Tíminn - 09.07.1968, Side 16

Tíminn - 09.07.1968, Side 16
Skógarhólamótið tókst vel: ALDREIMEIRI HESTAUMFERD (TtmamyndirJIO. KJ-Reykjavík, mánudag. Aldrei mun hafa sézt meiri hestaumfer3, en núna um helgina í sambandi við Skógarhólamótið, sem sjö hestamannafélög á SV- landi stóðu fyrir. Þúsundir manna lögðu leið sína austur í Skógarhóla í Þing- vallasveit um helgina, og koim stór hluti þess fólks ríðandi á mótið, eins og vera ber. Veðrið var mjög gott eystra, um helgina, og fór mótið ágætlega fram. Að vísu urðu nokkur óhöptp, en vart meiri en við er að búast þar sem silikur mannfjöldi kemur saman. Munu tveir hafa fótbrotn'að og einn kvartaði um innvortis verk, eftir að hestur hafði faliið ofan á hann. Á kappreiðunum mun hæst hafa borið tvo landsfræga hesta, Þyt, í 800 metra stökki og Hroll í skeiði. Til góðra verð- launa var að vinna á kaippreiðun- um. Mikil hópreið hestamannafé- laganna flór fram á sunnudeginum og þá fór líka fram naglaboð- hlaup á milli félaganna. Haft er eftir bændum í Mos- felilssveit að öll holt hafði iðað seinni hluta dags í gær, en þá var stöðugur straumur hestamanna austan frá Skógarhólum. Sumarferð Framsóknar- félaganna í Reykjavík verður farin s*nnudaginn 21. júli n. k. Heimsóttar verða nýjar slóðir á Suðurlandi. Ferðin verður auglýst nánar í Tímanum á næstunni, en einnig gefur skrifstofa Framsóknarfélagana á Hringbraut 30 upplýs- ingar um ferðalagið, sími 24480. FYRSTIHVANNALINDIR JK-Egilsstöðum, mánudag. S. 1. föstudagskvöld lögðu upp þrettán manns héðan frá Egilsstöðum, og var fcrðinni heitið inn í Grágæsadai, sem liggur við norðurjaðar Brúar jökuls — sjö tíma ferð frá Egilsstöðum. Leiðaitgurinn hafði meðferðis fjórtán hundr uð kíió af áburði og um iiundr að kíló af grasfræi, og var þessu magni dreift þarna í dainuin, en hann liggur í ca. 200 metra hæð yfir sjávarniáli. Ætlunin er að dreifa síðar svip uðu magni á Jökuldalsheiði all miklu nær byggð. Lanilgræðslu sjóður lagði til áburðinn og fræið í þennan leiðangur. Ferðafólkið brá sér í Hvanna Framhala.a bls.,14. HARÐIJVDI ASTANDIÐ Á NORÐ-AUSTURLANDi: VÍÐA UM 90% TÚNA KALID IGÞ-Leirhöfn, sunnudag. ir Ferðalagi TÍMANS un landið »ð kanna harðindasvæð- in er lokið í bili. Hefur blaða- maður TÍMANS kannað bæði sprettuleysi og kal, og er það sannkölluð hryggðarmynd, sem blasir við viða á landinu, eins og fram hcfur komið í blaðinu. Almenningur mun að vísu eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því, hversu al- varlegt þetta er fyrir afkomu bóndans og fjölskyldu hans. Almenningur á auðvelt með að skylja þá óhamingu, ef hús brennur eða bátur sekkur, en áttar sig ekki eins á því, að maður geti staðið uppi eign- arlaus vegna þess að ekkert er hægt að heyja handa búpen- ingnum. Þannig er þetta víða á þessu sumri. ir Fundur var nýlega hald- inn á vegum Búnaðarsam- bands Norður-Þingeyjar- sýslu, og var tveimur mönnum falið að ganga á fund land- búnaðarráðherra og skýra hon um frá ástandinu. Mun þetta vera fyrsta sendinefndin á fund ráðherrans út af þessum er vitað. Annars heyrðust þær raddir víða meðni bænda, er blaðið talaði við, að þeir vilja fá landbúnaðarráðlierra norð- ur og austur svo að liaun kynnist ástandinu af eigin raun, og geti þannig betur gert sér grein fyrir vandræðunum og nauðsynlcgum ráðslöfun- um. Eins og áður hefur komið fram í blaðinu, er ástandið mjög alvarlegt víða, t.d. efst í Borgarfirði og í Ilrútafirð- inum, en þó mun það hvergi vera eins slæmt og á norðaust- urhorni landsins, eða á svæð- inu frá Tjörnesi, við Þistil- fjörð og á Langanesi en heita má, að þar séu víða 90% túnanna gjörónýt. Þetta þýðir, að skera þarf niður tilsvar- andi af búpening, nema eitt- hvað komi til bjargar. Þeir, sem fjárhagsgetu hafa, geta keypt eitthvað handa fénaðin- um, en fjárhagserfiðleikarnir eru miklir. Kemur þar m.a. til að víða á þessu svæði hafa bændur borið á í vor, 1 von um að ástandið yrði ekki eins alvarlegt og raun ber vitni um, og kostað öllu til eins og venju lega á vorin. Hafa miklir fjár- munir því farið til ónýtis Blaöamaður TÍMANS fór um Tjörnesið. Þar er víða mik ið kal í túnum, og minnir nokk uð á ástandið í Ilrútafirðinum en er þó öllu verra. Á Máná, sem er yzti bær á Tjörnesi, hitti Tíminn að máli Egil Sigurðsson, bónda. sem nú er að verða 75 ára gam- all. Sagði hann, að á þessu svæði hafi verið glærasvell á allri jörð, og á sumum túnum hafi glæran verið allt að fet á þykkt. En þegar fór að þiðna og vatn rann úr þessu niður í grassvörðinn, var frost, á hverri nóttu. Taldi hann, að þetta ætti mesta sök á skemmd unum. Á Máná er um helmingur túnsins ónýtur, en það er um 30 dagsláttur og mun vera hægt að fá hey handa tveim- ur kúm af því. Þá eru þar 100 kindur, og sagði Egill, að ekkert viðlit væri að halda i það, nema þá að byggja á matargjöfum, sem væri fjár- hagslega óframkvæmanlegt. Egill sagðist hafa búið í 60 ár á Máná, og aldrei hafi neitt þessu líkt skeð þar áður, jafn- vel ekki 1918 frostaveturinn mikla. Um viðbrögð baonda sagði hann, að þeir biðu enn þegj- andi og gerðu engar ráðstafan- ir, því að þeir vissu ekki enn hvernig þeir ættu að snúast við þessum ósköpum. Ekm- ig vona þeir, að ef mjög góð tíð kemur, þá muni sprettan á þeim blettum, sem ókalnir eru, taka við sér. Þeir vita þó ekki enn hvað það kann að verða mikið, og því erfitt að segja til um hvernig þetta end ar. Það verður ekki fyrr en líða tekur á sumarið, að bænd- ur sjá fyrir endann á þessu. Hann benti jafnframt á, að nauðsynlegt sé. að einhverjar ráðstafanir séu fyrir hendi þegar þar að kemur. Hann taldi, að þarna hjá sér á Tjörnesinu væri þetta Framnald á bls. 14. „Fyrirsjáanlegt að við lifum á sviðum í vetur“

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.