Vísir - 28.02.1977, Blaðsíða 3
, Mánudagur 28. febrúar 1977
3
Bjarni Bragi á ráðstefnu um þróun landbúnaðar:
HÆTT VEREH AÐ AUKA
FRAMLtMLUNA
Fara íslenskir bœndur
að flytja út kjöt og heyja
fyrir starfsbrœður
sína erlendis?
Fjölmargt varöandi landbúnaö og þróun hans bar á góma ú róöstefnunni um landbúnaöarmálin fyrir
hel8ina- Mynd: Loftur.
Nú veröa bændur aö hætta aö
auka framleiöslu sina og land-
búnaöarstefnan verður aö fara
aö miðast við félagsleg viöhorf
®g byggöasjónarmiö.
Framleiösiukapphlaup bænda
hefur verið á villigötum og
miöast viö einstrengingslega af-
uröarframleiöslu.
Þetta kom fram i ræöu sem
Bjarni Bragi Jónsson hag-
fræðingur.yfirmaöur hagdeildar
Seölabankans flutti á ráðstefnu
sem haldin var fyrir helgina um
þróun landbúnaðar.
I ræöu Bjarna Braga kom
fram aö landbúnaður ætti viö
þann vanda að strlöa að fram-
leiösla eykst sifelit samfara
þvi að matarneysla fólks eykst
litið i landinu. Samkeppni þryst-
ir þvi niður verði á landbúnaö-
arvörum og þá um leið tekjum
búnaðarfólks.
Bjarni Bragi segir þá grund-
vallarsetningu að framleiðsla
landbúnaðarins skuli fulinægja
þörfum landsmanna og gott
betur, sem réttlætingu fyrir Ut-
flugningsbótum, ekki standast.
Útflutningsbætur eru til-
komnar vegna félagslegra
þarfa bænda. A siðasta áratug
var nefnilega i gangi tiu ára
landbúnaðaráætlun sem miöaöi
að stærra meðalbúi. Ekki var
markaðurinn haföur til viðmiö-
unar og af þessu eru útflutn-
ingsbæturnar sprottnar.
t lok ræðu sinnar fjallaði
Bjarni Bragi um horfur i land-
búnaði cg sagöi að gjörbreytt
viðhorf myndu skapast i land-
búnaði, ef aðeins ein aðalbú-
grein, eins og sauðfjárbUskapur
næði að þróast sem útflutnings-
grein. Sagöi hann að það hillti
undir að þetta takmark væri i
nánd.
Einnig sagöi Bjarni Bragi það
koma til greina að islendingar
færu aö framleiða fóður fyrir
búpening erlendis.
Loks drap hann á gildi
auðlindaskatts sem myndi gera
erlend aðföng dýrari og Utflutn-
ing hagkvæmari. Viröist i þvi
sambandi felast eina vonin um
sjálfstæða útflutningsþróun á
vegum iandbúnaðarins” eins og
hann komst að oröi.
—EKG
Iðnkynning
kostar alls
34 milljónir
Áætlaö er aö kostnaöur viö
tslenska iönkynningu veröi 33-
34 milljónir króna. Um siöustu
áramót var kostnaöurinn
oröinn 14 milljónir.
Hér er eingöngu um aö ræöa
þann kostnað sem tslensk iön-
kynning sem slik hefur I för
meö sér, en ekki er tekiö tillit
til kostnaöar fyrirtækja,
bæjarfélaga né félagasam-
taka annarra i sambandi viö
iönkynninguna.
Samtök iönaðarins greiöa
um þriöjung þessarar upp-
hæöar, rfkiö tæpan þriöjung og
sjóöir iönaðarins þriöjung.
—ESJ
Skemmdarvargar á
ferð í Herjólfsdal
Einhverjir geröu sér þaö aö leik
fyrir stuttu aö keyra þvers og
kruss um Herjólfsdalinn I Eyjum
I þeim tilgangi einum, aö séö
veröur, aö skilja eftir sig hjólför.
Iþróttafélagiö Týr hefur lagt
mikla vinnu i að rækta upp dalinn
og færa hann i það horf sem hann
var i fyrir gos, meðal annars til
þess að hægt verði að halda þar
þjóðhátið aftur. En alls staðar eru
skemmdarvargar og útlit dalsins
er ekki glæsilegt eftir heimsókn
þeirra. Verst fóru þeir með
svæðið þar sem tjöld stóöu á þjóð-
hátiðum, og eru vestmanna-
eyingar að vonum óánægðir og
ergilegir vegna þessa athæfis.
Akveðið hefur verið aö dreifa
um svæðið naglaspýtumeða gildr-
um af öðru tagi fyrir þá sem
gaman hafa af svona skemmdar-
starfsemi.
—GA
Ljótt er um aö litast I dalnum.
Visismynd: Guömundur Sigfús-
son, Eyjum.
--
Ólöf Kolbrún Haröardóttir er lleyfifrá námi viö Tónlistarháskólann
i Vinarborg vegna söngfararinnar, sem hún fer i um Noreg og Svi-
þjóö ásamt Þorkeli Sigurbjörnssyni, tónskáldi, en hann hefur útsett
islensku þjóölögin. sem þau flytja. Myndina tók Loftur af þeim á
æfingu á laugardaginn.
Flytja grönnum okkar gömul
íslensk lög í nýjum búningi
Þorkell Sigurbjörnsson tón-
skáld og ólöf Kolbrdn Haröar-
dóttir söngkona fóru I gær i tón-
leikaferð til Noregs og Svi-
þjóöar.
Aö sögn Þorkeis er ferö þessi
farin á vegum opinberra aðila
og telst hún til „rikskonserter”
sem eru hliðstæðir „list um
landiö”. Þessi stofnun er þó ólik
þeirri Islensku að þvi leyti að
hún leggur verkefnin upp i
hendurnar á fólki, en biður ekki
eftir frumkvæðilistamannanna.
Var Þorkell beðinn i fyrra að
setja saman dagskrá fyrirsöng-
konu og pianó. Sagði hann að öll
lögin væru sungin og mæddi þvi
mest á Olöfu i þessari ferð.
Þorkell kvaö dagskrána vera
létta og aögengilega, og hefði
J
hann reynt aö setja hana þannig
saman aö hún myndaði sam-
fellu. Lögin eru flest gömul is-
lensk þjóðlög sem Þorkell hefur
útsett og eru útsetningarnar aö
mestu leyti nýjar, hún myndaði
samfellu. Lögin eru flest gömul
islensk þjóðlög sem Þorkell hef-
ur útsett og eru útsetningarnar
að mestu leyti nýjar.
Fékk fri til fararinnar
Ólöf Haröardóttir stundar I
vetur nám við Tónlistarháskól-
arin i Vinarborg, en áður hafði
hön lokið einsöngvaraprófi frá
Tbnlistarskólanum I Köpavogi.
SI. vor tók hún þátt i f imm vikna
óperunámskeiöi i Vinarborg.
„Eg fékk fri frá skólanum i
fjórar vikur til þess að fara
þessa ferö. Kennarar minir
voru sammála um að mér gæti
orðiö mikill akkur i aö fara
þetta, sérstaklega ef það gæti
hjálpað mér til aö hasla mér
völl á Noröurlöndunum,” sagði
Ólöf.
„Ég kviði þessu svolitiö, þvi
þetta verður mikil vinna. Við
komum fram á milli 30 og 40
stöðum á þessum mánuði og
verða tónleikar yfirieitt þrisvar
á dag. Hins vegar eru lögin ekki
erfið. Þetta eru mest gömul
þjóðlög og vögguvisur i út-
setningu Þorkels.”
Aö lokinni þessari tónleika-
ferð heldur Ólöf aftur til Vinar
og veröur þar að minnsta kosti
fram á sumar. Hvaö siöar yrði
kvað hún alveg óráðið, þaö færi
mikið eftir fjárhagsaðstæðun-
um. —SJ