Vísir - 22.11.1976, Síða 13

Vísir - 22.11.1976, Síða 13
13 1. gír áður en skipt er i annan, sé ekiðupp brekku, og siðan er ekið i 45kilómetra hraða i öðrum, áður en skipt er upp i þriðja gir og ekið upp i 70 kilómetra hraða i þriðja gir, áður en skipt er i fjórða. Hér sést enn, hve 35 kilómetra hámarkshraðinn, sem viða gildir hentar illa mörgum bilvélum: annaðhvortþarf að þeyta vélina I 2. gir eða pina hana i þriðja. Fleiri atriði til að „spara” vélina Þeytið ekki vélina kalda eftir gangsetningu i þeim tilgangi að „hita hana upp", heldur akið sem fyrst af stað, en forðist að þeyta vélina eða pina hana,heldur akið með tilfinningu og lofið vélinni að volgna án iáta og átaka. Skiptið um kerti á platinur sem oftast i sumum bilategundum jafnvel á 3-5 þúsund kilómetra fresti. Gangi billinn mikið kaldur, t.d. ef honum er mest ekið stuttar vegalengdir innan bæjar, látið þá skipta um olfu oftar en verk- smiðjan mælir með. Látið stilla bilinn, skipta um si- ur o. s.frv., samkvæmt þvi sem verksmiðjan ráðleggur. Það eru ekki aðeins oliukyndi- tæki sem spara eldsneyti við að vera vel stilltir billinn þinn getur eytt allt að 10-15% meira bensini ef vélin er ekki rétt stillt og kerti, platínur o. fl. i lagi. 500 milljónir i súginn Erlendar athuganir sýna að að meðaltali eyða bilar 3-5% meira bensini en þyrfti, vegna trassa- skapar i viðhaldi. Þetta þýöir, aö um 500 milljónir króna fari i súg- inn hjá isfenskum bilaeigendum árlega af þessum sökum, eða 10 þúsund krónur hjá bfl, sem eyðir 11 litrum á 100 kilómetra og er ekið 20 þúsund kilómetra á ári. Hér er ekki með talið það tjón sem verður vegna skamm- lifis bilvéla, en sem dæmi sem ég þekki má nefna bil, sem var af gerð,erhafði fremur illt orð á sér fyrir það, að ventlar og stimplar entust ekki nema i mesta lagi 40 þúsund kilometra, stundum ekki nema 25-30 þúsund kilometra. Einum bil af þessari tegund var ekið eftir þeim kúnstarinnar regl- um, sem settar hafa verið fram i þessu spjalli, og þegar hann var seldur eftir 75 þúsund kilómetra akstur, var vélin enn i fullu fjöri og ekki hafði verið „lyft loki af heddi”, eins og það er orðað. Fyrir tuttugu árum... Árið 1956 var ekki um auðug- an garð að gresja fyrir þá, sem höfðu smekk fyrir kraftmiklum,, en jafnframt litlum, sparneytn- um en þó sæmilega rúmgóðum bilum, sem rúmuðu fjóra i sæti. Það voru ekki nema annað hvort stórir bilar eða þá nið- þröngir sportbilar, sem boðið gátu upp á kraft og skemmti- lega aksturseiginleika. Mönnum hafði ekki hug- kvæmst sá möguleiki að hægt væri að búa til bila eins og siöar komu fram hjá BMW og fleiri verksmiðjum, sem gáfu engum eftir hvað snerti aksturseigin- leika og kraft, en voru þó litlir, sparneytnir og tiltölulega rúm- góðir, en þó ódýrir. Árið 1956 var óskabill þeirra, sem þráðu slikan bil_Fiat 1100 TV, þótt ekki standist hann samjöfnuð við nútima bila i þessum stærðarflokki. Fiatinn var á stærð við Volks- wagen Golf, svóna mitt á milli Fiat 127 og 128 nú, 3,78 metra langur og aðeins 1,46 metri á breidd. Vélin var 1,1 litri, aflið 50 hestöfl við 5400 snúninga á min- útu og voru bæði hestaflatalan og-snúningafjöldinn langt yfir þvi, sem tiðkaðist i vélum af þessari stærð fyrir tuttugu ár- um. Billinn var 828 kfló að þyngd og hámarkshraðinn 135 kilómetrar á klukkustund, við- bragð úr kyrrstöðu upp i 80 kiló- metra hraða um 14 sekúndur, sem samvarar um 22 sekúndum upp i 100 kflómetra hraða. Þetta þætti svona slakur miðlungsbill núna, hvað snertir kraft og hraða, en árið 1956 var þetta allt I sérflokki, miðað við verð og stærð bilsins. Þá var hámarkshraöi bfla af þessari stærð þetta 105-115 kiló- metrar á klst. og viöbragðið upp I 100 kilómetra hraða 35 sek- úndur og þaðan af meira. Fiat 1100 TV gat meira að segja haldið I við sex gata ame- riska kagga með vélar, sem voru meira en þrefalt stærri að rúmtaki. Fiat 1100 TV var raunar kveikjan að laginu „Kappakst- ur”, þar sem Fiat-lúsin loddi endalaust við Kadilakkinn, hvernig sem þeim siðarnefnda var gefiö inn. Hingað til lands voru aðeins flutti inn örfáir bilar af þessari gerð, gott ef þeir voru fleiri en þrir til fjórir. Miklu fleiri bilar voru fluttir inn af ,,standard”-gerðinni af Fiat 1100 sem framleidd var alveg fram að þvi að Fiat 128 tók við árið 1970. Má segja, að Fiat 1100 TV, sem siöar fékk stærri 1220 rúmsentimetra vél og nefnist þá Fiat 1200, hafi verið fyrirrenn- ari Fiat 128 rally. Bílasala Guðfinns auglýsir nýja þjónustu fyrir hina f jölmörgu viðskipta- ' vini okkar úii á landi. Hringið til okkar eða skrifiðog fáið senda nýja söluskrá yður að kostnaðarlausu. Bílasala Guðfinns Hallarmúla 2, Sími 81588. FORD CORTINA ÁRG.1962-1966 FORD CORTINA ARG. 1966-1970 FORD CORTINA ÁRG.1970-1976 1,126,559 STK. FORD CORTINA 27.NOVEMBER 1976 ?,???,??? STK. Hún er ekki horfin af sjónarsviðinu Cortínan sem kom á markað árið 1970 fremur en sú sem byrjað var að framleiða 1962. Af þeim þremur gerðum sem framleiddar hafa verið til þessa hafa meira en mill- jón bílar selst af hverri. Enda býr Cortínan yfir þeim eiginleikum sem bílaeigendur hafa metið mest á seinni árum. Og margar tæknilegar nýjungar verið á ferðinni eins og jafnan hjá Ford-verksmiðjunum. En nú er komin ný Cortína, árgerð 1977 nýtt útlit og — Ja — eftir u.þ.b. viku fáum við meira að sjá og heyra — og tala um. Við sjáum ykkur þá. FORD UMBOÐIÐ Sveinn Egilsson hf SKEIFUNN117 SÍMI85100 PyTstui’ Ineð fréttimar vism

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.