Vísir - 17.10.1976, Page 10

Vísir - 17.10.1976, Page 10
ills. En ef ég ætti aö svara þvi hvers vegna fólk, og þá ekki sist ungt fólk, leitar á ýmis önnur miö, t.d. i svonefndar dultrúar- stefnum.sem ekkieru kristnar að uppruna, þá lægi næst aö spyrja hvernig er háttaö uppeldislegri mótun þessara ungmenna. Ef trúhneigöur unglingur hefur aldrei kynnst kristnu trúarlif að heitiö geti, eða hafi hann fengið þá hugmynd inn i sig heima, i skóla eða annars staðar, að til kirkjunnar sé ekkert að sækja, — öll hennar viðhorf og viðbrögð séu úrelt og úrættis við nútimann, heilbrigða skynsemi og visindi —, þá er ekki óeðlilegt að sli'kur ung- lingur leiti með sina trúhneigð i aðrar áttir eða sé berskjaidaður gagnvart trúrænum áhrifum eða áróðri að öðru tagi”. „Kirkjan hefur ekki fylgt þjóðlifsþróuninni”. „Visvitandi hefur krikjan auð- vitað ekki einangrast frá þjóð- inni. En hins vegar hefur þjóðlifs- þróunin orðið á þann veg, að að- staða hennar hefur gjörbreyst á mjög skömmum tima. Og ég hef oft minnst á það opinberlega að henni hafi sjálfri ekki tekist til hlítar að fylgja þessari þróun eft- ir eða koma sér fyrir með starf sitt og áhrifaaðstöðu á æskilegan hátt”. „Það er margt i þjóöfélags- þróuninni sem hefur verið og er jákvætt. Og það er margt i þjóö- félagsbyggingunni sem er mun kristilegra en áður var. Ýmis sið- gæöisleg viðhorf kristinnar trúar hafa unnið á aö verulegu marki, svo sem tilfinningin fyrir skyld- unni gagnvart þeim sem mega sin minna, fyrir samhjálp og sam- ábyrgð þjóöfélagsþegnanna. Þetta er allt saman jákvætt. En svo er það spurningin á hinn bóg- inn hversu slikum ávöxtum af kristnum viðhorfum tekst að lifa ef skorið er. á rætur þess stofns sem þeir eru vaxnir af. Þvi er ekki aö neita að manni hins tæknivædda heims, þar sem likamleg velferð og áþreifanleg lifsgæði eru i fyrir- rúmi, hættir til að telja sig sjálf- um sér nógan. Þvi verður guð út- unda. Þaö er mjög stutt sföan all- ir menn lifðu i mjög nánu sam- bandi við náttúruna. Og menn geta fundið návist skaparans i gróandi grasi og i lifandi lifi yfir- leitt. En mönnum skilst þaö siður að skaparinn er nákvæmlega jafn nálægur i vélinni sem þeir smiða eða handleika, eða i iðandi mann- hafi á malbikuðu stræti. Grund- vallarspurningar lifsins hafa orö- ið útundan i hugsunarhætti nú- timans i alltof rikum mæli”. „En hitt vil ég lika taka fram með áherslu, að þvi fer fjarri að minu mati að aðstaða kirkjunnar sé torveldari nú en hún var fyrir 40árum, þegar ég var að búa mig undir.prestsskap. Það blésu sval- ir vindar um hana þá og hún sýndist ekki sigurstrangleg.” ,,Ég læt guð ráða” ,,Nei, maður getur aldrei orðið ásáttur með það sem unnist hef- ur. Nægilegur árangur næst aldrei. Ég tek heilshugar undir með Jesú þegar hann sagði við lærisveina sina forðum: „Þegar þér hafið gjört sem yður var boðið, þá skulið þér segja: Ónýtir þjónar erum vér. Vér höfum gert það eitt sem vér vorum skyldir aö gera”. Ég, eins og aörir, get tekiö þetta til min. Spurningin um árangur af starfi litur allt öðru visi út i aug- um kristins manns en þeirra sem ekki eiga sér slika trú, viö þurfum ekki á þvi að halda aö getaö ti- undað árangur, þvi að við vitum að þaö sem hefur gildi ber i sér ei- lifan ávöxt. Og þaö er bókfært á sinum stað”. „Nei, ég get engu um þaö svar- að hversu lengi ég muni endast i embætti biskups. Þvi læt ég guð ráða alveg. Ég tel ekki aö ég hafi valið mér sjálfur veg eða köllun. Ég læt hverjum degi nægja sina þjáningu, — og gleði —, og meöan guð gefur mér krafta þá veit ég hvar ég á að verja þeim. Þannig geng ég aðminum daglegu störf- um án þess að bæta á mig ónauð- synlegum áhyggjum”. —-AÞ Sunnudagur 17. október 1976 VISIR VÍSIR Sunnudagur 17. október 1976 „Hversu tekst ávöxtum af kristnum viðhorfum að lifa ef skoriö er á rætur þess stofns sem þeir eru vaxnir af”. trúarstefnum svokölluðum af ýmsu tagi, sem gert hafa vart við sig viðsvegar i löndum og sumar einnig hér á Islandi. Trúarþörfin segir alltaf vil sin. Og þegar slikar hreyfingar, sem bjóða upp á trúarlegar lausnir, verða á vegi manna, — stundum æði fyrir- ferðamiklar hreyfingar sem lofa miklu —, þá skirskotar þaö til trúarþarfarinnar. Æði margir lifa i andlegu tómi og taka nálega hverju sem býðst. Á hinn bóginn hljóta þessar staöreyndir að sjálfsögðu að vekja kirkjuna til umhugsunar: Kemur hún þvi til að skila sem henni er ætlað að gera? ” „Andlegar þvinganir eru aldrei til góðs”. „Þessi spurning um það hvort kirkjan kemur erindi sinu til skila eöa ekki er spurning sem aldrei þagnar með kirkjunni. Og hún á aldrei að þagna. Kirkjan á stóran og strangan húsbónda. Við vitum það um hann fyrst og fremst að hann elskar mennina. Og drottinn kirkjunnar féll einmitt á þvi fyrir dómstóli hvað hann elskaði menn- ina. En kirkjan hlýtur ævinlega að lifa i ótta þeirrar spurningar hvort hún i raun og veru komi hans hjálpræðisorði til skila. Hvorthún sé farvegur fyrir hans anda, — sé i reynd verkfæri hans kærleika”. „Jú, trúfrelsi álít ég að verði að vera algjört. Þvingun i andlegum efnum og þvingun yfirleitt er aldrei til góðs. Hitt vitum við, að öllu frelsi fylgir áhætta. Menn geta misnotað það. Og sumirmis- beita þvi mjög, sér og öðrum til „Ég heid ég hafi aldrei stigið i pré sagt á árinu sem ég varð tvitug- ur.” „Það sem höfðaði þá mest til min i kristinni trú var að sjálf- sögðu Kristur sjálfur. Þaö er sú stóra uppgötvun lifsins að mæta honum sem lifandi, nálægum, virkum veruleika. Þar með verð- ur hann og saga hans og verk hans, eins og þessu er vitni borið i Biblfunni allri, sifelld auðs- uppspretta og kjarninn i trúarlíf- inu.” Smælkin og hismið i farvegi kristninnar „Jú, vissulega hefur það sem 2000 ára saga kristinnar kirkju geymir hvað snertir framsetn- ingu kenningaratriöa og viðhorf til mála sem upp hafa komiö um aldirnar mjög mismunandi gildi I augum hverrar kynslóöar og hvers einstaklings. Þar er að sjálfsögðu mörg mylsna og smælki og hismi, sem þó hefur ef kunarstól án þess að kvlða fyrir þvl” sporum þegar harmar hafa dunið yfireru mér eitthvert það minnis- stæðasta fólk, sem ég hef kynnst.” „Kviðiþvi alltaf að stiga i predikunarstól”. „Þaö sem veitti mér mesta gleöi i prestskap var tækifærið til boðunar. Prédikunarstarfið er i minum augum mjög erfitt starfog áreynslumikið. Og ég hef aldrei stigið i prédikunarstól án þess að kviða fyrir þvi. En samfara og samfléttuð þeirri kennd er svo gleðin yfir þvi að fá að flytja þennan boðskap. Þá hafði ég og hef yndi af þvi að umgangast börn. En ekkert gerir prest þakk- látari en þegar svo ber við að hann þreifar á styrk þegar hann á að veita huggun, eða þegar hann hefur getaö orðið áþreifanlega aö liði, t.d. i sambandi viö erfiðleika við öli heimili i sókn sinni. Slikt eru frátök i söfnuðum af þeirri stærð sem um er að ræða i Reykjavik. Og svo veit maður um svo margvislega neyð allt i kring- um sig sem maður ræður ekki við. Þetta er það erfiðasta i lifi prests- ins.” „Og þá kemur sú hremming að ég var kosinn biskup...” „Þá gerðist það eftir fimm prestsskaparát að ég var fyrir- varalaust kallaður til aö hlaupa i skarðið og takast á hendur vegna forfalla kennslu við guðfræðideild Háskóla tslands. Þetta var haust- ið 1943. Afleiðingin varð sú aö ég ilengdist i Háskólanum. Ég undi þvi starfi mjög vel, en sá alltaf eftir prestskapnum og fór frá Hallgrimssókn með miklum sárs- Starfið ó biskupsskrifstofu: Þœtti gaman að vita um annað embœtti með óbreyttan starfsmannafjölda í 35 ár" „Hér á biskupsskrifstofu hefur veriö óbreytt starfslið frá árinu 1941, — þ.e. auk biskups, biskups- ritari og skrifstofu stúlka. Einnig hef ég haft ofurlitla bókhaldsaö- stoö undanfarin fá ár. En á þessum tima sem starfsmanna- fjöldi hér hcfur veriö óbreyttur hafa verkefni embættisins tl- faldast, vægilega áætlaö.” Þetta sagöi hcrra Sigurbjörn Einars- son, biskup er Visir forvitnaöist um þaö starf sem biskup og hans skrifstofa inna af hendi dag frá degi svo og um starfsaöstööu biskups, og ekki kemur aö öllu jöfnu fyrir almenningssjónir. „Nei, það hefur satt aösegja alls ekki tekist að fá fjárveitingar- valdið til aö skilja þann vanda sem þetta fámenni skapar, þótt ég vilji ekki gefa upp von um að svo muni veröa. Hins vegar þætti mér gaman aö vita um það embætti i landinu sem haft hefur sama starfsmannafjölda sam- fleytt i 35 ár”, sagði biskup og kimdi. „Þetta hefur haft þaö í för með sér að ég hef orðiö aö vinna meir en forsvaranlegt er aö störfum sem aðrir gætu leyst af hendi ef starfslið væri hér fjölmennara. A6 sama skapi er vinnuálag á starfsfólkið hér ekki við hæfi.” „Satt að segja er okkar starf hér svo margbreytilegt að erfitt er að gera grein fyrir þvi i stuttu máli,” sagði biskup. „Skrifstofa biskups veitir margvislega fyrir- greiöslu og afgreiöslu, og leitaö er á fund biskups af hálfu safnaðanna með ýmisleg vanda- mál eða viðfangsefni á þeirra vegum. Or sliku er reynt að leysa eftir f öngum. Þá eru nokkrir sjóð- ir i höndum embættisins, — hinn almenni kirkjusjóður, kirkju- byggingarsjóður og kirkjugarða- sjóður. Allt eru þetta lánasjóðir, sem allir hafa miklu hlutverki að gegna þótt enginn þeirra sé mikils megnugur. Mikil vinna er fólgin í þvi að annast afgreiðslu þessara lána og ræða viö menn i þvi sambandi. Þá má nefna aö allmikii afgreiðsla hvilir á biskupsembættinu vegna prest- kosninga. Hér er aðeins fátt eitt taiið.” „Hérá skrifstofunni fer mest af minum tima i viötöl og bréfa- skriftir”, sagöi biskup er hann var inntur eftir timafrekasta verkefni hans sjálfs. „Erlend bréfaviðskipti eru alimikil. Þau annast ég sjálfur og þá aö jafnaöi heima hjá mér. Þá hef ég fastan viðtalstima hér á skrifstofunni, en er hér að sjálfsögðu löngum stundum endranær og vinn auk þess æði mikið heima. Jú, það er nokkuð um þaö aö fólk komi á fund biskups meö sin persónulegu vandamál i leit aö ráöleggingum. En þvi miður verð ég oft að visa slikum viðkvæmnismálum annað. Það er svo yfrið nóg af daglegum verkefnum hér á skrif- stofunni að biskup getur ekki að neinu marki sinn almennu sál- gæslustarfi.” „En fjarri fer, að allt starf biskupsséeða eigi aövera bundið við skrifstofu hans. Hann þarf aö vera mikið á ferðinni innan lands og utan. Hann vigir kirkjur og gjarnan er óskað eftir þátttöku hans, þegar eitthvað annað sér- stakt er um aö vera. Ég er búinn að heimsækja eða visitera alla söfnuði landsins, þrjú hundruö talsins. Marga þeirra oftar en einu sinni, og prédikað hef ég i öllum kirkjum einu sinni eða oftar. Þá hef ég oft verið fulltrúi islensku kirkjunnar erlendis, tvivegis heimsótt vestur-islend- inga og talað eða prédikaö viöa hjá þeim, og alloft stigiö i stól i öllum Norðurlöndunum af ýmsum tilefnum. AÞ. „Hélt að ég ætti að þjóna bæði mlnu upplagi og veröldinni með þvl að skrifa”. „Greinin er fyrst og fremst stráksskapur, og I öðru lagi algjört bergmál af Helga Pjeturss og afskaplega ófrumlegt pródúkt”. „Su stóra uppgötvun lifsins að mæta Kristi sem lifandi, nálægum, virkum veruleika” töku i guðfræðilegum umræðum og kirkjunnar málum almennt, get ég nefnt sem dæmi um mikið áhugamál mitt um árabil áöur en ég varð biskup baráttuna fyrir þvi að kirkjan eignaöist miðstöö i Skálholti, og mig hefur langað til að vinna að þvi aö fylgja þeirri hugsjón eftir. Nokkuö hefur þegar áunnist I þvi efni”. „Ég hef ógeð á sundrungar- starfsemi innan kirkjunnar. Já, ég tel að hún hafi verið veruleg og of mikil. Og allt of mikiö hefur verið af slagorðastagli, sem mið- ar ekki að öðru en þvi að hjúpa raunveruleg vandamál, að gera fólk ásátt með aö japla á yfir- bor,öslegum lausnum I staðinn fyrir aö hugsa mál i alvöru. Af þessu leiðir svo dilkadrátt og tor- tryggni sem skaðar kirkjuna og gerir engum gagn. Ég vil hins vegar taka það fram að yfirleitt hefur verið fremur friðsamt og sæmileg eindrægni innan kirkj- unnar i minni biskupstið. Það hef- ur einstöku sinnum lostiö yfir garraéljum sem hafa liðið hjá.” Að berjast við eigin imyndanir. „Það er ekkert eðlilegra en að þjóðkirkja rúmi mismunandi skoðanir og sjónarmið. Og það skaðar ekki kirkjuna þótt slikt komi fram, ef i bróðerni er rætt og ritað, og i fullri ábyrgöarvit- und gagnvart kirkjuni, börnum hennar og drottni hennar. En ef menn hins vegarfalla i þá freistni aö ala á klikuhugsun, gera úrelt sjónarmið að varanlegum ágrein- ingsefnum, eða ef menn fara að berja hver á öðrum, eða kannski aö berjast við eigin imyndanir með slagorðum, þá er slikt ekki einu sinni manndómlegt, — hvað þá kristilegt og getur ekki borið neinn jákvæðan ávöxt. Sú sundr- ung sem nú á sér stað, — eða ætla mætti að ætti sér stað ef miðað er við málflutning einstakra manna —-, er eftirhreytur af áratuga- gömlum átökum innan vébanda kirkjunnar, sem eru útrædd alls staðar nema þar sem hugsun hef- ur staðnað”. Kemur kirkjan erindi sinu til skila? „Það er að sjálfsögðu stað- reynd að allmargir hafa að meira eða minna leyti orðiö viðskila við kirkju og kristna trú af ýmsum ástæðum, m.a. vegna trúarlegra áhrif annarra, svo sem frá dul- fráhverfur kristninni þá gufaði jafnaðarmennskan upp alveg samtimis. Kommúnisti varð ég aldrei.” Hin fortakslausa ákvörðun „En þegar siöan að þvi kom að ég tók stúdentspróf tvitugur að aldri þá hafði ég ákveðið það með sjálfum mér aö fara i guöfræði. Þetta var alveg fortakslaus ákvörðun og kom aldrei neinn afturkippur i hana siðan. Ég ein- beitti mér mjög harkalega að minu háskólanámi og braust i þvi að fara til náms viö Uppsalahá- skóla I þeim tilgangi að komast á sæmilegan grundvöll i fornmála- kunnáttu og trúarbrögöum al- mennt. Ég lagði aðallega stund á grisku, trúarbrögö fornaldar og austræn trúarbrögð, og lauk kandidatsprófi i þeim greinum árið 1937. Þessi námsár min i Sviþjóð voru mjög góð ár, ómetanleg ár. En þau voru sannarlega erfiö. Ég var efna- litill. Það veitti mér hins vegar visst sjálfstraust að komast i gegnum þetta. Og siöan kem ég heim og lýk kandidatsprófi i guð- fræði hér 1938.” Ófullnægjan hið innra „Orsakir þess að ég held á ný á vit kristninnar eftir tveggja ára fráhvarf á unglingsárunum er fyrst og fremst innri saga. Saga sem ég á með Guði minum og skýri ekki frá i einstökum atriðum. Þessi andlegu þáttaskil i lifi minu verða eftir keðju atvika. Hitt var millikafli i mótunarsög- unni sem áreiöanlega risti ekki djúpt þó að það segði eindregið til sin á meðan það stóð yfir. En fullkomin ófullnægja hið innra með mér á þessum tima reyndist vera guðs rödd og guös hönd, sem varað kalla mig afturtilsin og til sjálfs min. Og þetta geröist sem til vill haft gildi á liðandi stund eða ákveðnu skeiði, — i sumum tilvikum ótvirætt neikvæða þýð- ingu. Það er liðin saga sem ekki getur mótað málefnastööu i dag.” „En i gegnum aldirnar eru viss lifræn og varanleg atriði sem aldrei falla úrgildi. Kirkjan hefur átt kennifeður sem áttu aðeins timabundið erindi og hún hefur áttaðra sem allar kynslóðir geta sótt eitthvað til. Viö getum bara tekið Hallgrim okkar Pétursson. Hann er islenskt dæmi um mann sem túlkar kristin grundvallar- viðhorfaf þeirri innlifun og anda- gift, að hann á ekki aöeins erindi við kynslóðir,heldur er enginn sá kristinn maöur til i nokkurri kirkjudeild sem ekki gæti fundið að þar talar sá andi sem ber uppi hans eigin dýpstu og sterkustu trúarvitund og trúarlif.” Ekkjurnar minnisstæðu „Nei, ég varð ekki fyrir óvænt- um vonbrigðum með prests- starfið vegna þess að ég leit fyrir- fram tiltölulega raunsæjum aug- um á aðstöðu prestins. Ég gerði mér engar tálvonir um þetta starf. Ég fór i litið prestakall fyrst og ég á eingöngu góðar minningar um árin meö fólkinu á Skógarströnd, þrátt fyrir kreppu- tima og nokkurt basl hvað af- komu snertir. Ég var með 200 krónur í mánaðarlaun. Svo fór ég hingað til Reykjavikur I stórt prestakall, — Hallgrimskirkju- sókn.” „Það sem mér er minnisstæð- ast frá minum prestsskaparárum þar eru slysfarirnar sem urðu á fyrstu vikum minum i Hallgrims- sókn. Þá fórst hvert skipiö af ööru, t.d. Reykjaborgin sem var skotin I kaf. Það kom i minn hlut að tilkynna nokkrum heimilum það sem orðið var. Þær ekkjur sem ég hef staðiö með i slikum „Sllkt er ekki einu sinni manndómlegt, — hvaöþá kristilcgt.” ihjónabandi. Það gerist i lifiallra presta aðþeir fá tækifæri til forða áföllum i einkalifi fólks og það er margfalt miklu meira um slikt en nokkurn tima kemur fram á skýrslum eöa nokkur hefur grun um”. „Það erfiðasta i prestsstarfinu hér I Reykjavik er að komast ekki yfir það sem maður þarf aö gera og vill gera. Prestur þarf að þekkja persónulega öll sin sóknarbörn og geta haft samband auka. Sextán ár liöu og þá kom sú hremming að ég var kosinn biskup. Ég hefði ekki sjálfráöur skipt um verkahring. Og mér fannst inni á mér lengi vel á eftir að það væri hreinlega draumur að ég væri ekki lengur að kenna stúd entum guðfræði.” „Það er nú æði nærgöngul spurning, hvort ég hafi tekist á hendur þetta nýja embætti með tilhlökkun eða kviða. En það var með kviða. A hinn bóg- inn tel ég mig ekki ráða þessu sjálfur. Hvorki þessu né mlnum vegi að öðru leyti. Árin siðan ég lentii að skipa þetta embættihafa flogið býsna hratt og ekki veit ég hvað eftir liggur i þeirra slóö”. „Ég hef ógeð á sundrungarstarfsemi innan kirkjunnar”. „Ég hef frá upphafi haft einlæga löngun til þess að verða kirkjunni i heild til styrktar eftir þvi sem kraftar entust. Fyrir utan þátt-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.