Vísir - 12.11.1976, Page 24
VÍSIH
Föstudagur 12. nóvember 1976
........... ..." .1
Brauð hœkk -
aði enn
í morgun
Enn uröu nokkrar hækkanir
á neysluvörum, er verð á
brauöi hækkaöi i morgun.
Kranskbra>iö og heilhveiti-
brauð hækkuöu um 8,1% úr 74
krónum hvert brauð i 80 krón-
ur. Kúgbrauð hækkar aftur á
móti i verði um 5,4%. Slikt
brauð kostaöi i gær 110 krónur
en kostar nú 116 krónur stykk-
ið.
Astæður þessarar hækkunar
eru sagðar hækkanir á launum
og vcrði á hráefni til brauð-
geröar.
20 órekstrar
Tuttugu árekstrar urðu si -
asta sólarhring, eða frá klukk-
an 6 i gærmorgun til klukkan 6
i inorgun.
20 árekstrar þykja allmikið,
en sem betur fer urðu engin
alvarleg slys i neinum þeirra.
t fjórum af þessum árekstrum
var þó Bakkus með i för.
— EA
Dýr spila-
peningur
Lögreglan tók i gær tvo unga
menn um tvitugt eftir að þeir
höfðu svikið út fé. Mennirnir
komu inn i Isbúð i miðborginni
i Reykjavik. Voru þeir með
brasiliskan seðil, likiega
spilapening á sér, og spurðu
þeir afgreiðslustúlku sem fyrir’
varö, hvort hún vildi ekki
kaupa peninginn. Ekki vilja
allir láta gjaideyri framhjá
sér fara, svo stúikan sló til og
keypti peninginn á 8400
krónur.
Hún hljóp siðan i næsta
banka og hugðist skipta pen-
ingnum. Kom þá i ljós að pen-
ingurinn var ógjaldgengur.
Þessir sömu piltar höfðu
farið i áfengisverslun fyrr um
daginn fyrir nokkra unglinga.
Létu unglingarnir þá fá tæp-
lega 12000 krónur fyrir áfeng-
inu. Biðu þeir siðan i nálægu
húsi eftir vökvanum. En
ekkert bólaði á honum og
þaðan af siður mönnunum
tveimur. Höfðu þeir þá stungið
af með peningana.
En lögreglan haföi hendur i
hári þeirra fljótlega. —EA
Fleiri hóhyrn-
ingar veiddir
Tveir háhyrningar veiddust
i nótt. Eru þeir nú I geymslu i
Vestmannaeyjum. Ætlunin
var að fljúga með háhyrning-
ana til Kalifornlu I Bandaríkj-
unum þar sem átti að koma
þeim fyrir. Ekki fékkst leyfi til
að flytja dýrin þangað og
verður þvi sennilega flogiö
ineð þau tii Hoilands i nótt
með flugvél frá tscargó.
— EKG
Bahrainflugið
Aætlunarfiugi Loftleiða tii
Bahrain sem ákveðið var að
hæfist hinn 24. þessa mánaðar
hefur nú verið frestað fram yf-
ir áramót og mun hefjast 12.
janúar 1977.
Astæðan fyrir þessari breyt-
ingu er að undirbúningur
reyndist viðameiri en gert var
ráö fyrir og ennfremur aö um
jól og nýár raskast áætlun
nokkuö vegna aukaferða og
helgidaga.
LAGAPROFESSORARNIR
NEITA AÐ BRJÓTA LÖG
Kennt í lagadeild ó mónudag
,,Við kennum lög og viljum
þess vegna halda lög”, sagöi
Jónatan Þórmundsson prófess-
or i Lagadeild Háskóla tslands I
samtali við Visi i morgun. Þrátt
fyrir að Bandalag háskóla-
manna hafi mælst til þess að
menn innan þess mæti ekki til
vinnu á mánudag tii þess að
mótmæla kjörum sinum ætla
lagaprófcssorar að mæta.
Jónatan Þórmundsson sagði
að lagaprófessorar teldu að
þessi verkfallsboðun Banda-
lags háskólamanna væri ekki
lögleg og þvi vildu þeir ekki
taka þátt I verkfallinu.
Þætti þeim það ekki á neinn
hátt rökrétt að menn sem
kenndu lögfræði brytu þannig
lög.
Vinnustöðvun Bandalags há-
skólamanna kemur til með að
hafa viðtæk áhrif. Menn innan
bandalagsins starfa á mörgum
og mismunandi vinnustöðum.
Oft er starf þeirra þannig að
vinnustöðvunin kann að hafa
mikil og margvisleg áhrif.
—EKG
Jónas Sen æfði af kappi f morgun undir handleiðslu Karsten Andersen. (Ljósm. Loftur.)
14 ára einleikari
með Sinfóníunni
A f jölskyldutónleikum
Sinfóníuhljómsveitarinnar i Há-
skólabiói á morgun kemur fram
14 ára gamall einleikari, Jónas
Sen. t samtali við Visi i morgun
sagðist Jón vera dálítið
spenntur, en kvaðst álita að allfr
hefðu gott af þvi að koma fram
meö Sinfóniunni.
Jónas hefur numið pianóleik i
fimm ár og er nú á þriðja ári i
Tónlistarskólanum. A hljóm-
leikunum á morgun leikur hann
einleik i tveimur verkum eftir
Chopin, Andante spianato og
Grande Polonaise. Auk þess
flytur hljómsveitin kafla úr
Hnetubrjótnum og verk eftir
Strauss og Dukas.
Hljómleikarnir eru ætlaðir
börnum á skólaskyldualdri i
fylgd með foreldrum sinum og
hefjast þeir klukkan 14. Stjórn-
andi er Karsten Andersen en
kynnir Þorgerður Ingólfsdóttir.
— SG
Hagnaður af Listahátíð
Fulltrúaráð Listahátlðar
kemur saman til fundar 17.
nóvember n.k. Þar verða lagöir
fram reikningar Listahátiðar
'76. Visir hefur það eftir
áreiðanlegum heimildum aö
hagnaður af hátföinni hafi
numiö 6,5-7 milljónum króna, en
það mun vera í fyrsta skipti sem
Listahátið skilar hagnaöi.
Vísir tókst ekki að ná tali af
Knúti Hallssyni, formanni
framkvæmdanefndar Listahá-
tiðar. þar sem hann er nú
erlendis og Hrafn Gunnlaugsson
framkvæmdastjóri hátiðar-
innar vildi ekkert um málið
segja. Guðrún Jónsdóttir
arkitekt er i framkvæmda-
að ekki væri búið að kynna
nefndinni hver útkoman hefði
orðið, en hins vegar væri vitað
að hún hefði ekki verið óhagstæð
fjárhagslega.
Guðrún sagði að ástæða þess
væri m.a. sú að mikil vinna
hefði verið lögð fram án endur-
Skattarnir
lœkkuðu um
165 milljónir
Tekjuskattur einstaklinga
hér á landi lækkaði um 165
inilljónir króna vegna þeirra
breytinga, sem gerðar voru
eftir að álagning hafði verið
kærð.
Aftur á móti urðu þær breyt-
ingar á álögðum tekjuskatti
félaga vegna kæra, að hann
lækkaði 63 milljónir króna.
A siðasta ári bárust hlut-
fallslega flestar kærur vegna
álagðra gjalda i Vestfjarða-
umdæmi eða 55 kærur á
hverja 1000 ibúa. Næstflestar
kærur bárust i Reykjavik og
Reykjanesumdæmi um 40
kærur miðað viðhverja 1000
ibúa.
Þessar upplýsingar komu
fram á Alþingi i gær, er Stein-
grimur Hermannsson mælti
fyrir þingsályktunartillögu
um að rikisstjórnin láti fara
fram rannsókn á framkvæmd
skattalaga i hinum ýmsu
skattaumdæmum.
UMFERÐARNEFND VILL MEIRI HÁMARKSHRAÐA Cmferðarnefnd Reykja- vikurborgar samþykkti á fundi i gær að mæla með þvi að hámarkshraöi i þéttbýli yrði hækkaður i 50 kilómetra i stað 45 eins og hann er nú. Guttormur Þormar fram- kvæmdastjóri nefndarinnar sagði i samtali við Visi i morg- un að þar með væri ekki sagt að hámarkshraöinn yrði hækkaður. Breytingar á hon- um væru lagaspursmál og að- eins Alþingi gæti breytt lögun- um. —EKG
76
gjalds. Sem dæmi mætti nefna
nefndinni og tjáði hún blaðinu
að sýningarskrá og auglýsinga-
spjöld hefðu verið gerð ókeypis,
tónlistarmenn hefðu ekki þegið
laun fyrir störf sin, ljóðskáld
flutt ljóð sin án endurgjalds og
arkitektar ekki tekið neitt
fyrir uppsetningu sýninga.—SJ
Mikill áhugi virtist rlkja f fundarsalnum, er ferskvatnsráöstefnan
hófst I morgun. — Mynd: LA.
Þingað um mengun
ferskvatns í dag
Klukkan 9,30 i morgun hófst
að Hótel Sögu ráöstefna um
mengun ferskvatns. Þar flytja
10 sérfræðingar erindi um hin
ýmsu viðfangsefni, en Lands-
sambánd stangveiðifélaga hef-
ur haft forgöngu um aö boöa til
ráöstefnunnar og Hákon Jó-
hannsson, formaöur sambands-
ins, flutti ávarp við setinguna i
morgun.
Tilgangurinn með þessari
ráðstefnu er ekki sá að þykjast
alls staðar sjá mengun, heldur
að upplýsa menn um þessi mál,
skýra frá ástandinu eins og það
er i dag, benda á hvar helst er
hætta á ferðum og visa á leiðir
til úrbóta.
Aðilar að ráðstefnunni auk
Landssambands stangveiðifé-
laga eru Búnaðarfélag Islands,
Heilbrigðiseftirlit rikisins, heil-
brigðisráðuneytið, land-
búnaðarráðuneytið, Landssam-
band veiðifélaga, Landvernd,
Náttúruverndarráð, Veiðimála-
nefnd og Veiöimálastofnunin.
— SG.