Vísir - 28.02.1977, Blaðsíða 10
10
Mánudagur 28. febrúar 1977VTSIH. ^
VÍSIR
C’tgefandhKeykjaprent hf.
Frainkvæmdastjóri: Davlft Gubmundsson ,
Kitstjórar: Dorsteinn Pálsson ábm!,
. ólafur Ragnarsson
Hitstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson.p Fréttastjóri eriendra frétta :Guömundur Pétursson. Umsjón
meft helgarblafti: Arni Þórarinsson. Blaftamenn: Edda Andrésdóttir, Einar Guöfinnsson, Elias Snæland
Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson, Oli Tynes, Sigurveig
Jónsdóttir, Ssmundur GuBvinsson, lþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akureyrarritstjórn:
Anders Hansen. útlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magntls ólafsson. Ljósmyndir: Jens Alex-
andersson, Loftur Asgeirsson, Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. SigurBsson. Dreifingarstjóri: SigurBur
R. Pétursson.
Auglýsingar: SiBumúIa 8. Sltnar 11660, 86611. Askriftargjald kr. 1100 á mánuBi innanlands.
AfgreiBsIa: Hverfisgata 44. Simi 86611 « VerB I lausasolu kr. 60 eintakiB.
Ritstjórn: SIBumúla 14. Simi 86611, 7 Hnur Prentun: BiaBaprent hf.
Akureyri. Simi 96-19806.
Of stór hringur
í atvinnulífinu
Þriggja aldarfjóröunga afmælis Sambandsins hef-
ur veriö minnst meö ýmsum hætti að undanförnu og
enn munuvera mikil hátiöahöld ívændum af þessu til-
efni. En þessi tímamót í sögu Sambandsins hafa leitt
til þesSf aö varpað hefur veriö Ijósi á drottnunarstöðu
þessa hrings í islensku atvinnulífi/ sem veltir 25%
meira fjármagni en ríkissjóður.
Af hálfu forvigismanna samvinnuhringsins og þess
stjórnmálaflokks/ er starfar i tengslum viö hann,
hefur því verið haldiö fram I tengslum viö af mælið, að
samsteypan þurfi enn að auka ítök sin í atvinnulífinu.
I því sambandi hefur fyrst og fremst verið rætt um
aukin umsvif í iðnrekstri og verslun á þéttbýlis-
svæðinu á Suð-Vesturlandi.
Þeir sem helst hafa verið á varðbergi gegn ofvexti
samvinnuhringsins fram til þessa telja nú nægjanlegt
að hefta frekari útþenslu hans. Þetta er kynleg af-
staða. Staðreynd er, að samvinnuhringurinn er stærri
en svo að eðlilegt geti talist i íslensku atvinnulífi.
Fyrirtækjasamsteypa af þessu tagi gæti ekki starfað í
óbreyttu formi þar sem skorður eru reistar við
hringamyndun.
I þessu sambandi gildir að sjálfsögðu einu hvort
fyrirtækjasamsteypur eru reknar á grundvelli laga t
um samvinnufélög eða hlutafélög. Eðli starfseminnar
og umfang hennar hljóta að ráða úrslitum í því efni.
Að þvi er samvinnuhringinn varðar er einnig á það að
líta, aðaðeins hluti hans er rekinn á samvinnuféiags-
grundvelli. Hlutafélögin eru því mjög stór þáttur I
starfseminni.
Því hefur verið haldið fram að ekki skipti máli þó að
samvinnufélög hefðu drottnunaraðstöðu i atvinnulíf-
inu sakir þess, að fjármagnið hefði ekki áhrif á at-
kvæðarétt félagsmanna. Þetta eru í sjálfu sér engin
rök, þvi að það sem máli skiptir er hvernig sam
steypunni er stjórnað út á við gagnvart öðrum aðilum
atvinnulífsins. Innra form á stjórnun breytir litlu sem
engu þar um.
En að því er varðar innri stjórnun samvinnuhrings-
ins er á ýmislegt að líta. I fyrsta lagi hefur fjár-
magnið lögum samkvæmt afgerandi áhrif á atkvæðis-
rétt félagsmanna. Þannig hafa fulltrúar einstakra
deilda í kaupfélögum áhrif I samræmi við heildarvið-
skipti deildarinnar við kaupfélagið. Sama er að segja
um áhrif kaupfélagsmanna á Sambandsfundum. Þau
fara eftir heildarviðskiptum.
Samkvæmt samvinnulögunum hefur fjármagnið
því áhrif á vald einstakra félagsmanna. Stór hluti
hringsins er einnig rekinn með hlutafélögum. I öllum
stærstu hliðarfyrirtækjunum er forstjóri Sambands-
ins stjórnarformaður. Hringnum er þannig miðstýrt
af fámennisstjórn. Um það verður ekki deilt.
Samvinnuhringurinn veltir nú miklu meira fjár-
magni en rikissjóður hefur til ráðstöfunar. Umsvif
hans ná til allra þátta atvinnulífsins og hann hefur
auk þess veruleg pólitlsk ítök. Með hliðsjón af þessu
liggur i augum uppi,að þessi hringur er of stór og
áhrifamikill í Islensku atvinnulífi, ef menn eru á
annað borð þeirrar skoðunar að fyrirtækjasam-
steypur eigi ekki að ráða þar lögum og lofum.
Mikilvægt er því aö sett verði löggjöf er reisi
skorður við umsvifum sllkra hringa. Eins og sakir
standa er enginn lagalegur grundvöllur til þess að
brjóta þá upp, fari umsvif þeirra út fyrir eðlileg tak-
mörk. Fyrir þá sök þarf Alþingi að taka þetta mál til
meðferðar. Þau ríki sem fremst standa hafa velflest
ákveðna löggjöf um þetta efni. Það hefur á hinn bóg-
inn dregist úr hömlu að slíkar reglur yrðu settar hér,
þrátt fyrir fyrirheit þar um.
Það gekk ekki hratt, en þaö gekk. Þeir Sigfús, Máni og GIsli eru hér aö Ijúka öörum metranum og
bjuggust þeirheldur viö aö komast alla leiö fyrir kvöldiö.
Saga einn
metra á
klukkutíma
Þaö eru ekki amaleg kaup aö fá aö geysast um allt á vélsleöa, enda
létu strákarnir sér þaö vel llka.
Ljósm. LA.
„Mér sýnist þetta vera
fínasta rauðviður. Líkast
til er hann komin alla leið
austan frá Rússlandi,"
sagði Sigfús Árnason,
bóndi með meiru, þegar
Vísir hitti hann að máli
þar sem hann sagaði
rekavið af miklum móði
austur á Egilsstöðum.
Hann sagði þetta að
vísu vera heldur seinlega
aðferð við að ná spýtunni
í sundur, en önnur aðferð
væri ekki fær í byrjun.
Máni sonur hans var af
kappi við sögunina með
honum og taldist Sigfúsi
svo til að þeir feðgarnir
næðu að Ijúka um einum
metra á klukkustund með
góðri hjálp vinar Mána,
Gísla Sigurjónssonar
Aö launum fengu strákarnir
aö fara eina og eina bunu á vél-
sleöanum. Var ekki annaö aö
sjá en þeir kynnu vel aö meta
kaupiö. Þegar spýtan yröi
komin i tvennt ætluöu þeir hjá
Trésmiöju Fljótsdalshéraös aö
koma til hjálpar meö bandsög
og hefur þá verkiö oröiö léttara.
Sigfús sagöist hafa fengi spýt-
una neöan af Fjöröum.þar sem
hana hefur rekiö á land ein-
hvern tima I vetur.
,,Ég fæ þetta svona stundum
og saga þaö þá niöur i planka.
Þaö er gott I húsþök lika og ef
þessi er eins og mér sýnist rauö-
viöur, þá nota ég hann I
glugga,” sagöi hann.
—SJ