Vísir - 17.09.1976, Síða 3

Vísir - 17.09.1976, Síða 3
VISIR Föstudagur 17. september 1976. 3 Norrœni Fjórfestingabonkinn vill aðstoða við fjórmögnun járnblendiverksmiðjunnar Stjórn Norræna Fjárfestinga- bankans ákvað á fundi sinum i Osló i fyrradag að taka upp samningaviðræður við islenska Járnblendifélagið vegna um- sóknar þess um lán frá bank- anum. „Með þessu hefurverið tekin sú stefnuákvörðun að taka þátt I fjármögnun fyrirtækisins”, Sigurðsson forstjóri Þjóðhags- stofnunar i samtali við Visi i morgun. En Jón á sæti i stjórn Norræna F járfestingar- bankans. Norræni Fjárfestingarbank- inn var stofnaður 1. águst siðast liöin og er hlutverk hans að lána fé til framkvæmda þar sem að minnsta kosti aðilar frá tveimur þjóðum koma við sögu. Að sögn Jóns Sigurðssonar mun Bert Lindstörm banka- stjóri Norræna Fjárfestinga- bankans taka upp samningavið- ræður við Járnblendifélagiö. Það félag er eins og kunnugt er I eigu islenska rikisins og norska fyrirtækisins Elkem Spiger- verket. Jón kvaðst ekki geta sagt, um hve langt lán yröi að ræöa. Hann sagðist hins vegar álita að lánið myndi teljast fremur hagstætt miðaö við það sem gerist á lánamörkuðum i heiminum. Annars myndu lánakjör verða ákveðin i þeim samningavið- ræöum sem fram fara á næst- unni. —EKG Unnið er dag og nótt við að ganga frá innréttingum og nýjum inngangi I nýja Þórscafé, sem á að opna i byrjun næsta mánaðar. Ljósmynd JA ÞÓRSCAFÉ BRiYTIR UM SVIP Vínveitingar teknar upp er húsið opnar að nýju Einhver þekktasti skemmti- staður borgarinnar, Þórscafé, hefur verið lokaður i sumar vegna stórvægilegra breytinga, sem verið er að gera á húsnæðinu. Hefur verið byggt við það nýtt og glæsilegt hús, sem nú er verið að ganga frá að innanog auk þess er verið að breyta gamla dans- salnum i nytiskulegt form. Forráðamenn hússins vonast til að Þórscafé opni að nýju i byrjun næsta mánaöar. Verður þá einnig breyting á rekstri hússins —• hiö gamla „pelafylleri” lagt niður en i staöin tekin upp matsala og vin- veitingar eins og I öðrum veislu- sölum borgarinnar. —KLP íslendingar ekki á þeim svœðum sem jarðskjálftarnir urðu á Ítalíu „Samkvæmt þeim fréttum sem fararstjórar okkar á ttaliu sögöu i skeyti til okkar urðu is- lendingarnir ekki varir við jarð- skjálftana þar i gær”, var Visi sagt hjá Ferðaskrifstofunni Ct- sýn. Allharöur jarðskjálf tar fundust viða á Norður-ltaliu i gær, ogmununokkrir hafa látist af þeirra völdum. Um 100 Islendingar dvelja nú á vegum Útsýnar i Ligniano, Gullnu-ströndinni, og er áætlað að þeir komi heim 22. septem- ber,og er þetta siðasti hópurinn á ítáliu i sumar á vegum ferða- skrifstofunnar. Sá ítalski sendur heim um helgina italski maðurinn sem dvalið hefur I Hverfisteini siðan um helgi er hann fékk æðiskast á Hótel Sögu, var I gær fluttur á á Kleppspitaiann tii nánari með- ferðar. Var útilokað að hafa hann iengur i Hverfisteininum, þar sem læknar frá Kleppspitalanum þurftu að koma þangaö af og til á hverjum degi til að gefa honum róandi sprautu. Eitthvað mun hafa dregið úr æðisköstum mannsins og þvi taliö óhætt að flytja hann úr stað, og er nú beöið eftir hentugri ferö með hann til italiu. Þangað verður hann fluttur I fylgd lögregluþjóns og læknis og er talið að það verði gert nú fyrir eða um heigina. KLP. Kynning ó haust- og vetrarvinnu í görðum „Vegna fjölmargra áskorana ætium við að reyna að halda þessu kynningarstarfi áfram og nú er ætlunin að kynna hvað hægt er að gera i garöinum að haustinu og vetrinum,” sagði Vilhjálmur Sigtryggsson hjá Skógræktarfélagi Reykjavikur I samtali við Visi. Skógræktarfélagið hafði i vor kynningu á gróðursetningu, klippingu og skipulagi garða og sóttu hana á annaö þúsund manns. Næsti kynningarfundur verður I Skógræktarstöðinni I Fossvogi á morgun laugardag kl. 2 e.h. Vithjálmur sagði að þá yröi kynnt i máli og vinnubrögðum vetrarskýling I görðum, gróðursetning, klippingar og annað það sem æskilegt er að gera i garðinum á þessum árs- tima. A eftir sagði hann að stöðin yrði svo opin til skoðunar. —SJ Upplýsingaskylda stjórnvalda til umrœðu ó fundi á morgun „Upplýsingaskylda stjórn- vaida er eitt af helstu baráttu- málum félagsins og er sérstak- lega kveðið á um það atriöi i lögum þess”, sagöi Bragi Jósefsson, formaður félagsins tslensk réttarvernd i samtali við VIsi, en félagið gengst fyrir almennum fundi um þetta efni að Hótel Esju á morgun klukkan 14. Þar mun Baldur Möller ráðu- neytisstjóri dómsmálaráöu- neytisins flytja framsöguerindi og ritstjórar dagblaðanna fjalla um upplýsingaskyldu stjórn- valda ásamt fulltrúum Rikisút- varpsins „Við höfum fengið beiðnir frá fjölmörgum aðilum sem hafa talið sig hafa verið órétti beitta af atvinnurekendum, rikisvald- inu eða sveitarfélögum”, hélt Bragi áfram „og við höfum út- vegað þessu fólki lögfræðilega aðstoð til þess að kanna hvort grundvöllur sé fyrir máls- höföun. Starfsemi félagsins Is- lensk réttarvernd eykst sifellt. og brátt verður opnuð skrifstofa á þess vegum”, sagði Bragi Jó- sefsson. Varöandi upplýsingarskyldu stjórnvalda sagði hann, að aug- ljóst væri að ýmsir embættis- menn feldu sig á bak við ein- hvers konar þagnarmúr, en þvi yrði að breyta hið fyrsta og væri óhjákvæmilegt annað en sam- þykkja lög um þennan þátt stjornsýslunnar og samskipti rikisvaldsins við fjölmiðla og al- menning. Hann kvað dóms- málaráðherra nýveriö hafa skipað nefiid til þess að endur- skoða frumvarpum upplýsinga- skylduna,og væri Baldur Möller einmitt formaður hennar. Þess vegna yrði forvitnilegt að heyra hvaða skoðanir hann hefði á þessum málum. Það ætti aö koma i ljós á fundinum á morgun. Ólaf ur Hauksson fœrafreksmerki Myndin sýnir skátahöfðingja islands Pál Gislason afhenda ólafi Haukssyni blaðamanni á VIsi Afreksmerki B.t.S. i bronsi, sem veitt er fyrir björgun úr lifsháska, en eins og kunnugt er þá bjargaði Ólafur manni á Mont Blanc nú i sumar. Afhendingin fór fram s.I. sunnudag i hófi er Skátafélagiö Kópar hélthonum til heiðurs, en Ólafur er félagi þar. vism Sendlar ____________________ óskast á afgreiðslu Vísis í vetur. Vinnutími frá kl. 1-6. Uppl. í síma 86611.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.