Vísir


Vísir - 17.09.1976, Qupperneq 24

Vísir - 17.09.1976, Qupperneq 24
VlSIR I Niðurstaða lögfrœðings útvarpsins í greinargerð til útvarpsróðs: Föstudagur 17. september 1976. FUNDU HASS í BÍL Miðbæjarlögreglan gerði i fyrrinótt leit i bif- reið, sem stöðvuð hafði verið i Pósthússtræti, vegna gruns um að i henni væri að finna hass eða einhver önnur örv- andi lyf. Grunur lögreglunnar reyndist vera á rökum reistur, þvi eftir smá-leit fannst i bifreiöinni nokk- urt magn af hassi svo og hass- pipa. Fernt var i bilnum, og var það allt flutt til yfirheyrslu, þar sem i ljós kom að efnið sem var i fórum þeirra var tengt öðru máli, sem nú er i rannsókn hjá fikniefna- deildinni. 1 gærkvöldi fannst svo enn nokkurt magn af hassi er farið var með hasshundinn i hús eitt i Reykjavik, þar sem grunur lá á að hass væri að finna. Var það rétt, þvi hundurinn fann þar nokkurt magn af hassi sem hafði verið falið vandlega. f sambandi við þá leit var þrennt handtekið og yfirheyrt, og siðan sleppt eins og fólkinu sem var i bilnum. Ráðið getur ekki leyft frjálsan útvarpsrekstur Útvarpsráð hefur ekki heimild til að af- sala einkarétti Rikisút- varpsins til útvarps- reksturs. Samkvæmt heimildum sem Visir hefur aflað sér er þetta megininntakið i álits- gerð lögfræðings Rikis- útvarpsins, Lúðviks Ingvarssonar prófess- ors, sem hann gerði samkvæmt beiðni út- varpsráðs. Útvarpsráð kom saman i há- deginu i dag til að ræða þessi mál, en alllangt er siðan Lúðvik skilaði áliti sinu til ráðsins. Þaðmun þvi þurfa lagabreyt- ingu til að unnt verði að leyfa rekstur frjálsra útvarpsstöðva hérlendis, en ekki er vitað hvort einhver þingmanna hefur hug á að leggja slikt lagafrumvarp Gifurlegur fjöldi erlendra ferðamanna hefur lagt leið sina til Vestmannaeyja i sumar, einkum i þeim tilgangi að skoða verksummerki eldsumbrota á Heimaey og i Surtsey. Fara ferðamenn ýmist i skoðunarferð umeyjarnar, eða þá að flogiðer yfir og það markverðasta séö úr lofti. Að sögn starfsmanna Flug- félagsins Vængja vita erlendir ferðamenn oftast mjög vel, hvað þarna hefur átt sér stað, jafnvel betur en islendingar sjálfir. Þannig eru þeir mjög vel kunnugir Surtsey, og sé ekki að fyrra bragðiflogiðþaryfir biðja þeir undantekningalaust um að svo sé gert. Þegar flogið er yfir Eyjar, en ekki lent þar, er einnig flogið yf- ir jökla og ferðamönnum sýndur Gulifoss úr loftí. Þeir ferðamenn sem staldra við í Eyjum fara hins vegar oft- ast i tveggja tima ferð um markverðustu staði. fyrir hið háa Alþingi. Hugmyndir um rekstur fr- jálsra útvarpsstöðva hafa lengi verið til staðar, en þessi mál komu nú til umræðu á ný vegna umsóknar þeirra Markúsar Arnar Antonssonar og Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar um að fá að reka útvarpsstöð fyrir Reykjavik og nágrenni. Hvernig er að vera plötusnúður? Viðtal við Vigni Sveinsson, sem þekktur er af ,,popphornum” og starfi sem plötusnúður er i Helgarblaði Visis sem fylgir ókeypis með á morgun. Margt annað efni er i helgar- blaðinu. Ma nefna heimsókn Visis á upptökuheimilið að Sogni i ölfusi, sagt frá tónstundastörfum kanslara Vestur-Þýskalands og nýrri kynslóð Kennedya sem er' að vaxa úr grasi. Að vanda er Kirkjan og þjóðin, Tónhornið, matreiðsluþáttur og teiknimyndasögur i litum á sinum stað i blaðinu. —EKG Gífurlegur ferða- mannastraumur til Eyja í sumar Tvær vélar Vængja á Vestmannaeyjaflugvelli. Glfurlegur fjöldi er- lendra ferðamanna hefur lagt leiö sina til Eyja i sumar. Ljósmynd: Guðmundur Sigfússon. Hofa seyðfirðingar annan framburð en hofnfirðingar? tbúar Scyöisfjarðar hafa und- anfarna daga haft f heimsókn hjá sér um fiinmtiu ncmendur úr Flensborgarskóla i llafnarfiröi, og hafa þeir sett mikinn svip á bæjarlifið þar eystra. Ekki vitum við hvort þessar dömur hafa lesiö upp fyrir hafn- firöingana einhvern siöustu daga á Seyöisfiröi, en þær eru aö ræöa saman i einni af versl- unum staðarins. „Þetta er hópur sem tekur stúdentspróf I vor og er þarna i námsferð, sem er meö alveg nýju sniði,” sagði Kristján Bersi Ölafsson skólastjóri i Flensborg er viö spurðum hann um þennan hóp. „Þarna er raunverulega um aö ræða þrjá hópa nemenda, sem eru aö læra að beita þeirri kunn- áttu sem þau hafa fengiö i skólan- um.ogað nýta hana þegar út i h'f- ið og meiri lærdóm er komið. Þetta eru nemendur úr mála- deild, raungreinadeild og nátt- úrufræðideild, og eru fjórir kenn- arar með þeim. Þetta er i fyrsta sinn, svo mér er kunnugt um, að nemendur i þetta mörgum grein- um fara saman i námsferöalag i þessu formi. Hópurinn er ekki kominn heim aftur, en samkvæmt fréttum sem ég hef fengið aö austan hefur allt gengið mjög vel. Hafa seyðfiröingar verið sérlega hjálplegir og móttökur þeirra mjög góðar,” sagði Kristján. Safna efni i bænum og uppá heiói Samkvæmt upplýsingum sem viö höfum fengið frá Seyðisfirði hefur koma þessa hóps vakið mikla athygli á staðnum, og þó sérstaklega hópurinn úr mála- deildinni, enda hefur hann veriö mest i bænum sjálfum. Hafa unglingarnir gengið í hús, og látið ibúana lesa kafla úr ein- hverri sögu. Er með þvi veriö að kanna framburð fólks og annaö þar aö lútandi. Þá eru ibúarnir spurðir hvortþeirhafi heyrtþetta eða hittoröatiltækið, ogalltskráð niöur sem sagt er og svarað. Þau sem eru úr náttúrufræði- deildinni ferðast aftur á móti um 'og gera lfffræöilegar og jarð- fræðilegar athuganir. Safna þau saman ýmiss konar jurtum og einnig pöddum og öörum smadýr- um , sem þau siðan rannsaka nán- ar. Þriðji hópurinn — úr raun- greinadeildinni — hefur að mestu haldið sig uppi á Fjarðarheiði, eða nánar tiltekiö við Fjarðará. Þar hafa unglingarnir fengið að spreytasigá þviað gera ýmsar athuganir á ánni og umhverfi hennar með virkjunarfram- kvæmdir i huga. Ailir hafa haft nóg að starfa sið- an á mánudag, að hópurinn kom til.Seyðisfjarðar, og þegar heim er komiö veröur haldið áfram af fullum krafti, en þá hefst úr- vinnsla úr öllum þeim gögnum sem safnast hafa i ferðinni. jSL£«~.-*. - Nýstórleg heimsókn hafnfirðinga hefur sett svip á bæjarlifið á Seyöisfiröi undanfarna daga og henni veriö vel tekto.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.