Tíminn - 09.07.1968, Síða 12
12
ÍÞRÓTTIR
TIMINN
ÍÞRÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 9. júlí 1968
Síöasta mínútan varð ör-
lagarík fyrir Akureyringa
— misstu af öðru stiginu, er Reynir jafnaði fyrir Val.
Alf-Reykjavík — Það er tæpast
ofmælt, a3 leikur Vals og Akur
eyrar á sunnudaginn hafi verið sá
lakasti í 1. deildinni á þessu keppn
istímabili. Áttust þó við lið fs-
landsmeistaranna frá síðasta ári
og toppliðið í deildinni um þess
ar mundir. Góð vörumerki, en
gæðin í öfugu hlutfalli. Spörk á
báða bóga án sýnilegs tilgangs
var „aðall“ þessa leiks, rétt eins
og um byrjendur í 5. flokki væri
að ræða.
Liengi leiit ii sem Akureyring-
um myndi auðnast að hljóta bæði
stigin á marki Kára Árnasonar,
sem hann skoraði á 10. mínútu
fyrri hálfleiks. En síðasta mínúta
leiksins varð Akureyringum örlaga
rík. Valsmenn sóttu þá mjög stíft
fram miðjuna. Sigurður Jónsson
ætlaði að gefa til Gunnsteins Skúla
sonar, sem var vel staðsettur. En
Gunnsteinn „fraus“ og hreyfði
hvorid legg né lið. Og það var
þá, sem Reynir skauzt eins og eldi
brandur fram og náði að pota
knettinum í mark, 1:1. Vel gert
hjá Reyni, en marírið varð honum
STAÐAN
Úrslit um helgina;
Keflavík — Fram
Valur — Akureyri
Vestimannaeyjar — KR
Staðan í 1. deilud er þá þessi:
Akureyri 5 3 2 0 9:2
Fram 5 2 3 0 10:6
KR 5 2 2 1 13:7
Valur 5 1 2 2 6:8
Vestm.
Keflavík
4 10 3
4 0 13
1:1
1:1
0:3
8
7
6
4
5:11 2
1:11 1
Frá útihand-
boltamófinu
Nokkrir leikir fóru fram í
meistaraflokki í útihandknattleiks
mótinu á sunnudaginn. í meistara
flokki kvenna sigraði Fram
Breiðablik með 13:9. í karlaflokki
sigraði KR Val með 16:11 og Þrótt
ur sigraði Ármann með 27:17. Tak
ist KR að sigra FH á fimmtudag
inn, kemst KR í úrslit á móti ann
að hvort Fram eða Haukum, en
þau lið leika einnig á fimmtudag.
Engar fréttir
fslendingar og frar háðu lands
keppni f sundi s. 1. föstudag. Því
miður hafa engar fréttir borizt
enn þá frá keppninni, þar sem sæ
símastrengirnir við útlönd hafa
báðir verið bilaðir og því erfitt að
afla fétta.
dýrkeypt, því að um leið og hann
spyrnti, sparkaði einn af varnar
mönnum Akureyrar í hann með
þeim afleiðingum, að hann datt
kyJliflatur og meiddist á fæti.
En þrátt fyrir, að Akureyring
ar misstu þarna af öðru stiginu á
elleftu stundu, halda þeir forustu
í 1. deild. Hafa þeir hlotið 8
stig, en Fram er í 2. sæti með
7 stig.
Eftir atvikum má segja, að úr-
slitin 1:1, hafi verið sanngjörn.
Akureyringar voru skárri aðilinn
til að byrja með og þá voru
Skúli Agústsson og Magnús
Jónatansson þeirra beztu menn.
í síðari hálfleik sóttu Valsmenn
heldur í sig veðrið, en duglegasti
maður liðsins var Bergsveinn Al-
fonsson. Sigurður Dagsson í mark
inu gerði alvarlega skyssu, þegar
Akureyringar skoruðu mark sitt,
en þá reyndi hann gjörsamlega
misheppnað úthlaup. Hins vegar
sýndi hann góð tilþrif síðar í leikn
um.
Steinn Guðmundsson dæmdi leik
inn og gerði hlutveriri sínu mjög
góð skil að vanda. Er næsta fá-
títt að sjá dómara fylgjast eins
vel með og Steinn gerði, en hann
er auðsjáanlega í ágætri úthalds
þjálfun, en það er atriði, sem
margir af dómurum okkar van-
rækja.
Fram vann
í 2. flokki
Alf-Reykjavík. — Einum
þætti útihandknattleiksmóts
ins lauk á sunnudaginn, en
þá sigraði Fram Val í úr.
slitaleik í 2. flokki kvenna.
Gífurleg þátttaka var í þess
um flokki og var keppt í
tveimur riðlum. Sigruðu
Fram og Valur í riðlunum
og léku siðan til úrslita.
Lauk þeim leik með sigri
Fram, 6:5.
Steen Schmidt Jensen og Lennart Hedmark. Aðalkeppnin var á milli þeirra
Svíinn Norðurlandameistarí
Lasinn ísl. keppandi á skemmtistað!
Landsliðsmarkvörður-
inn varði vítaspyrnu
— og bjargaði Fram frá tapi í Keflavík.
Sviinn Lennart Hedmark varð ' stig á milli þcirra. Hedmark Maut
Norðurlandameistari í tugþraut i 7625 stig, en Jensen 7603 stig.
annað árið í röð eftir skemmti- j Árangur beggja er betri en gild
lega keppni við Norðurlandamet- andi Norðuriandamet, sem Steen
hafann í greininni, Steen Schmidt > Schmidt Jensen setti fyrir nokkr-
Jensen. Þegar yfir lauk, skildu 22 um dögum, en það er 7592 stig.
Hins vegar verðu-r árangurinn,
sem náðist á mótinu núna, ekki
viðurkenndur, þar sem of miki'll
meðvind-ur var í nokkrum grein-
um.
Frammistaða íslenzk-u kepipend-
anna var vægast sagt b'ágborin,
því að engurn þeirra tókst að
ljúka keppni. Va-ibjörn Þorláks-
son og Páll Eiriksson hættu
keppni fyrri daginn — og Jón Þ.
Fram-leikmennirnir voru ekki |
beint upplitsdjarfir í Keflavík á!
laugardaginn, þegar dómarinn, j
Valur Benediktsson, dæmdi á þái
vítaspyrnu. Þetta skeði á 15. mín-
útu síðari hálfleiks og staðan var
1:0 Keflavík í vil. Draumur Kefl-
víkinga um að vinna loksins leik,
virtist ætla að rætast. Það eina,
sem þeir þurftu að gera, var að
skora úr vítaspyrnunni og imisigla
sigurinn.
Á því augnabliki, sem Sigurður
Albertsson, hinn vígalegi leikmað
ur í Keflavíkur-liðinu, fram-
kvæmdi vítaspyrnuna, var aðeins
einn leikmaður hjá Fram, semj
bar höfuðið hátt, nefnilega lands-
liðsmarkvörðurinn, Þorbergur Atla
son. Með ískaldri ró fylgdist hann
með hverri hreyfingu Sigurðar —I
Olafsson treysti sér ekki til að
ljúka keppni í síðustu grem-mni,
1500 metra Maupinu. Vel m'á vera,
að um eðlileg fónföll hafi verið
að ræða, en -al'la vega láriir það
il'la út, að só keppandi, sem Is-
Iand batt helzt von við, sagðist
hætta keipipni vegna lasleika, eu
sama kvöldið var hann mætfcur á
þekktum skemmtistað í borginm
og var þá ekki hægt að merkja
á honum, að hann væri eins lasten
og hann viMi vera láta.
En nóg um það. Framkvæmd
tugþrautarkeppninnar fór vel og
skipulega fram og var Frjáls-
íþróttasamtoandi fslands til Sóma.
Gerðu aðsúg
að dómaranum
Eftir leik Keflavíkur og
Fram í 1. deild s. 1. laugardag,
veittust keflvískir áhorfendur
að dómara leiksins, Val Bene
diktssyni. Hópuðust þeir um-
hverfis hann og létu öllum U1
um látum. Þessi framkoma Kefl
víkinga er þeim til skanunar og
á ekki að sjást á leikvöllum
hér. Enginn lögregluþjónn var
sjáanlegur, en ekki veitti af
að hafa þá viðstadda til að
veita dómurum vemd.
Eftir því, sem íþróttasíðan
hefur frétt, mun Dómaranefnd
KSÍ taka þetta mál fyrir, þvi
að ekki er víst, að dómarar fá
ist til að dæma í Keflavík að
óbreyttu ástandi. — alf.
og svo, þegar skotið reið af, varp-
aði Þorbergur sér í vinstra horn-
ið og varði. Glæsileg tilþrif hjá
hinum unga markverði. Með þessu
bjargaði hann Fram frá yfirvof-
andi tapi. Og þetta verkaði eins
og vítamínssprauta á aðra leik-!
menn Fram. Það leið heldur ekki
á löngu, þar til knötturinn hafn-
aði í maririnu hjá Keflavík eftir
skot Ágústs Guðmundssonar, en
þá hafði verið þung pressa á
Keflavík eftir aukaspyrnu, sem
Fram fékk rétt fyrir utan víta-
teig. — Mark Keflavíkur skoraði
Einar Gunnarsson á 10. mínútu
síðari hálfleiks með skalla eftir
fyrirgjöf Karls Hermannssonar,
mjög laglega gert.
Um leikinn í Keflavík er það
að segja, að hann var ekki upp
á marga fiska. Hann einkenndist
af dæmalausri hörku Keflavíkur-
leikmannanna, sem léku eins fast
og vægur dómari leiksins leyfði.
Mátti Fram vissulega þakka fyrir
að missa aðeins einn leikmann
slasaðan út af en það var Anton
Bjarnason. Keflavík tjaldaði öllu,
sem hún átti í þessum leik, m. a.
lék Jón Jóhannsson aftur með. Um
líf eða dauða var að tefla fyrir
Keflvíkinga. Þess vegna börðust
þeir af meiri hörku en dæmi eru
til og kalla Keflvíkingar þó ekki
allt ömmu sína í þessum efnum.
Þeir uppskáru líka annað stigið
og hefðu alveg eins getað hlotið
þau bæði. Einar Gunnarsson, Karl
Hermannsson, Magnús Torfason
og Magnús Haraldsson voru beztir
Keflvíkinga.
Framhald á bls. 15.
Maraþonhlauparar á Snorrabraut.
(Tímamyndir: GE).
Finnarnir röðuðu
sér í fyrstu sætin
Þrír Finnar röðuðu sér í þrjú
fyrstu sætin í Norðurlandamótinu
í Maraþonhlaupi, sem háð var á
laugardaginn, en þetta er jafn-
framt í fyrsta sinn, sem keppt er
opinberlega í þessari grein hér-
lendis. Hlaupið hófst á Laugar-
dalsvellinum og endaði þar.
Fjöldi manns fylgdist með hlaup
inu, en hlaupið var niður Borgar
tún, suður Snorrabraut og Reykja
nesbraut og síðan snúið við.
Eini ísl. keppandinn, Jón Guð-
laugsson, kom síðastur í m.ark
nærri fcveimur tí-mum á eftir
fyrsta manni. Tveir danskir kepp
endur gáfust upp á leiðinni. Hér
kemur tíminn á þremur fyrstu:
P. Ru-mmakko, F. 2 kl.st. 17:47,1
R. Tikka, F. 2 kl.st 18:49,2
P. Pystynen, F. 2 klst. 19:18,3
Sænskir keppendur urðu í 4.
og 5. sæti og Norðmaður í 6. sæti.