Vísir - 17.10.1976, Page 7

Vísir - 17.10.1976, Page 7
VISIR Sunnudagur 17. október 1976 uðust 10 börn á 15 árum. Að öðru leyti fer fáum sögum af hjóna- bandi þeirra. Það virðist hafa verið hamingjurikt uns þar kom að þau skildu, — fyrst og fremst vegna þess að ritstörfin áttu hug og tima Dickens allan. Ér „Pickwick” var enn að koma út tók Dickens að birta aðra framhaldssögu i ritinu Bentley’s Miscellany, sem hann ritstýrði, og það var „Óliver Twist” (1837- 1838). Það var mun dapurlegra verk en „Pickwick”, og i persónum Fagins og Bill Sykes birtist hinn mikli áhugi Dickens á glæpum sem eins konar ofbeldis- sjúkdómi harðneskjulegs og ást- lauss samfélags. 1 þessu verki verður morð sá „áfangi” sem breytir manni i skrimsli. „Oliver Twist” var einnig ætlað að vekja athygliá og deila á eymd fátækra og vinnuþrælkun þeirra, auk þess sem sagan hýsir dálitið til- finningasama lýsingu á æskunni. Á sinum tima sýndi islenska sjón- varpið breska sjónvarpsgerð þessarar sögu. Árásir á niður- lægingu æskunnar. Og Dickens hélt áfram að reyna að vekja athygli á niðurlægingu PEGGOTTY — Pat Keen leikur hinn hjartahlýja verndara Davids, Peggotty. HÖFUNDURINN — málverk af Charles Dickens eftir D. Maclise. Myndin sýnir skáldið á yngri árum. og illri meðferð barna, —einkum munaðarleysingja. Sú ádeila setti einnig svip sinn á „Nicholas Nickleby” sem tók að birtast á næsta ári. Þessi skáldsaga er byggingarlega gölluð vegna framhaldssöguformsins, geysist áfram i fremur tilviljunarkennd- um stökkum. Siðan sendi hann frá sér röð ritgerða og sagna, sem hann kallaði „Master Humph- rey’s Clock”, og skáldsögurnar „The Old Curiosity Shop” (1840- 41) og „Barnaby Rudge” (1841). I þeirri fyrrnefndu er að finna jafnt einhverjar best heppnuðu skop- gervingar Dickens, t.a.m. dverg- inn Quilp sem væmnustu persónu hans, Nell litlu, en dauöi hennar þykir svæsnasta árás Dickens á tárakirtla lesenda, og geröi hann þóallmargar slikar. Engu að sið- ur sigraði sagan hjörtu samtima- manna hans og þrátt fyrir það að „Barnaby Rudge” væri mis- heppnuð tilraun til sagnfræði- legrar skáldsögu, var Dickens orðinn traustur isessi sem frægur og velstæður rithöfundur, tæplega þritugur að aldri. Arið 1842 fórDickens til Banda- rikjanna, og i þeirri ferð gerði hann harða hrið að stuldi þar- lendra útgefenda á ritverkum breskra rithöfunda, en sjálfur hafði hann tapað stórum fúlgum á sliku. Þessar árásir hans bökuðu honum nokkrar óvinsældir inn- fæddra. Amerikuferðin varð m.a.' efniviður heldur flatrar satiru, — „The Life and Adventures of Martin Chuzzlewit” sem birtist i framhaldsformi árin 1843-44. A árunum 1843-45 sendi Dickens frá sér „jólasögur”, — „A Christmas Carol”, „The Chimes”, „The Cricket on the Hearth” og tvær til viðbótar. Þær voru blanda af yfirnáttúrulegum atburöum, skopgervingum, félagslegum dæmisögum og til- finningasemi og urðu ákaflega vinsælar. A þessum árum bjó Dickens og eiginkona hans á Italiu og er hann sneri heim til Englands varð hann gagntekinn af leiklistaráhuga. Hann elskaði melódrama, og leik- hús þeirra tima hafði veruleg áhrif á form skálssagna hans. Sögur hans voru einnig færðar i leiksviðsbúning og hann notfærði sér siðar i lifinu hina dramatisku eiginleika þeirra er hann hóf upp- lestrarferðir sinar. Um stutt skeið ritstýrði hann Daily News iLondon, endvaldist i Lausanne i Sviss við ritstörf er þeim starfa lauk. Þar skrifaöi hann „Dombey and Son” sem var hnitmiðaðri i uppbyggingu en fyrri verk hans, en þessi endur- nýjuðu, markvissu vinnubrögð báru fyrst rikulegan ávöxt i „David Copperfield”, sem út kom 1849-50 i 20 pörtum. Þar eru sem fyrr segir litt dulbúnar æsku- og unglingsáraminningar. A sjöunda áratug aldarinnar jókst enn áhugi Dickens á opin- berum máium og þjóðfélags- vanda, og i tiu ár gaf hann út vikurit Household Wordssem var blanda af gamni og þjóðfélags- legri alvöru. Arið 1859 tók annaö rit við af þessu, „All the Year Round”, og seldist það i allt að 300 000 eintökum. Það^blað gaf hann út til dauðadags. í þessum ritum kom Dickens á framfæri eigin siðferðis- og þjóðfélagsboð- skap, auk þess sem hann birti verk annarra, gjarnan ungra höf- unda. Hann átti t.d. stóran þátt i frama Wilkie Collins. Dó úr ákafa. Sibustu skáldverk Dickens voru að margra áliti hans bestu verk. „Bleak House” (1852-3) er kirfi- lega uppbyggð, margslungin saga, sem á yfirborði a.m.k. fjallar um rotið, staðnað réttar- farskerfi: „HardTimes” 1854) er mögnuð sjúkdómsgreining á meinum hins nýja iðnvædda samfélags Englands. „Little Dorrit” 1855-6) lýsir tor- timingar- og afskræmingarafli auðsins. Allt eru þetta verk þar sem Dickens, eins og reyndar i flestum verkum sinum, teflir fram manngervingum sakleysis gegn fjandsamlegu, skaösamlegu umhverfi, mannlegum verð- mætum gegn eyðingaröflum. Eftir misheppnaða sögul. skáld- sögu „A tale of Two Cities” skrif- aði Dickens sin siðustu fullunnu verk, — „Great Expectations” (1860-61), djúpsæja könnun á eilifri leit manneskjunnar að imynd sin sjálfs, og „Our Mutual Friend” (1864-65) flókna mynd af samspili auðs og glæpa. Eftir skilnaðinn viö konu sina stóð Dickens i ástarsambandi viö unga leikkonu siðustu árin sem hann liföi. Hann bjó þá nálægt æskuheimkynnum sinum i Chat ham. Em á miðjum sjöunda ára- tugnum fór heilsan að bila, fyrst og fremst vegna óhemju atorku- semi hans sjálfs. Hann yfirkeyrði sig á hamslausum ritstörfum og þreytandi upplestrarferðum, heima og erlendis, og lést úr heilablóðfalli árið 1870, þáimiðri skáldsögu, „Edwin Drood”, sem æ siðan hefur verið heillandi, en óráðin gáta. Þrátt fyrir gifurleg afköst, starfsorku og ritgleði Charles Dickens, þóttust vinir hans engu að siður greina undir þessu yfir- borði stöðugt tilfinningalegt öryggis- og eirðarleysi sem mjög hefur sett svip sinn á tragi- kómiskan heim hinna vinsælu skáldsagna hans. Undir lok lifs sins reit Charles Dickens: „Af öllum bókum min- um þykir mér vænst um þessa... Likt og margir stoltir foreldrar á ég mér innst inni mitt uppáhalds barn. Og nafn hans er David Copperfield”. —AÞ tók saman.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.