Vísir - 12.11.1976, Side 5
Gréta
Garbo
sjúkl-
ingur?
Greta Garbo og Barrymore I
einni af gömlu myndunum —
„Grand Hotel”.
Sloan Kattering
Memorial-sjúkrahúsið
i New York hefur
hvorki viljað staðfesta
eða taka fyrir blaða-
skrif um, að hin 71 árs
gamla kvikmyndaleik-
kona, Greta Garbo,
gangist þar undir
geislalækningar vegna
krabbameins.
Vestur-þýska blaðið „Bild
Zeitung” hefur haldið þessu
fram, en blaðafulltrúi sjúkra-
hússinshefurfærstundan þvi að
segja af eða á.
„Ég held, að þetta sé ekki
rétt, en ég hef engar upplýsing-
ar um það,” sagði blaðafulltrú-
inn.
Margt frægra manna i Banda-
rikjunum hefur sött krabba-
meinslækningar til þessa
sjúkrahúss. Þar á meðal Hubert
Humphrey þingmaður og
Happy, eiginkona Nelsons
Rockefellers, varaforsetá.
Greta Garbo hætti kvik-
myndaleik 1941 þá aðeins 36 ára
að aldri.
Fönixeldflaugin, sem bjargað var upp úr Norðursjónum. — Nú hefur þotan náðst
Björguðu herþotunni
af hofsbotni
Bandariska flotanum
hefur teki9t að bjarga
upp af botni Norðursjáv-
ar F-14 Tomcat-herþot-
unni, sem féll fyrir borð
flugmóðurskips á æfing-
um fyrir tveim mánuð-
um.
Björgunarskipið „Taurus” náði
flugvélinni um borð i gærkvöldi
og kemur með hana til Skotlands i
dag. Skipið var fengið að láni frá
v-þjóðverjum til þessarar
björgunartilraunar.
F-14 herþotan kostar 21 milljón
dollara i framleiðslu, enauk þess
var bandarikjamönnum mjög
annt um að flugskeytabúnaður
félarinnar, sem búin var Fönix-
eldflaugum, kæmist ekki i hendur
öðrum.
1 vélinni, sem féll i sjóinn, var
einungis eitt Fönix-skeyti, sem
hefur losnað frá vélinni, en þvi
var bjargað um mánaðamótin.
Þotan verður flutt til Banda-
rikjanna, þar sem sérfræðingar
munu reyna að finna, hvað olli
þvi, að þotan lét ekki að stjórn
flugmannsins og rann fyrir borð
af flugmóðurskipinu John F.
Kennedy.
vism
Föstudagur 12. nóvember 1976
á Kyrrahafí
Þrjátiu og þriggja
nanna áhöfn flutninga-
skips, sem var i nauðum
statt i hvassviðri á
Kyrrahafi i gær, fór i
björgunarbátana eftir
að hafa sent úr neyðar-
skeyti og tilkynnt að
skipið væri að sökkva.
Skipstjórinn tilkynnti, að hluti
af timburfarmi skipsins „Carne-
lian” frá Panama hefði skolast
fyrir borð og skipið orðið fyrir
slikum áföllum, að það væri að
sökkva.
Sterkustu vindkviðurnar á
þessum slóðum voru 40 til 50
hnútar og öldur allt að tiu metra
háar.
Könnunarflugvél frá Alaska
leitaði uppi skipið og fann nokkra
skipbrotsmenn i björgunarbátum
og hangandi á braki úrskipinu, en
gat enga aðstoð veitt aðra, en
varpa til þeirra gúmbátum.
Norska flutningaskipið Jalanta
tók stefnu til hinna nauðstöddu
manna, en var ekki væntanlegt á
staðinn fyrr en undir hádegi. —
Varðskip iagði upp frá hafnar-
bænum Kodiak i Alaska, en þaðan
er tveggja daga sigling á slys-
stað.
Það-siðast, sem frá hinu nauð-
stadda skipi heyrðist i gærkvöldi,
voru kveðjuorð loftskeytamanns-
ins, sem var að yfirgefa skipið og
sagði: „Það á ekki eftir nema
nokkrar minútur.”
hofsnauð
DÆMDIR FYRIR
POPPHUOMLIST
Áfrýjunarréttur i
Prag hefur nú staðfest
fangelsisdómana yfir
tékknesku popphljóm-
listarmönnunum fjórum
þrátt fyrir vaxandi kurr
vegna dómanna.
Þeir höfðu verið dæmdir i átta
til átján mánaða fengelsi fyrir
„skrilslæti”, en flestir lita svo á,
• að þeir séu fórnarlömb andúðar
yfirvalda á listamönnum sem
ekki fylgja hefðbundnum list-
formum.
Ættingjar fjórmenninganna
voru staðfestingu áfrýjunar-
réttarins að nokkru leyti fegnir,
þvi að menn kviðu þvi að refs-
ingarnar yrðu þyngdar.
Tiu virtir lögfræðingar, sem of-
sóttir hafa verið allt frá innrás-
inni 1968, hafa i opnu bréfi for-
dæmt dómana, og segja, að þeir
hafi ekki við nokkur lög að
styðjast. Sögðu þeir, að hvorugur
dómstóllinn hefði getað sannað,
að piltarnir fjórir hefðu brotið
klámlög' •. eða reynt að raska ál-
mannaró.
Þetta opna bréf er undirritað af
Zdenek Mlynar, fyrrum fram-
kvæmdastjóra kommúnista-
flokksins, Zdenek Kratochvil,
fyrrum aðstoðardómsmálaráð-
herra, og átta fyrrverandi dóm-
urum.
Við fyrri réttarhöld i Pilsen
voru þrir dæmdir i átta til 30
mánaða fengelsis fyrir aö skipu-
leggja „neðanjarðarhljóm-
leika”. Refsitiminn var styttur
um helming eftir áfrýjun. — Tiu
til viðbótarbiða dóma fyrir sömu
sakargiftir. Flestir þeirra hafa
setið i varðhaldi siðan i mars.
Hljómlistarmennirnir heyrðu
flestir til popphlómsveitunum
„Plastfólkið i heiminum” og DG
307”.
TÝND FEGURÐARDÍS
Ein fegurðardisanna, sem
keppa eiga i London um titil-
inn „Miss World”, er ófinnan-
leg, en hennar hefur verið
saknað i heila viku.
Maria Gimenez, 19 ára
gömul námsstúlka frá
Venesúela, hafði farið frá
Caracas til Spánar, þar sem
hún ætlaði að hverja heilli
helgi, áður en hún færi til Lon-
don til fegurðarsamkeppn-
innar.
Hún átti bókað hótelher-
bergi i London, en kom þangaö
ekki á tilskildum tima fyrir
viku.
Sökk við
kvikmynda-
gerðina
Kafarar náðu upp i gær
likum fimm afrikumanna,
sem drukknuðu, þegar ferja
sökk við töku kvikmyndar á
Kyle-vatni i Ródesiu. Mynd
þessi ber nafnið „Þrælarnir”
og fer Britt Ekland þar með
eitt aðalhlutverka.
Kvikmyndafélagið er i eigu
v-þjóðverja og ródesiumanna.
Sjópróf eiga eftir að fara
fram, en hvassviðri mun hafa
skollið á, meðan myndatökur
stóðu yfir i gær.
I
Hausthappdrœtti Sjólfstœðisflokksins
dregið á morgun
Afgreiðslan i Sjálfstœðishúsinu Bolholti 7 er opin i dag til kl. 23. sími 82900
Greiðsla sótt heim ef óskað er