Vísir - 10.09.1976, Blaðsíða 23
Pörupiltar á
flöskuskytteríi
Örn Asmundsson hringdi:
Ég hef veriö aö dunda mér viö
veiöiskap i frístundum i um
tuttugu ár. Núna um helgina slö-
ustu fór ég á slóöir sem ég hef oft
veriö á áöur viö gæsaveiöar en
það er upp meö Þjórsá.
Þegar við félagarnir vorum aö
yfirgefa veiðisvæöiö á sunnudag-
inn sáum viö sundurskotnar
brennivinsflöskur liggjandi eins
og hráviði innan um leifar af
giröingarstaurum, sem fengiö
höföu sömu útreið. Okkur þykir
slæmt til þess aö vita ef heiöar-
legum sportveiðimönnum er
kennt um svona nokkuö en vitum
raunar aö þarna voru á ferö menn
sem hafa stundaö þessa iöju áöur.
A þessu svæöi er búfénaöur og er
stór hætta á aö féö skeri sig á
glerbrotunum fyrir nú utan sóöa-
skapinn sem þetta er. Viö skiljum
aö fólki er illa viö svona og viljum
taka skýrt fram aö þarna er ekki
um sportveiöimenn aö ræöa.
r
; \
hans, og eiga þátt I stórkostlegum
framförum og uppbyggingu á
Vestfjörðum ásamt atvinnu-
rekstri á félagslegum grundvelli.
Ef að þingmaöurinn beitir oft
slikum málflutningi og I áður-
nefndum pistli sinum er ekki
óeölilegt. aö fylgi Framsóknar-
flokksins fari minnkandi i
hverjum Alþingiskosningum á
Vestfjörðum.Þeir sem fæddir eru
OMAKLEGA VEGIÐ
AÐ DUGNAÐARFÓLKI
- í HELGARSPJALU TÍMANS
Vestfjörð skrifar:
Sunnudaginn 5. sept. s.l. skrif-
aöi Steingrimur Hermannsson,
alþingismaður þáttinn „Helgar-
spjall” idagblaðið Timann. Hug-
leiðingar undir þessu nafni birt-
ast flesta sunnudaga I Timanum,
skrifaðar af þingmönnum Fram-
sóknarflokksins, en þáttur þessi
hófgöngusinaá sunnudögum, um
svipaö leyti og hætt var aö láta
presta skrifa kristilegar hugleið-
ingar i sunnudagsblað Timans.
Þingmaöur gagnrýnir i þessum
pistli sinum meö réttu óvandaöa
blaöamennsku, sem oft er byggð
á vafasömum upplýsingum og
skrifaö er I æsifréttastil. En þing-
maðurinn fellur i sömu gröf og
þeir blaðamenn sem hann asakar
um óheiðarlega blaöamennsku.
En hann stimplar heilar stéttir og
starfshópa I þjóöfélaginu skatt-
svikara sem hann kallar ,,Stór-
kostlegan þjófnaö”. Beinir hann
geira smum sérslaklega að at-
hafnamönnum i einkarekstri og
nefnir i leiðinni lögfræöinga og
fasteignasala. Heldur eru þetta
kaldar kveðjur til þeirra Ibúa i
Vestfjarðarkjördæmi sem aö“
reka atvinnurekstur á einka-
grundvelli. Meö þessum órök-
studdum dylgjum er þingmað-
urinn að sneiöa aö þeim sem aö
stunda einkarekstur i kjördæmi
i pólitiska aöstööu og fá auk þess
upp i hendur nokkuö veraldlegt
veganesti er þeir leggja út á lifs-
brautina, hafa aldrei þurft aö
dýfa hendi sinni i kalt vatn og
þiggja laun sin af rikinu, hættir
við að veröa dómharðir um þá
sem að stunda einkarekstur og
hafa þurft aö vinna hörðum
höndum til sjós og lands til aö
byggja upp sinn atvinnurekstur.
Þingmaðurinn ætti nú aö sýna
gott fordæmi, flytjast búferlum i
sitt kjördæmi, kynnast af eigin
raun starfi Vestfiröinga til sjós og
lands. Æskilegt væri að hann
keypti sér bát og reyndi útgerð á
eigin spýtur. Væri vonandi aö
honum vegnaöi vel. Skilningur
hans á atvinnurekstri myndi auk-
anst og vegur hans myndi vaxa
meöal kjósenda hans á Vest-
fjörðum og landsmanna allra.
Lögfræöingar og fasteignasalar
geta svaraöfyrir sig, en rétt er aö
minna á aö 30% af þingmönnum
Framsóknarflokksins eru lög-
fræðingar. Og aö margir þeir sem
aö kaliaöir eru fasteignasalar eru
þaö ekki, heldur eru þeir sölu-
mennhjá fasteignasölum. Ef þaö
rétt er að kalla þessa sölumenn
fasteignasala þá mætti eins kalla
alla starfsmenn Alþingis ,,al-
þingismenn” og alla starfsmenn
Tímans „Kraftaverkamenn”.
VÍNBÚÐ INNÁ
HVERT HEIMIU
Jón Arbæingur hringdi:
Ég sá mælt meö leynivinsölu I
blaöinu hjá ykkur núna um dag-
inn. Þaö var kona úr sama
borgarhverfi og ég bý I sem meö
þessum verslunarháttum mælti.
Hún mælti svo sem ekki beint
meö þessu konan en þaö sem
hún lagði til myndi hrinda sliku
af staö ef eftir þvi yröi farið.
Hún kraföist þess að vinbúöum
yröi fækkaö en ekki fjölgaö eins
og stungiö hafði veriö uppá i
þessum ágæta lesendadálki
ykkar nokkru áöur.
Ég hef dvalist mikið erlendis
og kynnst vinmenningu ná-
grannaþjóöa okkar. Menn segja
aö þær þjóöir séu ööruvisi aö
skapi farnar en viö Islendingar
og geti þvi lært þá list aö um-
gangast vin, en sú list sé hins
vegar okkur Islendingum lokuö
bók.
Sannleikurinn er sá aö Is-
lendingum hefur aldrei veriö
gefinn kostur á þvi aö umgang-
ast vin meö eölilegum hætti og
allar þær reglur, hræsni og van-
þekking, sem ráöiö hafa I þess-
um málum hér hafa gert
drykkjuskap landans svo leiöin-
legan sem hann er.
Þess vegna segi ég: Opnum
vinbúðir á hverju horni gefum
hlutina sem mest frjálsa I þess-
um efnum og drykkjusiöirnir
munu þá breytast til batnaðar.
Þetta væri einmitt gott fyrir
unga fólkiö sem getur enn lært
þá list aö drekka vin án þess aö
veröa sér til skammar i hvert
skipti.
Stela fró fátœkum!
Lesandi hringdi:
Það hefur margt veriö skrafaö
um skattamálin aö undanförnu og
ekki að ósekju. Fjöldi atvinnuijek-
enda og fjaraflamanna eru meö
vinnukonuútsvör en heiöarlegt
fólk sem vinnur i sveita sins
andlitis borgar stóran hluta rýrra
tekna i opinber gjöld.
Mér finnst kominn timi til að
hætt verði umkvörtunum og mál-
þrefi og eitthvaö veröi gert i
þesum málum þess I staö. Skatt-
svik eru hreinn glæpur og i engu
betri eða finni glæpur en aö stela
frá fátæku fólki, þvi þaö er ein-
mittþað sem þessirgrósserar eru
að gera, sem eru margir hverjir
með minni skatta en verka-
mennirnir hjá þeim sem lepja
dauöann úr skel meöan skattleys-
ingjarnir spóka sig i vellyst-
ingum.
Þá eru verkalýðsleiðtogarnir
ekki hótinubetri enda ekki á góöu
von úr þeirri áttinni.
Mér finnst forysta Sjálfstæðis-
flokksins vera aö svikjast iila
undan merkjum frumherja
flokksins ef svona svinarf á að
viögangast áfram. Ég er sann-
færður um aö Ólafur Thors og
fleiri af öllum foringjum flokksins
sem vöröu llfi sinu i að berjast
fyrir bættum hag almennings og
auknu réttlæti i þjóðfélaginu
heföu haldiö öðruvisi á þessum
málum en núverandi forysta
flokksins sem i máttleysi sinu
virðist ætla að láta reka á
reiðanum mað þessi mál. Ég er
einn þeirra kannski ekki mörgu
verkamanna sem kosiö hef flokk-
inn en ég er hræddur um að þaö
veröiekkimikiðoftar sem ég geri
það ef svo heldur fram sem
horfir.
III umhirða I
Sœdýrasafninu
Ég fór i Sædýrasafnið I
Hafnarfiröi meö syni minum
um daginn. Safn þetta var á
sinum tima merkt framtak sem
ber að lofa. Börnum borgar-
innar er það ómetanlegt aö fá aö
sjá bæöi islensk dýr og ýmis
framandi dýr frá fjarlægum
löndum. Eins og safnið var út-
leikiö og hirðingin var á dýr-
unum þegar ég kom þarna siö-
ast er þaö þó verrra en ekkert.
Mikiö drasl var á sýningar-
svæöinu og getur þaö átt sér
sinar eölilegu skýringar þvi
hvasst var og sennilega erfitt aö
hreinsa til eftir sóöa, sem i
safnið koma. Hitt þótti mér
verra aö dýrin voru svo illa hirt
að hörmung var aö sjá. Sonur
minn benti mér á þetta og
spurði af hverju ekki væri hlúð
betur aö dýrunum. Þaö stakk
mig að sonur minn skyldi sjá
þetta svo ungur sem hann er og
mér varð hugsaö til þess hvort
ekki heföi verið betra aö sitja
heima en láta hann horfa upp á
þetta. Ég vona sannarlega aö
þetta hafi verið undantekning
sem eigi sér eölilegar skýringar
þvi þetta er merk stofnun sem
ég vildi sjá vaxa.