Vísir - 10.09.1976, Side 1

Vísir - 10.09.1976, Side 1
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins aflar ríkissjóði drjúgra tekna: Hagnaðurinn hólfur milljarður á mánuði Hagnaður af rekstri Áfengis- og tóbaksversl- unar rikisins hefur verið um hálfur milljarður á mánuði undanfarna þrjá mánuði. f mai var rekstrar hagnaður fyrir- tækisins 478 milljónir króna en hefur siðan vaxið, og er um hálfur milljarður mánaðar- lega. Þetta kom fram i samtali Visis við Jón Kjartansson forstjóra ÁTVR i morgun Á fjárlögum er ÁTVR ætlað að skila i rikissjóð um 6 milljörðum og var sú áætlun hækkuð nokk- uð eftir siðustu verð- hækkanir á áfengi og tóbaki. Það sem af er árinu hefur rekstrar- hagnaður ÁTVR numið tæplega 9% af öllum tekjum rikisins og á fyrstu sex mánuðum ársins var hagnaður ÁTVR aðeins rúmum 400 milljónum minni en heildartekjur rikisins af álagningu tekju og eignaskatta. Fram til 1. september seldi ÁTVR vörur fyrir um 6.4 millj- arða króna og þar af áfengi fyrir um 3.8 millj- arða. Spennan á Reykjavlkurskák- mótinu nálgast nú hámark, og nú eru fjórir efstir og jafnir aö 12 umferðum loknum. Það eru þeir Friðrik, Najdorf, Timman og Tukmakov. Hafa þeir allir hlotið 8 1/2 vinning. Enginn þessara efstu manna á biðskák, þar sem Najdorf gaf i gær bið- skák sina gegn Friðrik án þess að tefla hana frekar. Mikill mannfjöldi fylgdist með skákmótinu i gærkvöldi, og var áhorfendasalurinn yfirfuil- ur, þar til skákskýringar hófust i hliðarsölum. Þarna rikti góð stemmning, og menn ræddu jafnvel um það að þetta væri næstum eins og i gamla daga," þegar Spasský og Ficher tefldu i La uga rdalsh öllinn i. Þarna mátti lika sjá mörg andlit sem aldrei létu sig vanta á heims- meisiaramótið á sinum tima. Sjá nánar um skákmótið i skák- skýringum Jóhanns Arnar Sigurjónssonar á bls. 6. ■j IngiR. Jóhannsson fylgist af athygli meðskák þeirra Friöriks og Tukmakovs I gærkvöldi. — Mynd: JA Spennan á skák- mótinu í hámarki Yfirheyrslur í ávísana- málinu hefjast fljótlega „Við erum núna að kanna þann hluta gagn- anna sem þarf til að geta hafið frumyfirheyrslur í ávísanamálinu", sagði Hrafn Bragason umboðs- dómari í samtali við Vísi í morgun. Sagði hann að nú væri unnið að því að fletta í gegnum ýmis skjöl þessu máli viðkomandi, og mætti jafnvel búast við að yfirheyrslur í málinu hæfust fljótlega. Að öðru leyti er ekkert nýtt að frétta af málinu, en stöðugt er unnið að rannsókn þess. — AH ,Knattspyrnu- sigrar eru nilljón dollara luglýsing" /~. \ Sœtinda íeysla er ávani segir í grein eftir Áskel Jónsson, lcekni

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.