Vísir - 12.02.1977, Blaðsíða 4
*J *■
Laugardagur 12. febrúar 1977
vism
I
Umsjór>: Guömundur Pétursson
En þaö hefur þótt skyggja á
verölaunaveitinguna grunur
manna um, aö þar liggi ekki
alltaf til grundvallar mat
manna á veröleikum. ÞaB hefur
lengi veriö óopinbert leyndar-
mál, aö kaupsýslupólitik ráöi
miklu um endanlegt val á þeim,
sem verölaunin skuli hljóta.
Fyrir þæf sakir þykir útnefn-
ing þeirra, sem eiga aö koma til
álita til verölauna, aö nokkru
ieyti merkilegri. Þaö má ætla aö
þar séu dregnir fram þeir, sem
skaraö hafa fram úr I kvik-
myndageröinni. Þótt þaö geti
siöan oröib lukkuspil, hver
höndlar gæfuna og hreppir
hnossiö, þegar vandséö er, hver
af tveimur eöa þremur sé best-
ur, eöa mest veröur launanna.
Nú hefur kvikmyndaakadem-
ian útnefnt þá, sem þykja
koma til álita.
vib tiu óskarsviöurkenninga.
Þær eru meöal fimm kvik-
mynda sem koma til álita sem
bestar. En hinar eru ,,A11 The
Presidents Men”, „Bound for
Glory” og „Taxi Driver”.
Þær leikkonur sem þykja
veröskulda óskara eru Marie-
Christine Barrault fyrir leik
sinn i myndinni „Cousin, cous-
ine”, Faye Dunaway fyrir
„Network” Talia Shire fyrir
„Rocky”, Sissy Spacek fyrir
„Carnie” og Liv Ullmann fyrir
„Face to Face” (Auglitis til
auglitis).
Menn reka strax augun i þaö
aö þaö er óvenjulega margt um
ekki-bandarlsk nöfn á þessum
lista i ár. Svo sem eins og
Giannini, sem er itali og öölast
þarna frægö fyrir túlkun sina á
hórmangara. EBa Barrault fyr-
ir hlutverk hennar i franskri
ástarmynd. Raunar lika Liv
Peter Finch.
Margir eru tilnefndir
en fáir útvaldir...
Viöurkenningin< sem
fólgin er í óskarsverð-
launum kvikmyndanna<
er í rauninni tvöföld.
Fyrst 'er útnefning
þeirra, sem þykja koma
til greina sem verðlauna
verðir, og þykir það eðli-
lega viðurkenningarvott-
ur i sjálfu sér, enda fá
allir, sem nefndir eru til,
grip til minningar um
það.
Síðan er svo sjálf verð-
launaveitingin, sem fram
fer í marsmánuði og hef-
ur sú athöfn að vonum
vakið meiri athygli í
gegnum árin.
Vakti þar fyrst athygli, aö
Peter Finch, sem lést af hjarta-
slagi fyrir einum mánuöi
(skömmu eftir aö hann haföi
lokiö leik sinum í myndinni
„Arásin á Entebbe” sem Há-
skólabió hefur þessa daga til
sýningar) þykir koma til greina
sem besti leikari ársins 1976. —
Þaö var túlkun hans á geösjúk-
um sjónvarpsþul i myndinni
„Network”, sem færir honum
þessa viöurkenningu aö honum
látnum.
ABrir tilnefndir eru Robert
DeNiro fyrir hlutverk leigubil-
stjórans i „Taxi Driver”,
Giancarlo Giannini i „Seven
Beuties” William Holden i
„Network” og Sylvester Stall-
one i „Rocky”.
Kvikmyndanna „Network”
og „Rocky” er getiö i sambandi
ISIE
r - '' ’
Dustin Hoffman og Robert Redford i einu atriöa myndarinnar
The Presidents Men”.
,A1I
Ullman, sem kemur þó minna á
óvart.
Tilnefning Peter Finch ber
keim af samskonar tilnefning-
um fráfallinna leikara, eins og
Spencer Tracy og James Dean á
öörum tima. Eins konar kveöja
eöa hinsti viröingarvottur viö
látinn starfsbróöur. Þótt Finch
hafi áöur komiö til greina til
óskarsverölauna (1971 fyrir
kynvillta lækninn i „Sunday,
Bloody Sunday”) þykir ekki
liklegt aö honum veröi veitt
verölaunin. Ekki fremur en
varö meö þá Tracy og Dean.
Þá þykir Stallone liklegri þótt
hann sé alls óþekktur og hfai
stigiö sitt fyrsta skref i kvik-
myndaiöninni I hnefaleika-
myndinni „Rocky”. Hann hefur
einnig veriö útnefndur til ósk-
arsverölauna fyrir handrita-
geröina, jafnt og fyrir leik sinn i
aöalhlutverkinu — Stallone er
fyrrverandi hnefaleikamaöur
og skrifaöi söguna „Rocky” út
frá reynslu sinni. Hann ætlaöi
handritiö strax i upphafi til
kvikmyndunar, en fékk lengi vel
engan til þess aö gera myndina,
þar sem hann unni engum öör-
um hlutverksins en sjálfum sér.
Loks haföi hann sitt fram og
þarf hvorugur eftir þvi aö sjá,
hann eöa framleiöandinn.
Stallone er þriöju leikarinn I
sögu óskars sem hlýtur þessa
tvöföldu viöurkenningu. Hinir
voru Charlie Chaplin fyrir
„Einræöisherrann” áriö 1940 og
Orson Welles fyrir „Citizen
Kane” áriö eftir.
Fyrir túlkun á aukahlutverk-
um eru tilgreindir:
Ned Beatty fyrir „Network”.
Laurence Olivier fyrir „Mara-
þon maöurinn” Jason Robards
fyrir „All the Presidents Men”
og Burt Young fyrir „Rocky”.
Leikkonurnar Jane Alexander
fyrir „All The Presidents Men”,
Jodie Foster fyrir „Taxi
Driver” Lee Grant fyrir „Vo-
yage of the Damned”, Piper
Lurie fyrir „Carrie” og
Beatrice Straight fyrir „Net-
work”.
Fimm leikstjórar þykja
koma til álita en þeir eru: John
Avildsen fyrir „Rocky” Ingmar
Bergman fyrir „Augliti til aug-
litis” Sidney Lumet fyrir „Net-
work” Alan Pakula fyrir „All
the Presidents Men” og Lina
Wertmuller fyrir „Seven Beuti-
es”.
Góð ryðvörn
tryggir endingu
og endursölu
BIL ARYÐVÖRNhf
Skeif unni 17
12 81390
VÍSIR
Veitvangur
viðshipianna
0
m Seljum út: ©
# Franskar kartöflur og okkar
w vinsœla hrásalat og sósur #
Ennfremur okkar vinsœli
gamaldags rjómaís ásamt fjölda * #
*$> smárétta. Sendum heim. m
Suðurveri Stigahlið 45 simi 38890.
Ford Escort
Eigum nokkra Escort bíla fyrir-
liggjandi. Verð frá kr. 1.370.000
Sleppið ekki þessu einstœða
tœkifceri til að gera hagkvœm
bílakaup. Ford í fararbroddi
SVEINN EGILSS0N HF
FORD HUSINU SKEIFUNNI 1 7 SIMI 85100