Tíminn - 23.08.1968, Síða 2

Tíminn - 23.08.1968, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. ágúst 1968. AIRAM RAFHLÖÐUR Stál og plast fyrir Transistortæki og vasaljós. RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS SkólavörSustíg 3. Sími 12975/76. Jaðarsmótið 1968 dagana 24. og 25. ágúst. Hljómar leika bæði kvöldin Ma'estro eru gestir mótsins Fjöllistamaðurinn Maurice del Monte skemmtir. Ferðir frá Gúttó Tjaldstæði Veitingar á staðnum Fjölbreytt skammtiatriði Omar Ragnarsson Júdó-sýning Skemmtiþáttur fþróttir UNDIRBÚNINGSNEFND Kennarar Kennara vantar að barna- og unglingaskóla Þorlákshafnar. Upplýsingar gefa skólanefndarformaður í síma 3632 og skólastjórinn í síma 3638. SKÓLANEFND. Kaffi í Reykjadal, Mosfellssveit Kvennadeild styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, efnir til kaffisölu sunnudaginn 25. ágúst kl. 15. Gómsætar kökur og brauð. Ferð frá Umferðamiðstöðinni kl. 2,15, — til baka kl. 19,00. STJÓRNIN. Kaupfélag norðaustanlands vill ráða verzlunarstjóra. Aðeins vanur maður kemur til greina. Upplýsingar gefur Starfsmannahald SÍS. TÍMINN ÞORSKURINN ER HREINN Alltaf af og til heldur maður, að nú sé það komið stórtækifær ið, sem bjargað geti íslandi úr klóm verðbólgu og annars kon ar efnahags-óáran. Svoleiðis var það um daginn, þegar maður að nafni James Smith hringdi frá Waslhington. Hann kynnti sig sem eiganda verzlunar, sem verzlaði eingöngu með ,,hreinar“ fæðutegundir. Næstu fimm mínúturnar fóru í' nauðsynlegar útskýringar á „hreinar" fæðutegundir, og ég held, að ég hafi ekki laumað út úr mér einu orði meðan Hr. Smith lauk upp fyrir mér þess um buldu leyndardómum. Hann sagði mér, að allur matur, sem vanalegt fólk æti, væri ban- eitraður. Allt grænmeti, sem ræktað væri í Ameríku, Væri úðað í skordýraeitri og yxi þar að auki undir himni saurguðum reyk og eimyrju frá þúsundum iðnfyrirtækja. Allt kjötmeti væri af skepnum, sem ætu gras .. af landi, sem úðað hefði verið ýmsum banvænum efnum, og þessi dýr hefðu sömuleiðis and að að sér óþverranum úr loft- inu. Öll eiturefnin settust í holdið, sem við síðan ætum. Ekki tæki betra við, þegar maður ætlaði að snúa sér að fiskmetinu, sagði þessi speking ur. Allur fiskur, sem veiddur væri skemmra en fimm hundr uð mílur frá ströndum hér, væri uppfullur af eiturefnum, sem hann fengi í sig í sjó mung uðum saur og iðnaðarsorpi úr stóránum. Þetta eitur settist mest í hausinn og næst sporði fisksins, og væri því alls ekki óhætt að éta nema miðstykkið og varla það. Hr. Smith sagði mér, að tveir frægir læknar stæðu bak við þessar kenningar, sem krystöll- uðust í því, að flestar meinsemd ir og krankleikar bandarísku þjóðarinnar stöfuðu af þessari eitruðu fæðu. Hann, Hr. Smith, hefði því ákveðið að koma þjóð sinni til aðstoðar á hættustund, og hefði hann nú sett á stofn verzlun í höfuborginni, sem ein göngu hefði á boðstólum „hreina“ fæöu. Sagðist hann fá nautakjöt frá Argentínu, hum ar frá Ástralíu, sérstaklega rækt að grænmeti frá Pennsylvaníu, og nú vildi hann athuga með að fá bæði lambakjöt ag fisk frá íslandi. Annar af læknunum góðu, hefði komist að þeirri nið urstöðu, að sjórinn kringum ís land væri „hreinastur“ í heimi, því íslendingar væru svo fáir, að úrgangurinn úr þeim væri eins og dropi í hafið. íslenzku lömbin væru á fjalli alla sína ævi, og ætu ekkert nema heil- næmt fjallagras, sem aldrei hefði kynnzt DDT sprautum. Ég var auðvitað alveg andakt ugur yfir þessu og sá fyrir mér stórkostlega möguleika, því Hr. Smith sagði oftar en einu sinni, að prísinn væri sko ekkert atriði. Viðskiptavinir sín ir vildu borga fyrir vöruna, því þeiir vissu, að heilsa þeirra og líf væri að veði. „D.eilir þú við lyfsalann um verðið á meðulun um, sem læknirinn ráðleggur, þegar þú verður veikur?” Þetta síðasta sagði hann sigri hrós- andi. Hann kvað unnendur „hreinu“ matvælanna vera úr betur efnaðri stéttum og vildu þeir fyrir alla muni ná sér í „hreinan" þorsk og „hrein“ lömb, og væri þeim skítsama, hvað það kostaði! Hr. Smith sagðist bráðlega mundu eiga erindi til Harris- burg, og ætlaði þá að líta við og ræða málin nánar. En það leið og beið'og ekkert heyrðist frá þessumsjálfskipaða velgjörð armanni bandarísku þjóðarinn ar og kannske líka þeirrar ís- lenzku. Var ég farinn a<f halda, að hann hefði ef til vill sjálf- ur verið búinn að éta of mikið eitur og væri nú fallinn í val- inn. _ Svo var það í gær, að hann allt í einu skaut upp höfðinu og var þá kominn hingað alla leið til Harrisburg. Þetta var hraustlegur náungi, einn af þess um fimmtugu mönnum með tví tugu skrokkana. Hann leit á mig með vorkunn, og sagðist • alltaf hafa haldið, að íslend- ingar, sem ætu ekkert nema ó- eitraðan mat, myndu bera af Bandaríkjamönnum, sem marg- ir hverjir væru að veslast upp, eins og rottur, sem étið hefðu eitur. Ég afsakið mig með því, að ég væri búinn að vera hér í nokkur ár, og fengi ekki nema af og til harðfisktutlu að heim- an, sem væri náttúrulega langt frá því að vera nóg til að við- halda hraustlegu útiliti og góðri heilsu. Hann var ennþá bjartsýnni nú, en þegar ég talaði yið hann í símann. Sagðist vera að kaupa aðra verzlun í Washington, og gæti séð sig í anda verða að keðju. (Allir, sem hér eru í bisness, hafa drauma um að verða að keðjum). Fleira og fleira fólk væri að sjá, að kenn ingin um eitrun fæðunnar væri sönn, og alltaf yxi hópur þeirra, sem vildu kaupa „hreina" fæðu. Ég hætti við að kveikja mér í pípunni, sem ég hafði troðið í, og laumaði henni í vasann svo lítið bar á. Ég gat rétt ímynd að mér, að tóbakssog myndi fara í taugarnar á þessum ný- fundna stórvini mínum. Lögð- um við nú á ráðin með það, hvernig ísland mætti verða til að hjálpa honum í herferðinni gegn eitrinu. Ætlaði hann að senda frystibifreið sína til Harrisburg að viku liðinni, og skyldi hún þar lesta ómenguð þorsk- og ýsu-flök. Ég komst ekki hjá því að finna þennan indælis þef, sem lagði út úr vitum Hr. Smiths, þá er við kvöddumst. Hélt ég í fyrstunni að maður yrði svona andsætur af að snæða einungis „hreinan" mat. Eftir nokkra umhugsun og eftir að hafa and að að mér djúpt í annað sinn, komst ég samt að þeirri niður stöðu, að þetta væri hreinn og ómengaður áfengisþefur! Þykir mér líklegt, að „hrein fæðumenn" verði af og til að skola sig innan, og hvað er þá hreinna, tfcrara og öruggara en örlítið brennivínstár? Þórir S. Gröndal. ★ JP-Innréttíngar frá Jónt’ Péturssyni, húsgagnaframleiSanda — augiýstar I sjðnvarpf. Stilhreinat) sterkar og val um viðartegundir og harðplast- Fram- leiðir einnig fataskápa. A5 aflokinni viítækrl kSnnun teljum vI5, aB Sta5la5ar hentt t flestar 2—5 herbergja fbúSir, elns og þær eru byggSar nú. Kerfi okkar er þannig gert, a5 ottast má án aukakostnaSar, staSfæra innréttinguna þannig a5 hún henti. ( allar fbúSir og hús. Ailt þettá •Ar Seljum. staðlaðar eldhús- Innréttingar, þaS er fram- leiSum eldhúsinnréttingu og seljum me5 öllum raftæk|um og vaski. Verð kr. 61-000,00 - kr. 88.500,00 og kr. 73 000,00. ir Innifalið 1 verSinu er eid- húsinnrétting, 5 cub/f. is- skápur, eldasaipstæða. me5 tveim ofnum, grillofnl og bakarofni, lofthreinsari me5 kolfllter, sinki - a - matlo uppþvottavél og vaskur, enn- fremur söluskattur- ★ Þér getið valiS um inn- lenda framleiðslu á eldhús- um og eflenda framleiðslu. fllelsa seni er stærsti eldhús- framleiðandi á meginiandl Evrópu.) ir Einnig getum við sm!5a5 innréttlngar eftir teikningu og óskum kaupanda. ir Þetta er eina tilraunin, a5 þvf er bezt verður vitað til að leysa öll. vandamál ,hús- byggjenda- varðandi eldhúsiS. ★ Fyrir 68.500,00, geta margir boðiö yður eldhúsiitn- réttlngu, en ekki er kunnugt Um, að aðrir bjóði yður. eld- húsinnréttingu, með eldavéi- arsamstæðu, viftu, vaski, uppþvottavél og fsskáp fyrir- þetta verð. — Allt innijaliS meðal annars söluskattur kr. 4.800,00. SöluumboS fyrlr JP -innréttingar. Umboðs- & helkfverzlun Kirkjuhvoli - Reykjavik Slmar: 21718,42137

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.