Vísir - 24.10.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 24.10.1976, Blaðsíða 11
VISIR Sunnudagur 24. október 1976 11 vondur starfsvettvangur fyrir blöð. Þótt menn vildu til að mynda gjarnan hafa svolitið rif- legan skammt af innlendum fréttum þá eru þær ekki til. Það gerist óskaplega litiö á Islandi og við höfum sjáldan tima eða fólk til að grafa upp fréttir. Þá er gripið til okkar fréttaforðabiirs, sem eru afiabrögöin eða nýr bátur og eldgos eru okkar styrj- aldir.” ,,Utan blaðamennsku var ég eins og fábjáni.” Gisli segist ekki myndu kæra sig um að strákarnir sinir yrðu blaðamenn. Þetta sé of mikið puð og svekkelsi án sjáanlegs árangurs. ,,En svo er þetta svo rangsnúið allt saman i huga manns. Ég get sjálfur ekki hugsað mér aö vera annað en blaðamaður. Þetta gæti bara verið einhver pest sem ég geng með eða þá kækur ef tir allan þennan tima. Ég var búinn að ákveða að verða ekki lengur blaðamaður en i 20 ár. Var búinn segja honum hvað mig skort allt þrek og þor, þá sagði hann: Af hverju ferðu bara ekki i blaða- mennskuna aftur? Og þegar þeir hringdu i mig af Alþýöublaðinu og spurðu hvort ég vildi koma til þeirra aftur, þá fór mér strax að liða betur. Það er kannski kjána- leg kenning, en ég held jafnvel að ég hafi orðið veikur vegna þess aö ég hætti i blaðamennsku. Siðustu árin hefur mér liðiö býsna vel. Þetta er fjári skrýtið.” „Hins vegar er ég alveg klár á þvi að blaðamennskan er fyrst og fremst ungs manns djobb. Það er alveg einstakt ef blaðamður heldursinni snerpu og'energii eft- ir 30 ári starfi. Lif blaðamanna er stutt og reglan gamla: Annað hvort drepur þú blaðið eða blaöið drepur þig, er enn i gildi. Minum sprett i blaðamennsku er lokið. Hann var 20 ár.” Slagurinn um Alþýðu- blaðið Eftir að Gisli hætti á Morgun- blaðinu varð hann um 5 ára missteig sig hrapallega og við skýrðum frá þvi. Og ég var aö sjálfsögðu tekin fyrir þrátt fyrir öll loforð.” ,,Ég komst upp með þetta i 2—3 ár. Ég á það þvi að þakka að ég var með blaöstjórn sem bakkaði mig upp i einu og öllu. Formaður hennar var Aki Jakobsson sem var úthlutað þvi starfi þegar hann kom yfir i Alþýðuflokkinn. Svo þegar blaðið var orðiö bara mannalegt i framan og blaða- mennirnir skömmuðust sin ekki fyrir það, þá komu aðrir kjóar og sögðu: Nú skulum við. Það voru Guðmundur I og kompani. Þegar blaðstjórn Aka fór frá er það min skoðun að þetta hafi verið búið. Farið var að gripa inn i fréttirnar hjá okkur og þá fór úr okkur allur dans.” Plottin innan Alþýðu- flokksins. Með blaðstjórn Guðmundar I. er það min skoöun að allt hafi far- ið niður á við og þróuninni hefur ekki verið snúið við siðan. Þaö • V; T-* • f '• ,, í »< /. ’ • / I i lt* - * ♦» -f - „Það gaf auga leið aö maður gat ekki starfað á blaöi, þar sem maöur gat átt von á þvi aö einhver kall kæmi marsérandi inn í prentsmiöju og labbaöisiöan út meö fréttirnar.” að hlakka heil ósköp til aö hætta, slappa af og fara nú að skrifa eins og mig lysti. En ég varö bara al- veg eins og fábjáni þegar ég kom út úr þessu. Maður var kominn inn i þennan sérstaka lifsstil þessa fags, takt þess og hraða, búinn að öskra og æpa eins og maður gerir i blaðamennskunni. Og svo þegar maður ætlaði að fara að skrúfa niöur i klukkunni, setja manneskjulegri takt i lifiö og slappa af, þá bara kunni ég það ekki lengur og féll saman. Veikur’af blaða- mennskuleysi? Þegar Gisli J. Astþórsson hætti sem ritstjóri Alþýðublaðsins 1963 þá ætlaði hann sem fyrr segir aö slappa af og fara að skrifa og hafa kennslu i rólegheitum sér til trausts og halds. En hann var ekki búinn að kenna nema i viku þegar hann var að labba dag einn heim úr skólanum og varö sjúklingur á tveimur klukku- stundum. „Ég varð alveg óþekkjanlegur á tveimur klukkustundum, hrein- lega afmyndaðistsvoi bólgum og útbrotum að ég var oröinn eins og rass hvernig sem á mig var litið. Ég var drifinn beint á spitala og varð bókstaflega sjúklingur i mörg ár, reyndi aö skrifa og kenna en var ekki hálfur maður. Og þótt ég væri orðinn hálfgild- ings læknamella i sifelldum skoð- unum og tilraunum og nánast sýningargripur þarna á spitalan- um, þá gátu þeir aldrei komist að þvi hver ósköpin gengju aö mér.” „Þetta er afskaplega undar- legt. En eitt sinn þegar ég var sem oftar að ræða við lækni og skeið annar af ritstjórum Vikunn- ar. 35 ára að aldri verður hann siðan ritstjóri Alþýðublaðsins, og timi hans þar veröur vafalitið sérstakur kapituli i sögu islenskra blaða þvi undir hans stjórn ruddist blaðið úr 3—4000 eintökum upp i 14000 eintöik. Nú er Gisli aftur kominn til Morgun- blaðsins. „Ég held að þetta fimm ára timabil mitt á Alþýðublaöinu, einkanlega 2—3 fyrstu árin, sé mér minnisstæðasti þáttur mins blaðamennskuferils. Þá held ég að ég hafi verið hvaö skástur blaöamaöur. Þá var maðurungur og haröur og þetta var i senn samfelldur slagur og samfellt ævintýri. Þennan uppgang blaðs- ins má að einhverju leyti skýra með þvi að þá varalltgalopið, allt var nýtt og ég var svo heppinn að geta komið með nokkur slik ný- mæli sem pössuðu I kramið. Við lögöum mikið upp úr flennistór- um, liflegum fyrirsögnum og myndum, og efnisþáttum sem blöö hér höfðu skilið útundan. Og svo var ég ekki sist með hörku blaðamannalið meö mér”. Þegar pólitiskir kommissarar tóku völd- in. „Það var auðvitaö alltaf veriö að skamma okkur og við vorum alltaf að hneyksla einhverja. Ég hafði fengið algjört loforð frá forystu flokksins um að ekki yrði gripið fram fyrir hendurnar á mér við ritstjórnina. Mér var m.a.s. ekki skylt að birta krataræður. En ég var ekki búinn að vera meir en viku á blaðinu þegar einn framámaður flokksins var hafið að hringja til manns kl. 9 á morgnana og maöur húðskammaður fyrir að segja frá einhverju athæfi suöur á Kefla- vikurflugvelli o.s.frv. Þetta voru eintóm plott og togstreita innan flokksins. Það gekk svo langt að fariö var aö skrúfa fyrir peninga til okkar og einn daginn sátum viö uppi á ritstjórn með alla sima lokaöa. Þá fór ég með uppsagnar- bréf til formanns flokksins, sem var Emil Jónsson, og lagði það á skrifboröið hjá honum. Það dugði i það skiptið. En það gaf auga leið aðrmaður gat ekki starfað á blaði þar sem maður gat átt von á þvi að einhver kall kæmi marsérandi inn i prentsmiðju og labbaði siðan út með fréttirnar. En þetta fimm ára timabil er æöi minnisstætt sem heild. Þótt auðvitaö gysu upp einstakar fréttir sem áttu hug manns um tima renna þær allar saman i eitt núna”. Með litilmagnanum — móti æviráðningu Gislijátaraðhannsé ekki alltof hrifinn af pólitik og pólitikusum. Sjálfur segist hann ekki hafa ver- ið pólitiskur sem ungur maður. „Ég hélt ég hefði pólitlska skoðun. Hafði ekkert velt þessu fyrir mér, en gekk út frá þvi samkvæmt ættarhefðinni aö ég væri sjálfstæöismaöur. Eg var i raun aldrei pólitiskur, og i blaða- mennskunni kynntist maður mörgu sem gerist bak viö tjöldin i Dólitik og ég kynntist fjölda pólitikusa, og sumir þeirra urðu til þess að ég varð óskaplega frá- bitinn pólitik. En bara sumir þeirra, sjáðu. Ég komst að þeirri niðurstöðu að pólitik væri bara skopleikur, — éins konar knatt- spyrnuleikur þar sem liöin skipta um búninga annað slagiö.” „Hins vegar hef ég alltaf i hjarta minu verið það sem kallaö er til vinstri, — æ nei þaö er ekki rétta orðið. Ég hef i hjarta minu verið með litilmagnanum, skul- um við segja. En ég vil ekki láta hengja á mig merki. Það er ein af stóru meinsemdunum i islenskri pólitik hversu margir eru fúsir til aö láta hengja á sig merki. Það er þetta með æviráön- inguna.” Dyntirnir i tilverunni. Gisli segir það vera sér algjöra nauðsyn að vera við önnur störf með sjálfum ritstörfunum, og þar virkar blaðamennskan best. Hann segir skriftirnar vera eins og hvert annað hóbbi — sem hann þó geti ekki verið án. „Ég get bara ekki lifað án þess að skrifa. Hins vegar er ég af- skaplega feiminn við allar lista- mannsstellingar. Mér leiðist þetta sifellda skvaldur um list. Það er eins og enginn geti verið sáttur við aö vera einfaldlega viðurkenndur verkmaður eða góður skemmtikraftur á pappir. 011 þessi skáld okkar, sem mér skilst að séu minnst 200 talsins, þurfa aö verða nýir sjeikspirar.” „Mig hefur alltaf langað til að skopast ofurlitið að tilverunni. Einkum að sýna dyntina i henni, skilurðu. Til dæmis finnast mér orður og heiðursmerki vera óskaplega hlálegt grin og idiótiskt. Það kemur nánast aldrei fyrir að venjulegt fólk fái þetta. Svon hlutir verða gjarnan kveikjur að smásögum eða pistl- um, eins og t.d. þeirri sem ég skrifaði um náunga sem fékk orðu i misgripum. Hann var alnafni fina mannsins. Aörar sög- ur eru nánast sannsögulegar, eins ogsú sem segir frá þvi er ég lenti með einum ágætum islenskum ráðherra i finnsku baði og ráö- herrann strauk úr baðinu þegar hann komst að þvi að það átti að fara aö spúla hann berrassaðan. Við þennan atburð jók ég svo auðvitað nokkrum absúrd fyr- irburðum.” Að frelsa heiminn eða gefa selbita. „Þaö eru hin absúrdu einkenni okkar þjóöar sem leita á mann. Einsog allar þessar stellingar sem við setjum okkur i. Kaninn hefurt.d. þann sið þegar hann vill sýna hversu ógurlega þjóðrækinn hann er og þjóðsöngurinn er blás- inn fullum hálsi aðfyrirmenn setja hægri hönd á hjart^staö, eins og þeir væru að passa veskið sitt. A timabili fóru svo islenskir ráöamenn að apa þetta eftir, og stóðu við hátfölegar athafnir alv- arlegir á svip með höndina i svona ósýnilegum fatla. Svona hlutir finnast mér ægilega abs- úrd. Mörgum finnst þetta sjálf- sagt mjög flott. En það er þessi sýndarbransi sem oft leitar á mig. Sem sagt ekki að bjarga heiminum, heldur bara til aö gefa selbita.” „Nei, ég á enga samleið meö islenskum rithöfundum, — félagslega. Núna 1—2 siðustu árin þvældist ég aö visu svolitið út i félagsstörf i þeirra samtökum, viljandi og óviljandi. En einhvern tima s.l. vetur þurfti ég að fara á fund hjá samtökunum. Og þá stóð I pontunni einn ágætur maöur og flutti ræöu, þar sem hann lýsti þvi hversu ágætur rithöfundur hann væri sjálfur, en við hinir i salnum óttalegir gutlarar. Svona menn bara þoli ég ekki, svo ég segi hreint út, hvort sem þeir eru séní eða ekki. Ég bara fæ gæsahúð. Maður situr á svona fundum og skammast sin og hunskast svo heim.” Að fara i leikhúsið... Gisli J. Astþórsson viðurkennir að það sé svolitið erfitt að hafa fengið þann stimpil á sig að vera afskaplega gamansamur og fynd- inn maður og rithöfundur, — ekki sist þegar fólk heldur, að þþ skrif- að sé iglensi, þá sé engin alvara á bak við. „Jú, það er mjög slæmt ef fólk heldur að maður sé alltaf að búa til brandara. Ég sest mjög sjald- „Ég komst að þeirri niðurstööu að pölitik væri bara skopleikur, — eins konar knattspyrnuleikur þar sem liðin skipta um búninga ann- að slagið." ...og ráðherran strauk úr baöinu þegar hann komst að þvi að átti aö fara að spúla hann berrassað- an n..." „Svona menn bara þoli ég ekki, svo ég segi hreint út, hvort sem þeir eru séni eða ekki.” an niöur til þess eins að skrifa eitthvert létt grin bara út i bláinn, heldur miklu frekar til að skrifa sérstaka tegund af ádeilu. Ég er mjög ósáttur með skop, bæði hjá mér og öörum, sem er ekki spontant, sem er ekki hreinlega óviljaverk. Þegar maður setur sig i stelllingar er tónninn ekki réttur. Dálitið, örstutt stykki sem mér þykir einna vænst um af þvi sem ég hef skrifað eða skammast min a.m.k. ekki fyrir, heitir: Þegar ég fór i leikhúsið með kónginum. Mér var boðiö i rit- stjóragervi að fara i leikhúsiö með Friðriki kóngi sem hér var i heimsókn. Og allir áttu að vera voða finir i kjól og hvitt. En ég átti engan kjól og fékk lánaöan einn með alltof stuttum buxum sem þar fyrir utan voru i öörum liten restin af múnderingunni. Og þessi litla saga lýsir brambolti minu og kjólsins i leikhúsinu með kónginum. Þaö er svo nauðsyn- legt að geta gert grin að sjálfum sér. Fyrir nú utan það hvað svona samkoma er ekta islensk: Allir ógurlega finir og prúöbúnir. En svo verður einhver blindfullur og nánast ælir á gólfið fyrir framan stórmennin. Æ. þetta er svo dæmalaust islenzkt og skemmti- legt. — En þennan pistil skrifaði ég I grautfúlu skapi, kominn beint úr rifrildi utan úr bæ, og var fyrir vikið ekki i neinum stellingum. Og ég verð bara að viðurkenna það sjálfur að mér finnst þetta of- urlitið fyndin saga." En ek’ki eru húmoristar alltaf jafnkátir yfir tilverunni? „Nei, ég get játað að ég er óskaplegur sveiflumaður. En mér finnst alveg afskaplega gaman að lifa. Alveg afskaplega gaman.” —AÞ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.