Vísir - 30.03.1977, Blaðsíða 20
VÍSIR
Miövikudagur 30. mars 1977.
Hundrað þús-
und fyr-
ir höggið
Hundraft þúsund krónur
sættist maöur nokkur á aö
greiöa lögregluþjóni vegna
höggs sem hann veitti lög-
regluþjóninum i andlitiö fyrir
nokkru.
Atburðurinn átti sér stað i
miðborginni i Reykjavik. Lög-
regluþjónninn var þar á varð-
göngu ásamt öðrum og veitti
maðurinn honum höggið að
ósekju. Mál þetta fór ekki
fyrir sakadóm heldur sættist
maðurinnsem fyrr segir á að
greiða lögregluþjóninum
þessa upphæð.
— EA
Bernharður
bíður heim-
fararleyfis
Séra Bernharður
Guömundsson og fjölskylda
lians eru enn i Addis Abeba i
Eþiópiu. Þau biöa þar eftir
vegabréfsáritun til aö fá aö
fara úr iandi og eru að ganga
frá úmsum málum sinum.
Biskupsskrifstofan sagöi
Vísi i morgun að ekki væri
búist við aö þau hæfu
heimferðina, fyrr en um
miöjan april.
Það er nú tiltölulega kyrrt
i Eþiópiu, þrátt fyrir áfram-
haldandi skæruur i norður-
hluta landsins. Allt errólegt i
höfuðborginni og séra Bern-
harður og fjölskylda höfðu
það gott, þegar siðast frétt-
ist. —ÓT
Jíii
rólegt
við
Kötlu
,,Þaö hefur allt veriö rólegt
þarna á svæöinu viö Kötlu siö-
an á dögunum aö hræringarn-
ar uröu” sagöi Páll Einarsson
hjá Kaunvisindastofnun há-
skólans er viö höföum sam-
band viö hann í morgun til ab
forvitnast um hvort eitthvaö
væriaö gerast á Kötlusvæðinu
þessa stundina.
,,Þessi kveisa sem hún fékk
þá stóö ekki yfir nema i
klukkustund en siöan hefur
hún ekkert bært á sér umfram
þaö sem verið hefur vanalegt I
ár” sagöi Páll.
— klp—
Sólarlandaferðir nú
allt órið um kring
— og aldrei jafn mikið framboð og í sumar
Mjög aukiö framboö er á
sóiarlandaferöum i sumar og
þykir sumum feröaskrifstofu-
mönnum óliklegt aö farnar
verði allar þær ferðir sem búiö
er að auglýsa. Þá eru feröa-
skrifstofur nú aö taka upp nýj-
ungar sem veröa til þess aö ekk-
ert lát verður á sólarlandaferö-
um allan ársins hring.
Það er i rauninni ekkert nýtt
að i upphafi „vertiðár” séu aug-
lýstar fleiri ferðir en farnar
verða. Það hefur oft verið gert
áður að hafa framboð mikið i
byrjun. Þegar svo pantanir fara
að berast og linurnar skýrast, er
stokkað upp og ákveðið endan-
lega hvaða ferðir verða farnar.
Hinsvegar eru ferðaskrifstof-
urnar nú orðnar sex talsins og
hafa bætt við löndum, þannig að
framboð hefur aldrei veriö jafn
mikið og núna.
Þá eru nú úr sögunni skilin
milli sumar og vetrarvertiöar.
Sumar skrifstofurnar eru nú
farnar að skipta áætlunum beint
af Kanari og yfir á aðrar
Spánarlendur fyrir sumariö, og
skipta svo án hlés, yfir á
Kanari aftur, þegar þar að
kemur.
Ferðaskrifstofan Sunna bætir
um betur og býður nú Kanari-
eyjar og Mallorca allt árið.
Guðni Þórðarson forstjóri segir
að með þvi aö gera heils árs-
leigusamninga við hótel, fáist
töiuverð verðlækkun og verður
hún látin koma fram i sumar-
verði á Kanari og vetrarverði á
Mallorca, meðan verið er aö
kynna þessa staði á nýjum árs-
timum.
Að sögn ferðaskrifstofanna er
þegar farið að berast töluvert af
pöntunum. Ekki mun það vera
neitt óvenjulega mikið, en þó er
að verða uppselt á nokkra vin-
sælustu staðina á besta timan-
um. —ÓT.
Rekstrarjöfnuður ríkissjóðs 1976:
Mikill mismunur
upphœð eililífeyris lífeyrissjóðanna:
Byrjað að
hreinsa
Byrjaö er aö hrcinsa burt
rústir Bernhöftstorfunnar,
sem brann á laugardaginn
var. Þaö er fjármálaráöu-
neytiö sem ákvaö þessa
hreinsun, en fulltrúi frá hús-
friöunarnefnd Reykjavikur-
borgar mun fylgjast meö
verkinu og hiröa þaö, sem
heillegt getur talist úr rústun-
um.
Það er sem kunnugt er
rikið, sem á Bernhöftstorfuna,
og það verður þvi rikisvalds-
ins, i samráði við borgaryfir-
völd, aö ákveöa endanlega,
hvað gert verður á lóðinni.
Ljósmynd-Jens.
Róðherrar fengu 1358 þúsund
í fyrra en hjúkrunarkonur 330
Mikill munur er á þvi hversu
háan ellilifeyri hinar ýmsu
starfsstéttir fá úr lifeyris-
sjóöum sinum.
Á síöasta ári var t.d. mebal-
tals ellilifeyrir hjúkrunar-
kvenna 330 þúsund krónur, og
barnakennara 056 þúsund krón-
ur, en meöal ellilifeyrir alþing-
ismanna var 956 þúsund krónur
og ráðherra 1358 þúsund, segir I
mars-hefti Félagstíðinda
Starfsmannafélags rikisstofn-
ana.
A siöasta ári fengu 66 aðilar
bætur úr alþingismannadeild.
Lifeyrissjóðs starfsmanna
rikisstofnana. 37 fengu makalif-
eyri, samtals 17.6 milljónir, og
29. ellilifeyri, samtals 27.2
milljónir.
Sama ár fengu niu aðilar úr
ráðherradeildinni. Þrir ' fengu
makalifeyri að upphæö 2.4
milljónir króna, en 6 ellilifeyri
að upphæð 8.1 milljón.
Ef teknar eru saman maka-
ogellilifeyrisbæturkemur iljós,
að i fyrra fengu 66 aðilar 44.8
milljónir króna úr alþingis-
mannadeildinni, og 9 aðilar 10,5
milljónir úr ráöherradeildinni.
Sama ár fengu 140 bótaþegar
einungis 38.2 milljónir króna úr
lifeyrissjóði sjómanna. —ESJ
Jákvœður í fyrsta
sinn sfðan 1972
Rekstrarjöfnuður rikissjóðs
varð hagstæður i fyrra um
nokkur hundruð milljónir, og er
það I fyrsta sinn síðan áriö 1972,
en þá var rekstrarjöfnuöurinn
hagstæöur um 100 milljónir
króna.
Þetta kemur fram i skýrslu
fjármálaráðherra um afkomu
rikissjóðs 1976, sem lögö var
fram á þingi i gær.
Þar kemur einni fram, að
rekstrarútgjöld voru i fyrra
lægra hlutfall af vergri þjóðar-
framleiðslu en þau hafa verið
siðan 1973. Samkvæmt bráða-
birgðatölum námu heildarút-
gjöldin I fyrra 27.3% af þjóðar-
framleiðslunni, en árið 1975
31.4%. Ef rekstrarútgjöldin
hefðu átt aðhalda sama hlutfalli
i fyrra og árið þar á undan hefðu
fjárlögin þurft að hækka um 10
milljarða króna. —ESJ