Vísir - 25.03.1977, Side 4

Vísir - 25.03.1977, Side 4
Reyna að sœtta Desai og Ram Desai myndar stjórn sína í dag Morarji Desai, forsæt- isráðherra Indlands, hófst handa í dag við myndun ríkisst jórnar sinnar, þeirrar fyrstu í 30 ár á Indlandi sem ekki er skipuð úr röðum Kon- gressflokksins. Hinn; 81 árs gamli Desai sagöi á blaBamannafundi i gær, aö hann mundi setja á oddinn aö útrýma fátækt og atvinnuleysi. Hét hann þvi aö fylgja sparnaö- arstefnu heima fyrir, en óháöri stefnu i utanrikismálum. Hann sagöi, aö nokkrir ráö- herrar yröu valdir i dag, en neitaöi hinsvegar alveg aö ræöa, hvort klofningur heföi oröiö milli hans og Jagjivan Ram, leiötoga 80 milljóna stétt- leysingja Indlands. Helstu leiötogar Janata- flokksins og Lýðræöisráös Rams komu saman til fundar i morgun i von um aö koma á sættum milli þessara tveggja. En Ram bar sig upp undan þvi i gær, aö hann heföi ekki veriö haföur meö i ráöum þegar Desai var valinn forsætisráöherra. Ram var ekki á fundinum, þar sem útnefning forsætisráöherr- ans fór fram. Ram sagöi, aö flokkur hans mundi engu aö siöur styöja hina nýju stjórn. Tveir af elstu og virtustu stjórnmálamönnum Janata- flokksins, þeir Jayaprakash Narayan (74 ára) og Acharya Kripalani (90 ára) útnefndu Desai. En ekki voru allir ánægö- ir meö. hvernig aö útnefning- unni var staöiö. Aöalfram- kvæmdastjóri Janataflokksins, Ram Dhan, sagöi af sér, og sagöi aö valiö „heföi veriö i anda einræöisaöferöa Kongr- essflokksins” og þvi I þversögn viö kosningaloforö flokksins um lýöræöislegri vinnubrögö. Desai hefur tvivegis keppt um forsætisráöherra embættiö áöur og i bæöi skiptin viö Indlru Gandhi meðan hann var i Kon- gressflokknum. Hann sagöi skiliö viö flokkinn þegar Indira vék honum úr fjármálaráö- herraembætti 1969. Evensen í Moskvu að semja um Barentshaf Viðræður norðmanna við rússa um fiskveiðilögsög- una á hinu umdeilda svæði Barentshafs hefjast i Moskvu í dag. Formaður viöræöunefndar norömanna er Jens Evensen, haf- réttarmálaráðherra, sem hefur feikilega reynslu af samningaviö- ræöum norömanna undanfarin ár viö ýmsar fiskveiöiþjóöir um fiskveiöitakmarkanir. Þeir Evensen og Alexander Ishkov, fiskimálaráðherra Sovét- rikjanna, munu leitast viö aö finna lausn á viökvæmum vanda- málum, sem staöiö hafa 1 vegi fyrir þvi að þessi tvö rlki yröu á eitt sátt um, hvernig Barentshaf- inu yröi skipt á milli þeirra. Auk auöugra fiskimiöa leynast i Barentshafi ollulindir, aö þvi er menn telja, en efst mun sovét- mönnum i huga aö tryggja sér ótakmarkaöar siglingar til og frá hinni öflugu flotastöö sinni á Kolaskaga. Þeim er heldur ekki um, aö norðmenn reisi oliubor- turna, á þessum slóöum, sem auöveldlega gætu veriö dular- gervi njósnastööva NATO til þess aö fylgjast meö herskipaumferö. APAKWETU Jj a \'í 1 UF UNI v r Castro í Angola Fidel Castro, forseti Kúbu, sem að undanförnu hefur verið á ferðalagi í suðurhluta Afríku og hvar- vetna verið mjög vel fagn- að, sagði í Luanda, höfuð- borg Angóla í gær, að stjórn hans mundi ekki setja „alþjóðlegum skyld- um" sínum til að styðja Angola neinar takmarkan- ir. Þetta er fyrsta heimsókn Castr- os til Angóla, þar sem þúsundir kúbanskra hermanna hafa barist viö hliö herliös, Agostinho Neto forseta, I borgarastyrjöldinni. Hann kom fram á útifundi i ,,Golf”-hverfinu I Luanda þar sem þúsundir manna voru samankomnir og hrópuöu slagorö honum og Neto forseta til heiðurs. Hvarvetna á leiö Castros um hin sjálfstæöu riki blökkumanna I suöurhluta Afrlku hefur honum veriö tekiö meö kostum og kynj- um. Myndin hér viö hliöina sem tekin var af heimsókn hans til Tansaniu gefur nokkra hug- mynd um móttökurnar. — Podgorny forseti Sovétrlkjanna er einnig á feröalagi um sömu rlki, og hefur nánast þrætt slóö- ina eftir Castro, en til þess er tekiö, aö móttökurnar hafa ekki veriö eins innilegar. Jarðskjálft- inn í íran Leit úr lofti og á landi hefur nú veriö hert á jaröskjáiftasvæö- unum i Suöur-iran, en nú er meö vissu vitaö um 130 aö minnsta kosti, sem farist hafa I jaröskjálftunum á þriöjudag- Gíslornir af Entebbe í mól Fjörutíuog fjórir gislar sem ísraelsmenn björg- uðu á Entebbe-flugvelli í Uganda í fyrrasumar hafa nú höfðað skaða- bótamál á hendur Air France og Flugfélagi Singapore. Krefjast þeir 127 milljóna dollara bóta fyrir aö félögin hafi látiö undir höfuö leggjast aö gera viöeigandi ráöstafanir til þess aö fyrirbyggja flugrán. Flest þetta fólk eru Israelskir rikisborgarar, sem voru I hópi þeirra 250 farþega um borð i frönsku þotunni, sem rænt var eftir flugtak i Aþenu 27. júni i fyrra. Flugræningjarnir fylgdu palestinuaröbum aö máli, en sumir þeirra voru þó þýskir. Eins og menn minnast fengu ræningjarnir leyfi til aö lenda á Entebbeflugvelli i Uganda, þar sem þeir fengu inni I flug- stöövarbyggingu meö gisla sina. Léöi Idi Amin forseti þeim hermenn til þess aö aöstoöa viö vörslu gislanna. Cr hópi farþeg- anna var gyöingunum haldiö eftir, en hinum öllum leyft aö fara. Áhöfnin neitaöi þó aö yfir- gefa gislana.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.