Vísir - 08.08.1976, Blaðsíða 5

Vísir - 08.08.1976, Blaðsíða 5
VISIR Sunnudagur 8. ágúst 1976 háu bjarginu.” „Nú átti aðeins eftir að kvik- mynda strandið sjálft og björg- unina. Það kom til tals að setja á svið strand i Grindavik, en hræddur er ég um að það hefði orðið hálfankannalegt að sjá einhverjar gúmmidúkkur hang- andi utan á lunningunni. En ein- mitt um það leyti strandar ann- ar togari, þá við Hafnarmúla sem er skammt frá Patreks- firði. Ég er þá staddur við kvik- myndatöku i Hvolsvik og við leggjum strax af stað þegar við heyrum um strandið og göngum alla nóttina. 1 morgunsárið komum við á strandstaðinn og birti þá upp þannig að ég gat hafið kvikmyndatökuna. Strandið og björgunin er sem sagt raunverulegt, enda þótthin atriðin séu leikin.” Mikið fjaðrafok vegna kvikmyndarinnar „Á- girnd” Ein kvikmynda Óskars, „Ágirnd”, olli miklu fjaðrafoki þegar hún var frumsýnd i Tjarnarbió fyrir 24 árum. „Þessi kvikmynd er þannig til komin að ég fór á æfingu hjá Ævari Kvaran, og þar var verið að æfa látbragðsleik. Mér leist nokkuð vel á þetta og fékk leyfi til að kvikmynda það á fjölum Þjóðleikhússins. Leikurinn hét „Hálsfestin” hjá krökkunum, en ég breytti nafninu og kallaði hann „Ágirnd”. Hann segir frá gamalli konu sem liggur á banabeðinu og presturinn kemur til að gefa henni sakra- mentið. Gamla konan lúrir á forláta perlufesti sem hún hafði fengiði brúðkaupsgjöf frá eigin- manni sfnum mörgum árum áð- ur. Nema hvað kerlingin deyr og presturinn gerir sér litið fyrir og rænir perlufestinni. Festin gengur siðan frá einum manni til annars og eigendaskiptin verða öll hin sögulegustu, en það skiptir engu máli i þessu sambandi. tslendingar fylltust heilagri reiði yfir þvi að prest- urinn skyldi vera látinn stela festinni og fannst þetta óvirðing við prestastéttina. Biskup sendi lögreglustjóra bréf og nokkru siðar komu tveir lögregluþjónar niður i bió og sögðu að sýningar á myndinni hefðu verið bannað- ar. Þær voru stöðvaðar i viku og þá fékk ég leyfi til að sýna myndina aftur. Nú á dögum þætti það vist ekki mikið þótt einhver léti sér detta i hug að gera mynd um þjófótta presta. Ég er feginn að úr þessu rættist þvi að þessi mynd þykir mér tæknilega sú besta sem ég hef gert. Varð að gera allar tæknibrellur með upp- tökuvélinni Hvaða mynd hafðirðu mest gaman af að gera? „Ætli þaðhafi ekki verið „Sið- asti bærinn i dalnum”. Þá þurfti ég að glima við alls konar brell- ur, til dæmis þegar kistan flýgur og álfarnir hverfa inn i björgin. Núna er allt þess háttar gert i kopieringunni, en ég varð að gera það með upptökuvélinni og klippingunni. Við unnum mest að þessu um helgar og það var oft enginn leikur. Stundum lögð- um við af stað með allt hafur- taskið austur i ölfus i finu veðri, en þegar komiðvará Hellisheiði var komið vitlaust veður og við urðum að snúa heim aftur. Nei, þetta var ekkert ævintýralif, heldur að mestu leyti hörð vinna.” „Ætla aö endurnýja þessar gömlu kvik- myndir á næstunni” „Ég býst ekki við að ég ráðist i neitt stórvirki i náinni fram- tið,” sagði Óskar þegar við spurðum hvað væri á döfinni hjá honum á næstunni. „Kostnaður- inn er orðinn svo mikill við gerð Þessa skopmynd af Óskari teiknaði Iialldór Pétursson. kvikmynda að það er ekki á færi einstaklinga lengur. „Siðasti bærinn i dalnum” kostaði mig S00 þúsund krónur og þótti mér þó nóg um. Samt sem áður er mikil framtið i kvikmyndagerð á lslandi og með komu sjón- varpsins var að minum dómi flett blaði i kvikmyndasögunni. Ég ætla nú að fara að endurnýja þessar gömlu myndir minar, setja inn á þær nýtt hljóð og fleira þess háttar til þess að forða þeim frá eyðileggingu.” —AHO hernum gómuðu mig nokkrum sinnum avélina og færðu mig niður á stöð. Ljósm. JENS ó, iiema hvað kerlingin deyr og presturinn gerir sér lftið fyrir og rænir þessari forláta perlufesti”. „Ég hef alltaf haft gaman af portrettmyndum en á hinn bóginn tók ég sjaldan landslagsmyndir". i Ljósm JIM milljóneri af segir Óskar Gíslason Ijósmyndari og kvikmyndatökumaður I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.