Vísir - 22.11.1976, Blaðsíða 12

Vísir - 22.11.1976, Blaðsíða 12
12 r vísm Hvað er raunverulegur sparakstur? KGM HESToFU C ómar Ragnarsso skrifar um bila D A sI6ustu bílaslöu var boöaö, aö nánar yröi skrifaö um sparakstur siöar I þessum dálkum. Er þá átt viö þaö atriöi, aö þaö aksturslag, sem gefur mesta sparneytni á bensin, getur hreinlega eyöilagt bilvélina á skömmum tima, ef þvi er beitt aö staöaldri, og bíleigand- inn veröur aö lokum aö borga meira fé fyrir viöhald og viögerö- ir á vélinni en sem svarar þeim upphæöum sem spöruöust viö minni bensineyöslu. 1 sparakst- urskeppni er reynt aö aka bilnum I sem hæstum gir, miöaö viö hraöann á hverjum tima og þvi er ekki aö neita, aö margir standa I þeirritrii, aö góö meöferö á bilvél se einmitt fólgin i þvi aö hlifa henni sem mest viö aö snúast hratt. Þetta er alrangt, og er meðal annars vikiö aö þessu atriöi i greinargerö með tillogu á alþingi um hækkun á hámarkshraöa. Ak- iö á þeim hraöa sem vélin „tog- ar” best. Það er aö visu afar misjafnt, hve vel bilvélar þola „pinslu”, og eru til aö mynda sumar amerisk- ar bllvélar svo kraftmiklar og hæggengar, aö þær þola vel aö vera látnar ganga á hægum snún- ingshraða. I langstærstum hluta bila, sem nú eru fluttir inn er þó um að ræöa hraögengar vélar meö háu þjöppuhlutfalli, sem ná ekki há- marks„togi” (tillaga aö nýyröi I staö „snúningsjafnvægis” fyrir enska oröiö „torque”) fyrr en á meira en 3000 snúningum miöaö viö minútu. Aöur en lengra er haldið er rétt aö bregöa upp dæmi um afl og tog bilvélar, af algeng- ustu stærö, um 1100 rúmsentri- metrar aö sprengirými. Punktalinan sýnir „tog” vélar- innar eba átak á mismunandi snúningshraöa. Þar sést aö togiö eykst jafnt og þétt upp aö ca. 3400 snúningum á minútu, þar sem vélin „togar” mest, en siöan minnkar togið, fyrst hægt, en siö- ar hraðar, uns komið er yfir 6000 snúninga. A heilu linunni sést, aö á 6000 snúningum nær vélin hámarks- afli, en þaö er margfeldi togs og snúningshraða.. Yfir þeim snún- ingshraða minnkar togiö hlut- fallslega meira en snúningunum fjölgar. Til frekari skýringar getum viö skipt línuritinu i þrjá kafla: 1) 0-3400 snúningar: tog og snún- ingshraöiaukasthvorttveggja, og margfeldiö, orkan, hestaflafjöld- inn eykst þvi ört. 2) 3400-6000 snúningar: togið minnkar, en snúningshraöinn eykst meira en svarar minnkun togsins, marg- feldið, hestaflafjöldinn, eykst, en hægar en áöur. 3) yfir 6000 snún- ingar: togiö minnkar örar en snúningshraöinn eykst; hestöflum fækkar. Hámarkshraöinn hér hentar viöa illa bilvélum. Flestar bilvélar nútimans eru geröar fyrir sterkara bensin en hér fæst. Þær þola illa pinslu, og til þess aö fá út úr þeim sem mesta endingu, er best aö aka bilnum á þeim hraöa, þegar þær toga eöa vinna sem best, eöa i kringum 3000 snúninga á minútu. Vél flestra smærri bfla snýst um 3000 snúninga á 70-80 kiló- metra hraöa I fjóröa gir. Þetta er þvi heppilegasti hrað- inn fyrir vélina i efsta gir, og niö- ur fyrir þennan hraöa skal helst ekki fara á jafnsléttu eöa upp I móti nema aö skipta I þriöja gir, en i þriöja gir þarf aö fara niöur I 50 kilómetra hraöa, ef halda á 3000 snúningum. 60 kflómetra há- markshraöinn, sem gildir á bestu brautunum i þéttbýlinu hér, er þvi afleitur I þessu tilliti fyrir meirihluta þeirra bila, sem nú eru I notkun. Vilji menn aka bilnum skyn- samlega, þurfa þeir slfellt aö þeyta vélina i 3ja gir, eöa aö rokka milli gira og milli 50 og 70 kilómetra hraöa, og siöarnefndi hraðinn er óiöglegur samkvæmt núgildandi lögum. Aö sjálfsögöu er ekki jafn mik- ilvægt aö aka á nákvæmlega rétt- um snúningshraöa vélar, þegar hallar undaan fæti og ekki þarf aö gefa bensin. A lægri girum er heldur ekki jafmáríöandi aö halda snúnings- hraöanum jafn-hátt uppi, nema ekið sé upp brekku. Sé tekið tillit til þessa, er hægt aö gefa eftirfarandi meginreglur sem gilda um flesta þá bila sem hingað eru fluttir inn og hafa minni vélar en 1500 rúmsenti- metra aö sprengirými. 4. gir: ekki undir 70 kilómetra hraöa. 3. gir: ekki undir 45 kilómetra hraöa 2. gir: ekki undir 25 kilómetra hraöa upp brekka. Þetta þýöir aö best er aö aka bilnum upp I 25 kilómetra hraöa I Bíllinn, sem stal senunni í L Bflstjórasæti cöa stjórnklefi? Allt takkar og tölvustýring. Nýja Cortinan, Rover 3500, Peugeot 104 meö afturdyrum, þetta voru bílarnir, sem búist var viö aö vektu mesta athygli á bilasýningunni I London nýlega. En einn bfll skaut þeim aftur fyrir sig aö þessu leyti, þótt hætt sé viö aö þeir veröi ekki margir sem geti keypt hann, veröiö er 24.570 pund, ekki minna en tfu milljónir króna með tollum og gjöldum hér heima. Bfllinn sem hér um ræöir, er af gerðinni Aston Martin, og nefnist Lagonda. Þaö var ekki aðeins, aö Hnur þessarar frá- bæru „sport-limosinu” þættu einstaklega fallegar, heldur vöktu stjórntækin ekki minni at- hygli. Þar er öllu stjórnaö meö tökkum.jafnt sjálfskiptingu sem hvers kyns græjum, og tölvu- tæknin nýtt til hins Itrasta. Aston Martin Lagonda: bill, sem kostar meira en Ibúö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.