Vísir - 24.10.1976, Blaðsíða 5

Vísir - 24.10.1976, Blaðsíða 5
Viðtal: Gylfi Kristjánsson Myndir: Jens Alexandersson Sunnudagur 24. október 1976 5 \ Golfleikarar eru i augum margra þeirra sem aldrei hafa fengist viö að leika golf, furöu- legur samansöfnuöur furöu- legra manna. „Ég get ekki skil- iö þá menn sem ganga um á golfvöllunum timunum saman og slá á undan sér litla hvita kúlu” sagöi einn þeirra viö undirritaöan nýlega. „Þetta hljóta aö vera snarbilaöir menn, og ekki hafa þeir mikiö aö gera”. En hvaö sem þessir menn segja, þá er „golfbakterian” svo sterk, aö hún heltekur þá sem leiöast út I þaö aö spila golf, og vist er aö máliö er ekki svo einfalt aö hægt sé aö segja eins og sumir gera, aö þetta sé ein- ungis fólgiö i þvi aö lemja á und- an sér litla hvita kúlu. Einn þeirra manna sem hvaö lengst hefur spilaö golf hér á landi er Þorvaldur Ásgeirsson. Hann hefur nú leikiö golf i 40 ár, og 1968 hóf hann aö kenna öör- um „galdra” þessarar iþróttar og gerir þaö enn. Ársgjaldið kostaði 50 krónur Ég byrjaði að spila golf árið 1936 hjá Golfklúbbi íslands á 6 holu velli klúbbsins i Laugardal þar sem Iþróttavöll- urinn og sundlaugin eru nú. Upphafiö að þessu var að hér á landi var þá bandariskur golf- kennari Walter Arneson að nafni, og faöir minn gaf mér tvo timahjá honum. Ég fór að sjálf- sögðu 1 þessa tima, og siðan hef ég verið á golfvöllunum meira og minna. Þegar ég byrjaði i þessu, kostaöi 100 krónur aö gerast félagi i Golfklúbbi Islands, og ársgjaldið var 50 krónur. Þetta hefur að sjálfsögðu breyst mikið eins og annað i okkar miklu verðbólgu. Ég get nefnttilgamans að um það leyti sem ég byrjaði i þessu kostuðu járnkylfur 27 krónur, og trékylf- ur 35 krónur. Þetta voru kylfur með svokölluðu appoloskafti, en umboö fyrir þær hafði Har- aldarbúö I Reykjavik”. — En hvað kosta kylfur i dag? „Það er ansi misjafnt, og menn haga þeim innkaupum að sjálfsögðu eftir þvi hversu mik- iðeri buddunni. Dýrustu kylfur sem hægt er að kaupa i dag kosta sennilega um 12 þúsund krónur, en það er hægt að fá kylfur sem eru nógu góðar fyrir byrjendur á 4 þúsund. Og þaö þarf ekki að kaupa svo mikið til að byrja með, það er hægt aö kaupa t.d. eina trékylfu, þrjár járnkylfur og pútter. Þetta ætti að nægja fyrir byrjanda, og kostnaðurinn yrði þá ekki nema um 25 þúsund krónur. Siðan er hægt aö kaupa inn i þetta eftir hendinni”. Að byrja rétt. „Þaö er mjög mikilvægt þeg- ar menn byrja að spila golf, aö þeir læri rétt i byrjun hvernig á aö bera sig að við þetta. Margir byrja á þvi að fara með kunn- ingjum sinum út á golfvöll, og telja sig geta lært á þann hátt hvernig á aö leika golf. En ég myndi ráöleggja þeim sem hafa áhuga á aö læra að spila golf að fara ekki þannig að. Þaö er allt i lagi aö fara einu sinni eða svo með kunningja sinum til að sjá hvernig þetta er, en menn skyldu ekki byggja á þvi. Þegar ég næ nemanda sem hefur aldrei spilað golf áður, byrja ég á aö kenna honum rétt grip, og siðan að standa rétt að boltanum. Þar næst kemur að þvi að læra sveifluna. Ég læt hafa hana stutta til að byrja með, en lengi hana siðan eftir þvl hvernig menn „gripa” þetta. Litla sveiflan er nefnilega ekkert annað en byrjunin á hinni. Þegar menn eru komnir aðeins upp á lagið með þetta kenni ég þeim að pútta, og siðan ættu menn að fara út á golfvell- ina og æfa þetta allt seman áfram. Ég tel, að margir Islenskir kylfingar æfi ekki rétt. Þeir leggja ekki nægilega mikla áherslu á að æfa sömu skotin aftur og aftur, finna veikleikana hja sér og einbeita sér að þvi aö Þorvaldur hefur aflaö sér upplýsinga um hvað myndi kosta að koma upp æfingavelli eins og þeim sem sést hér á myndinni. — Það hlýtur að vera draumur allra kylfinga aö geta æft á velli eins og þessum, en því miður sýndi athugun Þorvaldar aö enn sem komiö er eru of fáir kylfingar á Reykjavikursvæðinu til ab fyrirtæki eins og þetta myndi bera sig. Inniæfingar að byrja Þorvaldu'r 'Asgeirsson er nú að fara á stað meö sinar árlegu inniæfingar, og verða þær I Iþróttahúsinu i Garðabæ. Þar hefur Þorvaldur fengið góða að- stöðu, og verður hægt að æfa bæöi upphafsskot, innaskot og pútt. Einnig liggja þar frammi ýmis gögn varðandi bandarisku sveifluna, en Þorvaldur kennir bandariskt golf. Aðalmismunur á bandariska golfinu og þvi breska er að sögn hans sá að framsveiflan er öðruvisi, hægri höndin kemur seinna yfir þá vinstri, Þess má geta að lokum að þeir sem hafa notið tilsagnar Þorvalds siðan hann byrjaði að fást við kennslu eru um 600 talsins. gk—• Svona á aö bera sig aö viö aö slá golfboltann. Þorvaldur Ásgeirsson sýnir okkur hér hvernig á aö standa aö boltanum og hvernig gripið á aö vera á kylfunni. laga þá. Þetta á við um marga af okkar bestu kylfingum, þeir eyða mestum tima sinum i það að spila, en ættu að einbeita sér t.d. að innáskotum og pútti sem margir þeirra gætu^ lagfært mikið hjá sér. Þar vantar yfir höfuð meiri nákvæmni. Golfið vinsælt. Vinsældir golfsins hafa aukist mjög mikið hér á landi undanfarin ár. Nýir vellir eru komnir á mörgum stööum, t.d. i Borgarnesi, Siglufirði, Höfn i Hornarfirði, Ólafsvik, Selfossi, Hellu, Ondverðanesi, Eskifiröi, og i bígerð eru vellir á Vik I Mýrdal og Isafirði. Margir þessara klúbba eru fámennir enn sem komið er, en þetta hleð- ur utan á sig jafnt og þétt”. — Þorvaldur Ásgeirsson, golfkennari, hefur leikið golf í 40 ár og síðustu árin kennt hundruðum landsmanna að „kljást við" litlu hvítu kúluna HANN KENNIR LEYNDARDÓMA GOLFSINS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.