Vísir - 17.09.1976, Síða 23
HAUSTLAUKAR ■ HAUSTLAUKAR - HAUSTLAUKAR - HAUSTLAUKAR - HAUSTLAUKAR - HAUSTLAUKAR
Látum krakkana siá
um rekstur Tónabœjar!
Þorsteinn Sigurðsson skrifar:
Að undanförnu hefur verið
rætt um i blöðum það vandamál
sem skapast við skemmtanir
unglinga i Tónabæ. Nokkur
hópur unglinga virðist hafa þar I
frammi skrilslæti og komið er
fram að svar ráðamanna er að
minnsta kosti i bili að loka
staðnum. Ég hef aðra hugmynd
um hvað gera skuli. Þvi ekki að
leyfa unglingunum sjálfum að
reka staðinn. Yfirgnæfandi
meirihluti þess unga fólks sem
staðinn sækir er til fyrirmyndar
og illt er til þess að vita að ólæti
hinna fáu bitni á þeim. Þetta eru
dugmiklir og ákveðnir krakkar
sem myndu fljótt losa sig viö
skrflinn sem safnast fyrir á
planinu fyrir utan og ég er viss
um að þessir krakkar gætu rek-
ið staðinn með heiðri og sóma.
Mér dettur I hug að hægt væri
að fela nefnd unglinga rekstur
staðarins og ábyrgð af honum
og ég er viss um að nægilegar
margir myndu með giöðu geöi
gerast sjálfboðaliðar við að
halda uppi reglu á staðnum.
sví
rekko ekki
ríkisvaldið og
lakkus standa sam<
Þriggja barna faðir hringdi i
gær:
Það er athyglisverð forsiðu-
Iréttin i Visi I dag eins og raunar
þft áður. Sagt var að rikissjóður
Teföi hálfan milljarð upp úr sölu
|fengis til landsmanna og að tekj-
af þessari iðju heföu á fyrri
fluta ársins verið nær þvi jafnar
Jpkjum af álögðum tekjuskatti og
lignaskatti. Þá var einnig sagt að
VrVR væri ætlað að skila 6
nilljörðum króna eða meira i
[•ikissjóð á þessu ári.
' Hvaö mundi gerast i rikisfjár-
gálunum ef menn hættu að
Irekka? Ráðamenn tala um að
fyrir Bakkusi og gerir litiðT
ekkert til þess að stemma
við framgangi hans.
Sjálfur á ég þrjú börn sen
sem óðast að komast á þann i
að þau fari að nota áfengl
gera það upp við sig hvorfi
ætla sér að gera það. i staöf
að hefja skefjalausan án
gegn áfengisneyslu, en ég es
um að það eru einmitt ungj
arnir sem leggja hvað drýg
skerf til rikisins með vinkai
eru gerðar kaldar áætlanji
hve miklar tekjur me§
ófögnuðinum hafa. Mér
sem föður að það sé illt til þd
BINDINDISSEMI ER
EKKI SKATTSVIK
Mig langar að biðja Visi fyrir
fáein orð til huggunar og leiöbein-
ingar þriggja barna fööur, sem
hringdi til hans á sunnudaginn.
I forsiðufrétt VIsis, sem faðir-
inn vitnar til, var talaö um að
rikissjóður hefði hálfan milljarð á
mánuöi frá áfengis- og tóbaks-
verslun sinni. Ekki skal ég tóbak-
inu hæla, en rétt skal vera rétt.
Hvað myndi gerast i rikisfjár-.
málunum ef menn hættu aö
drekka? segir faðirinn. Þetta er
spurning sem vert er aö
hugleiða vandlega.
Drykkjuskapurinn kostar veru-
legt manntjón, mikið heilsuleysi
og vinnutap. Gróöinn af áfengis-
sölunni fer til að borga skaðann af
drykkjunni. Og úr þvi að meiri-
hluti þjóðarinnar vill hafa áfeng-
issölu og drykkjuskap finnst mér
von að rikið reyni að hafa eitt-
hvaö upp I þann kostnaö sem á þvi
lendir vegna drykkjunnar.-
Meira en 40% þeirra sem koma
til dvalar á spitalann á Kleppi er
fólk sem hefur drukkið sig sjúkt.
Spitalinn rúmar alls 245 manns.
Það má þvi ætla að þar séu að
staðaldri 100 manns vegna drykkju
skapar. Daggjald er 6500 krón-
ur. Arsvist kostar þvl 2.372.500
krónur. Þetta er bara einn lltill
liður I dæminu.
Ef menn hættu að drekka hefðu
þeir um það bil 5 milljarða til
annarra hluta áriega umfram það
sem er. Keyptu þeir aðrar vörur
fyrir það fé myndi ríkissjóður þar
fá fullan milljarð i toll og sölu-
skatt. Væri féð hins vegar lagt
fyriri minnkaöi lánsfjárkreppan
að sama skapi og þar með lækk-
aði sú fjárhæö sem ríkissjóður
verður að útvega og ábyrgjast
fyrir lánastofnanir þjóðarinnar.
Þetta myndi gerast i rikisfjár-
málunum ef menn hættu aö
drekka.
Fjármál rikisins heföu gott af
þvi að menn hættu að drekka.
Þau þurfa þess með. Ég vona að
faðirinn átti sig á þessu, hann
verði svo gæfusamur aö börnin
hans þrjú efli bindindi með þjóð-
inni og rlkissjóðurinn verði svo
lánsamur að þurfa aldrei að bera
byrðar vegna þeirra drykkju.
Bindindi á ekkert skylt viö skatt-
svik.
Halldór Kristjánsson.
Tóm floska á
500 krónur
ÞS hringdi:
Mig langar að koma á fram-
færi þeirri umkvörtun að ég tel
A.T.V.R. neyði fólk til þess
aö kaupa meira af áfengi
en það hefur áhuga á. Þetta
hljómar svolitiö skrýtilega
en staðreyndin er sú að verð
á hálfflöskum I rikinu er svo
hátt að fólk neyðist til aö
kaupa heilar flöskur. Ein flaska
af Brennivíni kostar nú 2600
krónur en tvær hálfar kosta hins
vegar 3100 krónur. Sjálfur
ætlaði ég að kaupa hálfa flösku
um daginn er þegar ég sá hvað
hún kostaði keypti ég mér heila
til þess aö þurfa ekki að borga
500 krónur fyrir tóma flösku.
Ég er viss um að margir gera
það sama i minum sporum og
kaupa þannig meira en þeir
kannski hafa gott af.
BÖNNUM
REYKINGAR Á
FLESTUM STÖÐUM
Svandis Jónsdóttir skrifar:
Eriendis hefur það færstmjög i
vöxt að fyrirtæki og opinberar
stofnanir banni reykingar á
vinnustöðum. Þetta er mjög
eðlilegt þar sem hvort
tveggja er, aö reykingar
eru mjög hvimleiðar fyr-
ir þá sem ekki reykja og
svo hitt að þeir sem eru i
kringum reykingafólk anda
alltaf að sér hluta reyksins.
Þetta er útaf fyrir sig ekki mjög
alvarlegt ihófi, þvi töluvert þarf
að reykja til þess að spilla heils-
unni en fyrir fólk sem vinnur á
þröngum skrifstofum þar sem
helmingur fólksins eða meira
reykir er þetta alvarlegt mál.
Á íslandi er bannað aö reykja
i strætisvögnum bióum og leik-
húsum en slikt er leyft sum-
staðar erlendis. Þannig erum
við I ýmsu framar öðrum i
þessum efnum og væri vel að við
héldum þvi forskoti meö þvi að
sett verði reykingabann vlðast.