Tíminn - 23.08.1968, Qupperneq 6

Tíminn - 23.08.1968, Qupperneq 6
6 TIMINN FÖSTUDAGUR 23. ágúst 1968. Þáttur óttans við þjóðernis- stefnu í Ukraínu í hinni örlagaríku ákvörðun Rússa Leonid Breshnef og Janos Kadar, er varð forsætlsróðherra leppstjórn- arinnar í Ungverjalandi eftir innrás Rauða hersins 1956. Leonid Breshnef er Ukraínumaður, og þekkir því vel af eigin raun ástandið í heimalandi sínu. Krustjoff var elnnlg frá Úkraínu. ★ Hvað óttuðust Rússar í Tékkó- slóvakíu? Hvað var það, sem var ; þyngst á metunum, er hin örlaga- ríka áikvörðun var tekin, þvert of- í an í samkomulagið í Bratislava, ' um að gera inmrós í Tékkósló- vakíu? Enginn vafi er á því, að óttinn i við að hinar frjólslyndu skoðanir 1 og þjóðernisstefna Téteka, finni ' hljómgrunn innan Sovétríkjanna ■ sjálfra. Sú þjóðernisstefna, svo i sem aukin sjálfstjóm Slóvakíu innan tékkneska ríkisins, sem setti ; svip sinn á breytingarnar í Tékkó slóvakíu, var Rússum þyrnir í aug ' um. Það var ekki fyrst og fremst i óttinn við að glata úr höndum sér þeirri valdaaðstöðu, sem Kreml hefur haft í Tékkóstóvakíu og hættan á að missa þó hernað- arlegu stöðu, sem Rússar hafa . þar haft, sem að baki hinnar ör- ■r lagaríku ákvörðunar lá, heldur ■ vó þar áreiðanlega þyngra óttinn ’ við það, að smit frjálslyndis- og i þjóðernisstefnu bærist inn til Sovétrikjanna sjólfra. Sovétíherrarair horfa yfir þær • mörgu þjóðir frá Eystrasalti til < Svartahafs, sem þeir stjórna frá Moskvu. Hlýðn-i og dyggð Austur- Evrópurikja, sem' tóku við skip- unum frá Moskvu, hafa verið eins og veggur gegn vestrænum hug- • myndum og pólitískum álhrifum f i Rússlandi sjálfu. Með hinni nýju stéfnu Dubceks töldu Rússar að þessi veggur rofnaði og svoteallað ■’ ar hættulegar skoðanir breiddust , út í allar áttir, til_ Eistlendinga, , Lithaua, Letta, Úkraínumanna, , Bjelo-Rússa og annarra þjóða ' Sovétríkjanna — til um 60 millj. ■ manna, eða um fjórðung íbúa ■ Sovétríkjanna- Rússar óttuðust að • kröfurnar um þjóðernislegt sjálf- , stæði mundu verða háværari meðal þessara þjóða, þegar smitið hefði borizt frá Tékkóslóvakíu. ' Hvað eftir annað hefur Brézhneff aðalritari sovézka kommúnista- • flokksins, í ræðum sínum undan- < farið, varað jafnt við þjóðernis- stefnunni sem endurskoðunarstefn unni og talið þær mestu hætturn- , ar, sem nú steðjuðu að Sovét- samfélaginu. Þegar Brézhneff talar um þjóð- ernisstefnu hefur hann fyrst og fremst í huga Ukraínu, þar sem ' þjóðernistilfinning hefur grafið æ meira um sig og barátta fyrir við urkenningu þjóðiegrar menningar verið vaxandi á undanförnum ár- um. Um þessa sterku hreyfingu meðal Úkrainumanna má lesa t.d. í bók, sem nýlega hefur verið gef- in út á ensku og skrifuð er af úkraínska rithöfundinum Ivan Dzyuba. Bók þessa ritaði hann skömmu eftir fjöldahandtökur úkraínska menntamanna á árinu 1965. í bókinni segir hann, að ofsóknir á hendur öllum þeim, sem kallaðir eru þjóðernissinnar muni hvorki þjóna Úkraínu né kommúnismanum, en í Úkraínu er nú tízka Rússa að kalla þá þjóð- ernissinna í skammartón og fyrir litningar sem sýna minnstu til- hneigingu til að vilja halda í heiðri þjóðlegri menningu eða láta í ljósi veikustu áihyggjur varð andi örlög úkraíanskar þjóðmenn ingar og tungu. í bók sinni notar Dziyuba sem brjóstvörn tilvitnanir í Lenin, Marx og Engels, er hann rökstyð- ur rétt þjóða Sovótríkjanna til að varðveita þjóðlega mennlngu sína og mál. Þessar tilvitnanir hafa sennilega bjargað Dzyuba frá þv£ að lenda opinberlega í ónáð.eða í fangelsi. — En það var einmitt Ivan Dzyuba, sem hélt ræðu á ólöglegum fundi á 25 ára afmæli fjöldamorðanna við Baby Jar, þar sem nazistar myrtu 50 þúsund Gyð inga og þúsundir Úkraínumanna. Það er fyrst nú, sem fréttist af þessari ræðu. í henni sagði Dzy- uba meðal annars um þjóðernis- stefnuna: Þjóðernisvandamálið hefur orðið fóraardýr samsæris þagnarinnar. Leiðin til raunveru- legs og ærlegs bróðernis er uip vegi þjóðernisti'lfinningarinnar, ekki óraunhæfra samruna, sem aðeins leiðir til árekstra, leið- inda og vaxandi haturs manna á milli. Með tilvitnunum í Lenin um baráttuna gegn Gyðingaofsókn unum og virðingu fyrir þjóðerni, gerði Dzyuba nazismann og Stalínismann að hliðstæðum í þessum efnum. Nokkrar fréttir og frásagnir hafa síast út til Vest- urlanda frá Úkraínumönnum, sem Sovétstjórnin hefur fangelsað- Meðal þess er 80 síðna frásögn blaðamannsins OhronovM og bréf rithöfundarins Ivan Kandyba til aðalritara úkraínska kommunista- flokksins, Pjotr Shelest. í báð- um frásögnunum er greint frá ólöglegum handtökum, þjáningum í fangelsum og þrælkunarbúðum. Báðar frásagnirnar vitna um þá miklu grimmd, sem sovézk yfir- völd sýna úkraínskum þjóðernis- sinnum. Ýmsir segja, að Rússar stefni markvisst að því að útrýma úkraínskri þjóðmenningu og vinna bug á þjóðernisstefnunni þar. Stöðugir fólksflutningar eiga sér stað frá Úkraínu til Síberíu, þar sem Úkrainumenn hafa enga möguleika til að viðhalda þjóð- menningu sinni. í staðinn eru fluttir til Úkraínu menn frá Mið- Rússlandi, aðallega iðnaðarmenn. — Útgáfufyrirtækjunum er líka beitt til að halda niðri úkrainsku — sífellt færri og færri bækur fást gefnar út á því máli, þrátt fyrir þá staðreynd — og það er Rússum þyrnir í augum — að æ fleiri unglr rithöfundar í Úkra- ínu kjósa að rita á móðurmáli sínu, þótt frægir úkraínskir rit- höfundar eins og Gogol og Korol enteo hafi ritað á rússnesku. Haft er fyrir satt, að úkraínsk- ur rithöfundur hafi sagt við pólsk an kollega á rithöfundaþingi í Varsjá fyrir skömmu: Við höfum einu minnismerki of mikið heima. Það er minnismerkið um Bogdan Khamelnitskí. Sá var ættarhöfð- ingi í Úkraínu, sem á 17. öld gerði bandalag við keisargnn og seldi fólk sitt í hans vald. Sam- komulagi hans við zarinn er hald ið hátt í sovézteri sögu sem merki um hið bróðurlega samband og samstarf Úkraínu og Rússlands. Fjandmenn Rússlands hafa jafn- an í sögunni reynt að notfæra sér þjóðernisstefnuna í Úkraínu. Undir lok fyrri heimstyrjaldar var síðasta von Þjóðverja að Úkraínumenn gerðu uppreisn. Svipað má segja um Pólverja 1920. Skömmu eftir að kommún- isminn hafði að fullu sigtað í Rússlandi buðust Frakkar til að viðurkenna Úkrainu sem sjálf- stætt ríki. Alexander annar keis- ari, bannaði árið 1870 allar úkra- ínskar bæku-r og blöfr. Slakað var nokkuð á þessu banni á árinu 1905 en það var hert að nýju árið 1914. Stjórnarherrar Rúss- lands hafa ætíð óttazt hina úkraínsku þjóðernishreyfingu. — Þegar her Hitlers brauzt inn i Úkraínu var honum víða mjög vel tekið. Það var aðeins skamm sýni nazista og hin grimmilega kúgunarpólitík, sem kom í veg fyrir að unnt hefði verið að nota, hina úkrainsku þjóðernishreyf- ’ ingu á þeim tíma sem hættuleg- asta vopn Þjóðverja gegn Rúss- um. f Úkraínu er framleiddur meira en fjórðungur alls korns í Sovét-' ríkjunum og um 70% af sykur- framleiðslunni, 35% kolanna og 30% stálsins. Úkraína leggur ár- lega mttljarða rúblna til sovézka ríkiskassans en aðeins brot af þessu kemur til baka í formi op- inberra fjárveitinga til framfara og framkvæmda í landinu. Úkra- ína er gífurlega þýðingarmikil fyr ■ ir Sovétríkin efnahagslega. Sovét ríki án Úkraínu myndu verða fá- tækt ríkjasamband. Úkraínskan, málið, er náskyld rússnesku, líkt og t. d. spænska þortúgölsku. í Austurhluta landsins er minnst ur munur á rússnesku og úkra- ínsku en í vesturhlutanum er það nær pólsku í töluðu máli. f öll- um skólum er rússneskan ríkj-. andi,^ þótt fólkið tali saman á' úkraínsku og í bók sinni segir Ivan Dzyuba, að vaxandi þjóð- ernisstefnu gæti nú mjög meðal unga fólksins í Úkraínu, það séu ný öfl að verki, sem grundvallist á gömlum merg — og það er ekki, sízt þetta sem ráðsmennirnir í, Kreml óttast nú í sambandi við'. þær breytingar sem orðið hafa í’’ Tékkóslóvakíu og geta borizt til’ þjóða Sovétríkjanna. Það er fyrst og fremst hin úkraínska þjóðernis hreyfing sem þeir óttast — en hún hefur ætíð í sögu Rússlands verið ógnun stjórnarherranna í Kreml, hvort sem það hafa verið keisarar eða kommúnistar. Stjórnin í Kreml hefur nú hert tökin á ýmsum sviðum og greini- legt er að hún ætlar sér nú,- traustara taumhald á rithöfundum, og að koma tryggil. í veg fýrir að þeir geti sáð einhverjum frjáls- ræðisgrillum í landsfólkið. Eins og stendur beinir Sovétstjórnin nú. geiri sínum aðallega að rithöfund- inum Alexander Solchenitsín, sem var 14 ár í þrælabúðum StaMns en fékk frelsi í þýðunni hjá Krúst- ’ joff og gaf út hina heimsfrægu ■ bók Dagur í Lifi Ivans Deniso- vitsj. í opnu bréfi, sem Solchenitsín birti til Rithöfundasamtakanna og/ þar sem hann skoraði á samtökin að verja félaga gegn ritskoðun, kom fram að rússneska leynilög-’ reglan hafði gert hjá honum hús- rannsókn og lagt hald á fjölda handrita. Þetta bréf var fjölritað og eintök af því bárust tM Vestut- landa. Deilan harðnaði þegar gefa átti út bók Solchenitsíns Krabba- meinssjúkrahúsið. Útkoma hennar var boðuð,- en stöðvuð á síðustu stundu, en handntinu var smygl að til Vesturlanda. Bókin er nýr þáttur um ofsóknir Stalíns-tímans í Sovétríkjunum og hefur hún ver ið gefin út í mörgum löndum. Solchenitsín hefur lýst yfir, að bókin hafi verið gefin út án síns leyfis og í sinni óþökk, en hið opinbera bókmenntarit Littera- turnaja Gazetta hefur sagt þá yfir lýsingu fyrirslátt einn og ráðist harkalega á Solschenitsín og ber honum á brýn andsovézkan áróður Inrásin í TékkóslóvaKiu mun verða til þess að friálsræði verði enn skert og tökin hert í Sovét- ríkjunum. Tjeká. LOKAD í dag vegna jarSarfarar. INNHEIMTUSKRIFSTOFAN Tjarnargötu 10. LJÓSASAMLOKURNAR Heimsfrægu 6 og 12 v. 7” og 5%” Mishverf H-framl]ós, Viðurkennd tegund. BÍLAPERUR — Fjölbreytt úrval — Sendum gegn póstkröfu um land allt. SMYRILL Ártnúla 7 — sími 12260.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.