Vísir - 17.10.1976, Síða 13

Vísir - 17.10.1976, Síða 13
VISIR Sunnudagur 17 . október 1976 Magnús Þór Sigmundsson (Júdas Jud. 004. 1976): Ófullkomna meistaraverkið — nýr meistari ó meðal vor... ,Happiness Just A Ride Plata Magnúsar Sigmundssonar „Happiness Is Just a Ride Away ” sem kom út isumar verður aö teljast ein af betrj piötum sem komið hafa út hér á landi. Þó er ljóður á verkinu, — það er ófullgert! Magnús semur öll lög plötunnar og texta samdi hann ásamt Barry Rolfe.Magnússyngurlika allt utan bakraddir i einu lagi og leikur lika á kassagltarinn. Allt þetta framlag Magnúsar er með slfkum afbragösstil að ég verö að lýsa fyllstu aðdáun. Magnús er að minu mati kominn i hóp hinna allramerkilegustu I islensku poppi, ásamt Gunnari Þórðarsyni, Jakobi Magnússyni, Björgvin Halldórssyni, Magnúsi Kjartanssyni og nokkrum fleirum. Hlutur Peter Solly, núverandi hljómborðsleikara Procol Harum, er fólginn I upptökustjón, strengjaútsetningum og hljómborðsleik. Það er kannski ekki svo litill þáttur hans, en heldur þykir mér hann slakur. Það vantar allt sem heitir fyllingu i bakgrunn laganna, sem eru öll mjög sterk og gætu mörg náð miklum vinsældum þar eð þau eru flest öll áhrifamikil. En með þessum undirleik verður platan að teljast „ófullgert meistaraverk”. Það væri gaman aö heyra álit Lee Kramers á verki þessu. Textar þeirra Magnúsar og Barry Rolfe’s eru allir á ensku, en það verður að teljast nokkuð eðlilegt þar sem þau eru samin fyrir Chappels Publishing Company, sem sér um að koma þeim á fram- færi viðaðralistamenn iBretlandi. Efni textanna er ástin. Reyndar tengistefniði samhengium ástina ognefnistfyrrihliðin „Meeting & Loving” og sú seinni „Loving & Parting”. Túlkun Magnúsar á þessu hugöarefni er m jög góð og býst ég við að flestir sætti sig við og finni jafnvel sjálfa sig i efni þessu. Hliöeitt hefst á laginu „Happinessls Just A Ride Away”, sem var sent til Demis Roussos til dæmis. Lagið er afar gott og rödd furðu- lega sterk og mikil og framburður hans á enskunni skýr og góður. Efni textans er best lýst i nafninu, það að hamingjan sé alltaf rétt við nefið á manni, — það sé bara að ná tökum á henni. Gervihljóð: færin hans Solly skemma dálitið fyrir. Það væri gaman aö heyra góða hljómsveit vinna verkið. „Someone Waits” fjallar um hina vonlausu leit að förunaut, sem sé sá besti. Lagið er létt lag með lág- um tónum, en með smásveiflum. Galli á plötunni kemur lika fram i þessu lagi, ssss-hljóð. Lagið „I Don’t Thing I’m Falling In Love” er eitt hiö besta einstaka lag sem nokkur Islendingur hefur nokkru sinni samið! Svipar til laga eins og „Sugar Baby Love” og fleiri slikra klassalaga. Söngur Magnúsar er afar góður, og textinn er raunhæfur og snjall. Magnús heldur lika léttleikanum með kassagitarleik sínum. Frábært „commercial” lag. „Diamond Eyes” er einnig afar gott. Otsetning i þessu lagi er einnig góð, það er aö segja raddútsetning- in. Væriliklegt til vinsælda. „Love IsThe Magic” er lika hrifandi en kannski ekki alveg eins fallegt. Hliðtvö „Loving &Parting”hefstá „Mister Weather” og minn- ir að nokkru á hinn skemmtilega poppstil Bitlanna frá besta skeiði þeirra. Annars minnir öll plata Magnúsar mig á stil hljómsveitar- innar Stealers Wheel, eina bestu „Beatles-stil” hljómsveitina. „Love Grows” er ljúft ástarljóð.sterkt og sérstætt. „She’s Leaving” er lag um skilnað og gott sem slikt, — fullt af þeim krafti sem brýst um I hjartanu við slik tækifæri og Magnús syngur lagið eins og það sé hans siðasta.Naesta lag er strax mun léttara og fjörugra og heitir „Everybody Needs a Little Loving” liklegt til vinsælda. Lokalagiö er nokkurs konar hugleiöing um þann förunaut sem öll platan fjallar um og þar sem sfðustu linur eru góðar „now I’m locked from the past with no key — did she love me? ” Það er vitanlega erfitt að dæma góða plötu, og þetta er ein af þeim. Platan hefur mjög litið heyrst I útvarpi hér og auk þess fannst mér og finnst að hún hafi alls ekki hlotiö þá sjálfsögðu auglýsingu sem hún átti skilið. Það eru ekki margar plötur jafngóðar og þessi plata. Ég hef trú á þvi að Magnús eigi eftir að vera stolt poppbransa okkar innan skamms þvi hann hlýtur að eiga fleiri gullkorn i poka- horninu og ef næsta plata verður gerð af meiri efnum ætti allt að falla saman. En þangað til verður þessi plata „Happiness Ts Just A Ride Away” áfram „ófullgerða myndin” hans Magnúsar Sig- mundssonar. Fjórar stjörnur af fimm. P.S. — Nota bene. hulstrið er samt úrhrak! Halldór Ingi Andresson 4 woy „HARD RAIN" — 21 plata Dylans óþörf söluvara Nýlega kom út 21 opinbera breiðskifa Bob Dylans sem heit- ir „HARD RAIN” eftir laginu „A Hard Rain’s A Gonna Fall”. Hérum að ræða hijómleikaplötu frá hinum svokölluðu „Rolling Thunder” túr. Persónulega finnst mér engan veginn hægtað miða plötuna við annað sem hefur komið frá hon- um siöustu ár nema þá væri nokkra lélega hljómleikabútt- legga. Ekkert nýtt lag er á plötunni, en lögin eru: „One Too Many Mornings” (AF THE TIMES THEY ARE ACHANGING”, samið 1964), „Maggie’s Farm” (af „BRINGING IT ALL BACK HOME” samið 1965), „Stuck In- side a Mobile With The Memphis Blues Again” (af „BLONDE ON BLONDE”sam- iö 1966), „I THREW IT ALL AWAY (og „Lay Lady Lay” (af „NASHVILLE SKYLINE ” samið 1969), „You’re A Big Girl Now”, „Shelter From The Storm” og „Idiot Wind” (af „BLOOD ON THE TRACKS” samiö 1974), og ,,OH, Sister” (af „Desire” samið 1975). Plata þessi er afar venjuleg hljómleikaplata full af villum, illa leikin á mörgum stööum. Það kemur skýrt fram að duill' ungar Dylans hafa fengiö að ráða ferðinni á hljómleikaferða- lagi þessu. Eflaust hefur aldrei verið um eina einustu æfingu að ræða. Hann ætlast til að flest allir kunni lög sin, en það kemur greinilega i ljós á þessari plötu að það eitt dugar ekki til. Dylan gerbreytir svo mörgu i lögunum að aðeins nokkrir hinna 10 hljómfæraleikara á plötunni geta fylgt honum eftir. Sá sem einna best skilar sér á plötunni er bassaleikarinn Rob Stoner, en hann lék llka á „Desire”. Mick Ronson skilar sinu reynd- ar sæmilega, en hann leikur á gitar i einu laganna „Maggie’s Farm”,en þessiútsetning er ein af fjölda mörgum og að minu mati sú lélegasta að undan- skildum gitarleik Ronson s Aðr- ir hljóðfæraleikarar á plötunni eru T-Bone Burnette, Steven Soles og David Mansfield (glt- ara), Burnette og Howard Wyeth á pianóum, Wyeth og Gary Burke á trommum og Scarlet Rivera á strengjahljóð- færi. „One Too Many Mornings” sem er eitt af betri lögum Dyl- ans er reyndar tekið hér i nokk- uð skemmtilegum rokk-frasa sem venst vel. En lag þetta er samt sem áður mun betra i frumútgáfu Dylans, sem er nú orðin 12 ára gömul (en hvað timinn flýgur hratt!). „Maggies Farm” var fyrsta lag Dylans sem hann lék með rokkhljóm- sveit (aö undanskildu „Corrina Corrina” sem er nú reyndar dá- litið öðruvisi). Útsetningin er I þessum þunga Band-stil sem fer Dylan engan veginn vel. „Stuck Inside A Mobile With The Memphis Blues Again "hefur mér alltaf þótt vera eitt af skemmti- legri lögum Dylans og i þessari „live ” útsetningu deyr ekkert af töfrum lagsins, bassaleikur Stoners og trommuleikur Wyeth (liklega Wyeth) er pottþéttur og skemmtilegur og sparneytinn gitar mallar á bak við skemmti- lega, skemmtilega rúllandi. Næstu lög i timaröðinni „Lay Lady Lay” og „I Threw It All Away ” eru i algerum nauðung- arútsetningum sem erfitt er að sætta sig viö. Þau eru ekki leng- ur hugljúfu og hjartnæmu ástaróöirnir og á country plöt- unni „Nashville Skyline”. t staö þeirra eru komin gróf rokklög meö nýjum, ómerkilegum við- bótarlinum. Lögunum af „Blood OnThe Tracks”, „Shelter From The Storm” „Youre A Big Girl Now” og „Idiot Wind” er ekki mikið breytt nema kannski hvaö gitarleik og annað slíkt smáveg- is er breytt. Lögunum er eigin- lega ofaukiö, þ.e.a.s. liklega vill fólk frekar eiga hina frábæru „Blood On The Tracks” en þessa — og engin þörf fyrir þessar útsetningar i safnið. „Oh Sister” er aö sama skapi litið breyttfrá útgáfunni á „Desire”. „HARD RAIN” er bara fyrir Dylan-aðdáendur og einlæga sem slika. V.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.