Vísir - 10.09.1976, Síða 7
A\ *.VNX V «5^
VISIR
Föstudagur 10. september 1976.
Guðmundur Pétursson.
Jón Ormur'Halldórsson
Belenko f ékk
hœli í USA
Sovéski flóttamaöurinn,
Belenko, kom i gær til Banda-
rikjanna þar sem honum hefur
verið veitt hæli sem pólitlskum
flóttamanni.Belenko fer núhuldu
höföi og nauðsynlegt þótti aö viö-
hafa miklar öryggisráðstafanir
viö komu hans til Bandarikjanna.
Belenko rétt eftir lendingu á Hakodate
flugvelli I Japan.
Sovésk yfir völcl hafa krafist
framsals sovésku herþotunnar
sem Belenko flaug til Japan en
japanir hafa ekki svarað þeim.
Við komuna til Los Angel-
es-flugvallar var öryggisvöröur
látinn klæöast nákvæmlega eins
og Belenko og var mönnum ekki
ljóst á flugvellinum hver var
hver. A leiðinni frá Japan sat Bel-
enko umkringdur bandariskum
öryggisvörðum.
Sovéska þotan sem Belenko
fiaug til Japan er sú full-
komnasta sem sovétmenn ráða
yfir. Hernaðarsérfræðingar
Japans eru nú byrjaöir aö rann-
saka þetta tækniundur.
Leiðtogarnir bera
lof á Mao og bíða
Indverskri
flugvél
rœnt í nótt
Indverskri flugvél i innan-
landsflugi var rænt i nótt. Vélin
sem er af gerðinni Boeing 737 og
er i eigu Indverska ríkisflugfé-
lagsins var snúið til Pakistan og
lenti vélin þar heilu og höldnu
klukkan að verða 4 f nótt.
Ekki er vitað hve margir far-
þegar voru um borð i flugvélinni
en vitað er að 6 menn skipuðu
áhöfn hennar. Farþegaflug var
tekiö upp á milli Indlands og
Pakistans fyrr á þessu ári eftir
langt hlé en indverskri flugvél
var rænt árið 1971 og snúið til
Pakistan og hafði það i för með
sér bann indversku stjórnarinnar
við flugi yfir Pakistan.
Þjónaði
A-Berlín
V-Berlinarbúi var I
gær dæmdur i 18 mán-
aða fangelsi en hann
hafði starfað I þágu
a-þýsku leyniþjón-
ustunnar til þess að geta
fengið að heimsækja
vinstúlku sina i A-Berlin.
A meðan heimurinn biður
spenntur eftir að sjá hver fram-
vinda mála verður i Peking eftir
dauða Maos streyma samúðar-
skeytin til Kina frá öllum helstu
leiötogum heims að þeim sovésku
undanskildum.
Ford forseti sagði aö meö Mao
hefði farið stórkostlegur hug-
sjónamaður, og væri dauöi hans
öllum harmur. Callaghan, for-
sætisráðherra breta, sagöi Mao
einn mesta leiötoga þessarar ald-
ar og Giscard d’Estaing kvaö
Mao hafa skipað Kina á þann stað
sem þvi riki hæfði. 1 Sovétrikjun-
um hafa einu viðbrögðin veriö
frétt sem tók tvær linur og birst
hefur I fjölmiölum landsins.
Enginn sjálfsagður arftaki er
eftir Mao en erfðaprinsar hans
hafa týnt tölunni á siðustu árum.
Miklar bollaleggingar eru um
harða valdabaráttu i Kina eftir
dauða Maos, en benda má á að
Mao var valdalaus siöustu vikur
ævi sinnar og aö valdabarátta var
nýlega háð og útkljáö i þessu fjöl-
mennasta riki jarðar.
Taka útlendingar við stjórn
efnahagsmála í Bretlandi?
Verkfall farmanna
getur hæglega kyrkt
breskan iðnað að mati
manna i fjármálaheimi
Lundúna. Áhrif verk-
fallshótunar sjómanna
koma glöggt fram á
verðbréfamörkuðum og
gengi pundsins en mikils
vonleysis virðist gæta I
viðskiptalifi breta eftir
þessa siðustu óbilgirni
verkalýðssamtaka.
Ef af verkfallinu verður mun
þaö skjótt hafa viðtæk áhrif i
efnahagslifi breta sem byggist á
verslun viö útlönd i rikara mæli
en efnahagslif nokkurrar ann-
arrar þjdðar. Óvissan sem rikir
getur leitt til þess aö viðskipta-
vinir breta erlendis snúi sér að
vörum frá öðrum löndum fremur
en að eiga á hættu vöruþurrð.
Siðasta verkfall farmanna i
Bretlandi, en það var árið 1966,
hafði viðtækar afleiðingar, fyrir
efnahag landsins, og halda sumir
þvi fram að núverandi erfiöleikar
i bresku efnahagslífi stafi að
mjög verulegu leyti af áhrifum
þessogaðgeröa sem fylgdu i kjöl-
fariö.
Bretar kunna að neyöast til
þess að taka enn eitt neyöarlánið
hjá Alþjóðagjaldeyrissjóönum ef
vöruskiptajöfnuður þeirra versn-
ar enn, en það mun hann gera
komi til verkfalls. Bretum mun
ekki standa tii boða lán meó nein-
um venjulegum kjörum heldur er
taliö fullvist að þaö veröi aðeins
veitt meö þungum skilyröum um
framkvæmd akeðinnar efnahags-
stefnu i landinu.
A1 þjóðagj ald eyr is sjóðuri nn er
litið hrifinn af stjórn Verka-
mannaflokksins á efnahagsmál-
um breta og vill sjóöstjórnin hafa
hönd i bagga með öllum
ákvörðunum I efnahagsmálum ef
af frekari lántökum þeirra verð
ur.
Hann hafði sótt i fyrra um
vegabref til A-Þýskalands og boð-
ist I staðinn til að vera leyniþjón-
ustunni innan handar. Honum
var faliö að reyna að komast i
tæri við v-þjóðverja, sem aöstoð-
uöu austantjaldsfólk við að flýja
vestur yfir.
Elskhuginn fann tvo v-berlinar-
búa,sem buðust til aö hjálpa unn-
ustu hans vestur yfir gegn 10.000
marka þóknun. Fórhann meö þá
austur yfir landamærin, þar sem
myndir voru teknar af þeim með
leynd, en þeim leyftað fara aftur.
— Kaupunum var seinna rift.
Amin reiður
30 erlendir tæknifræðingar
við orkuverið mikla hjá Nll i
Uganda hafasagt upp störfum
sinum, fullir óhugnaðar vegna
þess að árstraumurinn ber til
þeirra fjölda lika af her-
mönnum Idi Amins forseta.
1 Nairobi i Kenya,
nágrannariki Uganda, þar
sem þessi tiðindi hafa spurst,
er talið að likrekinn standi I
sambandi við hreinsanir
Amins innan hersins, eftir að
hann lét israelsmenn koma
sér á óvart með innrásinni á
Enteb be-flugvöll i júli i
sumar.
3500 ára gömul
fjölskylda fannst
i Austurríki
Visindamenn hafa fundið
merkar minjar I Austurriki um
búsetu manna þar 1200-1700 árum
fyrir Krists burð. Fundurinn er
talinn þvi merkilegri að á fyrr-
greindum tima voru Ifk manna
brennd til ösku og beinafundur
þessi þvi einstæöur og óvæntur.
Beinm eru af manni, konu og fjór-
um börnum, og eru mjög heilleg.
Herða
viðurlög
við IRA
Þing Suður-írlands
samþykkti i gærkvöldi
ný lög„ sem veita
stjórninni aukið umboð i
baráttunni gegn hinum
ólöglega irska lýðveldis-
her og stuðningsmönn-
um hans.
Hér er um aö ræöa einskonar
neyðarástandslög, sem fela i sér
þá breytingu á stjórnskránni, að
lögreglan geturhaldiö mönnum i
allt að sjö daga, án kæru eða
undangengis úrskurðar.
Þingið hefur enn til umræðu
siðari hluta frumvarps þessa,
sem gerir ráð fyrir að þyngja
viðurlög við starfsemi IRA og
gefa lögreglu og her frjálsari
hendur um að hafa upp á
stuðningsmönnum hans.
_______________________I