Vísir - 17.09.1976, Page 6
l ; ; ^
Föstudagur 17. september 197B.
VÍSIR
Borgarstjóri Fíladelfíu
settur af vegna svikins
kosningaloforðs
Rizzo borgarstjóra i
Filadelfiu hefur verið
skipað að segja af sér
vegna þess að hann
hefur ekki staðið við
Danskur
þingmað-
ur neitar
að stfga
á franska
grund
Danski þingmaðurinn
Knud Nielsen hefur neitað
að sækja nokkra fundi
Evropuþingsins á franskri
grund. Nielsen hefur verið
einn af fulltrúum dana á
þinginu en var í fyrra bar-
inn illilega af frönskum
lögregluþjóni.
Atvikiö átti sér stað á nætur-
klúbb i Strassbourg en þingmað-
urinn neitaöi bar að afhenda
frönsku lögreglunni skilriki sin.
Skipti þá engum togum að lög-
reglan réðst á þingmanninn og
barði hann. Seinna var lögreglan
sýknuð af mistökum i starfi.
Þetta mál kemur illa við frakka
þvi æ háværari kröfur hafa verið
um að þingið flytji frá Strass-
bourg til Brussel.
Vígja
konur
Ameriska biskupa-
kirkjan, sem er skyld
ensku biskupakirkjunni,
þjóðkirkju englendinga,
ákvað í gær að leyfa
konum að vígjast sem
prestar.
Nokkur afkvæmi ensku bisk-
upakirkjunnar viða um heim
hafa þegar ákveöiö þaö sama en
mikil andstaöa hefur verið innan
kirkjunnar gegn vigslu kvenna til
preststarfa. I amerisku biskupa-
kirkjunni eru nær 3 milljónir
manna.
Ein deild kirkjunnar sem telur
um 400.000 meölimi hefur hótaö
aö kljúfa sig frá veröi vígsla
kvenna leyfö. Ekki er enn ljóst
hvort kirkjudeildin lætur verða af
þessari hótun sinni.
kosningaloforðið sem
hann gaf i fyrra i bar-
áttunni til að ná endur-
kjöri sem borgarstjóri.
Rizzo sem er demókrati og
einn af helstu valdamönnurrt
Demókrataflokksins lofaöi i
kosningabaráttu sinni i' fyrra að
hækka ekki skatta sem borgin
leggur á. Síðan þá hafa allir
skattar hækkab verulega og
telja borgarbúar þetta ill svik af
Rizzos hálfu.
Dómarinn gaf Rizzo tvo kosti,
annað hvort að segja af sér eða
aö efna til nýrra kosninga að
einum til tveimur mánuöum
liðnum.
J
Anwar Sadat þarf ekki að hafa áhyggjur af kosningabarattu þvi
hann er eini frambjóöandinn og formaður eina stjórnmálaflokks
landsins. Talið er llkiegt að hann fái 95% atkvæða.
H
Sadat „kosmn
forseti til 1982
fái
Búist er við úrslitum forseta- Egyptalands tU ársins 1982.
kosninganna i Egyptalandi i'dag. Búist er viö að Sadat
Spáö er yfirgnæfandi sigri Anwar 90-100% greiddra atkvæða, en
Sadat enda forsetinn einn i kjöri. síöast þegar „kosningar” voru i
Sadat verður þvi eftir daginn i landinu vann Sadat þær með 90%
dag löglega kjörinn sem forseti atkvæða.
100 þúsund manns
biðu bana í um-
ferðarslysum
Hundrað þúsund
manns fórust i um-
ferðarslysum á vegum
Evrópu i fyrra. Á sama
tima slösuðust 2
milljónir manna i um-
ferðarslysum i álfunni.
Þessar upplýsingar komu
fram á þingi Alþjóða heil-
brigöismálastofnunarinnar og
var rætt um á þinginu aö ti'ma-
bært væri oröið að setja á fót al-
þjóöastofnun sem hefði það aö
markmiði aö auka á umferöar-
öryggi i heiminum og draga úr
slysatiðni.
Formaður stofnunarinnar
skyröi frá þvi aö á prjónunum
væri að setja á fót nefnd sem
vinna skyldi meðal annars aö
þvi aö fá bilaframleiöendur til
þess aö uppfylla strangari
öryggiskröfur.
Einnig kom fram aö um-
ferðarslysum má fækka veru-
lega meö þvi aö lækka
hámarkshraöa. Sönnun fyrir
þessu fékkst i oliukreppunni I
hittiöfyrra en þá gripu mörg
lönd til þess úrræðis að lækka
hámarkshraða i sparnaðar-
skyni.
Milos Forman
Hinn frægi kvikmyndaleik-
stjóri, Milos Forman sem hlaut
siöustu Óskarsverðlaun fyrir
mynd sina One Flew over the
Cuckoos nest eða Gaukshreiðr-
ið eins og hún hefur verið nefnd
á islensku, sótti i gær um banda-
riskan rikisborgararétt. Sam-
þykkt var af nefnd þingsins aö
veita honum borgararétt eftir
fjögurra ára búsetu i stað þeirra
fimm ára sem krafist er af um-
sækjendum.
Astæða Formans, sem er
tékkneskur rikisborgari, er sú
aö synir hans eru enn fyrir aust-
an járntjald og Forman getur
ekki heimsótt þá án þess að eiga
það á hættu að vera kyrrsettur i
Tékkóslóvakiu.
Þannig litur teiknarinn Lurie á
áhrif koinmúnistwikja Svörtu
Afriku á gang mála í Ródesiu og S-
Afriku.
Frakki handtek-
inn í Moskvu
Franskur háskólastú-
dent er i haldi í Moskvu
fyrir aö dreifa óhróðri um
Sovétríkin á almannafæri.
Stúdentinn var tekinn
höndum fyrir utan járn-
brautarstöð í AAoskvu sak-
aður um að dreifa ritum
með slíkum óhróðri.
Fyrirætlanir stúdentsins munu
hafa verið frönskum embættis-
mönnum kunngr þvi hann skrif-
aði stjórninprbréf áður en hann
hélt til M'oíkvu og sagði i þvi frá
þessari fyrirætlun sinni. Hann
kvaðst vilja sýna sovéskum yfir-
völdum að enn væri til ungt fólk á
Vesturlöndum sem þyröi að hætta
frelsi sinu til þess að fá sovét-
menn til að virða mannréttinda-
ákvæöi Helsinkisáttmalans.