Vísir - 30.07.1976, Síða 19

Vísir - 30.07.1976, Síða 19
VISIR . Föstudagur 30. júli 23 Hjálpum nauðstöddum kmda Mismunun kynjanna E.S. skrifar t sumarbyrjun bárust þær fréttir til landsins a6 tvö íslensk ungmenni hefðu verið handtekin á Spáni fyrir hasssmygl. Stúlk- unni var sleppt fljótlega úr landi, fyrir aldurs sakir að mig minnir. Aftur á móti situr pilt- urinn enn i' spænsku fangelsi og bíður eftir réttarhöldunum sem eiga vístekkiaðhefjastfyrreni september. öll vitum við hvern- ig stjórnarfariö hefur verið á Spáni og öll höfum við heyrt um harðneskju spænsku lögregl- unnar. Að menn hafi þurft að blða árum saman eftir dómi i málum sinum eöa jafnvel gleymst. Þó aö ýmsu sé ábótavant I Islenskum réttarfarsmálum og þar með talið fangelsismálum þá eru spænsku fangelsin örugglega á nokkuð lægra stigi. Landið liggur ekki langt frá Afriku svo llkur eru á að eitur- lyfjaneysla svo sem neysla heróins tiðkist meðal fanga á Spáni. Þó að mál þetta sé mér ekki kunnugra en öðrum sem lesa blöðin, þá sest illa I mig sú þögn sem rikt hefur um máliö. Aö vlsu birti eitt dagblaðanna reyfarakennda frásögn blaða- manns þess af heimsókn hans i fangelsiö en ekkert raunhæft hefur birst að ráM. Gerum við okkur grein fyrir þvl að landi okkar, kannski ættingi (á þvi eru miklar llkur hér I fámenn- inu), ungur að árum, hálf- þritugur er I höndum fjarlægs réttarfars. Hann er einn þarna úti — ekki hefur hann ættingja sina þar. Mjög liklega kann hann ekki mál innfæddra og sem fyrrverandi sólarlandafari veit ég aö spánverjar eru ekki miklir tungumálamenn. Málið er jú mjög þýöingarmikið. Hann hefur þörf fýrir lögfræð- ing og hver borgar honum? Varla hann sjálfur. Hefur fjöl- skylda hans fjárhagslegt bol- magn til að borga sæmandi lög fræðiaðstoð? Er ekki skylda okkar að leggja fram okkar skerf tii aðstoðar? Veitir rikis- stjórnin einhverja aðstoö? Látum hann ekki gleymast Fyrir nokkrum árum var islensk stúlka tekin úti i Israel fyrir fikniefnasmygl. Islensk yfirvöld sáu til þess að hún komstheim.Fyrir u.þ.b. tveim- ur árum var islensk stúlka handtekin i London þar sem hún var I félagsskap með kókain- smyglurum. Islenska sendiráð- ið þar i borg veitti henni vernd gegn hugsanlegri lifshættu. Sekt viökomandi er mismunandi i þessum dæmum sem ég tek, en öll eiga þau sameiginlegt að’ vera Islensk og hafa lent I úti- stöðum viö erlenda löggæslu vegna fikniefna. En hver er munurinn á þeim sem fengu islenska aðstoð og honum sem enga hefur fengið? Svariö hlýtur að fá hvern mann til aö roöna: þær eru kvenkyns verur en hann er karl- maður. Karlmenn hafa verið kallaðir sterkara kynið en veitir það honum lögfræöiaöstoö? Er það trygging fyrir þvl að hann komi óskaddáöur út úr þessu? Ef hann kemur þá lifandi. Við, islendingar byggjum samfélag þar sem við borgum fyrir aö fá að vera með. Við vinnum, borg- um skatta, reynum aö hlýða settum lögum, þeir sem brjóta þau borga fyrir sig með þvi aö sæta hegningu. Þetta samfélag hlýtur aö eiga að vernda okkur og hjálpa. Ef við missum heils- una eru tryggingar fyrir hendi sem aðstoða okkur fjárhags- lega. Fleiri dæmi mætti nefna. Er ekki Uka skylda þess, þar með aö segja okkur að hjálpa unga manninum sem situr úti I spænsku fangelsi? Þá er ég ekki að meina að hlifa honum við refsingu þvi sekt hans er augljós En það minnsta sem við getum gert er aö stuöla að þvi að hann njóti sama réttlætis og hann myndi gera hér á landi i okkar samfélagi. Þaö er að sjá til þess að hann fái tilhlýöilega lög- fræðiaöstoð. Látum hann ekki gleymast og rotna I spænsku fangelsi. Ef rlkisstjórnin rankar. ekki við sér getum við sett pen- inga i sjóð. Margt smátt gerir eitt stórt. LESENDUR HAFA ORÐIÐ er vettvangur lesenda Vísis 86611 rirlslenskufangelsi. Spænsku fangelsin eru á lægra stigi. 1 jwiiil im IT i 0% að Úlfijótsvatni um verslúnarmannahelgi Við viljum vekja athygli ó eftirfarandi: 1 Rauðhetta er mót fyrir alla hressa ogkáta unglinga á aldr- inum 12—25. IDagskráin á Rauðhettu er fjölbreyttasta dagskrá er ver- ið hefur á nokkurri útihátið hér á landi. lAðstaðan á úlfljótsvatni er mjög góð og verður kappkost- að að vel fari um alla. fLauslega áætiað, er saman- lagður timi sem farið hefur i undirbúning kominn i 5200 klst. og er lágt reiknað, þvi mikið hefur verið gert. IFólk er beðið að notfæra sér hópferðir þær sem upp á er boðið — svo ekki skapist um- ferðaröngþveiti. > Vinsamlegast merkið farang- ur vel og passið að hann fylgi ykkur alla leið. I Verið vel búin, þvi þó við séum búnir að semja um gott veður, vitum við að samningar geta alltaf brugðist. iMótssvæðið verður opnað kl. 4 á föstudag. IMeðferð áfengis er bönnuð á mótssvæðinu. ► Verið velkomin. VERÐLA UNA - KROSSGÁTURITIÐ 10. HEFTI KOMIÐ

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.