Vísir - 17.09.1976, Síða 12

Vísir - 17.09.1976, Síða 12
12 c Á að selja sœti í landsliðinu? — Golfsambandið íhugar að senda þá menn í Eisenhower- golfkeppnina sem geta borgað fyrir sig sjálfir Menn velta því nú fyrir sér hvort landsliö þaft sem tekur þátt i Kisenhower-golfkeppninni i Portúgal i næsta mánuði verður skipaö þeim leikmönnum sem mest geta lagt fram af fjármagni i feröakostnaðinn á móti Golf- sambandinu. Við ræddum i gær við Pál Ás- geir Tryggvason, formann Golf- sambandsins. og hann sagði að ferðin á Norðurlandamótið i Noregi hefði verið dýrari en reiknað hefði verið með, og fjár- hagur sambandsins væri þannig að óvist væri hvað Golfsambandiö gæti lagt fram af fé i ferða- kostnaðinn til Portúgalsferðar- innar. Það væri athugandi að sinu mati. hvort ekki bæri að senda leikmenn sem gætu borgað sjálfir fyrir sig. Ef af verður. er það hættuleg stefna sem Golfsambandið fer inn á. Margir af okkar ungu og bestu kylfingum eru námsmenn sem hafa ekki mikil auraráð, eftir að hafa „flengst" um landið i sumar til aö safna sér stigum, stigum sem kæmu þeim að gagni þegar liðið til Portúgalsferðarinnar væri valið. Yrði þvi hryggilegt ef landsliðs- sætin yrðu seld til kylfinga sem eiga peninga i buddunni, en hafa ekki náð jafngóðum árangri i sumar og þeir sem eru náms- menn með litil auraráð. Golfsam- bandiö héldur fund á mánudag, og þá skýrast þessi mál væntan- lega. Þess má geta, að Eisenhower- keppnin er einhver mesta golf- keppni sem haldin er, en vegna þess að hún er oft haldin mjög fjarri tslandi er hér mjög gott tækifæri fyrir okkur að vera með. Næsta keppni verður t.d. haldin á N-Sjálandi eftir tvö ár — og varla verða til peningar til að senda lið alla leið þangað. gk—. Reykjavíkur- mótið hefst ó morgun Reykjavikurmótiö i handknatt- leik hefst á morgun, og um helg- ina verða leiknir 6 leikir i m.fl. karla. Vegna mikils kostnaðar t.d. hárrar húsaleigu hefur HKRR neyöst til að þjappa mótinu mjög mikið saman, og t.d. lýkur keppni i m.fl. karla 1. okt. A morgun hefjast leikirnir kl. 15.30 og leika Valur og Vikingur fyrst og siðan IR og Armann. A sunnudag hefst keppnin kl. 14 og leika fyrst KR og Fram. Slöan koma leikir Þróttar og Fylkis, Vals og Ármanns og loks leikur Vikings og Leiknis. —gk. Svíarnir ó Akureyri Sænska 2. deildarliðið IK Bolton sem hefur dvalið hér að landi að undanförnu leikur á Akureyri i kvöld og á morgun. 1 kvöld leika sviarnir við KA kl. 20.00 og á morgun mæta þeir Þór kl. 14.00 Sviarnir hafa leikið tvo leiki hér á landi, þeir töpuðu fyrir 3. deildarliöi akurnesinga með einu marki, og töpuðu siðan fyrir Þrótti i gær með 20 mörkum gegn 18. -gk. % Björgvin Þorsteinsson, islendsmeistarinn i golfi undanfarin ár, er einn þeirra sem geta átt i erfiöleikum meö að snara út aurum fyrir feröinni tii Portúgals. Þýöir þaö aöhann þarf aö sitja heima? Ármenningar án Símonar í vetur — hann hélt til Bandaríkjanna í fyrrakvöld og verður þar við nám í vetur „Ármenningar urðu fyrir óvæntu áfalli i fyrrakvöld, þegar Simon Ólafsson pakkaöi niöur i feröatöskur sinar og hélt til Bandarikjanna. Þar ætlar hann að vera við nám i vetur. Simon haföi ákveöiö aö vera hér heima i vetur og haföi hafiö nám i lláskólanum, en fyrir stuttu fór hann aö fá upphring- ingar frá þjálfaranum viö há- skólann I Bandarikjunum þar sem hann var við nám i fyrra. Var honum boöiö ,,gull og grænir skógar” ef hann kæmi utan til þeirra, þá vantaði hann nauösynlega i liöiö hju sér i vetur — og Simon sló til. Þetta er mikið áfall fyrir ár- mannsliöiö sem hefur misst nokkra góöa leikmenn frá i fyrra. En Jimmy Rogers er væntanlegur hingaö næstu daga, svo að þaö verður nokkur sárabót. Armannsliöið fer til Englands I lok mánaöarins, þar sem liðiö mun dvclja i æfingabúöum i eina viku. Liöiö mun leika eitthvaö af leikjum i feröinni, og hafa lið cins og Crystal Palace, Coven- try og MK Embassy veriönefnd sem hugsanlegir mótherjar. Föstudagur 17. september 1976. VISIR m VISIR Föstudagur 17. september 1976. Umsjón: Björn Blöndal og Gylfi Kristjánsson 13 Björgvin Björgvinsson, hinn frábæri linumaöur úr Vfkingi, átti mjög góöa kafla í leiknum i gær og þegar sá gállinn er á honum er hann óstöövandi. Hér er hann kominn i gott færi á linunni og þá er ekki aö leikslokum aö spyrja. Ljósmynd Einar. Það verður aö segjast eins og er, aö leikur islenska landsliösins í handknattleik i gærkvöldi gegn Svissvar betri en maður átti von á. Menn áttu e.t.v. von á þvi að sviss- lcndingarnir myndu skella okkar mönnum aftur, en eftir að island haföi unniö öruggan sigur 24:18 spurðu menn hver annan: „Hvernig fór islenska liðið virkilega að þvi aö tapa fyrir þessu svissneska miöl- ungsliöi og varla þaö uppi á Akranesi? „Ég var ánægöur meö siöari hálflcikinn hjá liöinu nema loka- kaflann sem var ekki góöur", sagöi Januz Szerwinski, pólski landsliösþjálfarinn, eftir leikinn i gærkvöldi. „Þaö eru margir góöir leik- menn I liöinu, leikmenn sem ég veit aö það verður gaman aö vinna meö. En þaðsem þarf helst aö lagfæra eru hraöaupphlaupin scm voru ekki góð. Iiinsvegar er viljinn til þess að sigra ávalit Og þó heföi sigur Islands getað orðið mun stærri. Fyrri hálfleikur- inn var lengst af mjög slakur hjá liðinu, svo og lok siðari hálfleiks. Þá var Island búið að ná 9 marka forskoti, en svisslendingarnir náðu að skora þrjú siðustu mörk leiks- ins. Ekki byrjaði leikurinn beint glæsilega. Fyrsta sóknin endaöi með stangarskoti og svisslend- ingarnir brunuðu upp og skoruöu. I næstu sókn let Viðar verja frá sér fyrir hendi hjá islenskum hand- knattleiksmönnum, og meö góöri samvinuu við þá vonast ég til að geta náö góöum árangri meö liö- ið". Januz vár spuröur aö þvi hverjir honum heföu þótt bestu menn islenska liösins. „Ég vil ekkert um þaö segja. Ég á eftir að sjá meira til islensku leikmann- anna áður en ég get tjáð mig um það. Hinsvegar eru nokkrir leik- menn þegar komnir I bókina hjá mér. ”. vitaskot, og þar var ekki fyrr en á 5. minútu sem isienska liðið komst á blað og jafnaði 1:1. Svisslendingarnir náðu aftur forustunni, sem varð þó aldrei nema eitt mark fyrr en um miöjan hálfleikinn þegar þeir skoruðu þrjú mörk i röð og staðan var 8:5. Varnarleikur islenska liðsins var slakur á þessum tima og mark- varsla Jens Einarssonar sem var að leika sinn fyrsta landsleik ná- væmlega engin. Og i sókninni var allt rigbundið kerfi og litil ognun i spilinu. Islenska liðið náði nú góðum kafla sem færði liðinu 6 mörk i röð, staðan oröin 10:7, en svisslend- ingarnir skoruðu tvö siðustu mörk hálfleiksins úr vitum. Og það var ekki glæsilegt að horfa á islenska liðið i upphafi siðari hálfleiks. Tveir svisslend- ingar voru þá reknir nær samtimis af velli, en samt náðu þeir að jafna leikinn 12:12. En nú keyrði islenska liöið upp hraðann og skoraði 7 mörk gegn 2, og var þessi kafli hjá liðinu mjög góður, bæöi i vörn og sókn, og Birgir Finnbogason varði mjög vel i markinu. Staðan breyttist i 19:10 og þessi kafli gerði út um leikinn. Ólafur Einarsson, Birgir Finn- bogason — sem varði 9 skot i' siðari hálfleik — og Björgvin Björgvins- son voru bestu menn íslenska liðs- ins, en furðu litið kom út úr leik- mönnum eins og Viðari Simonar- syni og Agúst Svavarssyni. En á heildina litið var sigurinn sist of stór, glæsilegur kafli islenska liðs- ins i siðari hálfleiknum hefði átt að færa enn stærri sigur. Mörk islands: Ólafur Einarsson 6, Björgvin Björgvinsson 5, Viggó Sigurðsson 4, Viðar Simonarson 4, Geir Hallsteinsson 2, Árni Indriða- son 2 og Agúst Svavarsson 1. Mörk Sviss: Zullig 8, Schar 4, Affolter 2, Jehle 2, Hubner 2 og Graber 1. Svisslendingar voru reknir af velli i 8 minútur, Islendingar i 4 minútur. Sviarnir Broman og Lövenius dæmdu leikinn vel. gk-- Heildarnýting islenska liðsins I leiknum i gær var mjög góö. Liöið fékk alls 42 skottilraunir sem gáfu 24 mörk, og nýtingin er þvi 57%. Skotanýting einstaka leikmanna var þessi: upphl. inörk Viðar Simonarson 8 4 Björgvin Björgvins. 7 5 GeirHallsteins. 5 2 Arni Indriðason 3 2 AgústSvavarsson 1 1 Viggó Sigurðsson 7 4 Ólafur Einarsson 11 7 Þórarinn Ragnarsson 0 0 Bjarni Guðmundsson 1 0 Birgir Finnbogason stóö i mark- inu lengst af og varði 12 skot, þar af 9 i siöari hálfleik. Jens Einarsson sem byrjaði leikinn varði ekki eitt- einasta skot. „Nér eru ntargir góðir leikmenn" — sagði Januz Szerwinski eftir landsleikinn í gœrkvöldi „Markmíðíð er að slökkva 2/40 m" — segir Dwight Stones, heimsmethafinn í hástökki — sem segist ekki vera nógu stór til að stökkva hœrra Heimsmethafinn i hástökki — Dwight Stones frá Bandarikj- unum hefur átt við stööug meiðsl að striða á keppnisferli sinum Stones hefur „veikt” bak sködd uð hné — og hann hefur snúið ökklana á sér þrjátiu og tvisvar sinnum — og lýsir sjálfum sér sem gangandi „slysa-rokki”. Samt hefur hann bætt heimsmetið tiu sinnum —og býst viö að gera enn betur. „Ég er menntaður iþrótta- maður — og ég legg ekki meira á likama minn en ég tel hann þola i hvert skipti”, segir Stones sem er 22ára og hefur tekist að yfirstiga meiðsl sin með þvi að taica þátt i réttu mótunum, eins og hann orðar það. Stones hefur þá reglu að keppa aldrei þegar rigning er vegna hættu á meiðslum sem gætu hlot- ist af þvi að renna til. En þessa reglu braut hann á ólympiuleik- unum i Motreal i sumar þar sem hann var talinn langsigurstrang- legasti keppandinn. Stones tókst hinsvegar ekki sem best upp — og varð að sætta sig við bronsverð- launin. Eftir keppnina sagði hann að það hefði verið rigningunni að kenna að honum tókst ekki aö sigra. Ekki lét Stones þetta á sig fá — og nokkrum dögum siðar bætti hann eigið heimsmet i Philadelphiu með þvi að stökkva 2.32 m. ,,Ég hef granna ökkla og sködd uð hné — og við slikar aðstæöur, er hættan á meiðslum enn meiri þvi að ég hleyp mjög hratt i at- rennunni. Það er ekkert mót svo mikilvægt aö maður eigi að hætta lifi og limum bara til að keppa og vinna titla.” Sá sem sigraði Stones i Mon- treal heitir Jacek Wszola, 19 ára háskólastúdent frá Póllandi — og hann heíur sigrað Stones i fjórum af sjö mótum sem þeir hafa keppt saman i. Stones heldur þvi fram aö hann geti stokkið 2,40 m — „og takist mér ekki að stökkva að minnsta kosti 2,36 m þá hef ég ekki átt erindi sem erfiði i frjálsum iþróttum.” Stones sem nú er i London þar sem hann keppir i kvöld gegn Bikarkeppni í tugþraut um helgina Bikarkeppni Frjálsiþróttasam- bands Islands i tugþraut og fimmtarþraut kvenna verður háö á Laugardalsvellinum um helg- ina. Hvert félag hefur rétt til aö senda þrjá kcppcndur — en árangur tveggja bestu verður tal- inn. Stefán Hallgrimsson KR er nú sem óðastað ná sér eftir meiðslin sem hrjáð hafa hann i sumar og ætlar hann að verða meðal kepp- enda um helgina. Búist er við að keppendur i tug- þrautinni verði um 20 talsins — og getur þviorðið um skemmtilega keppni aö ræða. Þá er ráðgert aö keppt verði I 3000 m hrindrunar- hlaupi á morgun — og er sú grein öllum opin. Wszola sagði á blaðamannafundi i gærkvöldi að sá dagur kæmi aö einhver stykki yfir átta fet — 2,44 m. „Það er óliklegt aö það verði ég sem það afrek vinn, þvi að ég er r Levski Spartak frá Búlgariu sigraöi finnska liöið Reipas Lahti i Evrópukeppni bikar- meistara í gærkvöldi meö hvorki meira eða minna en 12 mörkum gegn einu. Þetta var fyrri leikur liöanna og fór fram i Sofia. Yordanov opnaði marka- reikning búlgaranna strax á 12. minútu, og fjórum minútum siðar bætti hann öðru marki við. Tupasela skoraði siöan fyrir finna á 22. minútu, en siðan tóku búlgararnir við. X ekki nógu stór,” sagði Stones sem er 1,96 m á hæð. „Hvað var ekki sagt fyrir 20 árum? Þá töldu menn útilokað að stökkva yfir sjö fet — 2,13 m.” —BB. " \ Staðan i hálfleik var oröin 5:1 og sjö sinnum i siöari hálfleik mátti finnski markvörðurinn hirða boltann úr netinu. Þetta er versta útreiö sem liö fékk á sig i 1. umferð i Evrópu- ieikjum félagsliða að þessu sinni. Þá var einn leikur i UEFA keppninni, Lokomotiv Plovdiv frá Búlgariu sigraði Red Star frá Júgóslavaiu i Búlgariu með tveim mörkum gegn einu. —gk- Fimleikaflokkur frá Ollerup i Danmörku hefur haldið hér sýningar að undanförnu viö mikla hrifningu áhorfenda. 1 kvöld sýnir flokkurinn { Laugardalshöll kl. 20.30, og þá gefst siðasta tækifærið til aö sjá þessa frábæru fimleikamenn við sýningar hér á landi aö sinni. Yfirburðasigur Levski Spartak

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.