Vísir - 08.08.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 08.08.1976, Blaðsíða 11
vism Sunnudagur 8. ágúst 1976 1 1 TIÐ NYTT TLÍF varöhundi hverfisins, Gæa Púkasyni. Merk bygging Eitt merkasta húsið i Þing- holtunum er bingholtsstræti 13. Það var byggt 1865. Það er kannski ekki merkast vegna aldurs sins, heldur vegna þeirr- ar endurbyggingar sem þar fer fram i sumar. Innkaupastofnun Reykjavikurborgar auglýsti húsið til sölu með friðlýsingar- kvöðum, þannig aðengar breyt- ingar má gera á þvi nema með leyfi safnvarðari Árbæjarsafni. Eigandi hússins er Þuriður Bergmann Jónsdóttir, glugga- skreytingarmaður, og hefur hún, ásamt sonum sinum unnið ötullega að endurbyggingunni. Hún flutti inn i eitt herbergi i húsinu fyrir tæpum mánuði með sonum sinum og 81 árs gamalli móður sinni og h'tilli dóttur. sinnaf mikilli natni og ótrufluð af áhorfendum Liggur undir skemmd- um ef ekki fæst fjármagn Þegar Visir leit við, var allt á rúi og stúi, þvi verið var að leggja nýja raflögn. Aður hafði kjallarinn verið steyptur upp á nýtt og nýtt gólf verið sett á jarðhæðina. Þuriður hafði varla tima til að sinna okkur, þvi að mörgu varað hyggja. Hún sagði að hún gæti varla lokið nauðsyn- legustu endurbótum i sumar, s.s. að setja nýtt þak á húsið, vegna.fjármagnsskorts, þvi hún þyrfti að standa við afborganir sinar af húsinu. Ef ekki yrði úr þessum lagfæringum, lægi allt húsið undir stórskemmdum. Varðhundur hverfisins Hún var þó hin bjartsýnasta. Ekki gat hún látið hjá liða að sýna okkur nýja hundinn sinn, en tikin sem hún átti áður, fékk slag og dó, þegar þau fluttu i Þingholtið. Þessi nýi hundur hennar heitir Gæi Púkason og er sonarsonur hasshundsins Prins. Þuriður sagði að ekki veitti af varðhundi i hverfið, þvi úti- gangsfólk sækti mjög harkalega^ aðhúsinu. Þaðhefurenda staðið autt um árabil og fólkið þvi haldið að það gæti stungið sér þar inn. Að visu var Gæi ekki hár i loftinu þegar okkur bar að, en á stuttum tima verður hann fullvaxinn og þá ekki minni en sæmilega alinn kálfur. Tannlæknastofa i aldargömlu húsi tnæsta húsi við Þuriði. Þing- holtsstræti 11, er Guðmundur Arnason með tannlæknastofu á- samt öðrum tannlækni. Guð- mundur keypti þetta hús fyrir 'nokkrum mánuðum og hefur látið mála það allt hátt og lágt i bláum lit. Hann sagðist vera hrifinn af þessum gömlu húsum, auk þess sem staðurinn væri mjög góður. Nýtt blóð — nýtt lif Á þeim góðviðrisdegi sem visismenn notuðu til að rölta um bingholtin mátti sjá marga að vinna við hús sin. Auk þess eru margir aðrir, sem nýlega hafa komið sér fyrir og ætla að nota næstu ár til að fegra hús sin og treysta. Allt um það er vist, að innan fárra ára verður komið nýtt blóð og nýtt iif i þetta hverfi, sem var dáið. —RJ Mörg húsanna eru næstum falin milli trjánna, sem einu sinni var plantað sem smáhrislum upp við húsvegginn. En á mörgum ára- tugum hafa þessi tré vaxiö vel og geyma húsin bak við Iaufskrúöiö. — Myndirnar tók Jens Aiexandersson. Þrúövangur er I dag útibú frá Menntaskólanum I Reykjavlk, en Tónlistarskólinn haföi þar lengi húsnæöi. Horft suöur Miöstræti x

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.