Vísir - 28.02.1977, Blaðsíða 23

Vísir - 28.02.1977, Blaðsíða 23
ANDSTÆÐINGAR REYKINGA VAÐA REYK Magnús Ólafsson hafði sam- band við Vfsi: Ég er enginn fylgismaður þess að breiða út reykingar en þó verð ég að segja að mér finnst nóg komið af þeim mikla áróðrigegn reykingum sem hef- ur verið i blöðum undanfarna daga. Vegna einnar auglýsingar hafa blöðin snúið öllu við og hafir hatramman áróöur gegn reykingum. Það er vissulega ekki hollt að reykja, en skárri eru það nú ó- sköpin ef allt þetta þarf að ganga á til að sannfæra menn um það. Eins og margoft hefur veriö bent á fá umboðsmenn siga- rettna ókeypis auglýsingar vegna allrar þessarar umræðu um sigaretturnar. Andstæðingar reykinga verða að kunna sér hóf eins og aðrir og hætta að vaða reyk I baráttunni gegn tóbakinu. Leyfið glaum- gosunum að fljúga Glaumgosi skrifar: Mig langar til að mótmæla harðlega bréfi „J” i Vísi um daginn. Hann er þar aö leggjast á móti þvi að Flugleiðir auglýsi i skemmtiblöðum sem glaum- gosar lesi, til að fá þá sem far- þega. Sem glaumgosi langar mig til að benda ,,J” á að við eigum ná kvæmlega sama ferðafrelsi og hann og aðrir ferhyrningar. Það er lofsvert framtak hjá Flug- leiðum að benda kollegum min- um i öðrum löndum á möguleika á ódýrari flugferðum. Auk þess eru peningar pen- ingar og gjaldeyrir gjaldeyrir, hvort sem það eru glaumgosar eða ferhyrningar sem fram reiða. Ég vil þvi fyrir mina hönd og annarra glaumgosa þakka Flugleiðum þetta framtak. Og ég vil benda ,,J” á ágæti frið- samlegrar sambúðar. Meðan við glaumgosarnir látum þá fer- hyrningana i friði ættu þeir ekki að amast viö okkur. Herferð gegn reyk- ingum fellur í betri jarðveg Kristín hringdi: Þaö gleður mig sannarlega að heyra að almenn andstaða virðist rikja gegn þessari leiö- inlegu herferö fyrir tóbaksreyk- ingum.Ég er þvi fegin að sjá og heyra að fólkt tekur þessu al- mennt illa og virðist ekkert op- ið fyrir svona auglýsinga- skrumi lengur. Ég er undrandi á þeim mönn- um sem koma svo slæmri her- ferð af stað. Auðvitaö eiga allir sinna hagsmuna að gæta, en mér finnst menn megi hugsa svolltiö um unga fólkið og heiisu þess áður en farið er af stað með svona nokkuö. Ungt fólk hefur verið sérlega duglegt upp á slðkastiö við að berjast gegn reykingum með alls kyns ráðum óg það held ég falli i miklu betri jarðveg hjá fólki. V Mestur hiti hér og mestur hiti þor S.G. skrifar: — Ég hef það fyrir reglu að hlusta á veðurfréttir frá hinum ýmsu stöðum á landinu sem út- varpað er fyrir kvöldfréttir, ef ég get komið þvi viö. Sennilega er þetta einhver arfur frá þeim tima þegar maður var i sveit á sumrum sem strákur og alltaf var gengið rikt eftir að einhver „hlustaði á veðrið”. Þar fyrir utan er fróðlegt að fylgjast með þvi hvað veðrið getur verið breytilegt eftir landshlutum á ekki stærra landi. Það sem oft hefur vakið undr- un mina eru lokin á þessum veð- urlýsingum. Þá segir veður- stofuþulur oftar en ekki eitt- hvað á þessa leið: Mestur hiti i dag var fjögur stig. Mestur hiti á landinu i dag var sex stig. , á Egilsstöðum. Við hvað er þá fyrri staöhæfingin miðuð? Ef þetta eru upplýsingar um hitastig i Reykjavik, af hverju er það þá ekki nefnt? Eða er miðað við einhvern annan stað og þá hvern? Að öðru leyti vil ég hæla veð- urstofunni fyrir greinargóðar veðurspár oft á tiöum, en það er bara þetta eina atriði sem fer stundum i taugarnar á mér. Sími 86611 Sfðumúla 8 Reykjavik Ég óska að gerast áskrifandi Nðfn Heimili Sveitafélag Sýsla. VÍSIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.