Vísir


Vísir - 25.03.1977, Qupperneq 10

Vísir - 25.03.1977, Qupperneq 10
10 VXSIR Otgefamli: Heykjaprcnt hf. FramkvæmdastjóriiDavföCiuömundsson \ Hitstjórar :I>orsteinn Pálsson ábm. , ólafur Ragnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Brági GuÖmuAdsson.» FréttastJóri erlendra frétta:Guömundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar Guöfinnsson, Ellas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson, iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akureyrarritstjórn: Anders Hansen. UtliUteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús ólafsson. Ljósmyndir: Jens Alex- andersson, Loftur Asgeirsson, Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. SigurBsson. Dreifingarstjóri: SigurBur R. Pétursson. Áuglýsingar: Slöumúla 8. Slmar 11660, 86611. Askriftargjald kr. 1100 á mánuBi innanlands. Afgreiösla: Hverfisgata 44. Simi 86611 ’ Verö I lausasölu kr. 60 eintakiö. Ritstjórn: Slöumúla 14. Slmi 86611, 7 llnur Prentun: Blaöaprent hf. Akureyri. Simi 96-19806. Að ráða máltíðum borgaranna Þaö er alþekkt lögmál að í skjóli hafta þrífst spill- ing. Stjórnvöld/ sem vilja opna leiöir til óheilbrigörar viðskiptastarfsemi/ beita valdi sínu til þess að koma á höftum. Aðgerðir af þessu tagi eru oft ákveðnar undir yf irskini sparnaðar, en áorka sjaldnast nokkru i þeim efnum. Haftareglur eru því fyrst og fremst spillingarregl- ur. Núverandi viðskiptayfirvöld hafa gengið með nokkra haftakæki. Þeirra hefur helst orðið vart í gjaldeyrismálum enda viðgengst á þeim vettvangi veruleg viðskiptaspilling með vitund yfirvalda. En höftin eru ekki einvörðungu þáttur í spillingar- starfsemi.þau eru tæki stjórnvalda til þess að hlutast til um málefni einstaklinga. Það er nægur gjaldeyrir til i landinu fyrir ferðamenn. Ríkisstjórnin neyðir fólk hins vegar til þess að kaupa hluta hans á svörtum markaði til þess að geta haldið því fram í stjórnmála- áróðri að reynt sé að stemma stigu við gjaldeyrissóun. Gjaldeyrisyfirvöld hafa löghelgað sérstakt skömmtunarmiðakerfi til þess að hafa stjórn á mat- aræði ísiendinga í hópferðum erlendis. Ekki er nóg með að yfirvöldin ákveði hversu mikið menn eigi að borða. Reglur hafa einnig verið settar um það, hvar menn megi matast. Þessi höft hafa ekkert með gjaldeyrissparnað að gera, þegar á heildina er litið. Þau eru aðeins tilraun til þess að skerða ferðafreisi og ráða yf ir því hvernig menn sinna frumstæðustu þörfum sínum. Þeir sem njóta ávinnings af þeirri spillingu sem þrífst í kring- um þetta kerfi eru að sjálfsögðu ávallt reiðubúnir að verja það i bak og fyrir. Kjarni þessa málser hins vegar sá, að í frjálsu landi er þessi afskiptasemi af einkamálum borgaranna al- gjörlega óþolandi. Og að hinu leytinu er ekki unnt að liða þá spillingu sem spinnst í kringum haftakerfi af þessu tagi. Það er þvi sjálfsögð krafa, að eðlilegir viðskiptahættir verði innleiddir á þessu sviði. Hér hefur lengi verið við lýði sú regla að mönnum er óheimilt að eiga erlendan gjaldeyri að viðlagðri á- byrgð að lögum. Erlendis þekkist það hins vegar, jafnvel austan járntjaldins aö menn búa við þau sjálf- sögðu réttindi að mega eiga erlendan gjaldeyri og geta lagt hann inn á bankabók til ávöxtunar ef þeim sýnist svo. I frjálsu þjóðfélagi ætti það ekki að vera deiluefni hvernig skipa eigi málum að þessu leyti. Fyrr í vetur lýsti viðskiptaráðherra yf ir því á fundi að ýmsir menn hefðu undir höndum erlendan gjaldeyri, sem fenginn væri með löglegum hætti. Sagðist hann vera að íhuga, hvort leyfa ætti þessum aðilum að eiga þennan er- lenda gjaldeyri og ávaxta hann á bankabókum. Viðskiptaráðherra taldi þetta koma til álita í því skyni aðtreysta gjaldeyrisstöðu bankanna. Þrátt fyr- ir jákvæðar yfirlýsingar af þessu tagi hefur ekkert gerst. Þvert á móti hafa haftareglurnar enn verið hertar. Tími er því til kominn að skynsamir menn grípi inn i þessi mál og knýi fram breytingar. Hér er um tvíþætt mál að ræða. Það snýr i fyrsta lagi að borgurunum og rétti þeirra til þess að taka ein- földustu ákvarðanir, er snerta þá sjálfa. I annan stað er hér um að ræða viðskiptaspillingu sem óhjákvæmi- lega fylgir hvers konar haftareglum. Og að því er þessi málefni varðar, sem hér hefur verið vikið að, sýnist engin undantekning hafa orðið á í þeim efnum. Davið Sch. Thorsteinsson ó órsþingi iðnrekendo í gœr: Föstudagur 25. mars 1977 vrsm Iðnrekendur re ef iðnaðinum verða búin sömu starfsskilyrði og keppinautar hans búa við „tslenskir iönrekendur eru reiöubúnir aö greiöa starfsfólki sinu verulega hærri laun, ef iönaöinum veröa búin sömu starfsskilyröi og keppinautar hans búa viö”, sagöi Daviö Sch. Thorsteinsson, formaöur Félags isl. iönrckenda, i ræöu sinni á árs- þingi félagsins I gær. Og hann hélt áfram: „Vörn iönaöarins hingaö til gegn óeöli- legum starfsskilyröum hefur ver- iö aö halda niöri launum starfs- manna sinna. Þetta veröur aö breytast. Starfsfólk iönaöarins má ekki vera láglaunafólk”. Ársþingiö hófst fyrir hádegi I gær, en eftir hádegi flutti Davfö ræöu sina og ráöherrarnir Gunn- ar Thoroddsen og Matthias A. Mathiesen fluttu ræöur, sá fyrr- nefndi almennt um stööu iönaöar- ins en sá siöarnefndi um skatta- málin. i ræöu sinni benti Daviö á, aö framleiösluverömæti iönaöar heföi aukist tvisvar sinnum meira en velta þjóöfélagsins, þ.e. þjóöartekjur, á siöasta ári. Þá heföu viöskiptakjörin batnaö á siöasta ári, þótt þau væru f heild ekki oröin jafn hagstæö og þau voru á árinu 1974. „Mismunurinn staðreynd" Hann geröi siöan aö umtalsefni skýrslu Þjóöhagsstofnunar um hag iönaöarins, sem nýlega kom út, og sagöi aö i skýrslunni kæmi m.a. fram eftirfarandi: — iönaöurinn greiöir aö meöaltali 30% (eöa 1/3) hærri vexti en hinir höfuöatvinnuvegirnir, — hlutur iönaöar i útlánum bankakerfisins minnkaöi úr 13% áriö 1970 i 9,4% áriö 1976, — framlög til iönaöar eru aöeins 0,6% af fjárlögum 1977, en hins vegar eru framlög til sjávarút- vegs 2,1% og til landbúnaöar 5,1%, — iönaöurinn greiöir 3,5% launa- skatt, en landbúnaöur og fisk- veiöar greiöa engan launaskatt, — heimilt er meö lögum aö leggja 3 sinnum hærra aöstööugjald á iönaö en fiskveiöar. Reykjavikur- borg notar heimild þessa á þann hátt, að aðstöðugjald á iðnað er 5 sinnum hærra en á, fiskveiðar, — vélar, húsnæöi og annar búnað- ur iðnaöarins i dag er mun dýrari en erlendra keppinauta, vegna þeirra háu gjalda, sem lögð hafa verið á framleiöslutæki iönaöar- ins o.s.frv., o.s.frv.. Framlenging á aðlögunartímanum Davið sagöi, aö þessar upp- lýsingar sýndu, aö enn væri ekki búiö aö koma aöbúnaðarmálum iönaöarins i þaö horf, sem hefði þurft að vera þegar áriö 1970, er aölögun aö friverslun hófst. Nauösynlegt væri þess vegna, eins og iönrekendur heföu marg- bent á, aö framlengja aðlögunar- timann. „Nú, þegar skýrsla Þjóöhags- stofnunar liggur fyrir, og staö- — Kunni Norðurlandaráð að halda sig innan æskilegra marka i framtíðinni, þrátt fyrir gagnrýni um „máttlausa stofnun” og láti ekki brýnast til óheppiiegra stórræða, getur svo farið að þvi takist að visa öðrum veginn tii æskilegrar þjóðarsamvinnu i framtiðinni. — Ljósm. Loftur. NEÐANMALS Á tuttugu og fimm ára afmæli Noröur- iandaráös mun islendingum sjálfsagt efst i huga hve litlu norræn samvinna hef- ur áorkað, og munu þeir i þvi efni eiga nokkuö sammerkt meö færeyingum og álandseyingum. Ekki þýöir þetta þó aö norræn samvinna hafi veriö tiöindalitil, vegna þess aö innan hennar skortir ekki góöan vilja, en hún hefur ekki leitt til þess jafnaöar i menningarlegum efnum, sem af henni var vænst né þeirra opnu og al- hliða samskipta, sem hugsjónir manna stóöu til i upphafi. En þá er á þaö aö lita að tuttugu og fimm ár eru skammur timi I lifi rikjabandalags. LITLU BRÆÐURNIR i ÖSKUSTÓ MENNINGAR- MÁLANNA Þess hefur óneitanlega gætt, aö innan Noröurlandaráðs hittast stórir bræöur og •litlir. Og i staö þess aö reisa sina litlu bræöur til nokkurs menningarlegs jafn- ræöis meö hlutfallslega meiri fjárveiting- um til þeirra úr sameiginlegum sjóöum, hafa hinir stóru bræöur, Sviþjóö, Dan- mörk og Noregur sótt svo fram til inn- byröis skipta aö litlu bræöurnir hafa setiö að nokkru eftir i öskustónni. Um hrein pólitisk efni hefur gilt meira jafnræði enda er t.d. lýöræöi jafn stórt á Islandi og i Noregi, Finnlandi og I Svlþjóö hvaö sem liður höföatölureglu. TRYGGING GEGN EFNAHAGSLEGUM YFIRGANGI Samvinna á sviöi efnahagsmála hefur einna mestan svip jafnræðis innan Noröurlandaráös. Má i þvi efni nefna Norræna fjárfestingarbankann, sem ný- lega er tekinn til starfa, en skuldbinding- ar hans geta numið 225 milljöröum Is-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.