Tíminn - 09.07.1968, Qupperneq 2
2
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 9. júlí 1968
ADIDAS
KNATTSPYRNUSKÓR
Hina heimsfrægu
ADIDAS
knattspyrnuskó eigum við nú, bæði fyrir
gras -og malarvelli. —
— Póstsendum —
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
Skódeild. Sími (96)-21400.
Gúmmívinnustofan h.f.
Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688
AUGLÝSIÐ í TÍMANUM
r i i
SKARTGRIPIR
yv/L —i i
Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. —
- SIGMAR & PÁLMI -
Hverfisgötu 16 a. Súnl 21355 og Laugav. 70. Simi 24910
auppsagmr
3. starfsári Laugargerðisskóla á
Snæfellsnesi lauk 31. maí s.l. Nem-
endur skólans voru alls 126, þar
af 90 barnadeildum en 36 í I. og
II. bekk gagnfræðastigs. Fastir
kennarar voru 3 auk skólastjór-
ans Sigurðar Helgasonar. Ráðs-
kona var Guðrún Hallsdóttir, en
auk hennar störfuðu 4 stúlkur við
mötuneyti og ræstingu. Nemend-
ur í heimavist voru að jafnaði
63—67. Kennslutilhögun var svip-
uð og árið áður nema að því
leyti að nemendur I. bekkjar
gagnfræðastigsins voru nú allan
veturinn í skólanum og 8 ára börn
sem ekki eru skólaskyld, fengu
59 skóladaga. Félagslíf í skólan-
um var mikið meðail nemend.a
og íþróttaáhugi mikill. Margir
gestir heimsóttu skólann að venju.
Bindindismót var haldið í skól-
anum með þátttöku nemenda
Barna- og unglingaskólans í Stað-
arsveit. I. bekkur gagnfræðastigs
fór í náms- og kynnisför til
Reykjavíkur í febrúar, en II.
bekkur í 3ja daga skemmtiferð
um Suðurland að prófum lokn-
um. Heilsufar í skólanum var gott
þar til síðustu vikurnar að inflú-
ensa herjaði á nemendur. Próf-
um lauk 22. maí. Barnaprófi luku
13 nemendur og hlaut hæstu eink-
unn Anna Kristín Stefánsdóttir
frá Stóru-Þúfu, 8.70. Unglingaprófi
luku 15 nemendur og hlaut hæstu
einkunn Kristín Jóhannesdóttir
frá Jörfa, 9.48. Hlaut hún verð-
laun úr Bóka- og menningarsjóði
skólans fyrir frábæra ástundun
við nám og námsárangur. Sjóð
iþennan íltofnaði Félag Snæfell-
inga og Hnappdæla í Reykjavík
fyrir tveim árum með mjög mynd
arlegu framlagi. Handavinna nem
enda var mjög fjölbreytt og mynd
arleg og var hún til sýnis skóla-
slitadaginn.
HARÐVIÐAR
ÚTIHURÐIR
TRÉSMIÐJA
Þ. SKÚLASONAR
Nýbýlavegi 6
Kópavogi
sími 4 01 75
Frá Réttarholtsskóla.
Réttarholtsskólanum var slitið
föstudaginn 31. maí. í skólanum
voru 667 nemendur í 24 bekkjar-
deildum. 222 í I. bekk, 200 í II.
bekk, 158 í II. bekk og 87 í I.
bekk.
Við skólann störfuðu 24 fastir
kennarar og 17 stundakennarar.
Hæstar einkunnir á prófi hlutu
þessir nemendur: í I. bekk Vil-
mundur ilhjálmsson 9.30, í II.
bekk Ólafur Stefánsson, 9.33, í
III. bekk (utan landsprófs) Hjör-
dís Óskarsdóttir 8.15.
85 gagnfræðingar útskrifuðust
úr skólanum. Hæstu einkunn á
gagnfræðaprófi hlaut Guðrún
Finnsdótitr, IV. bekk A, I. ágætis
einkunn 9.01.
Undir landspróf gengu 60 skóla
nemendur og 2 utanskólanemend-
ur. Af skólanemendum stóðust 58
prófið (aðaleinkunn 5.00) en 46
nemendur fengu framhaldseink-
unn (meðaltal 6.00 í landsprófs-
greinum) eða 76,7 %
Hæstu einkunn á landsprófi
hlaut Magnús Guðmundsson, I.
ágætiseinkunn 9.31.
ið skólaslit gaf skólastjórinn,
Ástráður Sigursteindórsson, yfirlit
yfir skólastarfið og úrslit prófa og
ávarpaði að lokum hina ungu
gagnfræðinga.
Ennfremur afhenti hann bóka-
verðlaun þeim nemendum, sem
skarað höfðu fram úr í námi.
Þetta var 12. starfsár skólans.
Gagnfræðaskólinn á Akureyri.
Gagnfræðaskólanum á Akur-
eyri var slitið 1. júní, og fór at-
höfnin fram í hinum nýja hátíða-
og samkomusal skólans, sem tek-
inn var 1 notkun í vetur.
í skólanum voru í vetur 720
nemendur, sem skiptust í 19, bók-
námsdeildir og 7 verknámsdeild
ir. Kennarar voru 42, 29 fasta-
kennarar og 13 stundakennarar.
98 gagnfræðingar brautskráðust
að þessu sinni, 72 úr bóknáms-
deild og 26 úr verknámsdeild.
Hæstu einkunnir á gagnfræðaprófi
hlutu Jóhanna Jónsdóttir, I. 8.06,
Jóhannes Axelsson, I. 8.04, og
Ingibjörg Antonsdóttir, I. 8.00.
Til landsprófs miðskóla innrit-
uðust 79 nemendur, þar af 1 ut-
anskóla. Landspróf stóðust 58, en
44 náðu réttindaeinkunn til inn-
göngu í menntaskóla. Hæstu með-
aleinkunnir í landsprófsgreinum
hlaut Gunnar Þórðarson, I. ág.
9.33. Hæstu aðaleinkunn í skólan-
um á þessu vori hlaut Hólmfríð-
ur Vignisdóttir, I. bekk, I. ág.
9.28. Þau hlutu bæði bókaverð-
laun fyrir yfirburði í námi.
Aðrir verðlaunahafar voru þess-
ir: Guðrún Jóhannesdóttir hlaut
farandbikar fyrir hæstu einkunn
í íslenzku á gagnfræðaprófi. Lions
klúbburinn Huginn verðlaunaði
pilt og stúlku fyrir beztan árang-
ur í stærðfræði, bókfærslu, vélrit-
un og ritleikni á gagnfræðaprófi.
oru það þau Ragna Pálsdóttir
og Jóhannes Axelsson. Jóhanna
Jónsdóttir fékk bókaverðlaun frá
danska kennslumálaráðuneytinu
fyrir kunnáttu í dönsku og Ragna
Pálsdóttir, Helga Sigurðardóttir,
Guðrún Jóhannesdóttir og Sesselja
Steinarsdóttir verðlaun frá þýzka
sendiráðinu í Reykjavík fyrir
kunnáttu í þýzku. Þá voru þeir
Jóhannes Axelsson, umsjónar-
maður skóla, Sigurbjörn Gunnars-
son, formaður skólafélagsins,
Magnús Sigfússon og Páhni
Jakobsson verðlaunaðir fyrir for-
ystu í félagsmálum.
Félagslíf var mjög gott í vetur,
en leiðbeinendur nemenda í þeim
efnum voru kennararnir Einar
Helgason og Ingólfur Ármanns-
son. Mörg fþróttamót voru háð og
námskeið haldin. t.d. í mvndlist.
skák og bridge, og naut skólinn
þar stuðnings æskulýðsráðs og
æskulýðsfulltrúa Akureyrar.
Nokkrir málfundir voru haldnir,
og 2 tölublöð komu út af skóla-
blaðinu Frosta. 10 skemmtisam-
komur voru á vetrinum, allar
mjög vel sóttar og fóru prýði-
legn fram. Veglegastar voru ára
mótadansleikur, árshátíð og grímu
dansleikur.
Nokkrir afmælisárgangar voru
viðstaddir skólaslitin og færðu
skólanum veglegar gjafir. Skúli
Flosason, málarameistari, afhenti
skólanum háa fjmupphæð í bóka
safnssjóð fyrir hönd 20 ára gagn-
fræðinga, frú Erla Hrönn Ás-
mundsdóttir afhenti myndarlega
peningagjöf til hljómplötukaupa
frá 10 ára gagnfræðingum og Sig-
urður Sigurðsson, verzlunarmaður,
talaði fyrir hönd 5 ára gagnfræð-
inga, sem gáfu skólanum forkunn
arfagran og vandaðan ræðustól.
Allir minntust ræðumenn dvalar
sinnar í skólanum hlýjum orðum.
í lok skólaslitaathafnarinnar á-
varpaði skólastjórinn, Sverrir Páls
son, brautskráða nemendur og
árnaði þeim heilla og blessunar.
Hagaskóli.
Hagaskóla var slitið föstudag-
inn 31. maí. í skólanum voru í
vetur 812 nemendur í 28 bekkjar-
deildum.
Fastir kennarar við skólann
voru 25 og 19 stundakennarar.
ið skólauppsögn ræddi skóla-
stjórinn, Björn Jónsson, um starf
Hagaskóla - á liðnu starfsári, lýsti
úrslitum prófa og afhenti gagn-
fræðingum prófskirteini.
f I. bekk tóku 238 nemendur
próf. Hæstu aðaleinkunn hlaut
Brynhildur Scheving Thorsteins-
son, 9.37.
Unglingapróf þreytti 241 nem-
andi. 233 stóðust prófið. Hæstu
aðaleinkunn hlaut Ingibjörg Har-
aldsdóttir, 9.16.
Landspróf miðskóla þreytti að
þessu sinni 81 nemandi. Stóðust
allir miðskólapróf, og 73 náðu
framhaldseinkunn. Hæstu aðal-
einkunn á landsprófi hlaut Hafliði
Gíslason, 9.71.
Gagnfræðaprófi luku 112 nem-
endur og auk þess 2 nemendur
utan skóla. Hæstu aðaleinkunn
á gagnfræðaprófi hlaut Jón Unn-
dórsson, 8.84.
Margir nemendur hlutu bóka-
verðlaun fyrir afrek í námi og
vel unnin störf í þágu skólans.
Húsmæðraskólinn Laugalandi.
Húsmæðraskólanum á Lauga-
landi í Eyjafirði var slitið þann
14. júní að viðstaddri skólanefnd
og gestum. Sóknarpresturinn, séra
Bjartmar Kristjánsson predikaði,
en forstöðukona skólans frk. Lena
Hallgrímsdóttir ávarpaði náms-
meyjar og afhenti þeim próf-
skírteini. — Hún gat þess að skól-
inn hefði starfað í tæpa 9 nám-
uði og hefði hann verið fullskip-
aður, eða alls 40 nemendur og
hefðu þeir allir lokið prófi. Hæstu
einkunn hlaut Oddný Snorradótt-
ir, Hjarðarhaga, Eyjafirði, 9.35.
Forstöðukona gat þess að mikl-
ar og góðar breytingar hefðu far-
ið fram á skólahúsinu síðastliðið
sumar. Ennfremur skýrði hún frá
því, að þann 11. maí s.l. hefðu
gamlir nemendur heimsótt skól-
ann, en það voru 30, 20 og 10 ára
nemendur og færðu þeir skólan-
um fagrar og dýrar gjafir. Seinna
í vor barst skólanum einnig mikil
og vegleg gjöf frá sýslunefnd
Eyjafjarðarsýslu. Allt þetta bæri
að þakka en þó væri mestu um
vert þann hlýhug sem streymdi að
skólanum úr öllum áttum og bak
við allar aóðar eiafir laeei —