Vísir - 30.06.1976, Blaðsíða 10
10
Miðvikudagur 30. júni 1976
vism
Bœnin er mikilvœgasti
Segir sr.
Valgeir
Ástráðsson
„Mikill hluti af starfstlma
prestanna fer i sálgæslu. Þaö er
mikiö leitaö til prestanna meö
ýmiss konar vandamál, bæöi al-
varlegt eölis og minni háttar.
Timinn sem í þaö fer er marg-
falt meiri en sá sem fer til opin-
berra athafna en aörir veröa
ekki og eiga ekki aö veröa varir
viö þaö en þeir sem þjónustunn-
ar njóta.”
Þetta sagöi Valgeir Astráös-
son sólknarprestur á Eyrar-
bakka, þegar blaöamaöur Visis
ræddi viö hann i fundarhléi á
prestastefnunni.
„Þar sem prestaköllin eru
fjölmenn, kemst presturinn ekki
yfir aö sinna öllum þeim vanda-
málum, sem til hans er leitaö
meö, eins og skyldi.
1 dreifbýlinu leitar fólk hlut-
fallslega meira til prestsins en i
Reykjavík. Þar kemur þaö m.a.
til aö prestur 1 dreifbýli þekkir
fleiri persónulega. Þá er oft leit-
aö til prestsins meö fyrir-
greiöslur og ráögjöf, sem aöriö
aöilar taka aö sér i þéttbýlinu.”
Valgeir sagöist telja skriftir
mjög nauösynlegar, en þær
væru hins vegar ekki mikiö
stundaöar. Reyndar leitaöi fólk
oftast ekki hjálpar fyrr en of
seint.
Þegar allt annað þrýt-
ur er bænin
„Sálgæsla prestsins grund-
vallast aö sjálfsögöu á þvi aö
hann er starfsmaöur kirkjunnar
sem flytur boöskapinn um Guö
og hjálp hans.
Mikilvægasti þátturinn i sál-
gæslustarfi prestsins er bænin.
Hún veitir styrk þar sem engin
svör er aö finna viö þeim spurn-
ingum sem leita á hugann, eins
og t.d. viö snöggt mannslát. Þá
eru oft engin önnur ráö til hugg-
unar en aö visa I bænina. Hún
kemur til þar sem allt annaö
þrýtur.
Vegna bænarinnar er grund-
völlur sá sem presturinn starfar
á aHt annar en sá sem félags-
ráögjafar og sálfræöingar vinna
á. Þess vegna geta þeir aldrei
komiö i staö presta, þótt þeir
vinni mjög gott starf.
Ég tel nauösynlegt aö sam-
starf sé meö þessum aöilum og
fleirum. Þaö er til dæmis ekki
heppilegt aö viö prestarnir fjöll-
um einir um máliö, ef um eitt-
hvaö sjúklegt er aö ræöa.
Samstarf viö aöra aöila sem
starfa aö sálgæslu er mjög
gagnlegt. Ég hef m.a. haft mjög
gott samstarf viö AA-hreyfing-
una. Þeir ganga út frá sömu
grundvallarforsendum og viö og
meö samstarfinu viö þá tel ég aö
mun betri árangur hafi náöst.”
— SJ
„Presturinn kemst ekki til aö
sinna vandamálunum sem
skyldi,” segir sr. Valgeir.
SKRIFTIR
NAUÐSYNLEGUR
ÞATTUR
SÁLGÆSLUNNAR
segir sr. Árelíus Níelsson
„Þaö getur veriö léttara aö
játa synd sina, ef viömælandinn
sést ekki. Hins vegar þurfa
skriftir ekki aö vera minna viröi
hjá lúthersku kirkjunni, en þær
eru ekki eins algengar,” sagöi
sr. Arellus Nielsson I viötali viö
VIsi.
Arelius flutti i morgun erindi
um sálgæslu I borg á Presta-
stefnunni 1976, sem hófst i gær i
Bústaöakirkju og lýkur á morg-
un, fimmtudag.
„Skriftir eru nauösynlegur
þáttur sálgæslunnar. Ménn játa
mistök sin og hljóta huggun og
fyrirgefningu á móti. Þetta er
raunar aöalþátturinn i þvi sem
kallaö er sálgæsla,” sagöi Are-
lius.
Mikil þörf fyrir sál-
gæslu
,,I hugtakinu sálgæsla felast
heimsóknir og viötöl viö þá sem
þurfa á aöstoö aö halda. Þeir
sem eru sjúkir, sorgmæddir,
Sr. Arelius telur simasáigæsiuna
llkjast skriftum eins og þær gerast
i kaþólskum siö. Ljósm.Loftur
einmana og hrjáöir leita eftir
sálgæslu prestanna.
Predikunin sjálf er sálgæsla.
Hún veitir huggun og leiöbein-
ingu. En fáir koma til aö hlýöa á
hana, síst af öllu þeir sem mest
þurfa á aö halda.
Simasálgæslan likist einna
mest kaþólskum skriftum.
Munurinn er aöallega fólginn I
þvi aö samtölin eru einlægari og
persónulegri.
Þaö er mikiö leitaö eftir þess-
ari þjónustu og oftast stendur
þörfin fyrir hana I sambandi viö
drykkjuskap. Það er ekkert
sem gerir fólk eins einmana og
alls konar eiturnautn. En margs
konar önnur vandamál koma til
kasta okkar prestanna. For-
dómarnir I þjóöfélaginu eru al-
veg voöalegir gagnvart kyn-
villtu fólki og fer sjálfsmoröum
fjölgandi meöal þeirra.
Viö prestarnir vitum ekki
hvaöa árangur starfiö ber. Aö-
eins örsjaldan lætur fólk okkur
vita ef hjálpin hefur komiö aö
gagni. Þaö er eins og glampar
gleöinnar I annars erf’iöu og
þreytandi starfi.”
Vantar samstarf
Sr. Arelius var aö þvi spuröur
hvort prestar heföu samstarf
viö aöra þá sem vinna aö sál-
gæslu, s.s. sálfræöinga og
félagsráðgjafa.
„Þaö er ekki um neitt sam-
starf aö ræöa,” sagöi hann. „Ég
hef aö visu oft visað fólki til sál-
fræöings, félagsráögjafa eöa
opinberrar stofnunar. En ég
veitekki til þess aö sálfræöingar
hafi sent neinn til min. Ég tel
llklegast aö þeir telji sálgæslu
prestanna úrelta.
Ég tel aö samtöl og fundir
meö sálfræöingum, félagsráö-
gjöfum, barnaverndarnefndum,
læknum og prestum myndu
veröa árangusrik.”
— SJ
Einstök kjör í boði.
I mörgum tilvikum 20% út og
eftirstöðvar greiðist á 18 mán-
uðum.
Við bjóðum yður að koma og
skoða eitt glæsilegasta
húsgagnaúrval landsins, sem
við sýnum á efri hæð
verzlunar okkar í Skeifunni 15.
HÚSGAGNAVERZLUN
GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR
Skeifan 15 Sími 82898
■
k... ... v
Úrvalið er
á efri hæðinni