Tíminn - 09.07.1968, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 9. júlí 1968
TIMINN
7
HESTAR OG MENN
HROSSASKRAF
Sá kunni hestamaður og ferða-
langur Sigurður Jónsson frá Brún
flutti síðastl. sumar útvarpserindi
sem hann nefndi Hrossaskraf.
þeim tíma, (síðast í ágúst), og
raunar alltaf eru margir, sem
ekki hafa aðstöðu til að geta
hlustað og er því mörgum fengur
í að fá útvarpserindi á prenti.
Einkum á þetta við þegar mál
er kjarnyrt og efnismikið og
sum orðatiltæki ekki auðskilin við
skyndiheyrn. Því er þetta erindi
nú birt hér og mun ýmsum þykja
það nokkur fengur. — Vegna tak-
markana á rými verður að tví-
skipta erindinu og kemur seinni-
hlutinn í næstu viku.
G.Þ.
Þegar farið er að lýsa
einhverri langþekktri starfsemi og
gylla hana eins og t. d. gerði As-
geir Jónsson frá Gottorp um reið-
mennsku í bókum sínum „Horfn-
ir góðhestar I—II,“ þá dettur
ýmsum öðrum í hug hvort nú sé
ekki farið að halla til loka með
þá færni og kunnáttu, sem þar er
haldið fram. Slíka fræðslustarf-
semi um gamalkunnug verk eða
listir hefja ógjarnan — nema
heimska ráði eða framhleypni —
aðrir en þeir, sem þekkingu hafa
og áhuga á starfsgreininni og ór-
ar þá oft fyrir því — hvort sem
þeim er það greinilega Ijóst eða
ekki — að nú halli til muna frá
fornum menningarbrag niður í
afrækjuhátt og ómennsku.
Við áróður og bendingar slíkra
manna, sem Ásgeir var, getur svo
tiltekizt, að aftur rísi alda vand-
virkni og ræktarsemi, sem öllu
fleyti í höfn, en hitt mun því
miður tíðkast, að of seint er við
brugðið og er það skiljanlegt, þar
sem glöggustu mennirnir og starfs
glöðustu kjósa heldur að vinna
að hugðai-máli sínu mcð eigin
höndum en að eyða orku og tíma
í það að telja um fyrir sér heimsk-
ari mönnum, eða latari og láta
þá svo um þær framkvæmdir, sem
óvíst er að þeir hafi höfuð til
að skilja eða áhuga til að sinna.
• Ásgeir frá Gottorp t. d. notaði
hesta og sýndi afrek þeirra á með-
an honum entist heilsa, en skrif-
aði ekki að ráði um reiðmennsku
né hestakosti fyrr en honum voru
önnur störf við hrossaafskipti að
mestu óvinnandi, því væri ef til
vill rétt að athuga gang sinn og
meta hversu horfir einkum ef illa
horfir. Og nú er enn verr komið
en þegar Ásgeir skrifaði.
Breyttir tíðarhættir, krónusýki,
leti og fólksleysi til allra sveita-
starfa gera nú stórum erfiðara en
var fyrir tuttugu til þrjátíu árum
eða lengri tíma, að koma
við nokkurri hrossarækt. Bæði er
einyrkjum, sem mjög fer fjölg-
andi í gisnandi byggðum, örðugt
að tætast við álægja merar og
graðhesta á annatíma, og eins er
stórum hættara við, þegar fram-
kvæmdir þyngjast, að einstakir
umbrotamenn leggi undir sig alla
slíka starfsemi á stórum svæðum
og þá eru mistök þeirra, ef ein-
hver verða, hai-t nær óbætanleg,
en afglöp einstaklinga, sem láta
niður falla nauðsynjaverk eða
framkvæma heimskuhnykki, eru í
ófélagsbundnu umhverfi seinverk-
andi og oftar úrbótarhæf.
Að nefna dæmi um herfileg af-
glöp einstakra manna kynni að
teljast meiðyrði, enda verður dæm
um þeirra ekki flíkað að sinni,
en nærtæk eru þau og hörmu-
leg, mörgum kunn og víða orðin,
en öllum má vera ljós sú afsök-
un sumra þeirra flónsku, að ef
mikilhæfur gallagripur lendir í
byrjun í snillingshendur getur
hann auðveldlega komizt hjá að
sýna lýtin — ef til vill ill og mörg
— fyrri en á afkomendum sín-
um og þannig getur hann orðið
átrúnaðargoð ótal ginningarfífla
og orsök heilla hópa af mein-
gripum, sem trauðla verður út-
rýmt og sízt nema með löngum
tíma.
En góð tamning gallaðs undan-
eldisgrips er ekki eina afsökun-
in fyrir óheppilegu vali. Útflutn-
ingur einkum útflutningur ótam-
inna og lítt taminna hrossa hylur
niðurstöður margrar ættræktrar og
margra kyoblandana, þar sem af-
leiðingarnar hverfa, þá frá rann-
sókn, áður en öruggleg er
úr skorið hverjar þær ætluðu að
verða, og þá eru reikningsvillur
eðlilegar í meðaltali matshæfra
afkomenda og satt að segja ekk-
ert metanlegt nema ytraborðið,
sem að vísu hefir tognað í allar
áttir, síðan sýningar hófust, en
ef til vill meira fyrir batnandi
tíðarfar en batnandi ræktunarvit.
Útflutningur íslenzkra hrossa er
ekki aðeins sams konar athöfn og
að fela námsbók fyrir ncmenda,
heldur er hann líka gat, sem lek-
ur sumu af beztu gripunum frá
innlendri ræktun í hendur útlend-
inga, sem vitað er að sumir ætla
sér að auðgast á að ala upp þar
úti keppinauta heimaöldu hross-
anna, og svo miklu er ræktunar-
menning og yfirráðaskilyrði þar í
löndum betri en hjá okkur, að
vegna þess mismunar má það
heita leikur að gera þar öll rækt-
unarstörf örugglegar en hér. Það
er aðeins hugsanlegt að landverð
til hrossauppeldis og áhugi kaup-
enda reynist þar öðruvísi en vit-
að er hér og gæti það varið okk-
ur þyngstu samkeppninni. Það að
flytja út fylfullar merar og grað-
hesta er samt svo fávíslegt að
undrum sætir.
Þó skiptir meiru að vita hvað
maður ætlar að rækta og hvern-
ig það á að verða í framtíð held-
ur en hitt, þólt út flækist nokk-
uð af þeim hrossum, scm betur
hefðu verið kyrr heima og þar
til framtímgunar.
En hvernig eiga svo íslenzk
hross að verða og á hvað ber
mest kapp að leggja við ræktun
þeirra?
Fyrst og fremst þurfa þau að
vera heilsugóð og þola land sitt,
tíðarfar þess og afnot eigenda.
íslenzk veðrátta er misfellasöm
og einyrkjabú þolir það ekki að
gangnamaðurinn, sem þá gjarnan
er bóndinn sjálfur, verði úti í
haustleitum, af því að fjallhest-
arnir hans eru ekki færir um að
þola hungur, vosbúð og erfiði í
sameinaðri þrenningu um dægra
skeið, þótt til kunni að þurfa að
taka. Orkuna í skyndiafrek á hesta
Fyrri hluti
móti má auðveldlega fá fram mefi
eldi og æfingu en loðnuna til þess
að verja blóðheitan líkama fyrir
hitaláti í áfellum eins og komu
á Norðurlandi 1916 í fyrstu göng-
um og aftur 1929—‘34 og ‘63 á
sömu slóðum og sama tíma, þau
þola ekki uppstrílaðir húshundar
eða dekurbörn i marga ættliði.
Hér var loðnan nefnd, þótt ljót
þyki, en ekki mætti síður nefna
háræðastyrk og hjartaþol, sem
hvort tveggja æfist upp bezt á
ungum aldri og við misjöfn kjör
og er því öruggara hjá þeim
landkynjum, sem ekki eru ræktuð
upp til ákveðins leikaraskapar
heldur haldið að þeirri íþrótt
fyrst og fremst, að þola og seigl-
ast. Og íslenzkur nytjahestur þarf
ekki aðeins að þola íslenzkt veð-
ur og íslenzkar brekkur og lang-
ræði. Hann þarf fyrst af öllu að
þola manninn sinn og hafa það
lundarfar, sem minna bergður sér
við álag og illhrinur heldur en
jafnvel sá skrokkur. sem áður var
ætlað að duga, kemur þar ekki
illmennska til heldur ill nauðsyn.;
En þeir hestar halda bezt trausti j
til manns og hlýðni við mann, j
sem upphaflega hafa vanizt frjáls-
ræði og sjálfstæði en síðan tam-
izt til samneytis við manninn og
lært, að honum má löngum treysta
og að aðra tíma verður að verja
hann og fórna sér fyrir báða, þá
komna í þær klípur, verðskuldað-
ar eða ekki, — sem gildir heils-
una og jafnvel lífið að sigrast á.
Hér er að ég hygg, aðeins ein
leið til og hún er sú sama og
farin hefur verið frá upphafi ís-
landsbyggðar, er að vísu köld eins
og landið, en furðu raungóð, og
hún er sú að láta hross sín alast
upp á eigin framfæri svo sem
verða má innan þeirra takmarka
um forsjón og hjúkrun sem al-
menningssmekkur og dýravernd-
unarlöggjöf ákveða á hverjum
tíma. Þá fæðast upp vinnugripir,
sem uppkomnir þola veðráttu og
annað álag eins vel og hrosslíkam-
ir geta þolað erfiðleika. Þau hross
sem þannig verða til eru sum
svo eðlisforvitin að þau vilja öllu
kynnast, og svo lundstyrk að
þau hræðast hvorki mann né mis-
fellu fyrri en eftir illa raun af
öðru hvoru eða báðum. Slíkum
hrossum verður auðnáð til beizl-
unar og þau verða flóttalaus í
umgengni á meðan viðbúð
mannsins er hlýleg og réttlát. Þau
verða auðtamin og fljót í gagnið,
en þau verða sjaldan fyrir því að
nokkur maður reynist þeim mun
betur en þau væntu sjálf
sem verða kann um lítt mannvön
stóðhross og taka því sjaldan ann-
arri eins tryggð við eiganda sinn
og bezt má verða með lagaðan
skálk eða gæfan styggðarára, því
sú kynslóð er einnig til, sem er
eðlistortryggin og mannhrædd og
henni verður auk verka sinna að
kenna að manninn beri ekki að
óttast en eflaust að virða.
Sá lærdómur fæst með einni að-
ferð og aðeins einni: þeirri
að halda stillingu sinni og rétt-
sýni hvað sem í gerist og reyn-
ast skynmunni sinni örugg for-
sjón, vitrari og máttugri öllu
öðru, sem hún kynnast kann.
Að því fengnu og nógu marg-
reyndu verður styggur hestur
spakur og stundum svo innilegur
vinur húsbónda síns, að fáir
trúa nema séð hafi
En réttlæti og stilling er ekki
hverjum manni gefin og svo mjög
skortir aðra hvora eða báða hjá
fjólda manna, að fyrsti kostur
allra hrossa verður að teljast
hreinlyndi og hrekkleysi í þeirri
blöndu, sem. heita mætti umburð-
arlyndi. Þeir, sem annars óska
fremur, ættu sjálfir að reyna að
taka snúðinn af hraðvirkum og
þróttgrónum hrekkjarfanli,
hræðslugjörnum, tortryggnum og
illviljuðum og greiða atkvæði sitt
um kostina eftir þá reynslu, það
yrðu að minnsta kosti traustari
ummæli, sem svo fengjust, en úr-
skui’ður óvalinnar heildar, því
þegar til þess kviðdóms yrði kall-
að væri dautt eða lemstrað af
tamningaslysum eitthvað af stirð-
ustu mönnunum og heimskustu og
þannig sjálfrutt úr dómnum til
sjúkrahúss eða grafar. Þótt aðeins
hafi verið nefndur útflutningur
hrossa hér að framan, þá hafa
öll viðhorf verið miðuð við innan
landsnytjar, enda verður svo að
vera þar sem mikið af sauðfjár-
búum landsmanna verður alls
ekki stundað nema með tilhjálp
hesta og stóðbú eru enn síður
hugsanleg án vikahesta og
þótt potlhross ein skyldi ala. Jafn
vel holdanautabú kynnu að bæt-
ast þar við.
Leikföng handa útlendingum
er aftur ráð að láta þá sjálfa um
að smíða sér eftir sínum smekk
úr hverju því hráefni, er þeim í
hendur kemst, að minnsta kosti
er það vænlegra en að ætla af-
dalabændum á íslandi að geta til
smekks eða óska slíkra manna um
fram það, sem er almennt skyn-
samlegt. I-Iér hefir að talið er
við þau skilyrði, sem bóndinn
þekkir, orðið breyting til bóta í
ræktun nautgripa og sauðfjár. Ber
að þakka það og viðurkenna, og
væri freistandi að herma það um-
bótastarf eftir, að því er til hrossa
kemur, ef fært væri. En þar er
ólíkur vandi við.
Þótt miklu skipti að kýr eða
kindur séu umgengnisgóðar þá er
sá tregmælanlegi eiginleiki þeirra
minna áríðandi en tilsvarandi
geðslag hjá vinnufélaga eins og
hestur er, þótt sleppt sé skemmt-
unarhluta reiðmennskunnar. Það
er því þúsundfaldur vandi að
rækta hross borið saman við ann-
an bústofn og líkist engu hugs-
anlegu starfi nema helzt mann-
rækt, ef hún kynni að verða
stunduö.
(iDIUÓN STYBK4RSS0N
HÆSTARÉTTARLÖCMADUR
AUSTURSTRÆTI 6 SiMI IR3S4
HLAÐ
RUM
Hlaírim henta allstatlar: { bamahcr*
bergjiö, ungUngahcrbergW, hjánaher-
bergiB, mmarbtlstaðinn, veiðihúiið,
bamaheimili, heimavistarskóla, hótcl.
Helztu lostir hlaðrúmanna «ru:
■ Rúmin má nota citt og extt sér eða
hlaða þeim upp i tvxi eSa Jnjir
hxCir.
■ Hægt er aS ö aukalega: Nittborð,
stiga eSa hliSarborð.
■ InnaUmil rúmanna er 73x184 sm.
Híegt er að fi rúmin meS baðmull-
ar og gúmmldýnum eða in dýna.
■ Rúmín hata þrcfalt notagildt þ. e.
kojur/einstaklingsrúm og'hjónaiúm.
■ Rúmin eru úr tekki eða úr brénni
(brennirúmin eru minni ogódýrarí).
■ Rúmin era ðll f pörtum og tekur
aðeins um tvxr mfnútur aS setja
þau saman eða taka f sundur.
HtJSGAGNAVERZLUN
REYKJAVIKUR
BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI11940
K E N T Á R rafgeymar, í bifreiðar, báta og vinnuvélar, 36 mismunandi stærð-
ir, í allar bifreiðar, m.a. Cortina, VW, Skoda 1000, MB, Vauxhall, Fiat, —
Renault. Þér getið fengið KENTÁR rafgeyma hvar sem er á landinu, eða til-
senda gegn póstkröfu ,þar sem ekki er umboðsmaður.
I F=^VLJ[\J I 1 - I—l>^Vl=TvJ^F=^F=-|F^EDI
SÍrs/II 512-75
Sölustaðir í Reykjavík: Rafoeym;>M'nðslan Egill Vilhjálmsson, Hamarsbúðin h.f.
Síðumúla 21 Laugavegi 118 Hamarshúsi
og víðar