Vísir - 30.06.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 30.06.1976, Blaðsíða 24
,Okkur fannst sem við þekktum áheyrendur" „Aheyrendur voru alveg stórkostlegir. Okkur fannst sem við þekktum þá alla,” sögðu þau hjónin Cleo Laine og Johnny Dank- worth við Visi eftir vel- heppnaða hljómleika i Laugardalshöli i gær- kvöldi. itt,” sögðu þau. „Versta viö flugferðirnar er allt tilstandið i kringum þær, passaskoðun, far- angur og þess háttar.” Þau Johnny Öankworth og Cleo Laine spiluðu hér á Lista- hátíð árið 1974 og komu þá fram með André Previn og Árna Egilssyni á hljómleikum^ sem mörgum urðu minnisstæðir. En hafa þau i huga að koma hingaö i þriðja sinn? ,,Ef einhver biður okkur, þá komum við. Við höfum ekki skipulagt aðra ferð hingaö. En hingað er alltaf ánægjulegt að koma og fá þessar stórkostlegu móttökur.” —EKG Laugardalshöllin var troðfull af hæstánægðum áheyrendum. Og það var auðsætt aö þeir fylgdust með af athygli þegar hljómsveitin spilaði. I lok hljómleikanna fögnuðu þeir á- kaft og kölluðu ákaft tónlistar- mennina fram á sviðið. „Það var ánægjulegt að svona vel tókst til. Og við vonum að það sama verði upp á teningn- um þegar við förum til Banda- rikjanna. Viðerum ailtaf svolit- ið kviðin þegar við eigum að koma fram fyrir fólk sem ekki hefur ensku að móðurmáli. En hér virðist fólk skilja okkur full- komlega og við erum þakklát.” Þau Celo Laine og Johnny Dankworth eru mikið á ferða- lögum. Þau voru að koma frá Bermuda. Héðan halda þau til London, siðan til Ameriku þar sem þau verða á 10 vikna hljóm- leikaferðalagi. Siðan liggur leiðin til Japan og Hong Kong. En jólunum eyða þau i Astraliu. — Við spurðum hvort svona ferðalög væru ekki þreytandi. „Ef okkur leiddist það sem við erum að gera væri þetta erf- Vi Johnny Dankworth og Cleo Laine, ásamt hljómsveitinni, töfruðu á- heyrendur i Laugardalshöllinni gjörsamlega upp úr skónum með tón- listarflutningi sinum i gærkvöldi. Ljósm: Jens. Miðvikudagur 30. júni 1976 Sjónvarpið: Tœkin úrelt ogerfitt um varohluti ,?Tækin sem notuð eru I stúdlói sjónvarpsins eru oröin úrelt, enda 10-15 ára gömul og oröin mjög erfitt að fá varahluti i þau.” Þetta sagði Hörður Frimannsson, yfir- verkfræðingur sjónvarpsisns, er Vlsir innti hann eftir hugsanlegri endurnýjun tækja. Hann sagði jafnframt: „Við höfum ekki fengið nein skýr svör frá ráðamönnum um það hvaða stefnu við eigum aö taka i endur- nýjun tækjanna hjá sjónvarpinu. t dag er slðasti útsendingar- dagur sjónvarpsins aö sinni og fara nú sjónvarpsmcnn i sumar- leyfi i einn mánuð. Ctsendingar hefjast að nvju 1. ágúst. — RJ. SJÁLFSTÆÐISMENN í SAMSTARFI VIÐ AÐRA FLOKKA í VESTMANNAEYJUM Tveir bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins I Vestmannaeyj- um gengu til samstarfs við fuiltrúa annarra flokka í gær- kveldi o« sameinuðust þá þessir aðilar um kosningar I ncfi'dir, kjör foiseta og afgreiðslu fjár- hagsáætiunar. Nánar verður sagt frá þessu i Visi á morgun. — EKG Víkingarnir flognir vestur Vlkingarnir með farangur sinn I afgreiðslu Flugleiða I gærkveldi. Mynd: JA. tsiensku vikingarnir, sem sigla eiga vlkingaskipi I New York á þjóðhátið Bandarlkjanna, 4. júli nk„ héldu vestur um haf i gær með öllu nútimalegra farartæki en biöur þeirra vestra. Þeir flugu til New York meö þotu Loftleiöa. A myndinni sjást fimm þeirra félaga við brottför til Amerlku. Vikingarnir munu taka þátt I hópsiglingu sem verður há- punktur hátíðahalda á þjóöhá- tiðardegi Bandarikjanna, en bandarikjamenn fagna nú um þessar mundir 200 ára afmæli þjóöarinnar. Umrætt vikinga- skip er skip það, er norðmenn færðu Reykjavikurborg að gjöf 1974. Atta manna áhöfn skipsins mun sigla þvi i fimm klukku- stunda hópsiglingu, sem áætlað er, að fimm milljónir manna muni fylgjast með. Þetta framlag islendinga til þjóðhátiðar bandarikjamanna hefur vakið mjög mikla ath.vgli þar vestra og er þetta, að mati tvars Guðmundssonar, aðal- ræðismanns, besta tækifæri til kynningar á landi og þjóð, sem islendingar hafa nokkru sinni fengið. „Vikingarnir” islensku munu heimsækja fjölda sigl- ingaklúbba i Bandarikjunum áður en þeir snúa heim. —JOH ALDURSFORSETINN K0M í HJÓLASTÓL FRÁ VESTURHEIMI Vestur íslendingar lóta ekkert aftra sér þegar þeir œtla „heim" „Vestur-islendingarnir koma hingað að mestu á eigin vegum til að heimsækja vini og ættingja og munu þvi liklega dreifast vltt um landið”, sagði Bragi Friðriksson sóknarprestur i samtali við VIsi i morgun. 200 manna hópur Vestur-islend- inga kom i morgun til landsins á vegum nýstofnaðs feröafélags þar vestra, Vikingaferða. For- ystu fyrir hópnum hafa hjónin Stefán J. Stefánsson og kona hans, sem er liklega best þekkt undir nafninu Olla og Ted Arna- son og kona hans. Enda þótt Vestur-islendingarnir komi á eigin vegum hefur einhver dagskrá veriö skipulögð fyrir þá. Stuttu eftir komuna verður þeim fagnað með guðsþjónustu i Bessastaðakirkju og siðan boði hjá forsetahjónunum. Þjóð- ræknisfélagiö á Akureyri ráð- gerirað hafa móttöku helgina 10.- 11. júli fyrir alla Vestur-islend- inga sem komast þangað norður. Einnig mun Þjóðræknisfélagið i Reykjavik hafa gestamóttöku á Hótel Sögu 25. júli fyrir Vestur-is- lendingana og vini þeirra. Um þá helgi verður sýnd i einhverju kvikmyndahúsanna hér i borg lit- mynd, sem sjónvarpið lét taka á islendingadeginum i Gimli s.l. sumar og verður sýningin öllum opin. Margt af þessu fólki sem nú sækir okkur heim er nokkuð við aldur. Aldursforseti er 86 ára gömul kona, sem lét það ekki standa i vegi fyrir Islands- heimsókn, að hún er i hjólastól. — AHO ÁTTA MANNS HAFA H0RFIÐ SPORLAUST SÍÐUSTU SEX ÁR Siðan á árinu 1970 hafa átta menn horfiö sporlaust i ná- grenni Reykjavikur. Kemur þetta fram I athugun sem dóms- málaráðuneytið hefur látið gera nú nýlega. Að sögn Hjalta Zóphaniasson- ar I dómsmálaráðuneytinu er engin sérstök ástæða til að þessi athugun er gerð einmitt nú, en oft þarf þó að hafa á reiðum höndum „statistik” yfir ýmis- legt, m.a. vegna skýrslugeröar fyrir Inferpol. Aö sögn Hjalta eru þetta allt karlmenn, sem horfið hafa i Reykjavik og i næsta nágrenni, u.þ.b. 50 km radius umhverfis borgina. Einn þessara manna hefði þó horfið á Snæfellsnesi. Kvað hann mennina hafa verið á öllum aldri, allt upp I áttrætt. Oft hefðu vaknaö ákveðnar grunsemdir hvað af þessum mönnum hefði orðið, s.s. að sumir hefðu farið i sjóinn. Rannsókn umfangsmikilla sakamála hefur svo einnig flétt- ast inn i sum þessara manns- hvarfa sem kunnugt er. —AH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.