Vísir - 24.10.1976, Blaðsíða 8
8
Sunnudagur 24. október 1976
vism
Kjúklingar
Þetta er sérlega ljúffengur
pönnuréttur. Rétturinn er
skrautlegur, og grænmetis- og
kjiiklingabragöið fer vel samna.
Uppskriftin er fyrir 4-6.
2 fremur litlir kjúklingar
salt
pipar
50 g. smjörliki
2 msk. olia
10 skarlottulaukar (chalotte)
8 vel þroskaöir tómatar
ca. 2 dl. soð af innmat
2. dl. sýrður rjómi (Creme
fraiche)
1,5 kg. sveppir
Þvoiö og þerrið kjúklingana.
Hlutið þá niður i læri, bak og
þringuna i tvennt.
Þerrið kjúklingabitana vel.
Kryddið þá með salti og pipar
og brúniö i smjörliki og oliu þar
til þeir eru fallega gulbrúnir á
öllum hliðum.
Afhýðið laukinn, skerið
tómatana i 4 parta. Mælið 2 dl.
soð af innmatnum. 1/2—1 kjúkl-
ingatening saman við ef með
þarf. Rétturinn meyrnar undir
loki við vægan hita i 30-45
minútur.
Takið k júklingabitana,
tómatana og laukinn af pönn-
unni. Setjið sýrðan rjóma og
jafnvel örlitiö meira soð og ca.
eina matskeið af smásaxaðri
steinselju saman við ásamt
sveppunum. Látið sósuna sjóða
viö mjög vægan hita I 5 minútur.
Bragðbætiö sósuna með salti
og pipar. Setjið kjúklinga, lauk
og tómata á pönnuna.
Berið réttinn fram á pönn-
unni ásamt t.d. soðnum hris-
grjónum og stórri skál af hrá-
salati.
Marlowe í
Hafnarbíói
A NÆSTUNNI mun Hafnarbió
taka til sýninga bandarisku
sakamálamyndina „Farwell
My Lovely” (sem útleggst
„vertu sæl min kæra” eða bara
„Bless elskan”) sem gerð er
eftir einni af hinum annáluðu
skáldsögum Raymond
Chandlers og er með sama
nafni. Sakamálasögur Chandl-
ers, sem eru án nokkurs vafa
hátindur þeirrar tegundar bók-
mennta, meö harðneskjulegum
en um leið rómantiskum köfl-
um undir neónljósayfirborði
bandariskra stórborga fyrir
nokkrum árat. hafa flestar
leitað mjög á kvikmyndagerð-
armenn, og hlutv. spæjarans
Philip Marlowes verið feitur biti
fyrir margan leikarann. Leik-
stjóri þessarar myndar er ung-
ur að aldri, Dick Richards og
hefur áður verið sýnd eftir hann
hérlendis „KUrekalif” eða
„Culpepper Cattle Co.” i Nýja
biói fyrir ári eða svo. Sú mynd
var prýðisgóöur vestri og eru
flestir gagnrýnendur a.m.k.
breskir, sammála um að
Richards hafi mæta vel fært
Chandler af bók yfir á hvita
tjaldið. Sá sem leikur Marlowe
er sá gamli svoli, Robert
Mitschum. Enginn leikari er lfk
ari freðinni ýsu en Mitchum og
þvi ekki vist að Maroweað-
dáendur muni meðtaka hann i
hlutverkinu. Marlowehlutverkið
er reyndar orðið svo samgróöið
Humphrey Bogart að erfitt er
fyrir aðra leikara að koma þar
nálægt. Alla vega ætti að verða
forvitnilegt aö skoða glimu
þeirra Richards og Mitchums
við meistara Chandler i Hafnar-
biói á næstunni.
—ÁÞ
Dick Richards og Michum ræða kvikmyndunina.
Mitchum I hlutverki hinnar rómantisku en lifsþreyttu spæjarahetju Raymond Chandlers, Philip
Marlowes. t aðalkvenhlutverkinu er Charlotte Rampling.