Vísir - 15.11.1976, Qupperneq 8

Vísir - 15.11.1976, Qupperneq 8
8 Mánudagur 15. nóvember 1976 VISIR Nauðungaruppboð sem auglýst var f 2„ 4. og 7. tölubla&i Lögbirtingabla&sins 1976, á eigninni Móabarb 14, kjallari, HafnarfirOi, þing- lesin eign Gu&mundar Rúnars Guömundssonar fer fram eftir kröfu Bæjarsjóös HafnarfjarOar og Innheimtu rikis- sjó&s á eigninni sjálfri mi&vikudaginn 17. nóv. 1976, ki. 13.30. Bæjarfógetinn I HafnarfiOi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 35., 37. og 38. tölublaOi Lögbirtingablaðs- ins 1976, á eigninni Tjarnarstfg 11, Seltjarnarnesi, þing- lesin eign ólafs Ágústssonar fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar rfkisins á eigninni sjálfri miöviku- daginn 17. nóv. 1976, kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. FRAMLEIÐUM SÆTAÁKLÆÐI í ALLAR TEGUNDIR BIFREIÐA, ÚRVALSEFNI. PÓSTSENDUM UM LAND ALLT REYNIÐ VIÐSKIPTIN. Q HHHÍUU LÆKJARGÖTU 20. HAFNARFIRÐI - SÍMI SlSll Gestur Þorgrímsson, kennari og listamaður, dvelur nú i Danmörku. Gestur sagði við brottför: ,,Trabantinn fylgir mér hvert sem ég fer, því að hann er ávallt til taks og svíkur ekki" Gestur keypti sinn fyrsta Trabant 1964 og hefir siðan ekið á Trabant. TRABANT UMBOÐIÐ INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 8451D og 84511 —T— * r-v -HEL Haraldur Blöndal geysist fram á ritvöllinn sl. þriöjudag og sendir kennurum grunnskól- ans óvanda&ar kveöjur hins sjálfskipa&a og vandlætinga- fulla dómara i málefni sem hann virðist ekki bera hið minnsta skynbragö á. Furöulegt má þaö teljast aö menn sem skreyta sig meö nafni lögfræöinga skuli ekki gera minnstu tilraun til aö kynna sér forsendur ákveöinna hluta áöur en þeir fclla sinn dóm um þá. Þess í staö skulu málin afgreidd meö fúkyröum og upphrópun- um. Kennarar eru „lögbrjótar, fjandmenn lýöréttinda, haga sér eins og götulýöur, telja sig mikla menn af lögbroti sinu”. . Þetta eru aðeins synishorn af hinu kurteislega oröalagi lög- fræöingsins. Óþolandi misrétti. Hverjar voru hinar raunveru- legu forsendur þeirra aögerða sem kennarar ákváöu að gripa til hinn 8. nóv sl.? Fyrst og fremst þær að þeir búa við óþolandi misrétti a sama skólastigi miðað við sömu aðstæður. Kennsluskylda er misjöfn og lögskipuö próf metin misjafnlega eftir þvi hvenær þau eru tekin. Hér er réttlætiskennd heillar stéttar hrapallega misboðið og metnaður hennar særður svo um munar. Rikisvaldið fékkst ekki einu sinni til þess að gefa vilyrði fyrir þvi að þessu aug- ljósa misrétti — ef ekki lögbroti — skyldi aflétt i næstu samning- um. „Svo lengi má brýna deigt járn að það biti.” Kennarar mættu. Haraldur Blöndal segir: „I gær mættu kennarar ekki til vinnu I grunnskólum.” Þetta er rangt. Kennarar mættu til starfa og ræddu þau viðhorf sem skapast hafa i grunnskólum við setningu nýrra laga og það hróplega misréttisemá sérstað i málefnum þeirra. Þeir ræddu einnig og ekki sið- ur um aðstöðu nemenda og þá staðreynd að á þeim hafa verið og eru brotin lög með margs' konar hætti. I fjölmörgum til- fellum hafa nemendur um land alltalls ekkihlotið oghljóta ekki Guðmundur Magnússon skólastjóri skrifar enn lögskipaða kennslu i mörg- um námsgreinum. m.a. vegna þrengsla i skólum,- húsnæðis- leysis og kennaraskorts. Betur að satt væri. „Það hefur verið gæfa þjóðar- innar að menn hafi virt lögin og sjaldan tekið sér sinn eigin rétt.” Betur að satt væri. Hvert er fordæmi þeirra yfir- valda sem árum og áratugum saman þverbrjóta þau lög sem þau hafa sjálf sett? Sannleikurinn er sá að skóla- menn hafa sifellt veriö að „redda” hlutunum m.a. til þess að yfirvöld týndu ekki alveg andlitinu vegna þeirrar aug- ljósu staðreyndar að þau standa engan veginn i stykkinu með framkvæmd fræðslulaga, en meginástæðan er auðvitað sú að við höfum reynt að láta ófremdarástand i skólamálum þjóðarinnar bitna sem allra minnst á þeim sem sist skyldi, þ.e. nemendunum. Að fara að lögum og brjóta lög Svo má þessi dómharði lög- fræðingur vart vatni halda af hneykslun yfir þvi að kennarar koma saman i skólum sinum til að vekja almenning cg yfirvöld til umhugsunar um þetta ófremdarástand. Ég hef unnið meira og minna hin ýmsu störf launa- og vinnu- stétta þessa lands og að þeim öllum ólöstuðum þekki ég enga skylduræknari en kennarastétt- ina. Lögfræðingnum til upplýs- ingar vil ég benda honum á að ég hefði sem skólastjóri hæg- lega getað boðað til kennara- fundarþennan umrædda dag og gert hvorttveggja i senn að fara að lögum og brjóta lög! I 4. gr. reglugerðar um kenn- arafundi frá 27.4. sl. segir orð- rétt: „Skylt er að boða til al- mennra kennarafunda einu sinni I hverjum starfsmánuði skóla og oftar ef skólastjóri, kennararáð eða þriðjungur fast- ráðinna kennara æskja þess.” Skv. sömu grein eiga fundirnir að fara fram i daglegum starfs- tima skóla, en skeröi ekki kennslu samkvæmt stundaskrá. í skóla þeim sem ég starfa við hefstkennsklkl:8.10og lýkurkl. 17 og jafnvel enn siöar i sumum greinum. Er það glæpur að ræða þessi mál. Engin hlé. Þrisetiö i 6.-10 ára deildum og tvisetið i 11-14 ára deildum. Fimm hundruð nem- endur fram yfir það sem skölinn er byggður fyrir, sundurslitin vinnutafla nemenda og kenn- ara, álag á starfsfólk og hús- næði langt fram yfir lög og venj- ur. Var kannski einhver að tala um lögbrot? Er það glæpur að ræða þessi mál og vekja menn til umhugsunar um þau? Mart fleira gæti ég upplýst lögfræðinginn um sem varpaði ennskýrara ljósi á þessi mál og þá vil ég trúa þvi að hann yrði ofurlitiö orðgætnari áður en hann settist i dómarasætið að nýju. Guöm. Magnússon Lágkúra lög- frœðings • Haraldur Blöndal afgreiðir málin með fúkyrðum og upphrópunum • Hér er réttlœtisvitund heillar stéttar hrapallega misboðið og metnaður hennar sœrður • Sannleikurinn er sá að skólamenn hafa verið að „redda" hlutunum til þess að yfirvöld týndu ekki andlitinu

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.