Tíminn - 23.08.1968, Side 3

Tíminn - 23.08.1968, Side 3
FÖSTUDAGUR 23. ágúst 1968. Annríkt hjá Loft- leiðum ; Annríkt verður hjá Loftleiðum á næstunni vegna gestakomu til : ráðstefnunnar „Nordisk Byggedag" sem haldin verður í Reykjavík. Laugardaginn 24. þ. m. kemur . fyrsta Rolls Royce leiguflugvél ' Loftleiða frá Helsingfors og Stokk i hólmi með 189 farþega, en daginn i eftir tvær leiguflugvélar, önnur Rolls Royce vél með 189 farþega ' og DC-6B með 82. Að ráðstefnunni lokinni, laug , ardagsmorguninn 31. þ. m. munu ; 580 gestir ráðstefnunnar fljúga ■’héðan með þrem leiguflugvélum i Loftleiða til Skandinavíu frá ; Keflavík, tveim Rolls Royce flug i vélum og einni DC-6B flugvél. Auk þess mun þá verða í Keflavík • áætlunarflugvél Loftleiða á leið til 1 Skandinaviu, fullsetin farþegum. ,'Mun afgreiðslufólk Loftleiða á . Keflavíkurflugvelli þurfa að ann ast brottför 460 farþega á vegum ‘ Loftleiða á tímabilinu frá kl. 8 • —9.30 þenna laugardagsmorgun, : auk annarra farþega, sem trúlega ■ munu vera þar á ferð á sama tíma. Námskeið fyrir söng- og tóniistarkennara Söngkennarafélag íslands hefur íhaft forgöngu um námskeið fyrir ■ söng- og tónlistarkennara dagana . 29. ágúst — 7. sept. Fengnir hafa verið 3 kennarar , frá Danmörku til að kenna á , þessu námskeiði, sem á að fjalla um sönginn sjálfan og söngkennslu ; fyrst og fremst. Lögð verður á- ; herzla á kórstjórn og kórsöng, en ýmis önnur efni tekin fyrir, t.d. I þjóðdansar og hreyfing eftir tón • list. Kennararnir, sem koma eru: ■ Svend G. Asmussen, sem er þekkt ur kórstjóri og kennari í Dan- ■ mörku. Kona hans Hanna Asmus sen og Fru Klari Fredborg. Þau ' þrjú hafa haldið slík námskeið víðsvegar í Danmörku m. a. við Danmarks Lærer-hþjskole. Tónlistarskólinn í Reykjavík lán ar húsnæði fyrir námskeiðið í nýja húsinu við Skipholt 33, en þar er aðstaða mjög góð eins og vænta má. Samhliða námskeiðinu verð ur höfð sýning á útgáfustarfsemi „Musikhþjskolens forlag“ Egtved Danmörku. En þetta forlag er eitt athafnasamasta nónataforlagið á Norðurlöndum og gefur út nótur og ýmis konar kennsluefni fyrir skól- ana en kórlög og ýmis stærri verk fyrir kóra og hljóðfæraflokka. Ýmsir aðilar hafa lagt fram fé til að standa straum af kostn- aði við þetta námskeið, t. d. Fræðslumálaskrifstofan, Fræðslu skrifstofa Reykjavíkur og Lands- samband blandaðra kóra. Þátttöku má tilkynna til Fræðslumálaskrifstofunnar eða til formanns félagsins Guðmundar Guð brandssonar í síma 30305. Styrkur til rannsókna á handritum Bólu- Hjálma rs Hinn 14. ágúst 1968, á afmælis degi dr. Rögnvalds Péturssonar, var úthlutað styrk úr minningar sjóði hans til eflingar íslenzkum fræðum. Ein umsókn barst, frá Eysteini Sigurðssyni, cand. mag., og var honum veittur styrkurinn, sem nemur 35.000 krónum, til rannsóknar á handritum Bólu- Hjálmars og til athugunar á stíl hans. Sjóðsstjórn skipa prófessorarnir dr. Halldór Halldórsson, dr. Stein grímur J. Þorsteinsson og há- skólarektor Ármann Snævarr, for maður, en vegna fjarvistar hans tók prófessor Árni Vilhjálmsson, vararektor, sæti hans í stjórn- inni. (Frétt frá Háskóla íslands). Bæklingur um akstur á akreinum. Frá því hægri umferð gekk í gildi hefur allmikið borið á því, að ökumenn aki að ástæðulausu, á vinstri akrein, þar sem tvær eða fleiri akreinar eru fyrir sömu akstursstefnu. Hefur þetta oft og tíðum haft í för með sér jnikið óhagræði og valdið umferðartöf- um, þegar tvær eða fleiri bifreiðar aka samhliða neðan við eðlilegan umferðarhraða. Einnig getur það hent, að sá ökumaður, sem lang- tímum saman ekur á vinstri ak- rein, finnst sem hann aki í vinstri umferð og getur það orðið til þess að hann falli í „vinstri villu“ í umferðinni. Lögreglan í Reykjpvík og Um ferðanefnd Reykjavíkur hafa á- kveðið að beita sér gegn þessu vandamáli og munu lögregluþjón ar verða næstu daga við þær göt ur, sem skipt er með akreinum til að leiðbeina ökumönnum um rétt val akreina. Munu þeir stöðva þær bifreiðar, sem telja má að ekið sé að gstæðulausu á vinstri ak- rein og afhenda ökumönnum þeirra leiðbeiningabækling um akstur á akreinum, sem fyrnefndir aðilar hafa gefið út. I boði í Sovétríkjunum Á síðastliðnu vori fengu Menn- ingar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna boð um að senda kvenna sendinefnd til hálfs mánaðar dval ar í Sovétríkjunum í boði Kyenna sambands Sovétríkjanna. Af hálfu M. F. í K. fóru utan Soffía Guðmundsdóttir fró Akur eyrardeild sam'takanna og var hún formaður sendinefndarinnar og frá Reykjavíkurdeild þær Njóla Jónsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir. Ennfremur var Olöfu Pálsdóttur myndhöggvara boðið að taka þátt í förinni en Ólöf er ekki félagsbundin. Dvaiizt var í Sovétríkjunum síð ari hluta júlí'mánaðar, fyrst í Moskvu, síðan var farið til Volgo grad. Þaðan lá leiðin til Armen ín og var dvalizt í nokkra daga í höfuðborginni, Erevan og ná- grenni. Á leiðinni til baka var komið við á Krím og dvalist tvo daga á Jalta, en þaðan flogið aft ur til Moskvu. Frú Liselotte Guð jónsson, kona íslenzka sendiherr ans í Moskvu, dr. Odds Guð- jónssonar, ferðaðist með sendi- nefndinni um Armeníu og Krím. Er komið var aftur til Moskvu og leið að lokum dvalarinnar í Sovét ríkjunum höfðu þau sendiherra hjónin móttöku í íslenzka sendi ráðinu fyrir sendinefndina og þær Framhald a Dis. lb. TÍMINN________________________3 Hið nýja hús Sparisjoðsins við Skólavörðustíg hefur vakið athygli fyrir sérstætt útlit. (Tímamynd Gunnar) Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis flytur í eigiö húsnæði f dag opnar Sparisjóður Revkja viikur og nágrennis afgreiðslu í eigin húsnæði, nýbyggingunni að Sk,ólavörðustíg 11. Sparisjóðurinn hefir alla tíð verið í leiguhúsnæði, fyrst að Hverfisgötu 21, en lengst af að Hverfisgötu 26, þ. e. á horni Hverf isgötu og Smiðjustígs, en það húsnæði er fyrir löngu síðan orðið allt-of lítið og ófullnægjandi. Með tilkomu hins nýja húsnæð is breytast öll starfsskilyrði spari- sjóðsins, og mun hann geta tekið að sér ýmis konar þjónustu, sem ógerningur hefir verið að leysa af hendi í hinu mjög svo takmark- aða húsnæði, sem hann hefir bú- ið við til þessa. Sparisjóðurinn var stofnaður 23. janúar 1932 að frumkvæði nokk urra manna úr Iðnaðarmannafélag inu. Þrem mánuðum síðar, eða 28. apríl 1932, tók sparisjóðurinn til starfa. Sparisjóðsinnstæður í Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis eru nú 305 milljónir króna, og varasjóður um 18 milljónir. Starfsemi sparisjóðsins hefir svo til eingöngu beinzt að því að veita lán út á. íbúðarhúsnæði. Framhald á bls. 15. Alyktanir vegna innrásar- innar i Tékkóslóvakíu EJ-Reykjavík, fimmtudag. f gær og í dag hafa blaðinu borizt nokkrar yfirlýsingar vegna innrásar 5 Austur-Evrópuríkja í Tékkóslóvakíu. Eru þessar yfir lýsingar til viðbótar við þær, sem birtust í blaðinu á fimmtudag, og fara hér á eftir. Frá Stúdentafélagi HÍ Stjórn Stúdentafélags Háskóla íslands ályktar eftirfarandi um Tékkóslóvakíumálið 21. ágúst 1968: „íslenzkir stúdentar fordæma í- hlutun erlendra ríkja í innanríkis mál Tékkóslóvakíu og lýsa yfir einlægri samúð með þjóðum lands ins. Þessi atburður er ótvírætt brot á stofnskrá Sameinuðu Þjóðanna, og er skorað á ríkisstjórnina að stuðla að upptöku málsins á Alls herjarþingi Sameinuðu Þjóðanna og lausn þess í anda samtakanna.-' (Ályktun þessi var samþykkt einróma og er afhent dagblöðum, útvarpi, ríkisstjórn íslands og sendiráðum Ráðstjórnarríkjanna og Tékkóslóvakíu hér á landi). Ályktun ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin gerði í dag á fundi sínum svofellda ályktun: Ríkisstjórnin fordæmir eindreg ið hernám og frelsissviftingu Tékkóslóvakíu, og jafnframt því, sem hún lýsir djúpri samúð með hinni tékknesku þjóð, harmar hún það áfall, sem viðleitnin til að draga úr viðsjám í heiminum hef ur beðið við þessar óréttlætanlegu aðfarir. 21. ágúst 1968. (Frá ríkisstjórninni). Samþykkt Æskulýðsfylkingar innar og Alþýðubandalagsins „Almennur útifundur haldinn í Reykjavik 21. ágúst á vegum Al- þýðubandalagsins í Reykjavík og Æskulýðsfylkingarinnar, sambands ungra sósíalista, samþykkir eftir farandj: Innrás Sovéthersins ásamt herj um annarra Varsjárbandalagsríkja í Tékkóslóvakíu er ósamrýmanleg grundvallarreglum um sjálfs- • ákvörðunarrétt þjóða og gengur í. berhögg við lýðræðis- og mann- gildishugsjónir sósíalismans. Engin gild rök hafa komið fram til rétt ■ lætingar þessari hernaðaríhlutun,, Framhald á bls. 15 Sigurður Lfndal afhendir Karel Jordan, verzlunarfulltrúa í tékkneska scndiráðinu, yfirlýslngu borgarafundarins í Gamla Bíó á miSvikudags- kvöldiS. Cyril Kaspar, verzlunarfulltrúi, I miSið. (Timamynd__________Gunnar) /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.