Vísir - 28.02.1977, Page 24

Vísir - 28.02.1977, Page 24
Mánudagur 28. febrúar 1977 23 MEÐ LOÐNU í NÓTT 23 bátar meb alls 4.600 tonn af loðnu tilkynntu Loönunefnd um afla frá miOnætti I nótt og þar til á tfunda timanum i morgun er Vísir haföi sam- band viO nefndina. Bátarnir fara meö aflann á ýmsar hafnir á svæöinu frá Akranesi og austur um til Seyöisfjaröar. Andrés Finn- bogason hjá Loönunefnd sagöi i morgun aö alltaf losnaöi ööru hvoru pláss þó aö mikiö bærist af loönu og til dæmis yröi þróarrými fyrir um 3.500 tonn af loönu á morgun i Reykja- vik. Bjarni Sæmundsson, undir leiöangursstjórn Hjálmars Vilhjálmssonar, er stöðugt viö loönuleit úti af Vestfjöröum. Enn er loönan ekki veiöanieg. — EKG Lðgreglan elt- ist við marga um helgina Þaö er óhætt aö segja aö lög- reglan hafihaft nóg aö gera viö aö elta eöa leita uppi ökumenn sem á einn eöa annan hátt geröu þaö sem ekki er beinlfnis ætlast tii. Bil var til dæmis stolið frá Gamla biói aö kvöldi laugar- dagsins. Billinn fannst fljótlega. Tveir piltar voru i bilnum, og reyndust þeir bæöi réttinda- lausir og ölvaöir. 1 gærdag um klukkan tvö var svo ekiö á tröppur á húsinu viö Garöastræti 19. Þeir sem i bilnum voru stungu af, en bill- inn fannst samt skömmu siðar. Tveir menn voru þá i bilnum og reyndust þeir öivaöir. A laugardagskvöldiö ætluöu lögreglumenn i miöborginni aö stööva bfl og vildu þeir fá aö sjá ökuskirteini ökumannsins. Oku- maöur ók þá i burtu en fannst skömmu siöar i Borgartúni. Kom I ljós aö hann var án öku- skfrteinis. Eltingaleikur i Breiðholti I gærkvöldi barst lögreglunni I Arbæ tilkynning um aö rétt- indalaus piltur heföi ekiö af staö á bil. Lögreglan fór þegar aö finna piltinn. Til eltingaleiks kom i Breiöholtshverfi vegna þessa. Tveir lögreglubilar eltu piltinn á bilnum og Ibúar voru farnir aö bætast viö lika, enda vakti eltingaleikurinn mikla athygli aö vonum. Tókst aö stööva piltinn aö lokum, án þess aö nokkur heföi slasast eöa skemmdir hlotist af. Aöfaranótt laugardags fór Selfosslögreglan á eftir öku- manni,«semhún '’runaöi um aö vera ölvaöur víö akstur. A Hellisheiöi hljóp maöurinn út úr bil sinum og hvarf út i myrkriö. Hann fannst morguninn eftir viö Lækjarbotna. — EA Árekstur í Hvalfirði Arekstur varö I Hvalfiröi I gærkvöldi. Tilkynnt var um áreksturinn um klukkan hálf-ellefu, en áreksturinn varöi Kjósoglentu þar saman tveir fólksbllar. Fólkiö i bilun- um var flutt á slysadeild en þaö reyndist ekki alvarlega slasaö. — EA „Augu skákheimsins beinast að Reykjavík" C ’ o ’ — sagði Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra. við setningu skákeinvígisins Jafntefli varö i fyrstu ein- vfgisskák þeirra Boris Spassky og Vlastimil Hort á Loftleiöa- hótelinu á sunnudaginn, en þeir tefla aöra skák sina á morgun og hefur Hort þá hvitt. Skákeinvigiö hófst meö form- legri athöfn á laugardaginn aö viöstöddum fjölmörgum gestum, þeirra á meöal voru menntamálaráöherra, fjár- málaráöherra, samgönguráö- herra, forystumenn Reykjavikurborgar og for- svarsmenn I islensku skáklifi. Einar S. Einarsson, forseti skáksambandsins, flutti i upphafi ávarp og bauö keppend- ur og aðstoöarmenn þeirra, þá Vassily Smysloff og dr. Ladis- lav Alster, hjartanlega velkomna. Mikilsverður stuðningur „1 mikið er ráöist aö halda slikt einvigi, og ekki sist með svo litlum fyrirvara” sagöi hann. „Miklar og margbrotnar kröfur eru geröar um aöstööu og skilyröi til keppni, umfram þaö sem venjulegt er á skákmótum. Skáksambandiö hefur notiö mikilsverðs stuönings bæöi hins opinbera og einkaaðila, sem hefur létt þvi mjög róöur- inn”, sagði Einar. Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráöherra, setti slðan mótiö meö ávarpi. Hann bauö erlendu gestina velkomna og sagði, að vel yröi fylgst meö þessu skákmóti, ekki siöur hér á landi en erlendis. „Augu skákheimsins beinast að Reykjavik” sagði hann Menntamálaráöherra sagöi, aö atgervi einstaklingsins til sálar og likama réöi eitt gengi hans I skákiþróttinni. Skák ætti marga aðdáendur á tslandi, enda I eöli sinu býsna lik hinni Islensku manngerö. „Leikurinn sjálfur er þver- stæöur. A yfirboröi kyrrö og ró. Undir niöri einbeiting hugans og ólgandi skap tveggja keppenda. Og á reitunum, hvitum og svörtum, rikir miskunnarleysi striösins” sagöi ráöherra Spassky fékk hvitt Guðmundur Arnlaugsson, yfirdómari mótsins, geröi þvi næst nokkra grein fyrir fyrir- komulagi einvigisins, en siöan gengu þeir Spassky og Hort fram og drógu um, hvor skyldi hafa hvitt I fyrstu skákinni. Hort tók tvö peö, hvitt og svart, og hélt I höndum sér i jakkavösun- um,en Spassky benti á hægri höndina — og fékk hvitt. Einvlgið sjálft hófst svo á sunnudaginn, og er nánar fjall- aö um fyrstu skákin á bls. 2. Skákskýringar eru i dag A Hótel Loftleiðum er aöstaöa til að fylgjast meö hinum einvlgisskákunum, sem fara fram á sama tima I Hollandi, Sviss og ttaliu. Teflt veröur á þessum þremur stööum I dag, og verður ráðstefnusalur Hótel Loftleiða opnaöur kl. 14 i dag fyrir þá, sem vilja fylgjast meö skýringum á þeim þremur skákum, Aögangseyrir ér nokkru lægri þá daga, sem ekki er teflt hérlendis. —ESJ EINVI FIDE GENS UNA cníoci/u Dregið um lit I fyrstu skákinni. Spasský valdi hægri hönd Horts, sem hér réttir honum hvita pcðiö. Ljósmyndir — Loftur. Salurinn var þéttsetinn þegar fyrsta einvfgisskákin hófst. Einar S. Einarsson, forseti Skáksambandsins, er annar frá hægri i fremstu röö. ÞÚSUNDIR Á SKÍÐUM UM HELGINA Geysilegur fjöldi fólks hefur notað góöa veöriö til aö skreppa á skiöi upp I Bláfjöll, eins og þessi mynd sem Loftur tók á laugardaginn ber reyndar meö sér. Biörööin við skiöaiyftuna var meira en hundraö metra löng og hlykkjaöist eins og orm- ur neöst f brekkunni. Mörg þúsund manns litu þarna inneftir um helgina, og á virkum dögum hafa veriö þarna á annaö þúsund manns. Fjöld- inn hefur aukist gifurlega frá I fyrra, en veöriö hjálpar þar ef- laust mikið. Skiöalyfturnar eru opnar frá klukkan 13-19 á mánudögum, 13-22 á þriðjudögum, miöviku- dögum og fimmtudögum, frá 13 til 19 á föstudögum og frá 10 til 18 á laugardögum og sunnudög- um. Nánari upplýsingar fást I simsvara 85568. — GA Rqfmagnsskortur í Vestmannaeyjum: Frysting og loðnubrœðsla í lágmarki Allir vatns- og rafmagns- notendur i Vestmannaeyjum búa við stranga skömmtun, eftir aö rafstrengur til eyj- anna slitnaði og ekki var þá hægt að keyra vatnsdælu sem á að sjá um vatn til hluta kaupstaöarins. 1 Vest- mannaeyjum eru tvær stórar loðnuverksmiðjur sem tekiö hafa á móti mikilli loðnu og þar eru einnig nokkur af af- kastamestu frystihúsum landsins. Þessi fyrirtæki eru nú i miklum vandræðum vegna ástandsins og er framleiösla i algjöru lágmarki. 1 gærkvöldi stöðvaðist önnur loönubræðsl- an og komst ekki i gang að nýju fyrr en i nótt. Páll Zophaniasson, bæjar- stjóri i Vestmannaeyjum sagði i samtali við Visi i morgun aö þegar heföu verið gerðar allar hugsanlegar ráð- stafanir til að gera viö og ef veðurguðir og aörar vættir i yrðu hliöhollar, eins og hann orðaði það, ættu rafmagnsmál að vera komin i lag eftir viku. Bátur sem varpað haföi ankerum við Vestmannaeyj- ar, reif upp rafmagns- I strenginn um helgina. Sagöi 1 Páll þetta ekki vera i fyrsta skipti sem það ætti sér stað og yrðu nú að fara aö gera eitt- hvað róttækt til aö þetta endurtæki sig ekki. —EKG hi k Löng biöröö var I Bláfjöllum um helgina, eins og myndin sýnir. Minni myndin var tekin i Skálafelli, þar sem einnig var margt um manninn. Ljósmyndir Loftur

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.