Vísir - 17.09.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 17.09.1976, Blaðsíða 10
Föstudagur 17. september VISIR Umsjón Einar K. Guðfinnsson 3 „Hef varla getað gert annað en að teikna" Ljósmynd Visis Jens Halldór Pétursson er vel þekktur af portrettmyndum sinum „A sýningunni eru myndir frá því aö ég byrjaöi aö teikna þriggja ára gamail, en siöan þá hef ég varla gert neitt annaö”, sagöi Halldór Pétursson sem I gær opnaöi sýningu á verkum sinum á Kjarvalsstööum. Halldór er löngu kunnur af verkum sinum. Teikningar hans af mönnum og þvi sem efst er á baugi i þjóðlifinu eru vel kunn- ar. Þá hefir Halldór gert tölu- vert af þvi að myndskreyta bækur auk fjölmargra mál- verka, bæðivatnslita ogolíulita. ,,Ég hef eiginlega ekki getaö gert annað en teiknað og málaö siðan ég fór fyrst að dunda við það” segir hann. „Þetta hefur verið mitt aðalstarf siðan ég varð stúdent.” Stúdentsprófi sinu lauk Hall- dór frá MR árið 1935. Hann sótti einkatima hjá listmálurunum Guðmundi Thorsteinson (Muggi) og Júliönu Sveinsdótt- ur. Hann stundaði nám við Kunsthandværkskolen i Kaup- mannahöfn árið 1935 og lauk prófi i 'auglýsingateiknun. Arin 1942 til 1945 nam hann við Minneapolis Schoolof Arto g Art Students League i New York. Nóg að gera „Það hefur alltaf verið nóg að gera hjá mér”, segir hann. „Fyrst eftir að ég kom úr námi voru fáir sem teiknuðu, þannig að þetta byrjaði vel. En ég hef aldrei átt neitt aðalviðfangsefni. Éghefmálaö og teiknað. Lengi gerði ég mikið af þvi aö teikna eftir pöntunum en er nú hættur þvi. Geri bara þaö sem mig langar til. Það er misjafnt hvernig ég vinn myndir minar. Sumar teikningarnar eru geröar i hvelli aðrar tekur lengri tima aö gera. Sumt liggur betur fyrir manni en annað.” Þegar sýning Halldórs er skoðuð tekur maður strax eftir öllum þeim fjölda hestamynda sem þar gefur að lita. Halidór segistalltaf hafa verið hrifinn af hestum þó ekki sé hann hesta- maður i þeim skilningi orðsins sem þekktastur sé. Hins vegar megi hann varla taka sér pensii i hönd aö hann festi ekki mynd af hesti á blað. Eins og gefur aö skilja eru lika fjöldamargar teikningar af þekktum persónuleikum á sýn- ingunni. Bæöi nýjar og eldri. „Mér fannst þeir vera áhuga- verðari til að teikna ýmsir i gamla daga, Jónas frá Hriflu og ólafur Thors, svo dæmi séu nefnd. Það er eins og þeir séu svipminni i dag. 1 haust kemur Ut bók með myndum eftir Halldór. „Ég bjó til sjálfstæðar myndir um strák sem fer út i heim á hestbaki og lendir i ævintýrum. Þessu fylgdi upphaflega eng- inn texti, en Njörður P Njarðvik hefur skrifað viö hana texta svo þetta verður ein frásögn. Hon- um hefur aö minum dómi tekist alveg frábærlega.” Rœtt við Halldór Pétursson listmólara sem opnaði sýningu í gœr Halldór aö störfum i vinnustofu sinni. Upprrfjun fyrír íslend- • 9 • W JBTI I 9 • Fyrsta mga i Þioðleikhusinu fr,r9in W I a leikarinu Blómin freista ekki yngri mólara Þó margir fslendingar þykist þekkja Spán vel eftir aö hafa horft þaöan á sólina er ekki að efa aö þeir munu sækja fróöleik i Þjóöleikhúsiö á komandi leik- ári um spænskt þjóöllf. Leikrit Guðmundar Steins- sonar „Sólarlandaferö,” sem er fyrsta verkið á leikárinu, hefur verið sett upp þannig að áhorf- endur eiga að vera i sem eðli- legustu umhverfi á meðan þeir horfa á verkið. „Við reynum aö ná stemning- unni”, sagöi Brynja Benedikts- dóttir leikstjóri „Sólarlanda- ferðar”, þegar við ræddum viö hana i gær. „1 anddyri Þjóðleik- hússins verða Eyþór Þorláksson og Sveinn sonur hans og leika á gitar, þannig aö áhorfendur komi inn i spánskt andrúmsloft strax við innganginn. Þórarinn Guðnason og sonur hans Rikharður munu koma fram á milli atriða i gervi spænskra verkamanna. Þeir hafa verið baksviösmenn og Þórarinn starfaö viö Þjóðleik- húsiö frá upphafi. Þar hafa þeir aldrei mátt bæra á sér, en núna eiga þeir að láta heyra i sér”, sagði Brynja. Brynja sagöi aö leikritiö gerðist i ferö hjóna til Spánar, en gæti þó eins átt sér stað annars staöar. Leikritið fer fram i hótelherbergi, eöa á svöl- um og lýsir samskiptum is- lendinga innbyrðis og við þjón. „Verkið sýnir tilfinningar eöa tilfinningaleysi þessa fólks,” sagði Brynja. Róbert Arnfinnsson og Þóra Friðriksdóttir fara með aðal- hlutverkin, Guðrún Stephensen og Bessi Bjarnason leika hjón. Auk þeirra koma fjölmargir aðrir leikarar fram i smærri hlutverkum. Þess má geta að Siguröur Pálsson kemur i fyrsta skipti fram i verki þessu. En hann er betur þekktur fyrir skáldskap sinn. „Ég held aö yngri málarar hafi litiö gert af blómamyndum. Meira að þeir eldri hafi málað slíkt”, sagöi Hjörleifur Sigurðsson forstöðumaður Listasafns ASl þegar Visir ræddi við hann i tilefni þess aö nýlega hefur verið opnuð sýning af blómamyndum eftir islenska listamenn i húsakynnum safn- sins aö Laugavegi 31 i Reyk- javik. Blómamyndirnar sem til sýnis eru hafa ýmsir islenskir listmálarar gert, allt frá þeim elstu og sá yngsti mun vera Hörður Agústsson. ”Viö höfum verið að reyna að koma upp temasýnineum. ekki bara að sýna verk eftir ákveðn ar persónur. Við höfðum prófaö þetta áður með ágætum árangri. Hrafnhildur Schram list- fræðingur hefur unnið aö þvi aö skipuleggja sýninguna, safna saman verkunum og i samvinnu viö Hjörleif Sigurðsson for- stöðumann Listasafnsins komið þeim fyrir á veggjum. Hrafn- hildur ritar «innig formála að sýningarskrá. Sýningin „Blómamyndir” stendur frá 15. september til 3. október. Hún verður opin alla daga nema mánudaga kl. 14 til 18 i Alþýöubankahúsinu þriðju hæð. Kvikmyndir um impressionista Kvikmyndir um tvo þekktustu impressjónista sögunnar veröa sýndar á morgun i húsi Listasafns Islands við Suöurgötu. Fjalla myndirnar um þá hollendinginn Van Gogh og norðmanninn Edward Munch. öllum er heimil þátttaka meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ó- keypis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.