Vísir - 12.02.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 12.02.1977, Blaðsíða 3
3 vism Laugardagur 12. febrúar 1977 „Slítum ekki meiri- hlutanum á meðan málið er óafgreitt" — sagði Kristmann Jónsson, bœjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Eskifirði, í viðtali við Vísi Enn er óvfst, hvort keypt verftur hús fyrir dvalarheimili aldraðra. eskfirðinga. „Ég veit ekki hvaða af- leiðingar þetta hefur" — sagði Guðmundur Á. Auðbjörnsson, bœjar- fulltrúi Sjálfstœðisflokksins, í viðtali við Visi fast viö úöur mótaOa stefnu i þessu máli, og þvl lýst, a6 það sé bæjarsjóði ofviöa eins og sakir standa að ráðast i húsakaup i þessu skyni. Sagði i bréfinu, að ef ekki næðist samkomulag um þetta efni væri grundvöllur meirihlutasamstarfsins brost- inn”, sagði Jóhann. „Rúmri viku siðar, eða á fimmtudagskvöldið, var svo haldinn bæjarstjórnarfundur, og þar fluttu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tillögu um, að gert yrði 8 milljón króna tilboð i þetta hús, og að tvær milljónir, sem áður var ætlunin aö færi til undirbúningsvinnu viö dvalarheimili, færu i þessi húsakaup. Þeta var samþykkt með fjórum atkvæöum gegn þremur. Þegar fjárhagsáætlunin hafði svo verið endanlega samþykkt, án þess að gerðar væru breyt- ingar til hækkunar eða lækk- unar á niðurstöðutölum, stóö ég upp og lýsti þvi yfir, að ég notaði rétt minn til aö fella um sinn úr gildi ályktunina um húsa- kaupin”. Hvað verður um meirihlutann? Aðspurður um, hvaða áhrif þetta hefði á meirihlutann og stöðu bæjarstjórnar, sagði Jóhann, að ekki lægi fyrir, hvaö yrði um meirihlutasamstarfið, utan það, sem fram kæmi I bréfi alþýöuflokksmanna og fram- sóknarmanna til sjálfstæðis- manna. Það kæmi væntanlega i ljós á næsta bæjarstjórnarfundi, hvort nýr meirihluti yrði mynd- aður. „Varöandi bæjarstjórann er þrennt til: Að honum verði sagt upp af öðrum meirihluta, að hann segi upp sjálfur, ef hann telur, að þarna sé verið aö fara I ógöngur og vill ekki una þvi, eða að hann sitji áfram með ein- hverjum hætti.Um það er ekki gott að segja nú, en við öllu sliku má búast”, sagði hann. —ESJ ,M „Þar sem bæjarstjóri mun óska eftir úrskurði félagsmála- ráðherra, er endanleg af- greiðsla þessa máls óljós. A meðan svo er tel ég ekki rétt að viö gerum neitt i þá átt að slita þessu meirihlutasamstarfi”, sagði Kristmann Jónsson, ann- ar fulltrúi Framsóknarflokksins i bæjarstjórn Eskifjarðar, i við- tali viö Visi. Framsóknarmenn, sjálfstæð- ismenn og alþýðuflokksmenn hafa haft meirihlutasamstarf i bæjarstjórninni á Eskifirði, en alþýðubandalagsmenn verið i minnihluta. „Við tókum það skýrt fram I bréfi til sjálfstæðismanna”, sagði Kristmann, „að viö teld- um ekki ástæðu til að halda meirihlutasamstarfinu áfram, ef þessi tillaga þeirra yrði sam- þykkt”. Kristmann sagöi, aö bæjar- fulltrúar sjálfstæðismanna heföu myndað meirihluta með alþýðubandalagsmönnum um þetta tiltekna mál, en hann vissi ekkert um, hvort úr þvi yrði eitthvað meira. „Viö erum þeirrar skoðunar”, sagði Kristmann, „að það sé óráðlegt fyrir bæjarfélagið að leggja út i svona fjárfestingu, þegar við stöndum I öðrum stór- framkvæmdum. Við erum t.d. að byggja hér skóla, sem mun kosta bæjarsjóð töluvert á ann- að hundrað milljónir. Ef við ætl- um að koma honum upp á næstu árum, þá getum við ekki sett mikiö fé i annað á meðan”. „Ég veit ekki hvaða afleiðingar þetta kann að hafa, og vil engu spá fram i timann um það”, sagði Guömundur A. Auöbjörnsson annar fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins i bæjarstjórn Eskifjarðar I viötali við VIsi. „Viö bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins bárum þessa til- lögu upp, og hún var samþykkt með atkvæðum okkar og bæjar- fulltrúa Alþýðubandalagsins. Af okkar hálfu er þessi tillaga hugsuö sem bráöabirgðalausn á miklum vanda sem eldra fólkiö býr við. Það er ekki hægt að láta þetta eldra fólk biða endalaust”, sagði Guðmundur. Aðspurður hvort þetta þýddi að -meirihlutinn hefði klofnað sagði Guömundur: „Ég veit ekki hvað skal segja um það. Það er þarna ágreining- ur. Það kemur svo i ljós siöar, hvort hann veldur þvi að um al- gjöran klofning verði aö ræða.” —ESJ. — ESJ Hafist varhanda um byggingu nýs skólahúsnæðis á Eskifirði haust- “'1975- Það kostar bæjarfélagiö töluvert á annaö hundraö milljónir aö hyggja skólann. Bokarar mótmœla lœkkun á verði brauðs: Aðeins gert til að lœkka vísi- tðluna? Bakarar hafa mótmælt harö- lega þeirri ákvörðun verðlags- yfirvalda að lækka útsöluverð á brauöi rétt fyrir siðustu mánaða- mót, og telja þá lækkun einungis gerða til að lækka framfærslu- visitöluna réttáður en reikna átti dt verðlagsbætur á iaun. í samþykkt frá stjóm Lands- sambands bakarameistara er þvi lýst yfir að þetta sé engin tilvilj- un, en hins vegar telji bakarar sig „vanbúna til að t'aka á sig þær byrðar, sem skyndilagfæring á visitölu framfærslukostnaðar hefur i för með sér.” 1 yfirlýsingunni segir, að allar tilraunir til að koma á „raunhæfu og réttlátu verðmyndunarkerfi á brauðvörum hafa strandað á áhugaleysi og skilningsleysi verðlagsyfirvalda”. Bakarastétt- inni i heild sé refsað fyrir hag- kvæmari innkaup á hráefni, en heildversluninni heitið „umbun” fyrir hagstæð innkaup. Þá segir, að afkoma fyrirtækja i þessari iöngrein sé afleit, og hafi ýmsir rekstrarliðir hækkaö um 93-119% frá nóv. 1974 tilnóv. 1976 A sama tima hafi verðið á algeng- ustu brauðvörum verið haldið niðri og nú siðast lækkað. —ESJ. Mun minni vinna í uppmœlingu en áður Siðustu tvö árin hefur uppmæl- ingavinna hjá trésmiöum á Akureyri dregist verulega sam- an. Það kom fram á aöalfundi Trésmiöafélags Akureyrar, sem haldinn var 3. febrúar s.l., aö þetta væri fyrst og fremst vegna þess, að nýjar gerðir steypumóta hafa komið til. Ekki hefur enn verið gert samkomu- lag milli félagsins og Meistara- félags byggingarmanna á norðurlandi um nýjan taxta fyrir þessar mótageröir, en stjórnir félaganna hafa gert samkomulag um að stefna aö gerð sllks taxta. Helgi Guömundsson, húsa- smiöur, var endurkjörinn for- maður félagsins á aðalfundin- um. Rússneskum diplómötum tvisvar vísað fró þot- um á leið til íslands — Neituðu að sýna hvað þeir höfðu meðferðis í farangri sínum fá islenska starfsmenn til aö ganga i ábyrgð fyrir sig en dönsk yfirvöld neituöu aö taka þaö til greina. Flugfélagið hefur enda ekk- ert aö gera með öryggisvörslu á Kastrup-flugvelli og gæti ekki hafn nein áhrif á dönsk yfir- völd, þótt þaö reyndi. Svipáö geröist svo um mánuði siðar. Þá var sendi- herra Israels á leiðinni til Is- lands og danska stjórnin fyrir- skipaði sérstakar öryggisráð- stafanir. Við þetta tækifæri var mjög nákvæm leit gerð i farangri far- þeganna og þeim var gert aö ganga I gegnum vopnaleitarhliö eins og venjulega. Þetta gekk allt velog fljótlega fyrir sig, þar til kom að rússnesku diplómöt- unum. Þeir harðneituðu að láta leita Ifarangri sinum. Dönsku örygg- isverðirnir voru harðir i horn að taka og sögðu að ef þeir gætu ekki sannaö að þeir hefðu „hreint mél i feröatöskunum”, færu þeir hvergi. Niöurstaðan varð sú að rúss- arnir uröu eftir meö sinn far- angur, hvað sem nú i honum var. ~~áT, Rússneskum diplómötum hef- ur tvisvar verið meinað að fara með flugvélum frá Kaup- mannahöfn til tslands, vegna þess að þeir hafa neitaö að und- irgangast venjulegt öryggiseft- irlit. 1 fyrra skiptið var það í mai 1975. Þá varö mikiö stapp og læti þvi diplómatarnir tveir voru komnir um borð I þotu Flugfélags Islands, þegar dönsk yfirvöld tóku ákvöröun um að beita hörku. Danskir öryggisveröir fóru um borð i flugvélina og sóttu mennina tvo. Þeir reyndu þá að Rússarnir sátu frekar eftlr en að fara i gegnum vopnaieitartæki dana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.