Vísir - 24.10.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 24.10.1976, Blaðsíða 3
VISIK Sunnudagur 24. október 1976 3 upp úr fréttamyndum frá opnun hátíðarleikhúss Wagners i Bayreuth 1876.1 þessum þætti eru mjög athyglisverð viðtöl við þýska heimspekinginn Friedrich Nietzsche, þar sem hann m.a. lýsir afstöðu sinni til Wagners sem hann dáði mjög um þetta leyti. Þetta mun ver það eina sem til er af efni á filmu meö Nietzsche. Svipuðu máli gegnir um 6 viðtals- þætti sem rússneska sjónvarpið tók upp við Dostojewski um það leyti, sem hann lauk við Kara- masow bræðurna 1880. Þessi við- töl munu vera eina bitastæða myndefnið sem til er með þessum mikla skáldjöfri 19. aldar. Af efni sem væri af stjórnmálalegum toga spunnið, yröi heimildar- myndaflokkur franska sjón- varpsins um „Keisarastjórn Napóleons”, vafalaust fyrir val- inu. 1 þessum myndaflokki er m.a. sýnt frá orrustunni viö Austerlitz, þar sem Napóleon sigraði rússa og austurrikismenn og var það einn frægasti sigur hans. Einnig eru störmerkilegar myndir i þessum myndaflokki frá orrustunni við Trafalgar, þar sem Nelson eyddi flota frakka en féll sjálfur. Af innlendu efni væri fróölegt að fylgjast með heimildarmynda- flokki islenska sjónvarpsins um frelsisbaráttu islendinga allt frá upphafi 19. aldar, en frá þeim tima eru einkum athyglisverðar þöglar fréttakvikmyndir frá veldistima Jörundar hundadaga- konungs. Myndaflokkur þessi nær til útfærslu fiskveiöilandhelginn- ar i 200 milur. Einnig yrði fyrir valinu þátturinn um Jónas Hallgrimsson, sem aðallega er byggður á fréttaviðtölum, sem tekin voru hér á landi þegar Jónas var hér við náttúrufræði- störf. Upptalningin stefnir á óendan- þætti eins og „Maður er nefnd- ur”. Voru gerðar kvikmyndir um vöxt borganna, lif fólksins i land- inu, mynduð þróun samgöngu- málameðm.a. myndum af hesta- umferð borganna, póstvögnum á ferð um landið og lystivögnum aðalsins. Voru gerðar kvikmynd- ir um lifið um borö i seglskipun- myndin, sem með vissum hætti getur gómað sjálfan timann ef vel er að staðið, hún vekur ekki leng- ur undrun okkar. Og við leiðum sjaldnast hugan að þvi, sem kraf- istverður af okkur af niðjum okk- ar i sambandi við möguleika þessa leikfangs okkar til heimildarvörslu. Undirritaður mun freista þess um sinn að skrifa eftir hendinni um kvikmyndir fyrir Helgarblað VIsis. Þessi skrif verða einkum I hugleiðingarformi og síður fengist viö gagnrýni einstakra kvik- mynda, nema sérstök tilefni gefist. Leitast verður við aö lýsa myndmálinu, þ.e. lifandi myndum sem frásagnaraðferð, sem mikilsverðri viðbót við ritmáliö og það skoðaö I ljósi Islenskra aðstæðua. Kvikmyndakynningar og kvikmyndasögulegar vangaveltur eru einnig llklegar til þess að freista undirritaös. Hafnarfirði, I október 1976 Erlendur Sveinsson „Maður er nefndur Johann Wolfgang Goethe”.. (Myndin sýnir Goethe I vinnustofu sinni árið 1831.) legt, þvi er mál að linni. Þá eru ótaldar allar hinar smærri þjóðlifsmyndir: „Vatns- pósturinn i Reykjavik”, „Salt- fiskverkun i Hafnarfiröi”, „Gatnagerð i Kaupmannahöfn” og „Umferðarmyndir frá Vin”. I ljósi þessa magnaða möguleika vaknar nú sú höfuöspurning, sem ekkert svar fæst við en snýr hins végar beint að okkur sjálfum: „Hvernig heföi 19. öldin brugðist við atburðum liðandi stundar, hvernig heföi henni tekist til við fjölskýldualbúmiö mikla. Haföi t.d. 19. öldin möguleika á að gera heimildarkvikmynd um Goethe, hann lifði altént fram á tima tal- myndanna, dáinn 1832, þannig að um 1830 hefði veriö hægt aö taka viðtal við gamla manninn, t.d. i um, á knæpunum, bak við tjöldin i Óperunum, i skemmtigörðunum i Tivoli. Var þeim sem lifðu þetta timabil að einhverju leyti hugsað til okkar, söfnuðu þeir heimildum sem nú eru glataðar skipulega á filmu. Ekki stendur á okkur að spyrja og kveða upp áfellisdóm. En það er ekki okkar að dæma, heldur að verða dæmdir. Þessir draumórar eru til þess eins að vekja okkur til meðvitundar um það. Viö erum nefnilega þeim furðulega eiginleika búin, aö allt sem við upplifum og getur endur- tekiö sig, alveg sama hversu stór- kostlegt það er i fyrstu, fyrr en varir verður það vanabundiö og hversdagslegt. Þetta á jafnt við um geimferðir sem kvikmyndir. Þetta furðulega apparat kvik- Keisarastjórn Napoleons, Heimildarmyndaflokkur frá franska sjónvarpinu. Aö þekkja sína jónasa Alveg eins og okkur hefði þótt fáránlegt ef ekki hefði verið hægt að gera heimildarmynd um Jónas Hallgrimsson upp úr efni frá 19. öld, mun 21. öldin dæma okkur fyrir einhverjar syndir sem við ekki þekkjum eða leiðum hugann aö nú. Okkur er sá vandi á hönd- um að þekkja okkar jónasa. Sjá okkar tið. Sagan er lifsafl bæði þjóða og einstaklinga og það er samtimans að varöveita sinar heimildir, hversu hversdagslegar sem þær kunna að viröast. Og þó við geröum ekki annaö i sam- bandi við heimildarvörslu en að taka upp efni reglulega, án þess að vinna neitt úr þvi öðru visi en að ganga frá þvi skipulega á kvik- myndasafni, þá væri mikiö að gert. Siðar yrði hægt aö taka afrit af frummyndunum fyrir alla þá fjölbreyttu athugun sem menn vildu gera á efninu á sviði sagn- fræði, þjóðháttafræði, eða dag- skrárgerð. Kostnaöur við slika heimildarsöfnun er hverfandi borið saman við kvikmyndagerð þarsem efniðer unniðtil enda. Ef stofnanir þjóðfélagsins byndust samtökum um að verja árvissri upphæð til heimildarsöfnunar á myndmáli, þá myndi t.d. Þjóð- leikhúsið i framtiðinni geta lagt til svipað efni og leiklistardeild Rikisútvarpsins ætlar að bjóða okkur upp á i vetur og nefnir: „Þau stóöu i sviðsljósinu”. Fréttamyndaþáttur frá opnun hátiðaleikhúss Wagners I Bayreuth 1876, sýndur á 100 ára afmæli leik- hússins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.