Vísir - 30.07.1976, Side 2
2
Föstudagur 30. júll 1976. VISIR
■v
( í REYKJAVÍK )
Ætlar þú að fara eitt-
hvað um verslunar-
mannahelgina?
Sigriður Gunnarsdóttir, nemi:
„Nei, ég ætla bara aö vera heima,
eða kannski að skreppa i ein-
hverja smáferð út fyrir bæinn”.
Eva Ingólfsdóttir, sendla: „Eg
ætla á Rauðhettu!”
Guðrún Björnsdóttir, skrifstofu-
stúlka: „Ég veit það ekki, gæti
verið að ég færi eitthvað austur
fyrir fjall.”
Auður Björnsdóttir, skrifstofu-
stúlka: „Nei, ég ætla ekkert úr
bænum”.
Kolbrún Lilja Antonsdóttir,
teiknikennari: „Það er alveg
öruggt, aö ég fer ekkert úr bæn-
um, og bið bara þar til helgin er
búin. Það er ekkert pláss fyrir
mann úti á vegunum um þessa
helgi”.
VÉLARNAR ÓHENTUGAR
FYRIR SUMARLOÐNU
Vegna hins mikla átumagns er hætta á að loðnan springi. Tii þess að koma I veg fyrir aö sllkt gerist er landað með krabba. Myndin var
tekin við loðnulöndun I Bolungarvik. — Ljósmynd VIsis EKG
Sumarveiði á loðnu hcfur alls
ekki gengið hnökralaust fyrir
sig. Loönubræðslurnar hafa
ekki getað unnið með fullum af-
köstum vegna hins mikla átu-
magns I loðnunni.
Vélar sem viða eru notaðar i
loðnubræðslunum eru gamlar
og gerðar fyrir sild. En nú virð-
ist heldur vera að rofa til.
Loðnubræðslan gengur skár.
Hráefnið sem berst verksmiðj-
unum er betra en áður og ýmsar
ráðstafanir hafa verið gerðar tii
að betur gangi.
Tækin gerð fyrir sild
„Okkar tæki sérstaklega i
verksmiðjunum á norðurlandi
eru gerð fyrir góða stifa sild.
JÞað er þvi ekki eðlilegt að tæki
sem gerð eru fyrir allt aðrar að-
stæður geti unnið með fullum
afköstum”, sagði Björn Dag-
bjartsson forstöðumaður Rann-
sóknarstofnunar fiskiðnaðarins.
Erfiðleikar við aö bræða sum-
arloðnu eru engan veginn ó-
þekkt fyrirbæri. Norðmenn hafa
veitt ioðnu á sumrin sem full er
af átu. Og islendingar ásamt
fleiri þjóðum hafa stundað veið-
ar á norðursjávarsild yfir sum-
armánuðina og landað henni i
Danmörku.
„Þeir hafa átt við sina erfið-
leika að striða”, sagði Björn
Dagbjartsson. „En þeir hafa nú
fjárfest i nýjum vélakosti. Það
er út af fyrir sig spurning hvort
ekki væri góð fjárfesting að
endurnýja vélakoslinn, eftir að
farið er að hægja um i fiski-
skipakaupunum.”
Björn sagði að loðna væri nú
unnin á nokkrum stöðum i kring
um landið. Sums staðar gengi
vinnslan vel. Annars staðar
væri vélakostur óhentugur og
hentaði ekki fyrir hráefni sem
við hefðum núna.
Er að rofa til
„Þetta gengur skár núna”,
sagði Jón Reynir Magnússon
framkvæmdastjóri Sildarverk-
smiðja rikisins þegar við höfð-
um samband við hann. „Hrá-
efnið sem við fáum er farið að
verða heillegra. Ég hugsa að
það hafi borið árangur hve mikil
áhersla var lögð á að vel væri si-
að og loðnunni væri ekki dælt
með of miklum krafti úr nótinni.
Nú er svo komið að sumir farm-
anna eru ágætir.”
Pressun hefur gengið mjög
illa. Jón Reynir sagði að búið
væri að breyta núverandi
pressu eins og mögulegt hefði
Eins og sjá má er ekki öll loðnan slæm. Það er greinilegt að með þvi
að vanda til er hægt að fá gott hráefni. Það var Rauðsey sem skilaði
þessu ágætishráefni að landi, eftir langa siglingu. — Ljósmynd Visis
Jens.
reynst. Hann sagði jafnframt að
pressun á vetrarloðnunni hefði
alltaf gengið vel.
Nú er á leið til landsins ný
skilvinda fyrir S.R. á Siglufirði.
Jón sagði að hún kæmi til lands-
ins eftir helgina, en ekki kvaðst
hann vilja spá um hvort hún
leysti allan vandann.
Sildarverksmiðjur rikisins
eiga verksmiðju á Raufarhöfn.
Hún hefur ekki getað starfaö
vegna vatnsskorts. En að sögn
Jóns Reynis á hún að geta farið I
gang á morgun.
—EKG
Andvaka konur og einfarinn
Það er þó bót I máli að maöur-
inn virðist vera ungur, hár og
grannur. Hefði einhvern tlma
ekki þótt ástæða til að reka upp
hljóð, þótt slikur næturguð liti
inn til kvenna. Hins vegar hafa
konur tekið honum illa, þegar
heyrst hefur til hans, að ekki sé
talað um, þegar hann rak höf-
uðið I svefnherbergisgættina á
Látraströnd á ' dögunum. t
annað sinn vakti kona og heyrði
til Náttfara I ibúöinni og vildi
vekja mann sinn. Hann þver-
neitaði eiginlega að vakna út af
sliku litilræði, og taldi að um of-
skynjanir væri að ræða. En þeg-
ar hægt er að vekja eiginmenn-
ina og fá þá til að hlaupa að úti-
dyrunum, þá er eins vlst að
Náttfari snari sér út um svala-
dyrnar. Manni finnst nú ein-
hvern veginn að konur eigi að
taka svona næturgesti vel fyrst
eiginmennirnir vilja ekki láta af
hrotum sinum, þó að með þvi
mundi hann cflaust stela þvi
sem er meira virði svona
hjúskaparlega séö en dollarar,
pund, danskar krónur og
islenskar.
Englendingar eiga sér tvær
þjóðariþróttir, sem enginn hef-
ur tekið upp eftir þeim. Það er
krikket og innbrotsþjófnaður. A
krikket kann Svarthöfði engin
skil önnur en þau, að slegnar
eru stórar trékúlur I gegnum
lltil hlið með trékylfum og allt
málað skrautlega. Þessi leikur
komst I gildi þjóðariþróttar á
æö»tum dögum heimsveldisins,
þegar menn höfðu yfirleitt
ekkert að gera nema manna
gæslustöðvar og stjórnarstofur I
fjærstu afkimum. Innbrots-
þjófnaðurinn I Bretlandi er aft-
ur á móti gömul og gróin Iist-
grein, þar sem bestu þjófarnir
nálgast að verða þjóðhetjur
fyrir kurteisi sakir, hógværð,
lásakunnáttu og hljóðlegan um-
gang um nætur. Þeir ganga
óvopnaðir til leiks og fórna
höndum ef að þeim er komið og
biðjast undan likamsmeiðing-
um. Kjörorð þeirra gæti verið:
Eigi skal höggva, hefði það ekki
þegar veriö notað I annarskonar
innbroti.
Nú liggur I augum uppi, að
hinn . islenski Náttfari dregur
mjög dám af breskum kollegum
sinum hvað alla kurteisi snertir
og hógværð i umgengni. Hann
þeytist miili bæjarhluta, annað
hvort á reiðhjóli eða skellinööru
með góðum hljóðdeyfi, og virð-
ist fylgjast náið með þvi hverjir
eru að fara I ferðalög til
útlanda, af þvi hann hefur hvað
eftir annaö farið inn til fólks,
sem hefur verið búið aö safna
sér álitlegum gjaldeyrisforða á
svörtum.Þá veit hann hvar til-
teknir kaupmenn búa og geyma
lyklana að peningunum. Nýver-
ið hirti hann tlu þúsund krónur
danskar af verðlaunafé þekkts
listamanns, og hefur kannski
haldið að listamaðurinn þyrfti
ekki á ölium þessum dönsku
krónum að Jialda. Haldi hann
fram sem horfir að safna valútu
má sjálfsagt allt eins leita Nátt-
fara á sólarströndum þegar Ilð-
ur á ágústmánuð, og mun hann
þá eflaust bjóða hinum gjald-
eyrislausu upp á einn á barnum.
Lögreglan ræður ekkert við
þennan mann. Næturvarslan
hér I borginni er I algjöru lág-
marki, og mun þar mannafæð
ráða að nokkru, en billjard og
bridge afganginum. Liðin er sú
tið, þegar lögreglumenn voru á
gangi um nætur viö að telja
kettina. Við reykvlkingar verð-
um þvl enn um sinn að setja allt
okkar traust á þær konur, sem
liggja vakandi um nætur við aö
hlusta á þruskið I húsinu eða
gömlu Borgundarhólmsklukk-
una. Það er ástæðulaust að vera
nokkuð að ragast I þvl af hverju
konurnar geta ekki sofið meðan
karlarnir hrjóta. Allt eru það
gamalkunn einkenni, sem ekki
koma innbrotum hið minnsta
við. En vegna andvökunnar er
það bón reykvikinga, að konur, I
stað þess að reka upp hljóð
þegar höfuð hins unga, háa og
granna manns birtist I gættinni.
lyfti visifingri hægri handar og
dragi vinstra augað I pung endf
mundu engin eftirmál verða við
þann sem hrýtur. Allt yrðu það
ofskynjanir I hans augum.
Svarthöfði