Vísir - 15.11.1976, Side 17

Vísir - 15.11.1976, Side 17
vism Mánudagur 15. nóvember 1976 21 Bandalag háskólamanna: Vinnustöðvun til að fylgja eft- ir kröfunni um launahœkkun Verkfallsréttur opinberra starfsmanna var mjög til umræðu siðast Iiðið haust og þá lét Bandalag háskólamanna fara fram könnun meðal félags- manna um verkfailsréttinn. Svör bárust frá helmingi félags- manna og vildu 61% verkfalis- rétt, en 31,1 voru á móti. Rikið og BSRB hafa skrifað undir samning um takmark- aðan verkfallsrétt opinberra starfsmanna, en BHM taldi ekki rétt að gera hliðstætt samkomu- lag. Helstu ástæður voru þær, að of margar undanþágur voru frá verkfallsréttinum, of langur samningstimi án endurskoð- unarréttar og skerðing Lifeyris- sjóðs opinberra starfsmanna. Mun launamálaráð BHM beita sér fyrir þvi að viðræður verði teknar upp að nýju og stefnt að þvi að opinberir starfsmenn innan BHM fái fullan samnings- rétt. í tilefni þess að meirihluti fé- lagsmanna BHM hyggst leggja niður vinnu á mánudaginn hefur bandalagið sent frá sér stutta greinargerð um kröfur sínar. Fer hún hér á eftir. — SG Kjaramál BHM Hinn 9. september s.l. lagði launamálaráð BHM fram kröfur um 30% hækkun launa frá 1. júli 1976 til viöbótar þegar umsömdum hækkunum. Helstu rök launamálaráös BHM fyrir kröfugeröinni eru þessi: 1. Samanburður á launum rikis- starfsmanna annars vegar og á frjálsum markaði hins veg- ar sýnir að laun rikisstarfs- manna eru nú 30-60% lægri. 2. Kaupmáttur launa rikis- starfsmanna innan BHM hefur frá þvi i árslok 1973 rýrnað 20-25% meira en laun á almennum vinnumarkaði. Til að ná sama kaupmætti og var i árslok 1973 þyrftu laun að hækka um það bil um 45%. 3. Samkvæmt upplýsingum frá kjararannsóknanefnd hefur timakaup verka- og iðnaöar- manna í dagvinnu hækkað um 14,4-14,7% á fyrstu sex mánuðum ársins 1976$Ó EN mánuðum ársins 1976, en á sama tima hefur kaup ríkis- 6.4%. Orskurði Kjara- dóms frá þvi i sumar fela að vísu i sér nokkra endurröðun á einstökum starfsmönnum frá 1. júli 1976, og siðan fær mikill hluti rikisstarfsmanna einn launaflokk 1. janúar 1976 Þessar launaflokkahækkanir gætu numið 2-3% og ná þvi hvergi nærri að brúa það bil, sem verið hefur á launahækk- unum rikisstarfsmanna og launþega á almennum vinnu- markaði á fyrri hluta ársins. Fulltrúar rikisvaldsins hafa á samningafundum algerlega hafnað kröfum BHM um launa- hækkun. islenskar konur með málglöðustu konum í heimi Nú er það ljóst, sem lengi hef- ur verið álitið, að islenskar kon- ur eru með málglöðustu konum veraldarinnar. Þetta kom i ljós, þegar ræöa Erlu Guömundsdóttur, sem bar nafnið TKe Dark Age of Mechanical Power, var send á segulbandi á úrslitakeppni á ársþingi „Toastmistress” fyrir nokkru, en þar hlaut þessi ræða annað sæti i keppninni. Þetta kemur fram i frétt frá Málfreyjudeildinni Vörðunni i Keflavik, sem er sú eina sinnar tégundar á fslandi enn sem komið er. 1 fréttinni segir: ,J>ótt enginn fulltrúi frá deildinni færi á ársþingið, hafa þó fregnir borist frá þessum heimssögulega atburði, þegar islenskar konur gengu inn til samstarfs viö konur um allan heim i þjálfun hæfni sinnar og efingu eiginleika sinna. fslandi var veitt virðing i þremur tilfellum á þessu árs- þingi. Hið fyrsta var þegar is- lenski fáninn var borinn inn og tilkynnt var um þátttöku is- lenskra kvenna i alþjóðasam- tökunum. Hið annað sinn var er gerö voru kunn úrslit í ræðu- keppninni, að ísland hafði hlotið þar annað sæti og I þriðja sinn var Islandi klappað lof i lófa fyrir þá viðleitni aö vera önnum kafið við að þýða leiðbeininga- handbækur „Toastmistress” — samtakanna á islenska tungu. fsland ásamt Japan eru einu löndin sem standa að þýðingu bæklinganna á sitt móðurmál”. Að lokum er þess getið I frétt- inni að Málfreyjudeiidin Varðan i Keflavik muni innan skamms verða með kynningarfund á starfsemi sinni i Reykjavik. — RJ Hreinn Líndal á plötu frá Steinum Fyrir nokkru gaf hljóinplötu- útgúfun Steinar hf. út hljóm- plötu með Ilreini Lindal tenór- söngvara. A plötu þessari nýtur Iireinn dyggrar aðstoðar Ólafs Vignis Albertssonar á pianó. Platan er tviskipt, á fyrri hlið- inni er islensk klassisk ein- söngslög en á hinni eru létt itölsk einsöngslög. Meðal laga á fyrri hliðinni eru „Stormar”, „Ég lit i anda liðna tið” (bæði eft ir Sigvalda Kaldalóns) og „í dag skein sól” og „Vögguvísa” (bæði eftir Pál Isólfsson). Og meöal itölsku laganna má nefna „Mamma” eftir Bixio og „La Danza” eftir Rossini. Þann 24. október s.l. fékk Kjaradómur málið til meðferð- ar skv. lögum, Launamáiaráð ákvað að draga fulltrúa sinn út úr dómnum og sækja máliö ekki Flest félög i BHM hafa ákveð- ið að leggja niður vinnu 15. nóv. n.k. til að fylgja eftir kröfunni um launahækkun og ræða frek- ari aðgeröir. Launamálaráð hefur jafnframt ákveöið að efna til almenns fundar i súlnasal Hótel Sögu kl. 13.30 og er vonast eftir, að allir mæti. Launamála- ráð mun siðan á grundvelli þeirra upplýsinga sem fást 15. nóv. leitast við að samræma frekari aðgerðir. KENWOOD MAJOR MEÐ STALSKAL, GRÆNMETIS- OG ÁVAXTAKVÖRN OG HAKKAVÉL ............VERÐ KR. 58.220 KENWOOD CHEF .....VERÐ FRÁ KR: 40.550, KENWOOD CHEFETTE .... VERÐ FRÁ KR: 16.870, KENWOOD MINI .....VERÐ FRÁ KR: 12.260 KENWOOD GRÆNMETIS- OG ÁVAXTAKVÖRN .......VERÐ FRÁ KR: 6,275 Laugavegi 170—172— Sími 21240

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.