Vísir - 08.08.1976, Blaðsíða 4

Vísir - 08.08.1976, Blaðsíða 4
Sunnudagur 8. ágúst 1976 vISIK léhk Óskar Glslason hélt nýlega ljósmyndasýningu á Kjarvalsstööum og hér heldur hann á sýningaskránni. Oskar er flestum islendingum kunnur fyrir starf sitt sem ljósmyndari og kvikmyndagerðar- maður. „Þetta byrjaði allt þegar ég var tiu ára og hálskirtlarnir i mér tóku upp á þvi aðbólgna. Þá var ég sendur á sjúkrahús, en til þess aö hugga mig spuröi pabbi hvað mig langaði helst til að eignast þegar heim kæmi. Af einhverjum ástæðum bað ég um kassamyndavéK" Þannig tók óskar Gislason, Ijósmyndari og kvikmyndatökumaður, til orða þegar við höfðum hreiðrað um okkur i stofunni heima hjá hon- um og Ingibjörgu Einarsdóttur konu hans. Við höfðum beðið hann að segja okkur litillega frá sinum langa starfsferli. „Ég fór svo að taka myndir á kassavélina, og loks kom að þvi fimm árum seinna að ég hóf nám i ljósmyndun hjá Ólafi Magnússyni" hélt Óskar áfram. „Þá var nú margt öðruvisi i ljósmynduninni en nú er. Við notuðum ekki filmur heldur glerplötur sem kostuðu tvær krónurog fimmtiu aura dúsinið. Höfuðið á fólkinu sem áttí að mynda var skorðað i einskonar grind i hnakkanum til að koma i vegfyrir að þaðhristist, þviað i þá daga þurfti aö lýsa myndirn- ar i næstum því hálfa minútu. Seinna komu þurrplötur á markaðinn i staðinn fyrir gler- plöturnar og þær voru miklu fljótvirkari." Vakti samfleytt i þrjá sólarhringa „Nokkrum árum eftir að ég byrjaði hjá Ólafi komst ég i kynni við Larsen sem kvik- myndaði „Sögu Borgarætt- arinnar", og aðstoðaði hann við að framkalla upptökuprufur. Þessi kynni hafa liklega verið kveikjan að áhuganum sem ég fékk seinna á kvikmyndum. Ég sigldi árið 1920 til Kaupmanna- hafnar til framhaldsnáms i ljós- myndun hjá Peter Elfelt, og jafnframt fékk ég að fylgjast með kvikmyndagerð hjá Nor- disk filmkompagni sem hafði séð um kvikmyndun Borgarætt- arinnar. Þegar ég gerði mina fyrstu mynd, Lýðveldishátiðina 1944, bjó ég að þvi sem ég hafði / Ég varð aldrei kvikmyndunum lærthjá Larsen og Nordisk film. Á þeim árum voru kvikmyndir alltaf sendar út til framköllunar og var löng bið eftir að þær kæmu til baka. Ég ákvað þvi að framkalla kvikmyndina sjálfur með þeirrilitlu kunnáttu sem ég hafði. Á daginn myndaði ég á Þingvöllum, fór siðan heim á kvöldin og notaði nóttina til að framkalla. Þetta var ofboðsleg vinna og ég vakti samfleytt i þrjá sólarhringa. Þá átti eftir að klippa, og þremur dögum eftir að Lýðveldishátiðinni lauk var kvikmyndinni varpað á tjaldið i Gamla biói, fyrstu myndinni sem sýnd var svona fljótt opin- berlega i islensku kvikmynda- húsi." „Ég minntist áðan á Peter El- felt, þann sem kenndi mér ljós- myndun i Höfn. Elfelt var að mörgu leyti merkilegur maður, brautryðjandi i kvikmyndun á sinu sviði og tók manna fyrstur kvikmyndir i Kaupmannahöfn. Þegar ég kom til hans var hann orðinn gainall og alveg hættur kvikmyndun. Hann átti hins- vegar mikið safn af skugga- myndum alls staðar að úr heiminum og ef einhver ætlaði að halda fyrirlestur, til dæmis um Japan, var leitað til Elfelts og hann útvegaði myndir frá viðkomandi heimshluta. Mað- urinn sem sá um skuggamynda- deildina varð mjög veikur um tima og þa fól Elfelt mér um- sjón hennar. Þetta kom sér vel seinna þegar ég fór sjálfur að taka skuggamyndir." Gómaður með mynda- vélina nokkrum sinn- um á hernámsárunum Eftir tveggja ára nám i Kaup- mannahöfn kom Oskar aftur heim til tslands og setti upp ljósmyndastofui Kirkjustrætinu ásamt Þorleifi Þorleifssyni. „Ég hef alltaf haft gaman af að taka portrettmyndir" sagði Óskár. ,,A hinn bóginn tók ég sjaldan landslagsmyndir þótt þær geti auðvitð verið mjög fallegar. Auk starfsins á ljós- myndastofunni vann ég talsvert fyrir blöðin eins og aðrir ljos myndarar á þessum árum. Þá voru engir sérstakir blaðaljós- myndarar ogoft var maður beð- inn að taka myndir af einhverju eða sendi blöðunum góðar myndir. Eg lenti nokkrum sinn- um i' smáævintýrum við þessa iðju. Til dæmis þegar ég tók myndir af atburðum i sambandi við hernámið. Þeir hjá hernum tóku mig fastan tvisvar eða þrisvar, færðu mig niður á stöð og spurðu af hverju ég væri að taka þessar myndir og hvað ég ætlaði að gera við þær. Mynda- vélin var einu sinni tekin af mér en hún skilaði sér nokkrum dög- um seinna." ,,Sló vixla og lán til kvikmyndagerðarinn- ar" Flestir islendingar þekkja kvikmyndir óskars, en þeirra helstar eru „Siðasti bærinn i dalnum", „Reykjavik vorra daga", „Björgunarafrekið við Látrabjarg", „Lýðveldishátið- in", „Reykjavikurævintýri Bakkabræðra", „Agirnd" og „Nýtt hlutverk". „Kvikmyndirnar voru mjög dýrar i framleiðslu og erfitt að standa einnundir kostnaðinum" sagði óskar. „Ég varð að slá vixla og lán, en venjulega tókst mér að borga lanin og standa i skilum við leikarana þegar sýn- ingar hófust. Þó kom það fyrir að ég tapaði öllu sem ég átti til. Ég hef sannarlega ekki orðið milljóneri af kvikmyndunum. Það kom meðal annars til af þvi hvað við erum fá. „Björgunar- afrekið við Látrabjarg" fór að visu um alla Evrópu, en ég gaf Slysavarnafélaginu allan sýn- inga.rétt á henni" sagði Öskar. Geturðu ekki sagt okkur dáh'tið frá töku Látrabjargs- myndárinnar? „Arið 1947 strandaði togari við Látrabjarg og þrir menn fórust, skipstjórinn, bátsmaður- inn og einn háseti, en hinum björguðu strákarnir i björg- unarsveitinni Bræðrabandið. Árið eftir stakk Þórður Jónsson á Látrum upp á þvi á fundi Sl ysavarnafélagsins i Reykjavik að atburðirnir við Látrabjarg yrðu leiknir upp aftur og kvikmyndaðir. Þetta var samþykkt og ég fenginn til að sjá um kvikmyndunina. Þegar við komum vestur höld- um við á staðinn þar sem tog- arinn hafði strandað. Þá eigum við eftir að siga bjargið til að komast niður i fjöru." ,,Steinninn stefndi beint á hausinn á mér" Þórður fer fyrstur niður og hreinsar um leið lausa steina sem á vegi hans verða. Þegar kemur aðmér að leggja i bjarg- ið biður Þórður niðri til að taka á móti mér. Og sem hann stendur þarna og horfir upp, sér hann hvar stór steinn kemur fljúgandi og stefnir beint á hausinn á mér, Þórði til nokk- urrar skelfingar. Sem betur fer flaug steinninn aðeins til hliðar við mig. Ég varð mjög hissa þegar Þórður sagði mér frá þessu, þvi að ég fann aðeins smá- mylsnu detta á öxlina á mér þarna i bjarginu. En þetta var svo sem ekkert merkilegt og allt fór vel að lokum. Atburðirnir við Látrabjarg voru leiknir uppaftur, nákvæm- lega eins og þeir áttu sér stað. Strákarnir i björgunarsveitinni fóru hver með sitt hlutverk og stóðu sig með afbrigðum vel. Áður hafði einhver haldið þvi fram að það væri óf ært annað en að fá hingað leikara frá Holly- wood, en sú hugmynd var sem betur fer óframkvæmanleg, enda sé ég stjörnurnar i anda dinglandi þarna utan i svimandi i ¦ "Tfc> j&* Æ ¦ ^Mfc- ¦\ i .0 n* „Kvikmyndirnar voru mjög dýrar I framleiðslu og erfitt að standa einn undir kostnaðinum". „Þórður sér allt i einu hvar stór steinn kemur fljúg- andi og stefnir beint á hausinn á mér". „Þetta hófst eiginlega allt með bólgnum lials- kirtlum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.