Reykhólum
flyst.
Heita vatnið svikult.
Einnig var borað þarna eftir
heitu vatni 1973 og fengust úr
holunum um 43 sekúndulitrar,
sem voru 108-120 stiga heitir.
Þetta vatnsmagn átti að nægja
þörungavinnslunni og fólkinu á
Reykhólum en reyndin hefur
orðið sú, að þegar búið er að
dæla úr holunum 112-16 klukku-
stundir i einu, minnkar vatns-
magnið svo mikið að það eru
mikil vandræði með að halda
uppi fullum afköstum þörunga-
vinnslunnar. Þessi skortur á
heitu vatni kemur miklu fyrr til
en upphaflega haföi verið gert
ráð fyrir.
Ný höfn.
Auk fyrrgreindra fram-
kvæmda er svo verið að vinna
að gerö hafnar i Karlsey, en
hingað til hefur veriö notast við
bráðabirgðabryggju þar, sem
Þörungavinnslan h.f. i Karls-
ey við Reykhóla á Barðaströnd
hóf starfsemi sina fyrir réttu
ári, en full afköst verksmiðj-
unnar náðust ekki fyrr en I byrj-
un þessa árs. Verksmiðjan
þurkkar og malar þara, sem
siðan er allur fluttur út til Skot-
lands til efnaiðnaðar, en skotar
standa mjög framarlega i
þörungavinnslu og hafa við-
skiptasambönd vegna þess um
ailan heim.
Bátar með sláttuvélar.
Nokkrir bátar sjá um öflun
þarans á Breiðafirði. Þeir slá
hann fyrst með sláttuvélum og
„veiða” hann siðan i net. Hvert
svæði er aðeins slegið á fjögurra
Geymar þörungavinnslunnar setja ákveðinn svip á umhverfið, sem
sumum finnst sveitinni til litillar prýði.
ijfa i ® ' !
VifnBm V'Mf
Þaranum er mokað með stórri dráttarvél i þaratætara.
eingöngu hefur verið hægt að
nota á flóði. Framkvæmdir við
hafnargerðina hófust nýlega og
vinnur dýpkunarprammi við
sanddælu þar sem sandurinn er
svo notaður til uppfyllingar
milli lands og eyjar, svo i fram-
tiöinni megi verða þar aukið at-
hafnasvæði ef þörf verður á.
—R.S.
Allt umhverfið er þari.