Vísir - 23.07.1976, Page 7

Vísir - 23.07.1976, Page 7
7 Bretar auglýsa eftir fískimiðum — Veitið okkur 50 milna einkafiskimið og við munum sjá ykkur fyrir nægum og fjöl- breyttum fiski á sam- keppnisfæru verði. Að- eins fimmtiu milna einkafiskveiðilandhelgi gerir okkur þetta mögulegt. Þannig hljómar stór auglýs- ing, sem breskir Utgerðar- og fiskimenn hafa undanfarið birt i breskum stórblöðum i baráttu sinni fyrir i það minnsta 50 milna landhelgi. 1 auglýsingunni segir, að Bretland sé umlukt góðum fiski- miðum og fiskurinn smakkist bretum eins vel og frökkunum smakkast vinið og itölunum hveitilengjurnar. — Innan hundrað milna er nægur fiskur til að endast bret- um að eilifu, ef hann er skyn- samlega nýttur og verndaður, segir i auglýsingunni og bætt er við að 20 þúsund hraustir bresk- ir sjómenn séu tilbúnir að halda til veiða, og i landi biði 100 þús- und manns til að vinna úr aflan- um. — Af góðum veiðiskipum höfum við nóg. Ariö 1970 voru 100 milljón pund (33 milljarðar islenskra króna) fjárfest i hag- kvæmum og nýtiskulegum skip- um af öllum tegundum og gerð- um. — En i hverju liggur þá vandi okkar, er spurt i auglýsingunni að lokum. Við Island, Noreg, Bandarikin og Kanada hafa hingað til verið okkar fiskimið. En nú hafa riki þessi tilkynnt 200 mllna fiskveiðilögsögu. — Stefna Efnahagsbanda- lagsins kemur i veg fyrir einka- fiskimið fyrir breta innan okkar eigin 200 milna. Breska stjórnin mótmælir þessu, en krafa henn- ar felur aöeins i sér 12 milna einkafiskveiðilandhelgi sem sums staðar nær út að 50 milum. Þetta verndar hvergi nærri okk- ar dýrmætustu fiskimið. — Engin bresk stjórn hefur hingað til séð nægilega fyrir þörfum fiskiðnaðarins. Við leit- um þvi til hins almenna borg- ara. Veitið okkur að minnsta kosti 50 milna landhelgi og við munum sjá fyrir þörfum ykkar, segir i niðurlagi auglýsingar- innar. The British love their fish (and chips). o Biítoin 'n on úlond iufround«d by lith Q. So whoft Hm problwnT utid inhob«wd by 55 million Mopb who love it, A. Our Oov.rnm.nl U oboutto Bl»« oiWio«áoltwirpoitoof»wFiwich#»irw*». oway our rlghl to (otch our own fuh. Wo'vo pot Iho flfh okalond,Norwoy. ÚSAondConoda-oft -prop*Hrconwrv*d.IIU'«ii*nouuhhih whoM cooiO wo hovo Irodilionaly Wwd-hr - 'in im ndn o> our ihorw lo Imp m sorng olraodvcloinwd XD milo oacknh ' " ' -iraollh.KC.Co l.«p !h«mot MO ond bnnu Itwir coiclwi lo you. ................. ............ o Wohro por Iho thlpt IU<inoBround.tiHlh.w«tolScollond.ondno -in #w 19/0. olon. w« v. mv«.i«d w«U ov«i more Ihon 50 mitoi onywlwra. ClOOm m «Hici«nl ond mod«m rau.li oi oO typ«i Thi. i. nol porty potfcol No ooMtnrn.nl hca. ' w. wdh lh« v*ry lol«0 in «i«clronic «qi "* 1 J _J Give us the f ishing grou nds and we will supply the Brítish consumer with plontiful, varied and compotitivoly-priced food trom our soas. But we need an exdusive lirr.lt of at least 50 miles all round Publijhed on beholf ol BritUh FUhermen: Auglýsingin sem hefur birst viða ibreskum blöðum, þar sem útgerðarmenn færa fram rök sin fyrir þvi að bretar eigi að fá 50 mílna einkalögsögu. Undir auglýsinguna rita for- menn samtaka breskra togara- eigenda, samtaka skoskra tog- araeigenda, skoska sjómanna- sambandsins og baráttufélags fyrir verndun fiskstofnanna. Hitaveita í Norðursjó? Hugmyndir hafa komið upp um að nota megi heit jarðlög í Norðursjónum til hitaveituframkvæmda. Orkumálaráðuneytiö breska bendir á að 150 til 220 gráðu heit jarðlög , sem komið hafa I ljós við oliuboranir megi nýta til orku- gjafar, þegar draga fer úr oliu- auðinum. Slikar framkvæmdir verða mjög dýrar, en ráðuneytið bendir á, að i framtiðinni megi breyta verkefnalausum oliupöllum þannig að þeir geti gegnt þessu nýja hlutverki. óliklegt er aö borgi sig að nýta hitann til raforkuframleiðslu, segir ráðuneytið, en heitu vatni mætti veita til næstu byggðar i landi. Með slikri hitaveitu yröi hitunarkostnaður helmingi íægri en með oliukyndingu, segir ráðu- neytið. Sérfræðingar ráðuneytisins segja jafnframt að fundur heitu jarðlaganna gefi ástæðu til frekari leita á heitum jarðlögum og heitu vatni á Bretlandseyjum. Víkingurinn bilaður Bilanir komu fram f Víkingsferjunni á Mars í gær og er jafnvel óttast aö ekki verði hægt að taka jarðvegssýnishorn til efnagreiningar. Þriggja metra langur armur ferjunnar, sem taka á sýnin, stóð skyndilega á sér, er veriö var að prófa hann. Arminum var ætlað að grafa i yfirborö plánetunnar 28. júli og flytja þaðan jarðveg i sjálfvirk- an efnagreiningarkassa i ferj- unni til að kanna hvort i honum fyndist vottur af einhvers konar lifi. Þegar visindamenn skipuðu arminum að fara i gegnum 17 Víkingsferjan sem fram að þessu hefur staðið sig með sóma er nú orðin óþekk við visinda- mennina. Armurinn fremst á myndinni hér til hliðar stendur á sér —og er þvf ekki vist hvort hægt verður að framkvæma jarðvegsrannsóknir. — verður hœgt að taka jarðvegssýni? fyrirfram ákveðnar hreyfingar og losa sig viö varnarhlifar sin- ar, stóð hann skyndilega á sér, þegar komið var að óhappatöl- unni 13. Armurinn átti að leggjast saman og koma sér fyrir I upp- hafsstöðu, er hann stöðvaðist skyndilega. A Mars er nú 12 stiga frost, en visindamenn segja ólíklegt að þaö sé orsök bilunarinnar. Armurinn hafi fyrir förina verið reyndur i allt að 95 stiga frosti án vandræða. Sennilegra er talið að bilunin sé i rafeindatæki sem sendir frá sér tölvufyrirskipanir til stjórn- kerfa ferjunnar. Eftir að ferjan hafði sent frá sér röð af hnifskörpum myndum á þriðjudaginn fór að bera á fjarskiptaörðugleikum, sem náðu hámarki er armurinn bil- aði i gær. Þrátt fyrir þessa bilun eru visindamenn vongóðir um að hægt verði að nota varastjórn- kerfi til aö stýra arminum. Ekki verður þó komið i veg fyrir að tafir veröi á sýnitöku af yfir- borði Mars. Alaska og Sviss: Astralskur skiðamaöur féll 300 metra nið- ur hliðar MtKinley, hæsta fjalls Norður-Ameriku og beið bana i gær er hann reyndi að fara á skiðum niður frá tindin- um ásamt fjórum félögum sin- um. Þetta er fjórða dauða- slysið i fjallinu, sem verður i þessum mánuði. Þá hafa undanfarna daga 11 manns látist i fjallgöngum i svissnesku ölpunum. Fjórir létust er þeir féllu i sprungu á Aletsch jöklinum, vestur- þjóðverji lést á Mátterhorn, sem islendingar klifu fyrir stuttu, tveir vestur-þjóðverjar létust á Mischabel við Saas- Fee, Itali á Grand Muveran, svissneskur maður á Jungfrau og svissnesk kona á Burgenstock. California: —Lýst hefur verið eftir þrem mönnum á aldrin- um 23-25 fyrir ránið á 26 skólabörnum fyrir siöustu helgi. Tveir piltana eru bræö- ur og allir eru þeir af auðugu foreldri. Lögreglan varar við að þeir séu vopnaöir og hættu- legir. Washington: —Hæstiréttur Bandarikjanna hefur veitt 300 dauðadæmdum föngum I Bandarikjunum gálgafrest á meöan hann gerir upp hug sinn um réttmæti dauöarefs- ingar. Venesuela: •— Flóð i suður- hluta landsins hafa svipt 50 þúsund manns heimilum, eyðilagt landbúnaðar- uppskeru og drepið kvikfénaö að verðmæti um milljarða króna. Ekki hefur um frést um að menn hafi látist i flóð- unum. Argentina: —Fyrrverandi innanrikisráðherra Antonio Benitez verður dreginn fvrir rétt vegna fjárdráttar. Hann er sakaður um aö hafa dregiö að sér fé úr almenningssjóð- um i forsetaliö Mariu Estelu Peron.Innanrikisráöherann' er fjórði ráðherrann sem dreginn er fyrir rétt siðan bylting var gerð i mars. Washington: —-Ford forseti hefur varað starfsmenn ráðu- neyta við að lofa greiðum i skiptum fyrirstuðning við sig. Forsetinn sendi starfsmönn- unum bréf þar sem hann benti a ða óheimilt sé að bjóða störf eða aöra greiða I skiptum fyr- ir stuðning við hann, er valiö veröur á milli Ronalds Reagan og Fords forseta sem næsta forsetaefni repúblikana i næsta mánuði. Kaldar kveðjur Harðasta hrið sem gerð hefur verið að hinni nýju rikisstjórn Spánar kom frá stjórnarand- stöðunni þar i landi i gær. Samband kristilegra demó- krata, frjálslyndra og vinstri- sinna gaf út tilkynningu I gær þar sem stjórnin er harðlega gagn- rýnd og borin þeim sökum að hún væri ekki fær um að koma á um- bótum i landinu. 1 tilkynningu stjórnarandstöð- unnar sagði, að stjórnin væru skipuð af konungi og sætu I henni menn úr röðum frankóista. Slik stjórn er ekki fær um að þjóna þörfum spönsku þjóðarinnar, sagði i tilkynningunni. Rikisstjórnin hefur gefið fyrir- heit um stjórnmálalegar um- bætur, kosningar næsta vor og að fara þess á leit við konung að hann náði pólitiska fanga. ÞRYST A SYRLENDINGA — rússar hóta að hœtta að senda varahluti Mikill þrýstingur er nú á sýr- lendinga úr ólikum áttum. Bæði rússar og israelsmenn hafa hótað öllu illu ef sýrlendingar láta ekki af sivaxandi ihlutun I borgara- striðið I Libanon. Assad, forseti Sýrlands, sagði i útvarpsávarpi til þjóðarinnar i gærkvöldi að israelsmenn hefðu sett sýrlendingum úrslitakosti. Kvað hann sýrlendinga hafa úr- slitakosti israela að engu. Rússar, sem hafa verið örlátir við sýrlendingar og gefiö þeim gifurlegt vopnabúr, hafa nú hótaö að hætta að senda þeim varahluti I skriðdreka og fleiri vigvélar sýrlendinga, sem eru i stöðugri notkun þessa dagana I Libanon. Rússar hafa jafnvel hótaö'aö kveöja heim hernaöarsér- fræðinga sina og tæknimenn, sem halda hinum flóknu vigvélum sýrlendinga við. Ef sýrlendingar hafa orð rússa að engu eins og þeir hafa gefið i skyn má búast við enn öðru skip- broti fyrir utanrikisstefnu rússa i þessum heimshluta en skemmst er að minnast vinslita þeirra við egypta.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.