Vísir - 10.09.1976, Síða 2

Vísir - 10.09.1976, Síða 2
Ferðu oft á tiskusýning- ar? Ottó Ólafsson, húsasmiður: — Ég hef aldrei farið, en ég vona bara að það sé ofsalega gaman. Eva Björk Guðmundsdóttir, er i skóla: — Ég hef einu sinni farið og llkaði bara nokkuð vel. Margret Jónsdóttir, hárgreiðslu- dama:— Ég hef ekki haft neinn sérstakan áhuga á að fara og þess vegna aldrei farið. En hins vegar ætla ég aðfara á tískusýningu hér inn i Laugardalshöli. Arnfriður tsaksdóttir, hár- greiðslumeistari: — Ég s:tunda þær. Ég hef mikinn áhuga á þvi sem þar fer fram. Það er alltaf eitthvað nýtt að sjá og maður fylgist meö þvl sem er að gerast I tiskuheiminum. Gunnar Engilbertsson, skrif- stofumaður: — Nei, ég hef aldrei farið. Mér finnast tlskusýningar ekkert vera fyrir mig. FJÖLDI STÓRLAXA HAFA KOMIÐ TIL LAXVEIÐA Mikill fjöldi erlendra auðkýfinga hefur lagt leið sfna hingað til lands til laxveiða f sumar, eins og mörg undanfarin ár. Eru það oft sömu mennirnir sem koma ár eftir ár, sumir hverjir heimsfrægir menn. Er þá algengast að þeir komi hingað á einkaflugvélum sfnum, sem oft eru stórar og miklar þotur. Þannig hafa t.d. komið hingað i sumar þeir Karl bretaprins, golfsnillingurinn Jack Nicklaus, og Champbell, forstjóri Pepsi Cola fyrirtækisins. Oftast dvelja þessir stórlaxar hér aðeins f fáa daga, en sumir hverjir skoða þó landið eitthvað í leiðinni. Fer það að sjálfsögðu talsvert eftir veöri hversu lengi þeir dvelja hérlendis. En eins og kunnugt er hefur veðurfar á Suðurlandi f sumar ekki verið til þess fallið að, þess falliö að hvetja fólk til langrar dvalar hérlendis i sumar. Samkvæmt upplýsingum Sveins Björnssonar hjá Flugþjónustunni hefur þó eitthvað verið um það aö þessir laxveiðimenn flygju til Vestmannaeyja, og viðar um nágrenni Reykjavfkur. Sá háttur er yfirleitt hafður á, þegar þessir auðkýfingar koma hingað til laxveiða, að þeir fljúga þá beint frá flugvellinum á Is- lenskum vélum, eða gista hér eina nótt. VEIÐI HJA SVFÍ HVERGI YFIR 80% AF VEIÐI í FYRRA Friðrik Stefánsson fram- kvæmdastjóri Stangaveiðifé- lags Reykjavikur tjáði okkur að veiði I öllum ám félagsins væri mun minni en I fyrra, og næði best 80% af veiðinni þá. Sagði hann að það væru Elliöaárnar sem kæmu einna best út. Þar höfðu veiðst hinn 6. september 1595 laxar, en voru á sama tlma I fyrra um 1900 talsins. Veiði I Elliðaánum lýkur I dag. Ekki liggja enn fyrir ná- kvæmar tölur um veiöi I Norð- urá I Borgarfiröi, þar sem fleiri en einn aðili hefur ána á leigu, og ekki búið að taka saman hvað þar hefur veiðst. Friðrik kvaöst þó giska á að veiðin þar væri ná- lægt 75% af veiðinni I fyrra. Úr Grlmsá höfðu hinn 4. september komið 1163 laxar en voru á sama tlma I fyrra nálægt 2000. Veiði I mörgum laxveiðiám er nú lokið, eða I þann mund að ljúka, en lengst er veitt til 20. sept. Karl ómar Jónsson, með lax sem hann fékk i Elliöaánum I gær- kvöidi. Laxveiðinni lýkur þar i ánum I dag, en silungsveiöar verða á neðstu svæðum árinnar eitthvað lengur. Mynd: Jens. KNATTSPYRNU? —HVAÐ Undirritaður vill að þessu sinni leyfa sér að minnast nokkrum orðum á knattspyrnu — islenska knattspyrnu eins og hún gerist i dag, eftir að hafa haft það helst að vörnum sfnum I gegnum tiðina að setja and- stæðinga sina upp á hastar truntur fyrir leiki eða fylla þá af brennivini og góðum mat, svo leikir hafa stundum byrjað svo að segja með fimm og núll okk- ur i vil, en endað fremur önug- lega oftast nær. Nú er kominn einhver svaka kjaftur til lands- ins til að brýna Úðiö, en ég þori varla að segja meira um hann af ótta við að eins fari fyrir Visi og Morgunblaðinu, sem fyrir ut- an að biðja þýskan lögreglufor- ingja á eftirlaunum afsökunar má hljóta straff að lögum, og eru þeir orðnir næsta hoknir afí. þeim kárinum, Sigismundur og Styrmir. En Tony Knapp stefnir að lik- indum ekki, heldur lætur nægja að kalla fréttaritarana „bloody nuisance”, þegar þeir ryðjast óbeðnir inn í búningsklefa til að binda i orð og myndir blóð, svita og tár hinna sigruðu. Tony Knapp fer eflaust að eins og Macmillan, þegar hann tók við af Anthony Eden eftir Suez-flanið og sagöi: „Britain is still a great nation”. Og þaö er alveg satt. Viö erum enn mikil knattspyrnuþjóð. Yfir tiu þús- und manns fer á völlinn til að horfa á landsleiki. Og viðhöfum öskraðokkur hása á undanförn- um áratugum, fullir af hug og fyrirbænum, þótt lið okkar hafi oftast tapað. Nú er sá munur oröinn á, að við erum byrjaðir að lita upp i knattspyrnunni, þökk sé hinum orðhvata þjálf- ara, sem sýnUega kann betur til verka en aðrir þjálfarar, sem hingað hafa verið fengnir. ER SIGUR I tslcnska landsliðið lék frá- bærlega vel i leiknum við Hol- lendinga. Maður eftir mann sendi lága bolta beint og hik- laust að fótum næsta manns i öruggu samspUi, sem minnti töluvert á breska knattspyrnu, þegarhún geristbest. Varla örl- aði á þeim einleik og þeim hugaræsingi, sem oft hefur ein- kennt knattspyrnu okkar um of, og það var sýnt á siðasta leikn- um, að Tony Knapp hefur tekist að tala tU hina göldu fola, og er það gott og blessað meðan hann bitur þá ekki. Nú höfum við þjálfarann — þann besta sem hingað hefur komið, en eftir er sá leikurinn, að gera úrvaU hans færtaðæfa sig linnulaust undir næstu keppni, þvi það eru fleiri landsleikir framundan. Hafi yf- ir tiu þúsund manns lifandi áhuga ú knattspyrnu, og er þá aðeins tekinn sá fjöldi sem sæk- ir landsleiki, og muni eins litlu og raun ber vitni um, að við get- um sigraö frægar knattspyrnu- þjóðir, þá skal einskis láta ófreistað að gera það kleift meö þvi að gefa landsliði okkar ótak- markaðan tima tU æfinga. Tak- ist það ekki með venjuiegu móti á hiklaust að hefja fjársöfnun til að kosta slikar æfingar, svo hægt sé að greiða vinnutap og annað sem af þeim hlýst. Eftir að hafa lengi orðið að búa við það að vera á botninum er hreinn glæpur að gefa ekki landsliðinu okkar nú tækifæri til að undirbúa langþráða sigra i boltastriðinu við aðrar þjóöir. Menn hafa haft misjafna trú á árangri smáþjóða I knatt- spyrnu, en siðustu tveir lands- leikir hafa fært okkur heim sanninn um, að mannfjöldinn kemur þessu máli ekkert við. Tony Knapp hefur fært okkur heim sanninn um, að harðsnú- inn þjálfari getur mótað það safn af vöðvum, hugrekki og þoli, sem býr i ellefu mönnum, til aðsigra úrval milljónaþjóða. Við stöndum svo nærri umtals- verðum knattsþyrnusigrum núna, að það er alveg óþolandi ef ekki verður allt gert til að auðvelda þjáifaranum og liöi hans að ná slikum sigrum. Og hvað er svosigur í knattspyrnu? Hann er samskonar tilfinning og þeir i Búðardal hafa, eftir að staðurinn uppgötvaðist vegna söngs Lonlí blú bojs. Miklir knattspyrnusigrar eru milljón dollara auglýsing fyrir allt, sem við höfum að bjóöa öðrum þjóð- um, og knattspyrnusigrar efla traust okkar sjálfra hvers á öðru. Lifiö er ekki bara skáld- skapur og myndlist eða fiskur og kjöt. Það er lika sú list að vera fremstur i keppnisgrein- um. Við skulum efla knatt- spyrnuna að mun, því nú er lag og nú skal taka brimróðurinn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.