Vísir - 15.11.1976, Qupperneq 16

Vísir - 15.11.1976, Qupperneq 16
20 NÝ BARÁTTUAÐFERÐ KOMMÚNISTA: Mánudagur 15. nóvember 1976 VISIR Revna að sundra danska hernum innanfrá „Afvopnið rikjandi stéttir” Bæði samtökin hvetja vinstri menn til að sækjast eftir að gegna herskyldu sinni og verða Margrét, danadrottning, með soldátum sinum. Eru einhverjir þeirra „pólitiskir hermenn”? Danska varnarm álaráðu- neytið hefur nú tekið til rann- sóknar tilraunir vinstri manna til að „eyðileggja” danska her- inn innan frá. Það er nú liðið um hálft ár siðan fyrst komst á kreik orðrómur um þessa niður- rifsstarfscmi, en nú er hún kom- in upp á yfirborðið, með þvf að um hana hefur verið fjallað I málgagni viðkomandi. Það hefur komið i ljós að þetta er töluvert umfangsmikil og vel skipulögð starfsemi. Það eru Samtök herskylduandstæðinga sem hófu þessa niðurrifsstarf- semi. I september siðastliðnum breyttu þau nafninu i „Hernað- ar- og skylduandstæðingar” i þvi skyni að verða sér úti um fleiri félagsmenn. Þá eru einnig til „Hernaðarandstæðingasam- tök hermanna,” sem stefna að sama marki. Bæði þessi samtök hefa lýst þvi yfir opinberlega að takmark þeirra sé eyðilegging danska hersins innanfrá. Hermanna- samtökin starfa samt „neðan- jarðar” enn sem komið er. pólitiskir hermenn. Þeir eiga að stofna samtök innan hersins. tblaðinu „Politisk revy”, sem vinstri menn gefa út er fjallað um þetta undir fyrirsögninni „Vigbúist, það gera smáborgar- arnir”. Þar segir meðal annars að menn eigi að reyna að tengja hermennina við þá baráttu sem fari fram á vinnustöðunum og annars staðar i þjóðfélaginu. 1 blaðinu er sagt að hernum sé einkum ætlað að verja „innra öryggi”, sem þýði i rauninni að hann eigi að verja eignaréttinn, en það þykir ákaflega slæmt. Þvi þykir mikilvægt að afvopna „hinar rikjandi stéttir” til að hindra fyrirhugaða valdbeit- ingu þeirra og kúgun. Politisk revy segir að megin- vopnin eigi að vera verkföll, mótmælaaðgerðirog-óhlýðni við skipunum. Þau vopn biti þó að- eins að hermennirnir geri sér grein fyrir að það sé verkalýð- urinn sem hann eigi að stofna til bandalags við. Koma eigin mönnum i lykilstöður 1 hernaðaráætlun kommúnist- anna er að sögn Berlingske Tid- ende gert ráð fyrir að reynt sé að skapa óánægju og óróa meðal þeirra sem séu að gegna her- skyldu. Útsendararnir eiga að koma sér i þá aðstöðu að þeir séu talsmenn hermannanna. Með þvi nái þeir leiðtogastöðu meðal hinna óbreyttu, og fái betri innsýn i kerfið og hvernig það starfar. Ástæðan fyrir þvi að Samtök herskylduandstæð- inga breyttu um nafn, var sú að með þvi að hvetja menn til að gegna ekki herskyldu, gerðist einmitt það sem kommúnistar kærðu sig ekki um. 1 stað þess að herinn legðist niður, varð hann að her atvinnumanna. Það var þvi talið nauðsynlegt að breyta um stefnu. í stað þess að reyna að hindra að herinn fái mannskap, reyna kommúnistar að koma sinum eigin mönnum i lykilstöður þar, til að geta rifið hann niður innan frá. Þeir vilja fá hermennina til að beina vopnum sinum gegn þeim sem kommúnistar kalla „þjóðfé- lagskiigara þ.e. rikisstjórn landsins. Byltingarmenn læra vopnaburð Ungum mönnum eru gefin ráö um hvernig þeir skuli haga nið- urrifsstarfseminni. Þeim er ráðlagt að bjóða sig fram til herþjónustu, en ekki biða eftir þvi að þeir verði kallaðir. Með þvi móti geti þeir haft meiri á- hrif á hvar þeir lenda. Þeir eiga svo að reyna að komast á stærstu herstöðvarnar og verða talsmenn hinna ó- breyttu hermanna þar. Þeim er þó eindregið ráðlagt að fara dult með skoðanir sinar fyrst i stað. Þeir eiga að vera undirróðurs- menn og ala á óánægju. Kommúnistar hafa snarsnúist i þeirri skoðun sinni að menn eigi ekki að gegna herþjónustu. Nú er það einmitt talið mikil- vægt að ungir byltingamenn séu i hernum einhvern tima. Með þvi læri þeir á herinn innanfrá og fái þjálfun i meðferð vopna. Ef mönnum tekst ekki að komast i fastaherinn, er þeim ráðlagt að reyna að komast i heimavarnarliðið og halda þar uppi samskonar starfsemi. Það er ekki vitað enn hversu áhrifarik þessi niðurrifsstarf- semi er orðin. En undanfarna mánuði hefur verið nokkur óri i nokkrum herstöðvum i Dan- mörku. Meðalannars hafa verið bornar fram kvartanir út af mataræðinu. Varnarmálaráðu- neytið kannar nú hvort þessi ö- rói kunni að vera verk hinna „pólitisku hermanna” vinstri aflanna. _ BELTEK Stereo segulband, 8 rása í bíla Allir tala um verðhœkkanir en við bjóðum stórkostlega verðlœkkun Venjulegt verð 26.200.-, okkarverð 12.800.-. Mjög gott verð. Takmarkað upplag INGVAR HELGASON Vonarlondi v/Sogav«g — Simar 84SI0 og 8451 1 'i' ^Jímnn6ergs6rœiu Skóverslun, Laugavegi 24 ét.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.